Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1973 Eins og sagt hefur verið frá, ók jeppabifreið fi fullri ferð inn ð verzlunargólf Kaupfélagsins Fram f Neskaupstað fyrir helgina. Skemmdir urðu, sem kunnugt er, mjög miklar á verzluninni og jeppanum. Þessi mynd var tekin, þegar verið var að draga jeppann út f gegnum brakið af aðaldyrum verzlunarinnar. Ljósm. Mbl: Jón Svanbjörnsson. Forsætisráðherra í útvarpsumræðum: Vonandi næst bráða- birgðasamkomulag FORSÆTISRAÐHERRA, Ólafur Jóhannesson, flutti stefnuræðu sfna f útvarpi frá Alþingi f gær- kvöldi. I ræðu sinni sagði for- sætisráðherra, að ný viðhorf hefðu nú skapast f landhelgismál- inu, sem vonandi leiddu til bráða- birgðasamkomulags. Þessi nýju viðhorf hefðu stofnast vegna við- ræðna sinna við Heath, forsætis- ráðherra Breta. Ráðherra minntist á kjarasamn- ingana, sem nú standa fyrir dyr- um, og sagði, að afstaða rfkis- valdsins í samningunum við BSRB og BHM mundi verðatekin á grundvelli þess, að aukning kaupmáttar tekna hefði aukist ört s.l. þrjú ár. Þá var svo að skilja á forsætis- ráðherra, að hann boðaði nýjar ráðstafanir á næstunni af hálfu rikisstjórnarinnar til að hamla gegn verðbólgunni. Eitthvað yrði að fara hægar f framkvæmdum á næsta ári, en að öðru leyti gat ráðherrann þess ekki, í hverju þessar ráðstafaniryrðu fólgnar. Ráðherra tilkynnti einnig, að fram yrði lagt á þessu þingi frum- varp til laga um umboðsmann Al- þingis. í upphafi ræðu sinnar vék for- sætisráðherra að landhelgismál- inu, rakti sögu þess og sagði síð- an, að við boð breska forsætisráð- herrans til sín um að koma til fundar í London til að ræða land- helgismálið hefðu ný viðhorf skapast. Væri hugsanlegt og von- andi, að þetta leiddi til þess, að leiðir til bráðabirgðasamkomu- lags opnuðust. Ráðherra taldi það aðeins, að tækifæri mundi gefast til að ræða þau, þegar utanrikis- ráðherra gæfi Alþingi skýrslu sína um utanrikismál. Þessu næst vék Ólafur Jó- hannesson að efnahagsmálunum og væntanlegum kjarasamning- um. Um þá sagði hann: „Hin öra Framhald á bls. 18. Már Gunnars- son formaður Heimdallar Ólafur Jóhannesson hlægilegt, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði nú flutt tillögu um 200 sjómflna fiskveiðimörk, þar sem allar aðgerðir Islendinga á undir- búningsfundum hafréttarráð- stefnunnar hefðu mótast af því sjónarmiði. Um varnarmálin sagði ráðherra Aðalfundur Heimdallar S.U.S. var haldinn 13. október s.l. Fundarstjóri var Friðrik Sophus- son form. S.U.S., fundarritari var Sigurður Sigurðsson. Formaður félagsins var kosinn Már Gunnarsson, með 44 atkvæð- um, en mótframbjóðandi hans, Ami Bergur Eiríksson, hlaut 13 atkv. Auðir seðlar voru 2 og 1 ógildur. Fráfarandi formaður, Skúli Sigurðsson, flutti skýrslu stjórn- ar, en gjaldkeri, Gunnar Dungal, skýrði reikninga félagsins. Hin nýkjörna stjórn hélt sinn Leikfélag Reykiavíkur: Svört kómedía, íslenzk verk og Síðdegisstundir LEIKFÉLAG Reykjavfkur frumsýnir nk. þriðjudagskvöld gamanleikinn „Svört kómedfa" (Black Comedy) eftir brezka leikritaskáldið Peter Shaffer. „Þetta er gamanleikur f sérkenni- legum stfl — mikið um myrkra- leiki og skollaleiki," sagði Vigdfs Finnbogadóttir, leikhússtjóri, í viðtali við Mbl. f gær. Vigdís annaðist sjálf þýðinguna, Pétur Einarsson er leikstjóri, og leikmyndir gerði Sigurjón Jóhannsson. Er þetta fyrsta verk hans fyrir LR, en áður hefur hann gert leikmyndir í 30 lömb í Land- búnaðarháskóla I byrjun næsta mánaðar verða 30 fslenzk lömb send til danska Landbúnaðarhá- skólans og verða þau notuð þar í tilraunastarfsemi. Að sögn Páls A. Pálssonar yfirdýra- læknis hafa áður verið send fslenzk lömb til Hollands, en þessi lömb, sem verða send til Danmerkur eru frá bænum Norðurhjáleigu f Alftaveri f Vestur-Skaftafellssýslu, en það svæði er heilbrigðasta svæði landsins varðandi sauð- fjársjúkdóma. Lömbin verða flutt með Iscargó og í Land- búnaðarháskólanum verða þau sérstaklega notuð til rann- sókna á mæðiveiki og visnu, en íslenzki stofninn virðist sér- lega viðkvæmur fyrir þeim sjúkdómum og þvf góður til rannsókna f þvf efni. Lýsiströtu og Indíánaleik Þjóð- leikhússins. Hann stundaði nám og starfaði við leikhús í Danmörk um nokkurt skeið. Leikarar í Svartri kómedíu eru: Hjalti Rögnvaldsson, Valgerður Dan, Helgi Skúlason, Guðrún Stephensen, Þorsteinn