Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 78. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAl 1974
ÍÞRðTTAFREniR MQRGUNBIADSIIVS
Keppnin í 1. deild hefst í dag:
Hverjir verða arftakar Keflvíkinga?
KEPPNIN f 1. deild Islandsmótsins f knattspyrnu hefst í dag og
þennan fyrsta dag mótsins fara þar fram þrfr leikir. Þær eru margar
spurningarnar, sem knattspyrnuunnendur spyrja þessa dagana, fyrstu
svörin verða ljós að leikjunum f dag loknum. Þau síðustu ekki fyrr en
eftir sfðasta leikinn, sem fram á að fara 20. september.
Fyrstu leikirnir í 1. deild eru þessir:
MELAVÖLLUR: laugardag kl. 14.00; Vfkingur — IBV
KEFLAVlKURVÖLLUR: laugardag kl. 14.00; IBK — Fram
AKRANESVÖLLUR: laugardag kl. 16.00; IA — Valur
MELAVÖLLUR: sunnudag kl. 16.00: KR — IBA
Hér á eftir fer rabb um liðin f 1. deild. Ekki vfsindaleg úttekt á
liðunum heldur aðeins nokkrir punktar um árangur þeirra það sem af
er þessu keppnistfmabili, breytingar á leikmönnum frá fyrra ári o. fl.
IÞRÖTTABANDALAG
KEFLAVÍKUR:
Keflvíkingar fóru ekki vel af
stað i upphafi keppnistímabilsins
og hlutu aðeins tvö stig í meist-
arakeppninni. Síðan hefur leiðin
legið upp á við. IBK leikur nú
nokkuó óðru vísi knattspyrnu en
siðastliðið sumarog meiri áherzla
er lögð á samspilið. Meiðsli og
veikindi hrjáðu Keflavíkurliðið
til að byrja með, en leikmenn eru
nú allir orðnir heilir heilsu nema
fyrrrliðinn Guðni Kjartansson,
sem ekki mun geta leikið með i
dag vegna meiðsla á handlegg.
Jón Sveinsson varamarkvörður
IBK síðastliðið sumar hefur geng-
ið yfir til Selfyssinga og leikur
því ekki með IBK í sumar. Þá
hefur Hörður Ragnarsson að nýju
hafið æfingar eftir eins árs hvíld.
VALUR:
Valsliðið er stórt spurningar-
merki um þessar mundir. Liðið
hefur ekki leikið vel i vor, en f
leiknum gegn York á Melavell-
inum á miðvikudaginn virtist svo
sem Valsmenn væru að rétta úr
kútnum.
I hóp Valsmanna hafa bætzt
tveir snjallir knattspyrnumenn
frá því í fyrrasumar. Dýri Guð-
mundsson kom frá FH og hafði
tryggt sér sæti í liðinu, þegar
hann varð fyrir meiðslum. Þór
Hreiðarsson, sem kom frá Breiða-
bliki, hef ur hins vegar ekki f und-
ið sig enn sem komið er, hvað sem
síðar kann að verða.
lÞRÓTTABANDALAG
VESTMANNAEYJA:
Aðstaða Vestmannaeyinga er
gjörbreytt frá síðastliðnu sumri.
Leikmenn liðsins eru nú allir
komnir heim til Vestmannaeyja,
nema þeir, sem stunda nám á
fastalandinu, þeir Snorri Rútsson
í Iþróttakennaraskólanum, Krist-
ján Sigurgeirsson lögfræðinemi
og unglingalandsliðsmaðurinn
Viðar Eyjólfsson. Þá má ekki
gleyma kempunni Val Andersen,
sem æft hefur af kappi undan-
farið.
Að sögn er lið IBV komið í mjög
góða æfingu um þessar mundir og
til alls líklegt í Islandsmótinu.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um dvöldust leikmenn IBV í Sví-
þjóð síðustu daga aprílmánaðar
og í byrjún maí, léku þeir þar þrjá
leiki, unnu tvo og gerðu jafntefli,
"auk þess sem þeir æfðu við hinar
ágætustu aðstæður.
FRAM:
Framarar koma til með að hafa
talsverða sérstöðu í Islandsmót-
inu, sem hefst í dag. Þeir eru
einir liðanna I 1. deild með ís-
lenzkan þjálfara, Jóhannes Atla-
son fyrrum Iandslíðsfyrirliða.
