Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
116. tbl. 61. árg.
LAUGARDAGUR 6. JÚLl 1974
Prentsmiðja Morgunhlaosiiit
N-Irland:
Hógvær bjartsýni
Belfast og London 5. júlí
AP — NTB.
HINUM nýju tillögum brezku
stjórnarinnar um lausn á deil-
unni á N-lrlandi hef ur verið tekiö
með hóflegri bjartsýni. Tillögur
þessar komu fram f gærkvöldi, er
stjórn Wilsons lagði fram hvfta
bók um málið. Kjarni tillagnanna
er, að kosið verði 78 manna
stjórnarskrárþing f landinu, en á
meðan þingið vinni að samningu
nýrrar stjðrnarskrár, verði
landinu áfram stjórnað frá Bret-
landi.
Leiðtogar kaþólikka á írlandi
hafa verið fremur jákvæðir f við-
brögðum sínum, en þó gætir
nokkurs ótta við, að mótmælend-
ur muni ráða lögum og lofum á
hinu nýja þingi, en þeir eru í
miklum meirihluta á N-írlandi.
Ekkert hefur verið ákveðið,
hvenær kosningar til þingsins
fara fram, en talsmaður brezku
stjórnarinnar, Merlyn Rees, sagði
á blaðamannafundi í gær, að þær
gætu vart farið fram fyrr en á
næsta ári. Lagt er til að sami
háttur verði hafður á í kosningun-
um og var í kosningunum á N-tr-
landi   1972.  Leiðtogar  Ihalds-
flokksins í Bretlandi hafi látið í
ljósi áhyggjur og ótta við þessar
tillögur.
Í dag létu nokkrir stjórnmála-
fréttarar í ljós þá skoðun, að leið-
togar öfgasinnaðra mótmælenda
myndu reyna að knýja fram kosn-
ingar sem allra fyrst, því að þeir
telji sig með því móti geta borið
sigurorð af hægfara flokkum, sem
styðja valdskiptingu milli
kaþólskra og mótmælenda. Ian
Paisley hefur þegar hafið undir-
búningsstarfið og sagði, að kosn-
ingar mættu ekki fara fram
seinna en í nóvember nk. Gert er
ráð fyrir, að Vanguardhreyfingin
styðji Paisley svo og sambands-
flokkarnir. Nokkrir stjórnmála-
fréttaritarar í Belfast hafa látið í
ljós ótta við, að nái öfgasinnaðir
mótmælendur meirihluta f þing-
inu, verði ógerningur að ná sam-
komulagi við Breta um stjónmála-
lega framtíð irlands.
Miðinn aðeins
56 þús. kall!
Miinchen 5. júlf AP.
Svartmarkaðsbraskarar f
Miinchen núa saman höndun-
um f dag og eiga lfklega eftir
að núa enn fastar á morgun.
Þeir keyptu nefnilega sumir
marga miða á 30 mörk eða um
1150 fsl. kr. og seldu þá f dag
fyrir 1500 mörk eða um 56
þúsund krónur. Er talið, að
verðið eigi eftir að hækka til
muna, áður en Taylor blæs f
flautuna til merkis uin að leik-
ur Hollands og V-Þýzkalands
geti hafizt. Það eru einkum
auðugir Hollendingar, sem
sprengja verðið svona upp.
Nú andar
suðrið . . .
Ólafur K. Magnússon tðk
myndina af þessari blómarós,
sem naut sumarsins f
laugunum nú fyrir skömmu.
Af svipnum að ráða gæti hún
verið að velta fyrir sér
stjðrnarmynduninni.
Skýrsla OECD:
ISLAND HEFUR NU NAÐ
VErŒBOIÆUFORYSTUNM
París 5. júlí AP — NTB.
ÍSLENDINGAR eiga verð-
bólgumetið fyrir það 12
mánaða tfmabil, sem lauk
31. maf sl. með 32,2%, skv.
skýrslu Efnahags- og fram-
farastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, sem birt var í
París í dag. Minnsta verð-
bólgan á þessu tfmabili var
í V-Þýzkalandi eða 7,2%.
Minnsta verðhækkunin á
þessu tfmabili var í
Noregi, Svíþjóð og Lúxem-
burgum8,6%.
í kjölfar islands kom Grikkland
Ferðin gat orðið
Nixon að fjörtjóni
New York 5. júlí AP—NTB.
LlFLÆKNIR Nixons forseta,
Walter Tkach hershöfðingi
skýrði frá þvf f viðtali við
blaðið New York Daily News f
gærkvöldi, að hann hefði ein-
dregið ráðlagt Nixon forseta
frá þvf að fara f ferð sfna til
Miðausturlanda á dögunum,
vegna þess að ferðin gæti orðið
honum að aldurtila. Sagði
læknirinn, að Ifðan Nixons
vegna blóðtappans f fæti hans
hefði verið mjög slæm og stór-
hættulegt fyrir hann að ferðast
þannig á sig kominn. Tkach
sagði, að forsctinn hefði alger-
lega neitað að taka þetta til
greina og ekki hlustað á rök
sfn.
