Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Ķžróttafréttir Morgunblašsins 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						:¦¦*    *--<.*
.q^MMMirife"  S» -
Fram náði hraðaupphlaupi, og Ingólfur Óskarsson skoraði. Hann var reyndar kominn vel inn
fyrir línu, er hann gerði markið, en dómararnir gerðu ekki athugasemd. Pétur Jóakimsson,
sem stóð sig mjög vel i Haukamarkinu, átti ekki möguleika á að verja skot Ingólfs.
(Ljósm. Mbl. Kr. Ben.)
Framliðið á uppleið
— sigraði Hauka 20:15 í fyrsta
leik íslandsmótsins
Þessi mynd gefur nokkuö til kynna hvernig aðstæður voru
á Melavellinum á sunnudaginn. í ausandi vatnsveðrinu urð'u
leikmennirnir að fara út í stóra polla til þess að sækja bolt-
ann, en pollarnir réðu oft miklu um gang leiksins.
FBAMARARNIB fara sannar-
lega vel af stað í íslandsmótinu
i handknattleik. Á sunnudags-
kvöldið sigruðu þeir Hauka með
20 mörkum gegn 15, en þetta var
í senn fyrsti leikur Islandsmóts-
ins í ár og fyrsti leikurinn sem
fram fer í íslandsmóti í Iþrótta-
húsinu nýja í Hafnarfirði. Þessi
sigur Fram var fyllilega verð-
skuldaður. Liðið lék oft á tið-
um skínandi góðan handknatt-
leik, einkum þó góðan varnar-
leik, og meðan skot Axels Axels-
sonar voru stillt á mark Hauk-
anna, fengu þeir litliun vörnum
við komið, enda hjálpuðu félag-
ar Axels honum óspart að kom-
ast í skotfæri, með „blokkering-
—Við erum búnir að æfa
vörnina í heilan mánuð, og
þetta er árangurinn, sagði einn
Framarinn að leik loknum. Karl
Benediktsson, þjálfari liðsins,
kvaðst vera ánægður með útkom
una í þessum leik, og sagði hana
benda til þess að liðið væri á
Blikarnir í úr slit
réttri leið. Að vonum var Jó-
hannes Sæmundsson, þjálfari
Haukanna, ekki ánægður eftir
leikinn. — En þetta er ekki búið,
sagði hann, — við «igum ef tir að
ná okkur á strik.
Sannleikurinn virðist sá, að
skörðin sem þeir Þórarinn og
Viðar skildu eftir í Haukaliðinu
eru enn ekki fyllt. Að vísu eru
þeir Þórður og Ólafur i betra
formi nú, en oft áður, en samt
skortir liðið a.m.k. einn Jeik-
mann enn, sem getur ógnað og
skotið fyrir utan. Varnaraðgerð-
ir gegn liði, sem ekki hefur fleiri
stórskyttum á að skipa en Hauk-
arnir, eru þess vegna fremur
auðveldar.
En iínuspilið er hins vegar hin
sterka hlið Haukanna, og falleg
ustu mörk leiksins á sunnudag-
inn skoruðu þeir þannig, t. d.,
er Sigurður Jóakimsson skoraði
annað mark Haukanna. Þá virð-
ist Stefán Jónsson i mjög góðu
formi og þegar hann fékk smá
smugu i hægra horninu, var ekki
um nema tvennt að ræða —
mark eða vítakast. Hins vegar
voru Haukar ákaflega óheppnir
með vítaköst  sín.  Guðjón  Er-
lendsson  varði  þrjú  þeirra,  án
mikillar fyrirhafnar.
Ftestir hafa spáð því að bar-
áttan um Islandsmeistaratitilinn
í ár standi milli FH og Vals, en
hins vegar þyrfti engum að
koma á óvart þótt Fram bland-
Framhald á Ms. 2.
Björgvin Björgvinsson lék sinii
100. leik með meistaraflokki
Fram í handknattleik. Var hann
fyrirliði liðsins i leiknum, og
fékk fallegan blómvönd frá fé-
laginu, áður en leikur hófst.
- sigruðu Fram 1:0 í undanúrslitum
- vallarskilyrði og veður þannig, að
útilokað var að leika knattspyrnu
ÞÁ eru Breiðabliksmenn komn-
ir í úrslit í bikarkeppni KSÍ og
munu leika þar til úrslita gegn
Vikingi. Breiðablik mætti Fram í
undamirslitaleik á sunnudaginn,
og lauk þeim leik með 1:0 sigri
Breiðabliks.
Leikurinn á sunnudag var leik-
inn við afar slæm skilyrði, rok
var mikið og ausandi rigning all-
an þann tíma, sem leikurinn stóð
. yfir. Völlurinn var mjög lélegur
og liðin voru alls ekki fær um
að sýna neina knattspyrnu, sem
kailazt getur því nafni, við þessi
erfiðu skilyrði.
Þessi sigur Breiðabliks var í
hæsta máta ósanngjarn. Breiða-
blik átti varla marktækifæri all-
an leikinn, en Framarar voru
mun betri í þessum leik og hefðu
átt skilið að sigra. En knötturinn
vildi ekki í mark Breiðabliks.
Mark Breiðabliks skoraði Guð-
mundur Þórðarson á 36. min. i
seinni hálfleik. Hann renndi
knettinum frá vítateigshorni
framhjá Þorbergi, sem kom út á
móti, og knötturinn skoppaði löt-
urhægt í mark, án þess að Fram-
arar fengju neinum vörnum við
komið. Að vísu var Ómar Arason
ekki langt frá því að ná til knatt-
arins, en tókst ekki.
Framarar höfðu fram að þessu
átt a.m.k. þrjú mjög hættuleg
marktækifæri. Fyrst á 8. mín.
fyrri hálfleiks, en þá skaut Jón
Pétursson framhjá af markteig,
og þeir Kristinn Jörundsson og
Arnar Guðlaugsson áttu báðir
skot í stöng. — En eftir að
Breiðablik var búið að ná þessu
forskoti, lögðu þeir áherzlu
á varnarleikinn og tókst að
halda hreinu og ganga sem sig-
urvegarar af velli.
Það er varla hægt að tala um
það, að nokkur leikmaður hafi
staðið sig öðrum betur að þessu
sinni. Ytri aðstæður voru eins og
getið hefur verið, afar slæmar og
mótaðist leikurinn mjög af þeim.
— gk.
Þarna eiga Framarar eina af mörgum sóknarlotum sínum að Breiðabliksmarkinu,
varð sem hinar — árangurslaiis.
en

ÍS'ái Axel Axelsson að lyfta sér  og skjóta, er  venjulega  tæpast
haegt aíí koma auga á boltann fyrr en hann liggur í netinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4