Framarar hafa yfir meiri mann-
skap að ráða en mörg hinna lið-
anna í 1. deildinni og þó að liðið
virðist vera í öldudal um þessar
mundir eftir sfðustu leikjum
Reykjavíkurmótsins að dæma, er
tæpast hægt að búast við því, að
Framarar  verði  í  fallhættu  í
Þjálfarar Vfkings og KR hafa undirbúið I ið sfn eins og þeir bezt hafa
getað fyrir leiki helgarinnar og í gær slöppuðu þeir af f golfi vestur á
Seltjarnarnesi. Sanders, þjálfari Vfkings, er nákvæmur I „púttinu" og
Knapp þjálfari KR fylgist með.
sumar. Hitt er svo annað mál,
hvort liðið hafnar i verðlaunasæti
i mótinu.
Arni Stefánsson, hinn snjalli
markvörður frá Akureyri, hefur
gerzt Framari og ekki er óliklegt,
að hann komi til með að verða
aðalmarkvórður Framara i
sumar. Að vísu hefur hann átt við
meiðsli að stríða að undanförnu,
en er sem óðast að ná sér. Þá
hefur Kristinn Jörundsson á ný
hafið að æfa og leika með Fram,
en þeir Baldur Scheving og Er-
lendur Magnússon hafa lagt
skóna á hilluna.
ÍÞRÓTTABANDALAG
AKRANESS:
Skagamenn eru líklegir til af-
reka í íslandsmótinu 1974. Liðið
hefur yfir góðum einstaklingum
að ráða og hefur verið í fremstu
röð íslenzkra liða undanfarin ár.
Einhvern herzlumun hefur þó
skort á að liðið næði að sigra í
Islandsmóti eða bikarkeppni þrjú
síðustu ár.
Ýmsir af þeim leikmönnum IA,
sem lagt höfðu skóna á hilluna,
hafa þurrkað af þeim rykið á nýj-
an leik. Skal þar fræga telja Ey-
leif Hafsteinsson og Benedikt
Valtýsson.
IÞROTTABANDALAG
AKUREYRAR:
Akureyringar hafa ekki leikið
marga leiki á þessu ári, hafa unn-
ið Vólsunga tvfvegis og svo tapað
0:3 á móti Fram. Hætt er við því,
að Norðmenn séu eins og svo oft
áður illa undir keppnistimabilið
búnir, þar sem þeir hafa leikið
svo fáa leiki. Kann því byrjun
mótsins að reynast Akureyr-
ingum erfið.
Akureyringum hefur bætzt góð-
ur liðsauki, þar sem er Siglfirð-
ingurinn Gunnar Blöndal og skor-
aði hann sex mörk í öðrum leikj-
anna gegn Völsungum. Þá hefur
handknattleiksmaðurinn Arni
Gunnarsson vakið mikla athygli I
stöðu bakvarðar það sem af er
sumrinu. Aðeins Árni Stefánsson
markvörður hefur hætt hjá liði
IBA frá því í fyrrasumar.
KNATTSPYRNUFÉLAG
REYKJAVlKUR:
Telja verður ólíklegt, að KRing-
ar verði í baráttunni á toppnum
að þessu sinni. Þeir hafa undan-
• farin ár sloppið með fallskrekk-
inn og líklegt verður að telja, að
svo verði enn. Ef til vill er þó
réttara að vera ekki með neinar
hrakspár í garð KR-inga, en rétt
að minna á, að liðið varð í öðru
sæti i nýafstöðnu Reykjavíkur-
móti.
Einu mannabreytingarnar, sem
orðið hafa hjá KR, eru þær, að
Halldór Björnsson hefur gengið
yfir til Ármanns. Mun hann bæði
þjálfa Ármenninga og leika með
þeim í 2. deild í sumar.
VlKINGUR:
Vfkingar koma með pálmann f
höndunum út úr Reykjavíkurmót-
inu og þeir eru margir Víking-
arnir, sem álíta, að nú verði Vfk-
ingar Islandsmeistarar. Reyndar
er fyllilega kominn tími til að svo
verði, því að hálf öld er liðin
frá þvf að Víkingur vann hinn
eftirsótta titil. Skynsamlegra er
KIRBY hefur tekið á með leik-
mönnum IA og hlffir sér ekki þó
að hann sé með Eyleif Hafsteins-
son á bakinu.
þó fyrir Vikinga að fara að öllu
með gát og hugsa fyrst um að
halda sér í deildinni. Fallsög-
urnar frá 1970 og 1972 er óþarfi
að endurtaka, iiðið er of gott til að
f alla, en þar með er þó ekki sagt,
að það sé bezta knattspyrnulið á
Islandi.
Þær breytingar hafa orðið á
Víkingsliðinu frá þvf í fyrra að
Kári Kaaber fyrrverandi ungl-
ingalandsliðsmaður er byrjaður
æfingar að nýju og hefur staðið
sig mjög vel í leikjum vorsins.
