Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 118. tölublaš og Ķžróttafréttir Morgunblašsins 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
0KgmðA$AVb
118. tbl. 61. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1974
Prentsmiðja MorgunblaSsins.
Þjóðhátíð í Þýzkalandi
Þjóðarsorg í Hollandi
# V-Þýzkir heimsmeistarar f
knattspyrnu bjðða höfuðand-
stæðingi sfnum, Hollendingn-
um Johanni Cryuff, upp á
vindil að leik V-Þýzkalands og
Hollands loknum. Cryuff er f
miðjunni, markakóngurinn
Muller til vinstri og Paul
Breitner til hægri.
ÞJÖÐHATIÐ rfkir f VÞýzka-
landi. Milljðnir manna fögnuðu
sigri yfir Hollendingum á sunnu-
dagskvöld og aðfararnótt mánu-
dagsins með bjórdrykkju og
snöfsum. f miðborg Miinchen
dansaði fólk á götum úti, skaut
flugeldum og sprengdi púður-
kerlingar og kfnverja. Vfða kom
til óeirða er sigurreifir heima-
menn tóku útlendinga til bæna,
og segir lögreglan átta manns
hafa slasazt f átökunum. A sama
tfma var efnt til hátfðarveizlu til
heiðurs v-þýzku heimsmeistur-
unum og var til hennar boðið um
500 vöidum gestum.
Franz Beckenbauer, fyrirliði
þýzku heimsmeistaranna, tjáði
fréttamönnum, er hann kom til
veizlunnar: „Við erum auðvitað
búnir að fá okkur neðan f þvf, en
við höfum enn stjðrn á gerðum
okkar." Bernard HoIIandsprins
lét hins vegar hafa eftir sér, að
Hollendingar hefði haft slfka
yfirburði f sfðari hálfleik, að þeir
hefðu verðskuldað jafntefli og
þar með framlengingu. „Það var
ðheppni, að þetta tókst ekki."
Fréttamaður Morgunblaðsins,
Stt iiiui J. Lúðvfksson, fylgdist
með þessum sögulega knatt-
spyrnuleik, sem sérfræðingar
telja bezta úrslitaleik heims-
meistarakeppninnar fyrr og
sfðar. Hann segir frá atburðum á
Olympfuleikvanginum f Mtin-
chen á opnu fþróttablaðsins, er
f ylgir Morgunblaðinu f dag.
Margt stórmenna fylgdist með
Framhald á bls. 35
• Gleði f herbúðum VÞjðð-
verja. Fyrirliði v-þýzka lands-
liðsins og landsliðsþjálfarinn
Helmut Schön fagna ákaft
sigrinum f heimsmeistara
keppninni.
Hans G. Andersen flytur stefnuyfirlýsingu íslands í Caracas:
Setti fram grundvallarhugmyndir
um heildarlausn hafréttarmálanna
Caracas, 8.JÚK.NTB.
HANS G. Andersen, sendiherra,
formaður fslenzku sendinefndar-
innar á hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjððanna f Caracas, flutti
f dag stefnuræðu Islendinga og
lagði áherzlu á, að fslenzka sendi-
nefndin mundi fyrst og fremst
beita sér fyrir þvf, að komizt yrði
að heildarniðurstöðu, sem byggði
á raunhæf um staðreyndum f sam-
félagi þjððanna. 1 ræðu sendi-
herrans var engin vfsbending um,
að Islendingar hyggðu á útf ærslu
fiskveiðilögsögu sinnar f 200 sjð-
mflur f nánustu framtfð, en hann
kvað mjög sterkt að orði um, að
strandrfki yrðu að hafa fullan
yfirráðarétt yfir auðlindum inn-
an efnahagslögsögu sinnar, bæði
þeim, sem vera kynnu á hafsbotni
og þeim lifandi lindum, sem f
haf inu sjálf u væru, þ.e. f iskinum.
