Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1971 3 OKKUR VANTAR MENNT- AÐA ÞJALFARA Rætt við Þorstein Hall- grímsson körfuknattleiksmann Allir þeir sem eitthvað fylgj- ast með íþróttum, þekkja nafn Þor.steins Hallgrímssonar. Hann var án alls efa langbezti körfu- knattleiksmaður Islands s.l. ára tug, og nú þegar hann heldur til vinnu erlendis, er hann enn ökkar bezti körfuknattleiksmað ur. Islenzkur körfuknattleik- ur missir mikið þegar hann miss ir Þorstein utan, þvi óneitanlega verður það mikið skarð sem hann skilur eftir sig hér heima — skarð sem vandfyllt verður. Einna hæst mun stjarna Þor- steins hafa skinið 1964, þegar Islendingar tóku þátt í Polar Cup í Helsingfors. Þá töldu finnsk blöð hann langbezta mann mótsins, og einn af allra beztu leikmönnum í Evrópu. Þá var hann aðeins 22 ára að aldri. Nú er Þorsteinn 28 ára, og kunn ugir segja að hann hafi sjaldan verið betri en nú. 1 tilefni þess að Þorsteinn er i þann mund að hverfa af landi brott, hafði Mbl. tal af honum. Hvenær hófst þú fyrst að iðka körfultnattleik? „Það mun hafa verið árið 1956, en þá var ég 13 ára. Það var í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut, sem nú heitir raun- ar Hagaskólinn. Árið eftir gekk ég í fR, og lék það ár með 3. fl. félagsins. Síðan lék ég með 2. fl. félagsins næstu þrjú ár. 1 2. fl. unnum við fs- landsmótið öll þrjú árin, og voru það minir fyrstu meistara- titlar. Það var mér mikið happ að fá strax sem þjálfara Helga Jóhannsson, mann sem kenndi mér og félögum mínum undir- stöðuatriði leiksins frá byrjun. Að því hefi ég búið alla tið sið- an. Annars hafa ávallt verið góð ir þjálfarar hjá ÍR, fyrst Helgi, og síðan Einar Ólafsson sem þjálfar enn í dag með miklum árangri." Á þessum árum Iiafði Þorsteinn nóg á sinni könnu. Hann lék með 2.fl. og m.fl. ÍB, og sama árið (þ.e. 1959) leikur hann sinn fyrsta landsleik, að- eins 16 ára gamall. Aðeins einn leikmaður annar hefur svo ung- ur leikið með íslenzka landslið- inu í körfuknattleik, þ.e. Birgir Birgis. Hvar var þessi fyrsti lands- ieikur, Þorsteinn? „Hann fór fram í Kaupmanna- höfn, og báru Danir þar naum- lega sigur úr býtum, 41:38. Tveim árum síðar unnu Danir okkur svo aftur, en síðan þá höfum við ávallt sigrað Dani, alls sjö sinnum." ytra. Með hvaða liði lékst þú ytra? „Þessi þrjú ár sem ég dvaldi í Danmörku lék ég með Kaup- mannahafnarliðinu Sisu. Við urð um Danmerkurmeistarar fyrstu tvö árin sem ég lék með þeim, en þriðja árið urðum við i þriðja sæti. Er mikill munur á dönskum og íslenzkum körfuknattleik? „Það var ekki til skamms tíma, en ég óttast að við séúrn að dragast nokkuð aftur úr. Hér á ég sérstaklega við varnarleik- inn. Ég tel að Danir og Islend- • ingar standi nokkuð jafnt í körfuknattleiknum í dag, en þró un síðustu ára er okkur örugg- lega ekki. í hag gagnvart erki- f jendunum Dönum. Þorsteinn kemur síðan heim 1968, og síðan hefur ÍB-ingum gengið ailt í haginn. Að öllum öðrum ólöstuðum, er það Þor- steinn sem á mestan heiður skil- inn í sambandi við þessa miklu velgéngni ÍB s.l. ár. — Hverjir eru beztu menn sem þú liefur leildð með, (Óskaliðið) ? „Mitt „Óskalið" myndi lita þannig út: Miðherji: Guðmund- ur Þorsteinsson, framherjar: Einar Matthíasson og Birgir Jakobsson, bakverðir: Kolbeinn Pálsson og Jón Sigurðsson." Eftirminnilegustu mótherjar og samherjar? „Eftirminnilegasti mótherjinn er tvímælalaust hinn frábæri finnski leikmaður Pilkevaare, skemmtilegasti samherjinn er hins vegar án alls efa Helgi Jóhannsson." Halldór Guðbjörnsson náði ágætum árangri. Hverjir eru eftirminnilegustu landsleikirnir ? „Það eru tveir leikir sem mér eru minnisstæðastir. Báðir eru þeir gegn Dönum, sá fyrri 1964, og hinn síðari 1966. Þessir leik- ir voru báðir leikir í Polar Cup. Leikinn í Helsingfors 1964, unn- um við með 56:55, og leikinn 1966 sem leikinn var I Kaup- mannahöfn unnum við með 68:67 eftir framlengdan leik.“ Þess skal getið liér til gam- ans, að í leik Dana og íslend- inga 1964, var það Þorsteinn sem hreinlega vann leikinn við Dani upp á eigin spýtur. Ljóst er á blaðagreinum frá þessum tíma, að án hans hefði íslenzka liðið orðið að þola stórt tap. Og hver er minnisstæðasti leikurinn hér lieima frá þimmi langa ferli? „Það er tvímælalaust sið- ari leikurinn gegn KR í íslands- mótinu 1965. Þá töpuðum við IR- ingar í fyrsta skipti fyrir KR, og var þetta fyrsta ttip IR síð- an 1960. Þetta gerði það að verk um að aukaleik þurfti milli lið- anna um titilinn, og þann leik unnu KR-ingar, og urðu þar með Islandsmeistarar i fyrsta sinn.