Hafliði Pétursson er aftur f fullu
fjöri, unglingalandsliðsmaðurinn
Óskar Tómasson er orðinn gjald-
gengur f meistaraflokksliðið og
síðast en ekki sízt hefur fyrrver-
andi Breiðabliksmaður, Helgi
Helgason, gengið í Víking og
styrkir óneitanlega vörn liðsins.
Hörður
100 mörk
I FRASÖGN Morgunblaðsins
af markaskorun í 1. deildar
keppninni í handknattleik f
vetur var sú villa, að næst
markhæsti Ieikmaður mótsins,
Hörður Sigmarsson úr Hauk-
um, var sagður hafa skorað 99
mörk, en hið rétta er, að hann
skoraði 100 mörk, en aðeins
Axel Axelsson og Einar
Magnússon hafa skorað jafn-
mörg mörk eða fleiri í Islands-
mótinu síðan farið var að leika
á stórum velli. Markametið á
hins vegar Ingólf ur Öskarsson,
Fram, frá Hálogalandstim-
unum.
Villan stafaði af mistalningu
marka í leik Hauka og Víkings,
sem fram fór 15. marz sl., en
þar var Hörður sagður hafa
skorað átta mörk, en gerði niu,
svo sem sjá mátti á töflu þeirri
um gang leiksins, sem fylgdi
með frásögn Morgunblaðsins.
Er Hörður beðinn velvirðingar
á þessum mistökum.
Nýliðar Gróttu
ráða þjálfara
NÝLIÐARNIR í 1. deild í
handknattleiknum, lið Gróttu
af Seltjarnarnesi, hafa nú ráð-
ið þjálfara fyrir næsta keppn-
istímabil. Gunnar Kjartansson,
sem m.a. hefur þjálfað Ár-
menninga og kom þeim á sin-
um tíma upp í 1. deild, mun
taka við liðinu, en Þórarinn
Ragnarsson á heiðurinn af því
að koma Gróttu upp í 1. deild.
Þorbergur meiddur
— Arni í markið
ÞORBERGUR Atlason mark-
vörður Framara mun ekki
leika með liði sínu í dag. Erfið
meiðsli Þorbergs í hné hafa
tekið sig upp og því verður það
Akureyringurinn       Arni
Stefánsson, sem standa mun i
markinu í dag gegn D3K f stað
hans.
Jafnt hjá FH og UBK
FH-ingar skoruðu fyrsta mark Is-
landsmótsins í knattspyrnu 1974
og var Ölafur Danivalsson þar að
verki. Mark Ólafs færði FH-ing-
um þó aðeins annað stigið í leik
FH gegn Blikunum f Kaplakrika í
fyrrakvöld.     Landsliðskempa
þeirra Breiðabliksmanna sá um
að kvitta í síðari hálfleiknum.
1—1 jafntefli varð því uppi á ten-
ingnum í þessum fyrsta leik Is-
landsmótsins, sem um leið var
einn af úrslitaleikjum 2. deildar,
þvf að margir álíta, að FH og
Breiðablik hafi sterkustu lið-
unum á að skipa.
Eins og svo oft áður verður
þessi leiklýsing hálfgerð veður-
frétt, hávaðarok var allan tfmann
og þvf margt auðveldara en að
leika knattspyrnu. Liðin gerðu þó
sitt bezta og barizt var af miklum
krafti allan leiktfmann. Það hefði
verið ósanngjarnt ef annað liðið
hefði farið með bæði stigin út úr
þessari viðureign. Að vísu áttu
FH-ingar heldur fleiri tækifæri,
en það vó upp á móti, að mark
þeirra kom fyrir hálfgerðan
klaufaskap Ómars markvarðar
Breiðabliks.
Það byrjar gæfulega þetta Is-
landsmót hjá dómarastéttinni.
Annar línuvörðurinn lét ekki sjá
sig og varð því að fá einn af
áhorfendunum til að hlaupa í
skarðið. Gat leikurinn ekki hafizt
fyrr en 20 mínútum eftir áætlun,
ekki f fyrsta skipti, en vonandi í
það siðasta.
áij.
Arsþing BLI
ARSÞING Blaksambands Islands
1974 verður haldið að Hótel Loft-
leiðum í dag, laugardaginn 18.
maí, og hefst klukkan 13.30. Dag-
skrá samkvæmt lögum sambands-
ins.
Hljómskálahlaup
SlDASTA Hljómskálahlaupið á
þessu keppnistímabili fer fram á
morgun, sunnudag, og hefst að
venju kl. 14.00.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32