Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 32
 IESIÐ \ BBlfrtn ,B<w ■’BJh DRCLEGfl nr|p!«lMnt»ít>í RIICLVSinCflR ^C*-»22480 FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1973 Vestmannaeyjar: 20 metra hár varnargarður — milli Helgafells og nýju eld- keilunnar. „Gott skap úti í Eyjumu Vestmannaeyjum í gærkvöldi, frá Árna Johnsen. I DAG var unnið af kappi við að ryðja upp 20 metra háiim varnargarði miili Helgafells og nýju eldkeiiunnar, en þar er gíg- barmurinn lægstur, síðan vest- urhlíðin hrundi í fyrrinótt. Þrjár ýtnr vinna verkið. Gosið var lítið í dag, að sögn Þorleifs Ein- arssonar, jarðfræðings, og er það óbreytt ástand frá því í gær. Ástand í gas- og sprengilofts- málura er einnig óbreytt frá því í gær. Aðeins eitt hús, Hrað- frystistöðin, er lokuð af örygg- isástæðum. 1 gær höfðu menn á orðl, að' það væri hættulegra að fara inn i Hraðfrystistöðina en tiindurdufl, vegna sprengi- bættu. Einn maður gekk þó um alla bygginguna, án þess að vita af hættunni, og að auki var hann með logandi vindling. Ekkert markvert gerðist. Mesta eitur- loftíð hefur fundizt við klóak- inntök og í kringum ræsi þeirra. Annars ber mælum ekki saman við hversdagsreynsiuna og á sumiim stöðum, þar sem menn áttn ekki að geta lifað nema stutta stunð, hafa menn unnið í marga daga, án þess að kenna dér meins. Þar sem loft leikur nm, drelfast hættulegu loftteg- undirnar skjótt. Dr. Sigurður Þórarinsson sagði í dag, að hanin teidi það fremur óheppni, ef gosið ætti eftJr að eyðileggja bæinn meira en orðið er, og varðandi höínina ber sjó- mönnum saman u.m, að innsigl- ingin sé betri en áður, ef hraun fer ekki nær Heimakletti og Yztakletti. Á stórstraumsfjöru i dag, kl. 14.16, mældust 140 metr- ar i Yztaklett og 200 metrar i Heimaklett, en ekkert hraun hef- ur runnið þar á aðra viku. Sig- urður taldl horfur á, að gosið myndi ekki aukast aftur úr þessu, „annars hef ég alltaf ver- ið frekar bjartsýnn á framigang mála hér, þrátt fyrir þetta gos, og mér finnst t.d. mikill munur á bjartsýni þess fóiks, sem hér hefur verið og fyligzt með mál- Framh. á bls. 20 Sjó var í gær sprautað í miklu magni yfir hraunið í Vestmannaeyjiim til þess að kæla það og stöðva framrás þess. Myndin er af leiðslunni, sem notuð er við þessa úðun og getur hún flutt 200 lestir af sjó á klukkustiind. — Ljósm.: Sigurgeir. Leit bar engan árangur LEIT að gúmbátnum frá Sjö- stjömunni var haldið áfram í gær, en bar ekki árangur. Á leitarsvæðinu voru bæði skip og flugvéiar. Þar voru vestan 7 vindstig. Kaup hækkar um 12 til 13,7 % vegna hækkaðrar verðlagsupp- bótar í 24,32% og samningsbundinn- ar kauphækkunar nk. mánaðamót KAUPLAGSNEFND ákvað í gær kaupgreiðsluvísitölu, sem greiða á laun samkvæmt um næstu mán aðamót, 1. marz. Hækkar vísital- an um 7,32 stig, úr 117 stigum í 124,32 stig og skal því samkvæmt þessu greiða verðiagsuppbót á grunnlaun um næstu mánaða- mót, sem er 24,32%. Kauphækk- un launþega innan Alþýðusam- bands fsiands samkvæmt kjara- samningum verður um næstu mánaðaniót 6% á grunnlaun samninganna og 7% hjá opinber um starfsmönnum. Leggur sam- anlögð kauphækkun vegna samn inga og verðlagsuppbótar sig sem 12,1% hjá launþegum ASl og 13,7% hjá félögum BSRB. Ef brey tingar kunna að verða á þessum verðlagsuppbótum, þá verður þeim aðeins komið í fram Mjög góð loðnuveiði „Mikil loðna ógengin ennþá,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson, f iskif ræðingur d>IÖG góð loðnuveiði var frá þriðjudagsmorgni og fram til kvölds í gær og á þessum l’A sölarhring tilkynntu 44 skip um afla, samtals um 11-12 þús. lest- ir. Aðai veiðisvæðið á þriðjudag og um nóttina var i vestanverðri Meðallandsbugt, og við Skaftár- ósa, em í gær versnaði veður þair nokkuð og færðn bátarnir sig Þ* austar og fengu góðan afla & milli Ingólfshöfða og Tví- skerja. Fáir bátar ern nú á mið- unum, því að langflestir bátar hafa fyllt sig undanfama daga og hafa þvi ekki lokið löndun. Bátamir iönduðu einkum á Aust fjarðahöfnum, því að á þriðju- dagskvöldið og um nóttina versn aöi veður mjög fyrir sunna.n land