Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36 SIÐUR
^MimM&MI*
88. tbl. 61. árg.
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Portúgal:
Verk-
föllum
linnir
Lissabon, 30. maLNTB.AP.
BAKARAR og starfsmenn við
sporvagna og neðanjarðarlestir
Lissabon og fleiri stéttir, sem
hafa verið í verkfalli, sneru í dag
aftur til vinnu sinnar. Spinola
hershöfðingi flutti i gærkvöldi
mjög harðorða ræðu og sagði þar,
að þessi verkföll kynnu að verða
til þess að efnahagur landsins
hryndi gersamlega í rúst.
Rösklega fimm þúsund bíl-
stjórar og aðrir verkamenn við
samgöngutæki greiddu þá
atkvæði um að hætta verkfallinu,
og höfðu þá fengið 40 dollara
kauphækkun á mánuði. Var þvi
öll umferð um götur Lissabon
með eðlilegum hætti í dag og (
brauð voru komin í búðir á ný,
enda þótt bakarar hefðu ekki
komizt að neinu kauphækkunar-
samkomulagi. Lýstu talsmenn
bakara yfir því, að fyrir þjóðar-
hag, myndu þeir hefja störf að
nýju og treysta því að samninga-
viðræðum vió þá yrði haldið
áfram.
Margir verklýðsleiðtogar í
Portúgal, þar á meðal forystu-
menn          kommúnistaflokksins,
höfðu hvatt til þess að menn
gripu ekki til verkfalla, þar sem
slíkt væri aðeins vatn á myllu
þeirra sem vildu stjórnleysi eða
óskuðu þess ?ð fyrri afturhaldsöfl
kæmust aftur til valda. Hvöttu
allir mjög eindregið til að þjóðin
skipaði sér einhuga að baki leið-
togunum nýju og styddi þá í
þeirri viðleitni þeirra að innleiða
frelsi og betra mannlíf í landinu,
ekki væri hægt að ætlast til þess
að slíkt gerðist i einu vettfangi.
Soares utanríkisráðherra hélt í
morgun á ný til London til við-
ræðna við fulltrúa skæruliða í
Portúgölsku Guineu.
Ungir drengir við Reykjavíkurhöfn með hina myndarlegustu flyðru. (Ljðsm. Mbl. R.Ax.).
******* Friðarsamningurinn
undirritaður í Genf í dag
„Kissinger hefur
gert kraftaverk"
sagði Sadat í Kairó
Kairó, Tel Aviv Damaskus,
30.maf AP. NTB.
• ÍSRAELSKIR og sýrlenzkir
hershöfðingjar komu í dag til
Genfar f Sviss til að undirrita
hinn sögulega samning um að-
skilnað herja ísraela og Sýrlend-
N-írland: Rees ræðir
við stjórnmálaleiðtoga
Belfast, 30. maí NTB. AP.
í KVÖLD var kyrrara á Norður-
irlandi en undanfarið og virtist
sem bæði mótmælendur og
kaþólikkar hefðu tekið hófsamari
afstöðu. Komu stjórnmálaleið-
togar saman f dag til að ræða
afleiðingarnar af þvf að Norður-
írland er nú aftur komið undir
beina stjórn frá London.
UDA — varnarsamband Ulsters,
sem studríi fimmtán daga verkfall
mótmælenda, sem leiddi til að
heimastjórnin féll, gaf f dag i
skyn að samtökin væru fáanleg til
að íhuga vopnahlé við kaþólska
menn. Þá létu talsmenn IRA það
frá sér heyra að þeir myndu ekki
krefjast um sinn að brezki herinn
héldi frá Norður-lrlandi, eins og
þeir hafa gert.
Brezki ráðherrann, sem fer með
málefni Norður-írlands, Merl
Rees, sat í dag á fundum með sex
fulltúum hinna ýmsu stjórnmála-
hópa í landinu. Heimildir i Bel-
fast töldu að Rees myndi reyna
eftir megni að finna nýjan grund-
völl um vald og áhrifadreifingu
milli mótmælenda og kaþólskra
manna.
Fyrr í dag hafði komið til
nokkurra óláta í einu hverfi í
Belfast og slösuðust nokkrir í
þeim átökum.
Að óðru leyti var rólegra á
Norður-írlandi í kvóld en um
langa hríð, eins og i upphafi
sagði, og biða menn nú með
mikilli eftirvæntingu hver verður
niðurstaða viðræðna Rees.
inga og frið í þessum heimshluta.