Heildarlausn, sem ekki fæli f sér
slfk yf irráð væri algerlega ðraun-
hæf. — og hann benti á, að Islend-
ingar hefðu barizt fyrir þvf f
aldarfjðrðung, að komið yrði á
efnahagslögsögu strandrfkja.
„öll fslenzka þjððin stendur
einhuga að baki kröfunni um
efnahagslögsögu, sem hefur notið
sfvaxandi stuðnings frá rfkjum
heims. Engin þjðð hefur haldið
öflugar uppi merki efnahagslög
sögu en tslendingar né af heilli
hug. Fyrir okkur er þetta spurn-
ing um Iff og dauða," sagði Hans
G. Andersen.
Sendiherrann vfsaði til fyrri
yfirlýsinga fslendinga, þar sem
fram kemur, að fiskafurðir nema
85% af heildarútflutningi þjððar-
innar og hann lýsti ánægju sinni
yfir þvf, að rfki, sem lengi hefðu
beitt sér mjög gegn 200 mflna
efnahagslögsögu skyldu á yfir-
standandi ráðstefnu hafa sýnt það
raunsæi að snúast á sveif hug-
myndunum um efnahagslögsögu.
„Þeim er til sðma að hafa viður-
kennt þetta hugtak og þau munu
þar með stuðla að bættu andrúms-
Metkjörsókn í Japan
þrátt fyrir f ellibylinn
— er varð 80 manns að bana, 130 hlutu
meiðsl og tugir þúsunda flýðu heimili sín
Tcikío, 8. júlí AP—NTB.
ÞRATT fyrir gffurlegar truflanir
af völdum fellibylsins „Gildu,"
sem gekk yfir Japan f gær, með
þeim afleiðingum, að 80 manns
biðu bana og 130 hlutu meiðsl,
varð meiri kjörsðkn en nokkru
sinni frá þvf árið 1950 f þingkosn-
ingunum, sem þar fðru fram.
Kosið var um 130 þingsæti af 252
f efri deild japanska þingsins og
kom flokkur Kakueis Tanaka, for-
sætisráðherra landsins, sýnu verr
út úr kosningunum en forystu
menn hans höfðu vænzt, tapaði
a.m.k. 5 þingsætum.
Þeir telja ástæðuna fyrst og
fremst vaxandi verðbðlgu, sem
fylgt hefur f kjölfar olfukrepp-
unnar f vetur og hækkandi verð-
lags á olfu og hráefnum. Er vero-
bðlga nú 25% og búizt við, að hún
aukizt mjög á næstunni, verði
ekki gripið til rðttækra ráðstaf-
ana.
Framkvæmdastjóri stjórnar-
flokksins, frjálslynda lýðræðis-
flokksins, sagði í kvöld, að stjórn-
in yrði að gera sér ljóst, að
kjósendur væru óánægðir með
það hversu lítið hún hefði gert til
að halda verðbólgunni í skefjum.
„Ósigur flokksins á sér ýmsar or-
sakir," sagði hann, „en þessi mun
veigamest, við verðum að gera
okkur grein fyrir gagnrýni kjós-
enda í f ullri auðmýkt og bregðast
við henni með því m.a. að endur-
skipuleggja flokkinn og fylkja
liði."
Er talið hugsanlegt, að þessi
úrslit kunni að hafa áhrif á stöðu
Tanaka innan flokksins, en næsta
vor fer fram formannskjör og
samkvæmt venju er formaður
flokksins einnig forsætisráð-
herra. Tanaka sækist eftir endur-
kjöri  til næstu  þriggja  ára en
hugsanlegt er, að Takeo Fukuda
fjármálaráðherra verði honum
hættulegri keppunautur nú en
áður.
Niðurstöður kosninganna voru f
kvöld, þegar ðlokið var talningu
til 11 þingsæta: Frjálslyndi lýð-
ræðisflokkurinn 59 (hefur fyrir
64, samtals 123 þingmenn af 252)
Sósíalistar samtals 62 (unnu 3)
Komeito samtals 24 (unnu 1)
kommúnistar samtals 15 (unnu 4)
lýðræðislegir sósialistar samtals 9
(töpuðu 2) minni flokkar samtals
8 (unnu2).
