Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1974
27
Færeyingar sýna framf arir
en landsliðsnefnd má athuga
sinn gang fyrir næsta leik
ATTUNDI landsleikur Islands og
Færeyja fór fram f Gundadali f
Þðrshöfn á miðvikudaginn f bezta
veðri að viðstöddum 2500 áhorf-
endum.
t fslenzka liðinu að þessu sinni
léku fimm sinn fyrsta landsleik,
þeir Magnús Þorvaldsson,
Vfkingi, Jðn Pétursson, Fram,
Óskar Tðmasson Vfkingi,
Kristinn Björnsson, Val og Hörð-
ur Hilmarsson, Val, en hann kom
inná f sfðari hálfleik f stað Ólafs
Sigurvinssonar. Þá lék Matthfas
sinn 25. landsleik og hlýtur hann
þvf „gtillúrið".
fyrir hinn ágæta markvörð Fær-
eyinga, Regin Arting.
Ásgeir Elíasson bætti öðru
marki við á 32." min. með föstu
skoti frá vítateig, en knötturinn
barst til hans frá markverðinum,
sem hélt ekki föstu skoti frá
Matthíasi.
íslendingar höfðu talsverða
yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu
átt að getað skorað fleiri mörk, en
um marktækifæri af hálfu
Færeyinga var ekki að ræða.
Það var vart liðin minúta af
síðari hálfleik, þegar Þorsteinn
Ólafsson mátti sækja knöttinn í
Markvörður Færeyinga átti gooan leiK, ner hirðir hann knöttinn áður
en Martein og Óskar ber að.
Það fór því vel á þvi, að
Matthías skyldi skora fyrsta
markið f þessum leik, en það gerði
hann á 17. mín., og eins og svo oft
áður lék hann á nokkra varnar-
menn og skoraði síðan óverjandi
netið. Sverre Jacopsen skaut að
markinu af 30 m færi og yfir
Þorstein, sem var kominn of
framarlega, þannig að hann hafði
ekki tök á að verja. Við markið
efldust Færeyingar mjög og voru
Urslitaleikir
í 2. og 3. deild
FJÖGUR af beztu liðum 2. deild-
ar verða f sviðsljðsinu I kvöld.
Breiðablik mætir FH f Kópavogi
og Þrðttur leikur gegn Haukum f
Hafnarfirði. i 3. deild mætast
Stjarnan og Fylkir í Garðahreppi
og á Háskðlavelli mætast Leiknir
og IR. Allir þessir leikir hefjast
klukkan 20.30.
Ekki er að efa, að hart verður
barizt f flestum þessara leikja.
Til dæmis hafa hvorki FH né
Breiðablik efni á að missa stig f
hinni erfiðu baráttu f 2. deild og
tap f leiknum f kvöld þýddi raun-
verulega búið spil f 2. deildinni
fyrir Breiðablik. Þrðttur kemst
örugglega f krappan dans gegn
Haukum f kvöld, Hafnarfjarðar-
liðið hef ur staðið sig mjög vel það
sem af er mðtinu.
Leikur Fylkis og Stjörnunnar
er úrslitaleikur f riðlinum um
sæti í úrslitunum. Fyrri leik lið-
anna á heimavelli Fylkis lauk
með jafntefli, en bæði lið ætla sér
sigur f kvöld.
Heimslið
Þeir blaðamenn, sem fylgjast
með heimsmeistarakeppninni f
knattspyrnu, keppast nú við að
velja „heimslið" og birta f blöð-
um sfnum. Eftir keppnina
munu þeir svo koma saman á
fundi og velja lið og þykir mjög
eftirsðknarvert að komast f
það.
Eftir síðustu leiki HM valdi
þýzka blaðið „Bild" eftirtalda
leikmenn í heimslið sitt:
Hellström (Svíþj.) Vogts (V-
Þýzkal.), Pereira (Brasilíu),
Beckenbauer (V-Þýzkal.), Bo
Larsson (Svíþjóð), Kasperczak
(Póllandi), Deyna (Póllandi),
Neskees (Hollandi), Gadocha
(Póllandi), Cruyff (Hollandi)
og Sandberg (Svíþjóð).
Blaðamenn „France Foot-
ball" völdu eftirtalda leikmenn
í sitt lið:
Hellström (Svíþjóð), Vogts
(V-Þýzkal.), Beckenbauer (V-
Þýzkalandi), Pereira (Brasi-
líu), Miranda (Brasilíu)
Bremner (Skotlandi), Deyna
(Póllandi) Oblac (Júgóslavíu),
Rep (Hollandi), Cruyff (Hol-
landi)     og     Housemann
(Argentínu).
Þau blöð sem valið hafa
„heimlið" sitt, eru yfirleitt sam-
mála um fjóra menn: Hellström
frá Svfþjóð í markinu, Þjóð-
verjana Vogts og Beckenbauer
og Hollendinginn Cruyf f.
nú mun ákveðnari en áður, e'n
tókst samt sem áður ekki að skapa
sér tækifæri. Kristinn Björnsson
skoraði 3. mark Islendinga á 64.
mín. er hann fékk knöttinn rúU-
andi á móti sér frá markverðin-
um. Kristinn var óheppinn að
skora ekki fleiri mörk, því að
hann átti gott skot í stöng og
tvisvar var bjargað á linu, er hann
skaut að markinu. Á 70. min.
bætti Sverre Jacopsen við öðru
marki Færeyinga með fremur
slöku skoti, sem Þorsteinn hefði
átt að ráða við.
Fleiri urðu mörkin ekki og lauk
leiknum því með 3—2 fyrir Is-
lendinga. Það fer ekki á milli
mála, að Islendingar léku þennan
leik illa, sérstaklega þó síðari
hálfleik, þar sem engu likara var
á löngum köflum en að þeir væru
heillum horf nir.
Það er því greinilegt, að lands-
liðsnefndin verður að endurskoða
val sitt á landsliðinu í veigamikl-
um atriðum, en til þess hefur hún
nægan tfma, því að næsti leikur
er ekki fyrr en 19. ágúst, gegn
Finnum í Reykjavík.
Ölafur Sigurvinsson f harðri baráttu við færeyskan leikmann
Beztu menn liðsins að þessu
sinni voru þeir Matthías
Hallgrímsson, Ásgeir Elíasson og
Marteinn Geirsson. Auk þess áttu
Jóhannes Edvaldsson og Magnús
Þorvaldsson þokkalegan leik.
Aðrir leikmenn léku undir getu,
hvað sem því veldur.
Færeyingar léku mun betur en
ég hef séð þá áður gera og voru
óþekkjanlegir frá þvi í leiknum i
Klakksvík í fyiravor.
Beztu menn þeirra voru Ragnar
Hansen, Hermann Midjord,
Sverre Jacopsen og markvörður-
inn Regin Arting.         Hdan.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28