Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 SIÐUR
113. tbl. 61. árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. JULÍ 1974
Prentsmiðja Mortfunblaðsins.
ÞJOÐARSORG
ÍARGENTÍNU
D----------------------?
Sjá einnig á bls. 13.
? ---------------- ?
Buenos Airez, 2. júlí, AP, NTB.
D.lí T og almenn sorg rfkti f
Argentfnu f dag, er fram fór fyrri
hluti útfarar Juans Perons, for-
seta landsins, sem lézt f gaer, 78
ára að aldri. Gffurlegur mann-
fjöldi fylgdi hinum látna þjðð-
höfðingja sfnum um götur höfuð-
borgarinnar, Buenos Airez, yfir
hið sögulega torg, Plaza de Mayo,
til dómkirkju, þar sem fram fór
kveðjuathöf n — og sfðan til þing-
hússins, þar sem kista hins látna
mun liggja á viðhafnarbörum til
morguns, er hann  verður jarð-
settur.
Kista forsetans var flutt á fall-
byssuvagni, sveipuð dúk í
argentínsku fánalitunum, bláu og
hvítu. Rauðklædd riddarasveit
reið á undan vagninum en næst á
eftir honum ók bifreið Isabelu,
ekkju Perons, sem nú hefur tekið
við embætti forseta. Átta þúsund
hermenn stóðu vörð meðfram
leiðinni, sem farin var.
Þúsundir manna fylgdust með
athöfninni. Lét fólk sorg sína
óspart í ljós, grét og stráði
blómum yfir kistuna með hrópum
Framhald á bls. 16
Samþykkt NA-Atlantshafefískveiðinefndarinnar:
Tillit tekið til hef ð-
bundinnar hlutdeildar
Osló, 21, júll NTB
1 LOK ársfundar Norðaustur
Atlantshafsfiskveiðinefndarinn-
ar f Bonn f dag var samþykkt —
gegn atkvæðum tslendinga einna
— ályktun, þar sem segir, að frá
næsta ári að telja skuli við kvóta-
skiptingu tekið „tilhlýðilegt tillít
til hefðbundinnar hlutdeildar
einstakra rfkja f sildveiðum. Þar
er einnig tekið fram, að f f ramtíð-
inni skuli miðað við setningu
heildarkvóta sem hafi f för með
sér hraða uppbyggingu sfldar-
stofnanna.
Með þessari ályktun er komið
til móts við sjónarmið Norðmanna
og Pólverja, sem í marz sl. mót-
mæltu     heildarveiðikvótanum
fyrir tímabilið 1. júlí 1974 til 30.
júni 1975. Töldu þessi riki
heildarveiðikvótann, 488 þús
lestir, of ríflegan fyrir stofnana
og jafnframt töldu þau ekki nægi-
legt tillit til sögulegrar hlut-
deildar einstakra ríkja I veiðun-
um. Norðmenn töldu t.d. sinn hlut
of lítinn, 109.000 lestir og ákvað
norska fiskimálaráðuneytið sfðar,
að hann skyldi vera 120.000 lestir.
? Mynd þessi af forseta Bandarfkjanna, Richard Nixon, og Leonid Brezhnev
leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins var tekin sl. sunnudag, er þeir skegg-
ræddu heimsmálin í bústað Brezhnevs í orlofsbænum Yalta við Svartahaf.
Samkomulag í Moskvu?
Nixon boðar nýjan fund með Brezhnev að ári
Moskvu, 2. júll
AP — NTB.
Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka
kommúnistaflokksins upplýsti f
kvöld, að hann og Richard Nixon,
forseti Bandarfkjanna, hefðu
komizt að samkomulagi um að
takmarka framleiðslu gagn-
flaugakerfa og draga úr neðan-
jarðartilraunum með kjarnorku-
vopn. Sömuleiðis hefðu þeir orðið
á eitt sáttir um að gera nýjar
tilraunir til að takmarka birgðir
kjarnorkuvopna.
Brezhnev upplýsti þetta í ræðu,
sem hann hélt I kvöldverðarboði
Bandaríkjaforseta I Moskvu en
áður hafði Nixon boðað í sjón-
varpsræðu, að þeir mundu hittast
aftur að ári. Af ræðu hans drógu
stjórnmálafréttaritarar þá álykt-
un, að ekki hefði náðst samkomu-
lag um ofangreind atriði. Ræðan
var býsna almenns eðlis, fjallaði
um samningaviðræðurnar vitt og
breitt og sagði Nixon þar, að
stjórnir Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna hefðu horfið frá átökum
til samninga og væru nú að læra
hina erfiðu samningalist.
Ræðu  Nixons  var sjónvarpað
beint frá Kreml en meðan á við-
Framhald á bls. 16
Stefnubreyting Rússa í Caracas:
Samkepprá við Kínverja
um fylgi þriðja heimsins
Rússar snúast
gegn eftirliti
FORMAÐUR kfnversku sendi-
nefndarinnar á hafréttarráðstefn-
unni f Caracas f Venezuela flutti
stefnuræðu stjörnar sinnar f gær
og notaði tækifæri til harðorðra,
pólitfskra árása á stórveldin og þó
sérstaklega á Sovétrfkin, að þvf er
fram kom f fréttum frá AP og
NTB.
