Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR OGLESBOK
méú0ðft$Stöb
187. tbl. 58. árg.
SUNNUDAGUR 22. ÁGUST 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kyrrt í Prag
— á innrásarafmælinu
Prag, 21. ágúst. — AP
í AP-FRÉTTUM frá Prag segir,
að svo virðist sem stjórnvöld og
almenningur ætli að leggja sig í
líma til að forðast átök og
óeirðir i dag, en þrjú ár eru
nú liðin frá, því herir fimm
Varsjárbandalagsríkja     gerðu
innrásina í landið.
Ávarpi var dreift frá óleyfi-
legum samtökum, þar sem hvatt
var til aS menn sýndu andstöðu
sina með því að vera sem minnst
á ferli út á við, fara ekki á krár
og taka ekki þátt í neinum gleði-
samkundum. Erfitt var að átta
sig á, hvort þátttaka var með-
al þorra almennings, enda mik-
ill fjöldi erlendra ferðamanna í
Prag og margir höfuðborgarbú-
ar héldu út í sveit í blíðviðrinu,
en í morgun, þegar árrisulir
bæjarbúar komu á fætur höfðu
blómsveigar verið lagðir á leiði
Jan Palachs í Prag.
Þekktur en ónafngreindur and-
stæðingur innrásarinnar var
inntur eftir þvi, hvernig hann
hygðist minnast dagsins. Hann
svaraði-. „Með því að reyna að
hugsa ekki."
Nixon hittir
Hirohito
Anchorage,  Tókíó,
San Clemente, 21. ágúst.
NTB — AP
RICHARD Nixon, Bandaríkjafor
seti, ætlar að fara til Anchorage
Þessa mynd tók Kristinn Benediktsson ljósmyndari Mbl. er hann var á ferð með hjálparsveit skáta
í Hafnarfirði, en sveitin var á æfingum á Falljöklinum, sem er við lónið á leiðinni inn í Þórsmörk.
Æfingin stóð í 4 daga og var lögð áherzla á björgunaraðgerðir á jöklum  og úr sprungum. —
Blaða-
maður
myrtur
VARSJÁ 21. ágúst — AP.
Jan Gerhard, þekktur pólskur
blaðamaður, sem var áður er-
lendur fréttaskrifari utan Pól-
lands, fannst myrtur í íbúð sinni
í Varsjá á föstudagskvöld, að því
er pólska fréttastofan PAP
sagði.
Gerhard var aðalritstjóri „For-
um", sem er vikurit, er prentar
þýddar greinar úr helztu blöð-
um i Vestur- og Austur-Evrópu.
Hann var einnig varaþing.maður.
LögregTan raninsakar nú málið.
Japanir hækka ekki gengið
Gjaldeyrisviðskipti hef jast
á morgun - Ovissa um þróun mála
í Alaska og hitta þar Hirohito
Japanskeisara þann 26. scptem-
ber n.k., cn þann dag millilendir
Japanskeisara í Anchorage á leið
til Evrópu. Forsetafrú BanðarSkj
anna verður með eiginmanni sín
um. Nixon tilkynnti þctta í moig
un og kvaðst hugsa gott til að
eiga tal við Hirohito. Þessi fund
ur milli þjóðhöfðingja Japans og
Bandaríkjanna verður sá fyrsti í
sögunni, og geta má þess að Jap
anskeisari hefur ekki fyrr farið í
slíka utanlandsreisu sem stendur
fyrir dyi'um hjá Hirohito.
Fréttir uai fyrirætlun Nixons
forseta komu á óvart og embætt
ismenn í Anchorage, þar á með
ai borgarstjórinn, kvaðst ekki
hafa vitað um hana fyrr en
Bandaríkjaforseti greindi frá
þessu sjálfur. Sérfræðingar og
fréttamenn setja fund þeirra í
samband við efnahagsráðstafanir
Nixons, sem m.a. hafa haft við-
tæk áhrif á stöðu japanska yens-
ins.
New York, Tókió, London og
Briissel, 21. ágúst. AP-NTB
KUSUKE Kashiwagi, sérleg-
UT efnahagsmálaráöunautur
Japansstjórnar, sem nú er í
Washington til viðræðna við
bandaríska ráðamenn, sagði á
fundi með fréttamönnum í
dag, að það væri stefna
japönsku stjórnarinnar að
hækka ekki gengi yensins
þrátt fyrir efnahagsráðstaf-
anir Nixons Bandaríkjafor-
seta og engin áform væru um
slíka hækkun í framtíðinni.