Gunnars- son, Halla Guðmundsdóttir, Karl Guðmundsson og Kjartan Ragnarsson. Þau Hjalti og Halla eru í hópi yngstu leikara, út- skrifuðust úr leikskóla Þjóðleik- hússins í fyrra. Hjalti hefur áður leikið hjá LR, en Halla ekki. Þetta er fyrsta verk Shaffers, sem sýnt er hérlendis. Það var samið árið 1965. Jólaleikrit LR verður Volpone eftir Ben Johnson og Zweig. Það var sýnt hjá LR fyrir rúmum aldarfjórðungi og svo skemmtilega vill til, að Brynjólfur Jóhannesson fer nú aftur með sama hlutverk og þá. Eftir áramót, á þjóðhátfðar- árinu, verða frumsýnd tvö ný íslenzk leikrit, Kertalog eftir Jökul Jakobsson og Selurinn hefur mannsaugu eftir Birgi Sigurðsson, höfund Péturs og Runu. Leikfélag Reykjavíkur tekur nú upp á þvf nýmæli að taka upp eftirmiðdagssýningar einu sinni í mánuði, á fimmtudegi í byrjun hvers mánaðar. „Við köllum þetta Siðdegisstundina," sagði Vigdís, „og þetta verða bókmennta- söngva- og sögudagskrár I leik- formi, þ.e. verk fyrri tíma í með- ferð nútfmamannsins." Verkin eru unnin í hópvinnu, en Vigdís hefur tekið efni þeirra Framhald á bls. 18. Kosning í Háskólanum A laugardaginn kjósa stúdentar nefnd þá, sem sjá á um fram- kvæmd hátfðarhaldanna 1. des- ember. Tveir listar eru f fram- boði, annar borinn fram af Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta (A-listi) og hinn af Verðandi, félagi vinstri sinnaðra stúdenta (B-listi). Vaka vill helga daginn mál- Sjálfstæðishúsið Sjálfboðaliða vantar á morgun, laugardag, í byggingavinnu við nýja Sjálfstæðishúsið. Unnið verður frá kl. 13—19. Sjálfstæðis- fólk er hvatt til að bjóða sig fram til starfa. efninu Maðurinn og báknið, þar sem fjallað verði um stöðu mann- eskjunnar f nútíma þjóðfélagi gagnvart þeim ýmsu öflum, sem að henni sækja. Bendir félagið á, að stórfyrirtækin og ríkisbáknið þenjist út. Iðnþróun og tæknivæð- ing hafi gert þjóðfélagið ó- mennskt. Umhverfi hafi verið spillt af tölvumötuðum sérfræð- ingum undir yfirskini hagvaxtar og hagsældar. Völdin hafi færzt úr höndum kjörinna fulltrúa fólksins til embættismanna og skriffinna, sem ekki þurfa að standa almenningi skil gerða sinna. Leggur Vaka til, að Þor- steinn Thorarensen rithöfundur og Árdís Þórðardóttir viðskipta- Framhald á bls. 18. 1300 milljón króna láns- útboð ríkisstj órnarinnar MORGUNBLAÐINU barst f gær eftirfarandi .fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu: 1 gær, miðvikudaginn 17. október, var undirritaður i París samningur um opinbert lánsútboð ríkissjóðs f Frakklandi að fjárhæð 12 millj. Evrópureikningseininga (European Units of Account), en það er jafnvirði um 1.300 millj. ísl. kr. Lánsútboðið hafa sex bankar annazt undir forystu Credit Commercial de France og First Boston (Europe) Ltd., en allur undirbúningur lántökunnar af hálfu ríkissjóðs hefur verið f höndum Seðlabanka Islands. Aðrir bankar, er þátt tóku í lánsútboðinu, voru Banque Lam- bert SCS, Bruxelles, Kredietbank S.A. Luxembourgeoise, Luxem- burg, Westdeutsche Landesbank Girozentrale, Díisseldorf, og Williams, Glyn & Co„ London. Sölusamningurinn á skulda- bréfum milli þessara aðila og fjár- málaráðherra f.h. rikissjóðs var í gær undirritaður af Davíð Ölafs- syni, seðlabankastjóra, i umboði Halldórs E. Sigurðssonar, fjár- málaráðherra. Lán þetta er að fjárhæð 12 millj. Evrópureikningseininga og eru nafnvextir þess 8V4% og skuldabréfin seld á nafnverði. Lánið er til 15 ára og eru endur- greiðslukjör hagstæð, þar sem meginhluti lánsins, eða 63%. á að greiðast á þremur siðustu árum lánstímans, en aðeins 20% fyrstu átta árin. Lánsútboðið hefur gengið mjög vel og skuldabréfin hlotið góðar viðtökur á markaðn- um. Andvirði lánsins verður varið til fjárfestingarlánasjóða og opin- berra framkvæmda í samræmi við framkvæmdaáætlun ársins 1973, svo og að nokkru til skuttogara- kaupa. Byggist lántakan á bráða- birgðalögum, sem útgefin voru 18. september 1973. Mfir Gunnarsson. fyrsta fund, miðvikudaginn 17. október og skipti þá með sér verk- um. Varaformaður var kosinn Jón Gunnar Zoéga, ritari Björn Hermannsson og gjaldkeri Ölafur B. Schram. Aðrir meðstjórnendur eru: Geir Waage, Guðni Jónsson, Kjartan G. Kjartansson, Kristinn Björnsson, Páll Torfi önundar- son, Róbert Ámi Hreiðarsson, Skafti Harðarson og Tryggvi Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.