“ Haustið 1965 heldur Þorsteinn út til Danmerkur til náms, og þar dvaldi hann næstu þrjú ár- in. Hann sagði þó ekki skilið við íþrótt sína á námsárunum Og að lokum Þorsteinn. Hvað er þér nú efst í huga þegar þú hverfur af landi brott. Hver er skoðun þín á islenzkum körfu- knattleik, og hvert telur þú að verði hlutskipti lians á næstu árum? „Það sem mér kemur fyrst í hug, er hið mikla þjálfaravanda mál sem þjakar nú körfuknatt- leikinn á íslandi. Okkur vant- ar nú tilfinnanlega menntaða þjálfara sem vilja og geta tekið að sér unglingaþjálfunina. Verði þessum málum ekki kippt í lag hið snarasta, þá kemur það okk- ur illilega í koll innan fárra ára. Það er t.d. ekki óalgengt, að leikmenn sem komnir eru í I. deild, kunni ekki undirstöðuatr- iðin, sem þeir eiga að læra í yngri flokkunum. Og 1 öðru lagi er það hinn mikli dómaraskort- ur sem hér ríður húsum. Þar er atriði sem einnig verður að kippa í lag. Annars er víst að bera í bakkafullan lækinn að fara að tala um dómaramálin. — Nú er það svo, að auðveldara er að benda á það sem aflaga fer, en að lagfæra það og er þá komið að gamla „fylgifisknum" þ.e. fjárskortinum. Annars óska ég íslenzkum körfuknattleik alls hins bezta á komandi árum, og vona að hann megi blómgast vel um alla framtíð." grk. Ágætur árangur í fyrsta 20 km hlaupinu hér á landi Halldór Guðbjörnsson hljóp 17.068 metra á klukkustund I GÆB fór í fyrsta sinn fram keppni í 20 kílómetra hlaupi hér- lendis. Voru keppendur í hlaup- inu sex og luku allir keppni. Þá var jafnframt mælt hvað kepp- endurnir voru komnir langt er klukkustund var liðin. Hefur heldur ekki verið keppt í klukkustundarhlaupi hérlendis, en erlendis er sú grein töluvert tíðkuð. Sigurvegari í báðum keppnun- um var Halldór Guðbjörnsson, KR, og náði hann ágætum árangri. 20 kílómetrana hljóp hann á 1:10.01,6 klst., sem svar- ar til um 35 mínútna á 10 km. Á einni klukkustund hljóp hann 17.068 metra. Annar í 20 km hlaupinu varð Gunnar Snorrason, UMSK, og náði hann einnig ágætum árangri 1:11,56,4 klst. og má geta þess að millitími hans á 10 km. mun vera heldur betri en hann hefur bezt náð i 10 km hlaupi. Úrslit 20 km hlaupsins urðu annars þessi: klst. Halldór Guðbjörnss. KR 1:10,01,6 Gunnar Snorras. UMSK 1:11,56,4 Vidar Toreid Noregi 1:17,25,1 Steinþór Jóhannesson, UMSK 1:19,53,7 Kristján Magnússon Á 1:22,00,8 Bjarki Bjarnason UMSK 1:28,16,4 Klukkustundarhlaup: metrar Haildór Guðbjörnsson 17.068 Gunnar Snorrason 16.735 Vidar Toreid 15.389 Steinþór Jóhannesson 15.271 Kristján Magnússon 14.592 Bjarki Bjarnason 13.419 Þar sem þetta er i fyrsta skipti sem keppni í þessum greinum fer fram hérlendis, eignast Halldór Guðbjörnsson Islandsmetið í þeim, en Stein- þór Jóhannesson drengja- og unglingamet. : \ : ■: :■ , :::; ■:;■. -'í Mýkt og tækni. — Sérkenni Þorsteins Hallgrímssonar koma vel fram í þessari mynd, sem tekin var í leik Ármanns og IB Akranes og Keflavík unnu — Hafnarfjörð og Breiðablik í Litlu bikarkeppninni TVEIR leikir fóru fram í Litlu bikarkeppninni um helgina og sigruðu þá Akurnesingar Hafn firðinga með tveimur mörkum gegn einu og Keflavík sigraði Breiðablik úr Kópavogi með 5 mörkum gegn 1. Má ljóst vera, eftir þessi úrslit, að baráttan um bikarinn stendur milli Akur nesinga og Keflvíkinga en bæði liðin standa þar jafnt að vígi — hafa tapað einu stigi. Leikur Breiðabliks og Kefl- víkinga, sem fram fór í Kópa- vogi var nokkuð ój afn og sýndu Keflvíkmgarnir ágætan leik. í hálfleik höfðu þeir náð tveggja marka forskoti og í síðari hálf- leik skoruðu þeir þrjú mörk gegn ■einu. Mörk Keflvíkinga skoruðu þeir Magnús Torfason, Friðrik Ragnarsson og Steinar Jóhannsson. Leikur Akurnesinga og Hafn- firðinga var his.s vegar til muna jafnari og hefði jafntefli ekkl verið ósanngjörn úrslit. f fyrri hálfleik skoruðu Akurnesingar tvö mörk og voru þar að verki þeir Hörður Jóhannsson og Jón Gunnlaugsson. í síðari hálfleik sóttu Hafnfirðingar án afláts, sérstaklaga er leið að leikslok um og tókst þá Jóhanni Larsen að skora með fallegu skoti. Staðan í keppninni er nú þessi: Akranes 3 2 1 0 8:2 3 Keflavík 3 2 1 0 8.3 5 Kópavogur 5 1 2 2 9:12 4 Hafnarfjörður 5 0 2 3 4:12 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.