Þó var í dag barizt allheiftarlega f
Golanhæðum, en samkvæmt
samningnum eiga fallbyssurnar
að vera hljóðnaðar að fullu f
fyrramálið, þegar undirritunin
fer fram í hóll Þjóðabandalags-
ins.
ir Henry Kissinger kom við f
Kairó f dag og hafði þar nokkurra
klukkustunda viðdvöl, áður en
hann hélt heimleiðis til Banda-
rfkjanna. Eftir fréttaskeytum að
dæma var honum fagnað þar
mjög innilega og sagði Sadat,
Egyptalandsforseti, að Kissinger
hefði gert kraftaverk, sem hann
sæi ekki að hefði verið á færi
neins annars.
*     1 kvóld verður haldið áfram
að undirbúa friðargæzluliðið sem
Sameinuðu þjóðirnar eiga að
senda til að halda uppi gæzlu á
tilteknu vopnlausu svæði. Verða
að líkindum valdir til þess um
tólf hundruð hermenn.
*    Golda Meir, hélt sína sfðustu
ræðu f Knesset í dag, er hún gerði
þingheimi grein fyrir samkomu-
laginu og hvatti hún fulltrúa til
að sameinast um herjaaðskilnað-
inn. A meðan hún flutti ræðu sína
létu nokkrir hópar ungmenna öll-
um illum látum inni I þinghús-
byggingunni.
Enda þótt fréttunum um sam-
komulagið hafi víðast hvar verið
tekið fagnandi (sjá frétt á bl. 17)
þá lýstu talsmenn PFLP, sem eru
samtök, er hafa það að markmiði
að vinna að því að frelsa
Palestínu úr höndum Israela, eins
og það er venjulega orðað, þvi
yfir, að baráttunni gegn Israelum
yrði haldið hiklaust áfram. I yfir-
Framhaldaf bls.20
Dómsmálanefnd-
in hótar Nixon
Washington, 30. maí AP-NTB.
DÖMSMALANEFND Bandaríkja-
þings hefur sent Nixon forseta
harðort bréf, þar sem látið er að
þvf liggja, að neitun hans um að
láta af hendi segulbandsspólur,
sem nefndin hefur farið fram á
að fá, kunni að verða til þess að
nefndin ákveði að kalla hann fyr-
ir rfkisrétt. Nefndin samþykkti
með 28 atkvæðum gegn 10 að
senda Nixon bréfið.
I bréfinu segir orðrétt: ,,í ljósi
þess að þér neitið að láta segul-
Málverkasýning
Ediths Irvings
Zurich, Sviss 30. mai AP.
EDITH Irving, eiginkona rit-
höfundarins Cliffords Irvings,
opnaði í dag málverkasýningu í
Ziirich á verkum, sem hún
málaði meðan hún sat í fang-
elsi, vegna þess þáttar sem hún
átti . í Howard Hughesmálinu
fræga. A sýningunni eru 45
málverk og hefur mikil aðsókn
verið, en listdómendur eru
tregir til að kveða upp úr með
hversu hátt þeir meta hæfni
frúarinnar til listskópunar.
Eftir að Edith Irving losnaði
nýlega úr fangelsi dvaldist hún
um hríð á spænsku eynni Ibiza.
bandsspólurnar af hendi munu
nefndarmenn í samræmi við
stjórnarskrárlega ábyrgð sína
hafa fullkomið frelsi til að íhuga
hvort neitun yðar er ein út af
fyrir sig nægileg ástæða til að
kalla yður fyrir ríkisrétt.
Bréf þetta er tilkomið vegna
bréfs Nixons 22. þessa mánaðar.
þar sem hann lýsir þvf yfir að
hann muni ekki láta af hendi
fleiri segulbandsspólur en hann
hefur þegar afhent. í bréfi sinu
rökstuddi Nixon neitun sina á
þeirri forsendu að léti hann af
hendi þær 11 spólur, sem nefndin
hefur krafizt að fá yrði það til
þess að kröfur um fleiri spólur
eða skjöl myndu koma sem flóð-
bylgja á eftir. „Slík innrás i
trúnaðarviðræður Bandarikjafor-
seta myndu hafa eyðileggjandi
áhrif á forsetaembættið" sagði
Nixon ennfremur.
John Sirica héraðsdómari í
Washington neitaði í dag að af-
henda dómsmálanefndinni 4
segulbandsspólur úr Hvíta hús-
inu, sem hann hefur undir hönd-
Framhald af bls.20
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36