Morgunblaðið - 20.12.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1973, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 286. tbl. 60. árg.- FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Arabarnir gefast upp í Kuwait; tveir þeirra sjást hér koma út úr vélinni og heldur annar höndum yfir höfði sér. Myndin er mjög léleg, þar sem hún var tekin af sjónvarpsskermi. Óvíst um hvort Arabarnir fara fyrir dómstóla Kuwait, 19. desember, AP-NTB. STJÓRN Kuwait hefur ekki tekið ákvörðun um hvort Arabarnir fimm, sem myrtu 33 manneskjur í flugránsferð sinni frá Róm, verða leiddir fyrir rétt eða ekki, að sögn talsmanns stjórnarinnar. Stjórn Marokkó hefur sent stjórn Kuwait orðsendingu og krafizt þess, að þeir verði hvorki með- höndlaðir með „samúð né mis- kunn“. Fjórir háttsettir embættis menn frá Marokkó létu lífið fyrir hendi Arabanna. Gislarnir 12, sem Arabarnir tóku með sér í Lufthansa vélina, eru nú komnir hver til sins heima. Lufthansa sendi aðra far- þegaþotu eftir þeim þar sem sú. Tvöfaldast verð- ið á hráolíunni? Teheran, Iran 19. desember AP. □ Olíumálasérfræðingur einn sagði í Teheran í dag, að hið nýja verð á hráolfu, sem ákveða á á fundi olíuframleiðenda við Persaflóa næstkomandi laugardag þar í borg, myndi ekki verða lægra en 10 dollara hver tunna, — tvöfalt núverandi verð. Undirbúningur- inn fyrir fundinn á laugardag er nú f fullum gangi f Teheran. Q Þrátt fyrir það að samtök olíu- kaupenda í Bretlandi, Bandaríkj- unum, Frakklandi og Hollandi hafi undir höndum samninga um kaup sem gilda í 20 ár, eru þær birgðir, sem þau fá samkvæmt samningunum háðar sveiflandi verði og það verð ákveða fram- leiðendurnir við Persaflóa. í síðustu viku seldi íran létta hráolíu á uppboði á 17.34 dollara hverja tunnu og er það skamm- tímaverð sem á við sex fyrstu mánuðina á næsta ári. Þrátt fyrir það, að vestræn oliufélög i Teher- an haldi því fram, að uppboðsverð sé ekki grundvöllur fyrir sölur til langs tíma, þá segja arabískir sér- fræðingar, að miklu hagkvæmara verð bjóðist nú fyrir samninga um langtímasölu en fyrir skamm- tíma, og hafi þeim borizt tilboð þar að lútandi frá aðilum utan samtaka vestrænna olíukaup- enda. Á fundinum á laugardaginn mæta fulltrúar íran, írak, Kuwait, Saudi-Arabfu, Qatar og Abu Dhabi, en hin aðildarlöndin sex í OPEC, sambandi landa, sem flytja út benzínvörur, — Alsír, Líbýa, Venezuela, Ekvador, Indó- nesía og Nigería —, samþykktu i Vínarborg á þriðjudag, að þau myndu fara eftir þeirri verð- ákvörðun, sem tekin verður í Teheran. Fundurinn í Teheran á ekkert skylt við útflutningsbann Araba á olíu og mun aðeins kveða á um nýtt verð. Getty heim af sjúkra- húsinu 19. desember, AP. PAUL GETTY þriðji, sonar- sonur milljarðamæringsins Paul Getty, fór I dag af sjúkrahúsinu þar sem hann hefur verið að jafna sig undanfarna daga eftir fimm mánuði í höndum mann- ræningja. Læknar sögðu, að hann væri við ágæta heilsu og hon- um hefði ekki orðið meint af því að annað eyrað var skorið af honum þegar ræningjarnir vildu leggja áherzlu á kröfur sfnar um lausnargjald. Getty hinn ungi fór af sjúkrahúsinu í fylgd með móður sinni, með mikilli levnd, og hvorki lögregla né starfsfólk sjúkrahússins vildi skýra frá dvalarstað hans. sem þeim var rænt í skemmdist í lendingu í Kuwait. Sú lending er sögð hafa verið mjög stórbrotin því flugstjórinn varð að reyna að þræða vélina á ofsaferð í gegnum hindranir, sem yfirvöld í Kuwait höfðu látið setja upp til að hindra lendingu. Arabarnir voru hinir hressustu þegar þeir loks féllust á að gefast upp eftir að yfirvöld í Kuwait höfðu sagt, að þau væru ekki til viðræðu um neinar kröfur og að þeir fengju hvorki mat né vatn um borð. Þeir komu léttir í spori út úr flugvélinni og aðeins einn þeirra hélt höndunum fyrir höfði sér. Engir eriendir fréttamenn fengu að vera þar nærri en hins vegar var atburðinum sjónvarpað. Hvar eru stríðs- fangarnir? Genf, 19. desember. NTB. UTANRlKISRÁÐHERRAR