73% kjósenda greiddu atkvæði
og er það meiri kjörsókn en
nokkru sinni frá því árið 1950.
Engu að sfður er búizt við, að
kjósa þurfi aftur á nokkrum
stöðum vegna margvíslegra trufl-
ana, sem urðu af völdum f ellibyls-
ins. Tugþúsundir manna urðu að
flýja heimili sínu vegna flóða og
skrifðufalla. Er ekki júizt við að
endanleg niðurstaða þessara
kosninga verði ljós fyrr en eftir
nokkra daga.
lofti   á  ráðstefnunni,"  sagði
Andersen.
Að svo búnu rakti hann átta
aðalatriði heildarlausnar, sem
hann taldi, að Islendingar gætu
sætt sig við og sem flestar aðrar
sendinefndir á ráðstefnunni ættu
einnig að geta fallizt á
Lausnin byggist i megindrátt-
um áeftirfarandi:
0 1. Landhelgi verði 12 sjómíl-
ur, siglingar um sund innan
þeirra marka frjálsar og raunsæ
lausn verði fundin á sérvanda-
málum eyjaklasa.
0  2. Efnahagslögsaga verði 200
mílur og strandriki veittur fullur
yfirráðaréttur, yfir fiskimiðum,
—en jafnframt verði með tvíhliða
Inilliríkjasamningum opnaður sá
möguleiki, að önnur rfki fái þar
aðgang til fiskveiða, ef strandríki
nýtir ekki fiskstofna sfna til fulls.
1 þessu sambandi lagði Andersen
áherzlu á nauðsyn þess að efla
fiskveiðitækni i þróunarrlkjun-
um.
# 3. Fiskistofnar verði varð-
veittir og beri strandrfkin f yrst og
fremst ábyrgð þar á, en auk þess
verði komið á svæðisbundnum
lágmarksákvæðum fyrir tilteknar
fisktegundir.
0 4. Hafsbotnsauðlindir utan
efnahagslögsögu verði nýttar með
einhvers konar tekjuskiptingu
milli rfkja.
£ 5. Nýting hins alþjóðlega haf-
svæðis fari fram í samræmi við
grundvallaryfirlýsingu      alls-
herjarþings Sameinuðu þjóðanna
f rá því í desember 1970.
0  6.     Mengunarvandamálin
verði leyst i samræmi við þau
stefnumið, sem samþykkt voru á
Framhald á bls. 35
ísraelar sökkva
þrjátíu fiskibátum
Tel Aviv, 8. júlí NTB
tSRAELSKIR     fallbyssubátar
sökktu f kvöld 30 fiskibátum f
þremur höfnum f Libanon f þvf
skyni að hindra fyrirhugaðar
árásir Palestfnuskæruliða á tsra-
el, að því er segir f tílkynningu
hersljðrnar tsraels f kvöld. Frétt
þessi hefur verið staðfest af hálfu
stjðrnvalda f Lfbanon, sem segja,
að fjðrir fsraelskir fallbyssubátar
hafi ráðizt á 15 fiskibáta úti fyrir
hafnarbænum Sidon og aðrir fsra-
elskir fallbyssubátar sökkt ðtil-
greindum fjölda báta úti fyrir
Tyrus. Gerðist þetta á tfmabilinu
kl. 19—20 að fslenzkum tfma.
Arabískir fréttamenn segja, að
ísraelar hafi einnig gert árásir á
fiskibáta í Bourgoulied, Adloun
og Sarafavd, fyrir norðan Tyrus
en strandgæzla Líbanons svarað
árásinni. Þeir segja, að Israelar
hafi skilið eftir sig flugrit, þar
sem fbúar á þessum slóðum eru
varaðir við samvinnu við arabiska
skæruliða.
___
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36