og urðu flestir bátamir, se»n lagðir voru af stað vestur til Reykjaneshafna, að snúa við. Nokkrir lágu þó i vari við Vest- mannaeyjar og héldu síðan til hafna við Reykjanes í gær, er veður fór batnandi. Ekki er tal- ið, að um mjög langa bið verði að ræða hjá þeim bátum, sem fóru inn á Austf jarðahafnir, því að á flestum stöðum hefur smátt og smátt verið að losna þróar- rými eða losnar i dag. Mbl. átti í gærkvöldi samtal við Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ing, sem er leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni í loðnu- ieit, en þar sem skipið hefur und anfarna daga tekið þátt í ieit að gúmmíbátunum af Stjöstjörn- unni, kvaðst HjáSmar ekki hafa getað fyigzt eins vel með gangi mála á loðnumiðunum og eila. Hann sagði þó, að fyrsta gang- an væri nú komin vestur að Skaftárósum og veiðin hefði því síðasta sólarhringinn verið i vest anverðri Meðallaindsbugt, en veð- ur hefði þar versnað í gær og þá hefðu bátarnir haldið austur. Sagði Hjálmar, að verulegt magn væri af loðnu á svæðinu frá Ing- ólfshöfða að Stokksnesi og hefði fengizt góður afli á milli Ingólfs- höfða og Tvískerja. Hann hafði einnig haft fregnir af loðnulóðn- ingum á svæðinu við Hvalbak, en hafði ekki getað kannað það nán- ar. Loðnan hefur verið á vestur- leið undanfarna daga, en hefur sótzt þetta hægt, vegna ríkjandi vestanáttar, sem hefur vaidið austlægum straumi við Suður- ströndina. „Það hefur ekkert bor ið á því að hún væri farin að hrygna," sagði Hjálmar, „og því má gera ráð fyrir að gangan kom ist verulega mikiu vestar en hún FramhaJd á bls. 20 kvæmd með lagabreytingu, svo sem þeirri er felst i frumvarpi sem fyrir Alþingi liggur nú um að þau vísitölustig, sem eru af- leiðing verðhækkunar áfengis og tóbaks, verði ekki látin hafa áhrif á verðlagsuppbætur. Hins vegar er á það að benda, að Ai- þýðusambandið hefur lýst and- stöðu við frumvarpið, svo og tveir þingmenn, Björn Jónsson, forseti ASI og Eðvarð Sigurðs- son, formaður Dagsbrúnar. Er þvi allt óvist um það, hvort frum varpið nær þvi að verða að lög- um. Breytingar á vísitölunni með auknum niðurgreiðsium úr rikis sjóði eða auknum fjölskyldubót- um koma ekki til greina eftir að Kaupiagsnefnd hefur ákveðið vísi töluna, þar sem hún er samnings atriði aðila vinnumarkaðarins, en fulltrúar þeirra sitja í Kaup- lagsnefnd. Sátta- fundir í gær SÁTTASEMJARI hélt í gær sáttafundi bæði með undirmömn- urn og yfirmön,num á togurum og fulltrúum togaraeigenda Fundur með yfirmönnum stóð kl. 11—12.30 og annar fundur kl. 16—17. Nýr fundur héfur ekki verið boðaður. Fundur með umdirmöninum stóð frá kl. 14 til kl. 19 og hefur nýr fundur verið boðaður í dag ki. 14. Hál-fur mánuður hafði liðið firá siðasta sáttafundi með undirmönnum. Kona slasast MJÖG harður árekstnr varð um kl. 08:30 í gærmorgun á mót- um Skúlagötu og Barónsstiígs, er fóliksbifreið var ekið i veg fyrir Mtila sendibiifreið. Koma á sex- tugsaldri, sem var farþegi í sendd bi'freiðinni, slasaðis't tal.svert og var flutt í slysadeild og þaðan tiQ legu í Borgarspitalanum vegna höfuðmeiðsia o.fl. meiðsia. Bifreiðarniar skemimdust báðar talsvert mikið. Skipadeild SÍS fær nýtt Dísarfell EINHVERN næstu daga verður skipadeild Sambandsins afhent tæplega 1200 rúmlesta flutninga- skip, sem keypt hefur verið af út gerðarfyrirtæki í Danniörku. Skipið, sem heitir Lene Nielsen, er nú i klössun og skoðun i Dan- mörku, en vonazt er til að það verði afhent næstu dag, jafnvei á morgnn. Hjörtur Hjartar, fram kvæmdastjóri skipadeildarinnar, er farinn utan til að taka við skipinu fyrir hönd Sambandsins. Skipið miun hljóta nafmið Dis- arfell og kemur í stað gamda Dis- arfellsins, sem Sambamdið seldá, og verður hlutverk þess hið sama og gamla Dísairfellsins, si.glimgar á smaorri hafmir á lendimu o,g á mi'lld lamda. Sltípið var smíðað í Árósuim árið 1967 oig er burðar- hæfini þess um 2,200 iestdr. Nokkrir mánuðir eru siðam kaiup á skipinu voru ákveðin, en af- hendimgu þess hefur nokfkuð seimkað frá því sem um var sarni ið. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.