Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 2
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1973 Bangsi Bangsinn er prjónaður á prjóna nr. 3. Hann er fylltur með bómull, augun og snúður- inn saumað meðsvörtu garni. Haus og búkur: Fitjið upp 10 lykkjur, prjónið garðaprjón í 9 cm, þá er stykkinu skipt í tvennt, hinn helmingurinn geymdur á prjóninum, og prjónaðir fætur, 5 lykkjur á hvorri, þar til komnir eru 4‘ó cm, fellið af. Hinn fóturinn prjónaður eins. Prjónið 2 stykki eins. Handleggir: Fitjið upp 10 lykkjur og prjónið 3'ú cm garða- prjón, og fellið af. Prjónið 2 stykki. Haus og búkur saumað sam- an, hafið op efst, til að hægt sé að fylla bangsann með bómull. Þá er saumað fyrir efst. Iland- leggirnir saumaðir saman og fylltir með bómull. Þá er komið lagi á bangsann, bandi bundið fyrir háls, handleggirnir saum- aðir á. Garni vaf íð um úlnlið og ökkla. Eyrun saumuð. Augun saumuð í og snúðurinn. Buxurnar: Fitjið upp 10 lykkjur á prjóna nr. 3, og prjónið 3'4 cm garðaprjón, stykkinu skipt í miðju eins og á bangsanum, prjónaðar skálmar i 2 cm, fellið af. Fitjið upp 6 lykkjur í smekk, prjónaðir 12 prjónar. Fellið af 2 Iykkjur f miðjunni, og hlýrarnir prjón aðir á 2 lykkjunum hvorum megin, í 7 cm. Buxurnar saum- aðar saman, bangsinn klæddur í þær. Ljósaskermur búinn til úr pappa og eggja- bökkum. Litað að vild eða úr mislitum pappa. Sjá myndir. Það er auðvitað skorið lok af neðri neðri hluta eggjabakk- anna, til að ljóssjáist f gegn. Má þá gjarna setja gagnsæjan pappír fyrir opið. Skerminn má setja utan um rafmagnsperur, en auðvitað alls ekki nálægt kerti. Jólasveinn á gosflösku Utan u:n gosflöskurnar, sem nota á ineð jólamatnum, má setja jólasvein úr kreppappír eða efni, t.d. filti. Því miður fylgir ekki snið með, en það ætti varla að aftra þeim, sem handlagnir eru, frá því að reyna. í fljótu bragði virðist ekki svo ýkja erfitt að búa til snið af búknum úr pappfr, leggja utan um gosflösku og breyta síðan eftir þörfum. Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa ennar. en húfa verður að fylgja. Andlit getur verið úr pappa, límt á augnabrúnir, nef og skegg. Augun er bezt að teikna ineð tússi. GULLHJARTAÐ Skálúsaga eftlr Thor Slljan Flói kemur að Helgu skólasystur sinni á kaldan klaka í Kaup- mannahöfn. Mogesensfyrirtækið stofnar útibú í Reykjavík og Flói og Helga eiga að starfa þar í sum- arleyfinu. Þau verða samferða til Reykjavíkur og eiga að hitta Victor Bang að sólarhring liðnum. En þá taka áætlanir Bangs og Mogesens að gliðna og voveifleg atvik að eiga sér stað. Jeppaferða- lagið norður, eftirför prófessors- ins, umsátrið um vegavinnuskúr- inn, dramað í tófubyrginu við ræt- ur Vatnahálsins, bílslysið í Bjarkadalsgljúfri og uppgangur Flóa hjá Mogesensklíkunni. Þetta eru bara örfáir hlekkir í æsi- spennandi atburðakeðju, er held- ur lesandanum í þrotlausri spennu bókina á enda. SPÁKONUFELL Kaup á Hi-Fi-tækjum geta verið hreint ævintýri. Þess vegna skuluð þér muna, þegar þér hefjið leit að slíkum tækjum, að gá að Hi-Fi International-merkinu frá PHILIPS Það finnst á tækjum eins og 521 -magnaranum og 621-viðtækinu. í sameiningu láta tvíburatæki yður heyra hinn tæra tón, sem 2 x 40 watta hljómorka gefur Hver tónn er tær og ómenqaður, allt frá píanissimó tíl hæstu'tóntinda. Stjórnskalar og hnappar eru með svörtum lit.en áletranir eru grænar, greinilegar og smekklegar — og lýsandi eins og á mælaborði flugvéla. Magnarinn er með stungum, sem auðvelt er að ná til, bæði fyrir hljóðnema og heyrnartæki. ef menn óska að hlusta án utanaðkomandi truflana, eða án þess að trufla aðra Finnig má tengja 4 hátalara — gerð 426, sem hér sést, og þá má hlusta á HI-FI-STEREO-tónlist í tveim herbergjum samtímis, eða sem stereo 4, Ambiophonic. Viðtæki, af gerðinni 621 býður upp S 4 bylgjulengdir, allar með glæstum tónum, og fimmfalt FM-forval að auki gerir alla stillingu auðvelda og fljóta Sjálfvirk tíðnistýring og hljóðlaus FM-stilling eru trygging fyrir fullkominni, jafnri viðtöku Sé óskað eftir að hlusta á fullkomna, gallalausa tónlist ,af plotu eða segulbandi, er einfalt að tengja hinn elektróníska plötuspilara gerð 212 eða segulbandstæki gerð 4510. Heimurinn er fullur af fögrum tónum, sem hægt er að láta menn njóta næstum hvar sem er Ef yður langar til að hlusta, þá tengið einfaldlega nokkur Hi-Fi-tæki frá PHILIPS. Þá gefst yður kostur á að hlusta á flóð tærra tóna, óbjagaðra og ómengaðra, og slík tæki eru einmitt á boðstólum um þessar mundir PHILIPS heimilistæki sf Hafnarstræti 3 - 20455.; Sætún 8 - 15655 PHIUPS hifi international handa þeim, sem Nilja tœra tóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.