Fulltrúinn, Chai Shu-fan, sagði,
að stjórnir stðrveldanna tveggja
sem ættu f margháttuðum erfið-
leikum heima fyrir, bæru ábyrgð
á þeirri ðlgu, sem f heiminum
væri, — en bætti þvf við, að þeir
dagar væru liðnir, er þau hefðu
getað hagað sér eins og þeim
sýndist „og vonandi koma þeir
aldrei aftur", sagði hann.
Chai Shu-fan sagði að stórveld-
in beittu hugtakinu „frelsi á haf-
inu" til þess að ógna öðrum lönd-
um og talaði um að „stórveldi,
sem veifaði fána sósfalismans,
væri sérstaklega slæmt með þetta
— þetta ríki hefði tekið I arf þá
kennisetningu, að sá sem
stjórnaði        heimshöfunum,
stjórnaði heiminum og því teygði
það sig I allar áttir og smeygði sér
inn í hverja smugu — og með
bllðmælgi og vináttuhjali tryggði
það sér not af höfnum hinna
ýmsu strandríkja. Þá stefnu-
breytingu Sovétríkjanna að taka
undir kröfuna um 200 mflna efna-
hagslögsögu I grundvallaratriðum
— að vissum silyrðum uppfylltum
— kvað f ulltrúinn til þess eins að
koma sér I mjúkinn hjá ríkjum
þriðja heimsins, en samtímis
reyndu þau að ná I sinn hlut af
þeim afla sem ríkin gætu sjálf
ekki veitt. Loks ítrekaði full-
trúinn stuðning Kínverja við 200
mílna efnahagslögsögu og að
strandrfki  hefðu  fulla stjórn  á
umferð um sund, er lægju innan
landhelgi þeirra.
Nokkru áður en síðdegis-
fundurinn I Caracas hófst I gær,
þar sem klnverski fulltrúinn hélt
ræðu sína, hafði Morgunblaðið
samband við íslenzku sendinefnd-
ina á hafréttarráðstefnunni og
kom fram I samtali við Má Elís-
son, fiskimálastjóra, að sinna-
skipti Sovétmanna væru m.a.
rakin til baráttu þeirra við Kln-
verja um hylli ríkja þriðja heims-
ins. Már sagði, að vissulega væri
þessi afstöðubreyting Sovétrfkj-
anna mikilvæg en þó væri bezt að
taka henni með nokkrum fyrir-
vara, því að eftir væri að leysa úr
ýmsum hnútum, sem henni væru
samfara; þau settu ýmis skilyrði
fyrir viðurkenningu 200 mílna
efnahagslögsögu, m.a., að þá yrði
viðurkenndur réttur fjarlægra
Framhald á bls. 16
Genf, 2. júlí. NTB — AP.
RÚSSAR sögðu f dag, að þeir
mundu ekki fallast á eftirlit á
staðnum með hugsanlegum samn-
ingi um bann við kjarnorkutil-
raunum neðanjarðar.
Aðalf ulltrúi Sovétrfkjanna á af-
vopnunarráðstefnunni f Genf,
Alexei A. Roshchin, sagði f upp-
hafi sumarfunda, að slfkt eftirlit
væri ðnauðsynlegt.
Hann ftrekaði fyrri yfirlýsingar
Sovétrfkjanna um að bráða-
birgðabann við meiriháttar
kjarnorkutilraunum neðanjarðar
verði að vera tengt tfmaáætlun,
sem miði að banni við öllum til-
raunasprengingum.
Bæði Roshchin og bandarlski
fulltrúinn, Joseph Martin, sögðu,
að toppfundur Nixons forseta og
Leonid Brezhnevs flokksleiðtoga
hefði verið mjög mikilvægur.
Martin talaði um sögulegan topp-
fund og kvaðst vona, að hann gæti
skýrt ráðstefnunni frá nýjum af-
vopnunarráðstöfunum áður en
langt umliði.
Margir fundarmenn sögðu sið-
an, að þeir hefðu vonazt eftir ein-
hverju I dag um neðanjarðartil-
raunir   frá   toppfundinum   I
Moskvu. En þeir sögðu, að viðræð-
urnar virtust hafa lent I einhverj-
um ógöngum.
Roshchin hvatti til stuðnings
við tillögur Sovétríkjanna um
bann við öllum kemiskum vopn-
um. Bandaríkin eru andvíg sov-
ézku tillögunni af ótta við, að Sov-
étríkin fallist ekki á nauðsynlegt
eftirlit. Hann sagði, að Rússar
mundu staðfesta á þessu ári
samninginn um bann við lfffræði-
legum vopnum.
Sadat heim
frá Sofíu
Sofiu, 2.JÚ1I.AP
I DAG lauk þriggja daga opin-
berri heimsókn forseta Egypta-
lands, Anwars Sadats, I Búlgaríu.
I veizluræðum lýstu hann og gest-
gjafi hans Todor Zhivkov, forseti
því yfir, að sameiginlegt markmið
þeirra væri að berjast gegn
heimsveldastefnu, Zionisma og
árásarstefnu. Fátt annað var upp
gefið um viðræður þeirra en að
heimsóknin markaði þáttaskil i
samvinnu þeirra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28