Egyptalands og Sovétrikjanna komu til Genfar i dag til að taka þátt í friðarviðræðunum milli ísraela og Araba. Báðir lýstu yfir þeirri einlægu ósk, að viðræðurn- ar myndu bera góðan árangur. Skömmu áður en ráðherrrarnir komu til Genfar, hafði talsmaður Israelsstjórnar í borginni sakað Sýrlendinga um að hafa myrt a.m.k. 42 ísraelska stríðsfanga. Sýrlendingar taka ekki þátt i viðræðunum. Háttsettir banda- rískir embættismenn halda þvi fram, að það sé vegna þess, að þeir vilji ekki þurfa að svara spurningum um striðsfangana. IB MENNIRNIR FYRIR RÉTTI í STOKKHÓLMI Hartling held- ur stefnuræðu Kaupmannahöfn 19. desember — NTB POUL HARTLING, hinn nýi for- sætisráðherra Dana, átti í dag að kynna nýju minnihlutastjórnina formlega fyrir Margréti drottningu og síðan halda stefnu- ræðu sfna f þjóðþinginu. Þetta var sfðasti fundur þjóðþingsins fyrir jól og þingmenn geta þannig lialdið heim ofurlftið rórri og í þeirri vissu, að landið hafi nú fengið nýja ríkisstjórn, jafnvel þótt hún sé f hæsta máta í minni- hluta. Hartling myndaði stjórn sina með aðeins 12 ráðherra, en fyrri stjórn hafði haft 20, og verða þannig nokkur ráðuneyti lögð niður eða sameinuð. Stjórnmála- skýrendur í Kaupmannahöfn telja, að stjórnarmyndunin hafi gengið ótrúlega hratt fyrir sig, — hraðar en jafnvel Hartling sjálfur hefði þorað að vona. Hann hafði talið, að ráðherralistinn yrði ekki tilbúinn fyrr en í dag, miðviku- dag, en hins vegar voru síðustu ráðherraembættin skipuð þegar snemma í gær. Þjóðþingið kemur saman að nýju 8. janúar og bíða þess mörg og stór mál. Stokkhólmi, 19. desember, NTB. SÆNSKU blaðamennirnir tveir, Peter Bratt og Jan Guillou, komu fyrir rétt í Stokkhólmi f gær en þeir hafa verið sakaðir um njósn- ir og brot á prentfrelsislögunum vegna uppljóstrana sinna um leyniþjónustustofnunina „IB“ (Informasjonsbyrán) sem réttar- höldin draga nú nafn af meðal almennings. Peter Bratt sagði við yfir- heyrslu, að starfsemi IB væri litil deild, sem starfaði ekki að hags- munum Svíþjóðar og sem þingið og almenningur hefði ekki haft neina hugmynd um. Þeir sögðu, að þeir hefðu velt fyrir sér ýmsum leiðum til að koma af stað umræðum um þetta mál. Þeim hefði komið saman um, að ekki þýddi að fara til ríkisút- varpsins eða stóru dagblaðanna. Guillou hefði haft samband við ritsjóra blaðsins „Se“ en fengið þar afsvar. Þeir hefðu þá ákveðið að birta þær upplýsingar, sem birzt hefðu í blaðinu „FIB/Kult- urfront'1. Þeir fél-agar hafa ásamt fyrrver- andi leyniþjónustumanni verið mönnum erlends ríkis í hendur sakaðir um njósnir og eru þeir upplýsingar um sænsku leyni- grunaðir um að hafa látið sendi- þjónustuna. VERÐUR SOYUZ TENGT SALYUT? Moskvu, 19. desmeber, AP. SOVETRlKIN tilkynntu f dag, að geimfarið Soyus-13, sem skotið var á loft með tveggja manna áhöfn síðastliðinn þriðjudag hefði nú farið 18 hringi umhverf- is jörðina og að geimförunum tveimur liði vel og allt væri í bezta lagi. Þetta var fyrsta til- kynningin, sem gefin hefur verið um Soyuz-13 í 24 klukkustundir, en engin skýring var gefin á hinni löngu þögn. Bandaríska geimferðastofnunin tilkynnti í dag, að Sovétmenn hefðu skotið upp ómönnuðu Salyut geimfari 30. nóvember siðastliðinn, án þess að tilkynna um það og væri ekki óhugsandi, að Soyus-13 eigi að tengjast við það úti í geimnum. Sovétmenn hafa enga skýringu gefið á þessu síðasta mannaða geimskoti sinu utan hvað þeir hafa sagt, að verið sé að prófa ný tæki í endurbyggðu Soyuz-fari. Bandaríska geimferðastofnunin sagði hins vegar, að i 13. umferð hefði braut Soyuz-13 verið breytt þannig að hún væri nú nær hring- laga en slik braut hefði alltaf verið notuð við tengingar sovét- manna í geimnum. Ekki er talið ólíklegt, að þetta sé liður i undir- búningi undir sameiginlega geim- ferð bandarískra og rússneskra geimfara, sem er fyrirhuguð 1975 en þá á að tengja Apollo-far við Soyuz-geimfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.