Sem kunnugt er hefur verið
iagt mjög hart að Japönum að
hækka gengið gagnvart dollaran
um. Kashawagi sagði við frétta-
menn að efhahagsráðstafanirnar
vœru djarfar og stefndu að því
að hleypa nýju blóði í bandariskt
efnahagslif. Hann sagði að Jap-
anir  væru  óánægðir  með  10%
aukatollinn á innfluttum vörum
og væntu þess að hann yrði af-
numhm hið fyrsta.
Talið er, að gjaldeyrisviðskipti
hefjist almennt á nýjan
leik i Evrópu á morgun, mánu-
dag, en mikil óvissa rikir um
hvað muni gerast. Ýmsir eru
þeirrar skoðunar að viðskiptin
verði með eðlilegum hætti, aðrir
óttast algert öngþveiti. EBE-lönd
in náðu ekki samkomulagi um að
láta gjaldmiðla sína fljóta sam-
eiginlega innan ákveðina ramma
gagnvart Bandaríkjadoilara, en
Bretar og ítalir sögðu í dag að
hugsanlegt væri að löndin létu
dollarann fljóta innan vissra tak
marka á peningamörkuðum sín-
um, en að hin opinbera skráning
2,40 dollarar fyrir pundið og 625
lírur í dollara giltu áfram. Frakk
ar hafa tilkynnt að tvöfalt kerfi
muni gilda í Frakklandi, 5,55
frankar í dollaranum í sambandi
við útflutning og innflutning, en
að öðru leyti verði dollaranum
leyft að fljóta og gengi hans á-
kveðið eftir framboði og eftir-
spurn.
Pierre Trudeau, forsætisráð-
herra Kanada sagði í sjónvarps-
ávarpi til kanadisku þjóðarinnar,
að þúsundir Kandamanna myndu
missa atvinnu ef Kanada yrði
ekki undanþegið 10% innflutn-
ingstollinum.
Danska stjórnin skýrði frá því
í dag, að gengi dönsku krónunn-
ar gagnvart dollaranum yrði ó-
Framh. á bls. 31
Fárviðri í SydnejT
SYDNEY 21. ágúst — AP.
Mikið fárveður gekk yfir Sydney
í Ástralíu aðfararnótt laugar-
dags og muna elztu menn ekkl
sliUi veður. Þök flugu af húsum,
rúður brotnuðu og rafmagn fóe
af útborgum í nokkra klukku-
tíma. Mikil úrkoma fylgdi þessu
aftakaveðri.
Engin slys munu hafa orðið &
mönnum.
Ky af tur í f ramboð
Hæstiréttur breytti úrskurdi sínum
Saigon, 21. ágúst. — AP-NTB
HÆSTIRÉTTUR S-Víetnam
breytti í dag óvænt úrskurði
sínum varðandi framboð Kys
varaforseta í forsetakosning-
unum sem fram eiga að fara
3. október n.k. Lýsti hæsti-
réttur því að framboð Kys
væri lögmætt og að nafn hans
skyldi sett á kjörseðilinn.
Hæstiréttur hafði áður, 6.
ágúst, kveðið úr um að fram-
boð Kys fullnægði ekki sett-
um reglum.
Ákvörðun hæstaréttar kom
mjög á óvart, en talið er að það
hafi verið Thieu forseti, sem
skipaði réttinum að breyta úr-
skurðinum, eftir að hershöfðing-
inn Minh dró framboð sitt til
baka i gær. Vitað er að EUs-
worth     Bunker,   sendiherra
Bandaríkjanna í Saigon, hefur
lagt hart að Thieu í máli þessu
og heimildir herma að hann hafi
afhent forsetanum harðorða orð-
sendingu frá Nixon Bandaríkja-
forseta þess efnis að ef Thieu
forseti yrði einn í framboði,
yrði nær ógerlegt að fá Banda-
ríkjaþing  til  að  halda  áfram
efnahags- og hernaðaraðstoð við
S-Víetnam og að háværar radd-
ir myndu verða uppl um a8
kalla bandariskt herlið heim frá
S-Víetnam.
Heimildir í Saigon segja að
Bunker sendiherra hafi átt
marga fundi með Ky og Thieu
og hafi sagt Thieu að hann hefði
gengið of langt i þvi að útiloka
Ky frá framboði. Þá er sagt að
Bunker hafi fullvissað Ky um
að Bandaríkjastjórn myndi telja
framboð hans jafn mikilvœgt
og framboð Thieus. Bkki var
vitað er Mbl. fór í prentun hver
Framh. á bls. 31
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32