Tkach veitti þetta viðtal, þar
sem hann hefur sætt gagnrýni
bandarfskra lækna fyrir að
hafa ekki komið f veg fyrir, að
forsetinn færi f ferðalagið.
Tkach sagðist ekki geta bannað
Bandarfkjaforseta eitt eða
annað, aðeins ráðlagt honum.
Tkach sagði, að Nixon hefði
vitað, hve mikil hættan var en
ákveðið að taka áhættuna af
ferðalaginu. Tkach hefur verið
Ifflæknir Nixons um árabil
Nixon virðist ekki hafa aukið
vinsældir sfnar heima fyrir,
þrátt fyrir ferðina til Mið-
austurlanda og Moskvu á sfð-
ustu dögum, ef dæma má af
skoðanakönnun Gallups, sem
kunngerð var f dag. Þar kemur
fram, að aðeins 22% eru
ánægðir með störf hans, en
61% óánægðir. Hann stendur
sig þó betur, er kemur að utan-
rfkismálum, en þar eru 54%
ánægðir með störf hans, en
32% óánægðir. Hins vegar syrt-
ir f álinn, er kemur að innan-
rfkismálum þar eru 71% and-
vfgir stefnu hans, en aðeins
18% hlynntir.
Fréttaskýrendur segja, að
þessar niðurstöður hljóti að
vera mikið áfall fyrir for-
setann, þvf að hann hafi farið f
ferðina til Mið-Ausiurlanda,
þvert ofan f læknisráð, til að
reyna að auka persónulegar
vinsældir sfnar.
með 31% verðbólgu og Portúgal
með 26,6%, en Portúgalar urðu
sem kunnugt er mjög illa úti
vegna olíubanns Araba, því að
þeir leyfðu bandariskum flugvél-
um sem fluttu hergögn og annað
til Israels í októberstríðinu að
millilenda til að taka eldsneyti á
Azoreyjum, eftir að öll Evrópu-
löndin höfðu neitað Bandaríkja-
mönnum um lendingarleyfi á sin-
um flugvöllum.
Mjög miklar verðhækkanir
urðu í Bandarfkjunum og Kanada
í maímánuði, var verðbólgan í
Bandaríkjunum í maí l,l%, á
móti 0,6% í aprfl og enn þá verra
var ástandið í Kanada, en þar
nam verðbólgan í maí 1,7%, en
var 0,7% í apríl. Bezta þróunin
varð í Japan, en þar minnkaði
verðbólgan úr 2,7% í aprfl niður í
0,3% í maí og þar með lækkaði
verðbólgan þar í landi miðað við
ársgrundvöil niður í 23.2% úr
24,9%, sé tekið 12 mánaða tímabil-
ið, sem lauk 30. apríl.
Hér að eftir fer yfirlit yfir verð-
bólguna í OECD-löndunum miðað
við 31. maí og í sviga eru tölurnar
fyrir 12 mánaðatfmabilið til 31.
apríl.   Kanada   11%   (9.9%),
Bandaríkin 10,7
23,2%  (24,9%)
(13,6%),  Nýja
(10.3%)
(13,9%)
(10.2%), Japan
Astralía  13.6%
Sjáland  10,3%
Frakkland     15%
V-Þýzkaland    7.2%
(7,2%). ítalía 16.1% (16.2%).
Bretland 15,9% (15.2%). Belgía
11,6% (10,2%), Lúxemburg
8.6% (9%), Danmörk 14.2%
(14,3%), irland 13,5% (13.5%).
Holland 8.8% (8.9%), Austurríki
9,6% (9,7%), Finnland 18.1%
(17,3%), Grikkland 31.9%
(32,6%), Ísland 32.2% (32.2%).
Noregur 8.6% (8,9%). Portúgal
26.6% (26.6%). Spánn 16.3%
(16,6%), Svíþjóð 8.9% (9.4%).
Sviss 9,9% (8.7%) og Tyrkland
19% (19%). ísland hefur nú náð
verðbólguforystunni úr höndum
Grikkja.
Um borð í
Saljut III
Moskvu 5. júli AP—NTB.
SOVÉZKU geimfararnir tveir
um borð í Sojusi 84 tongdu
geimfarið í nótt við getm-
stöðina Saljut 3. Tókst teoglBR-
in mjög vel og eru geimfarai n-
ir, Pavel Popovitsj og Jun
Artjukhin nú við visindastöi f i
geimstöðinni. Goimferðin er
liður í nndirbúningi að
sameiginlgri geiniferð Banda-
rfkjamanna og Sovétmanna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32