Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
ttttmnUbifeifr
120. tbl. 61. árg.
FIMMTUDAGUR 11. JULÍ 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Enn krafizt þátttöku
frelsis-
hreyfing
a
ÞJODVERJAR ÁRÉTTA
SÖGULEGAN RÉTT
SINN TIL FISKVEfflA
Caracas 10. júlí — AP,NTB.
VANÐAMALIÐ um þátttöku
frelsishreyfinga f Hafréttarráð-
stefnunni, hefur enn á ný skotið
upp kollinum. Getur þetta valdið
miklum deilum á ráðstef nunni.
Talið er, að mörg Afrfku og
Arabarfki ætli að neyða ráðstefn-
una til að taka þetta mál upp að
nvju með þvf að leggja fram
formlega tillögu. Slfk tillaga
hafði þó enn ekki verið lögð fram
á miðvikudag.
Ríki Suður-Ameríku eru klofin
í málinu en Israel, sem barizt
hefur af hörku gegn allri þátttöku
þjóðfrelsishreyfinga, átti orðið á
miðvikudagskvöld.
Arabaríkin hafa mikinn áhuga
á,     að     þjóðfrelsishreyfing
Palestínu fái aðild að ráðstefn-
uhni, en Afríkuríkin vilja fá þjóð-
frelsishreyfingar úr nýlendum
Portúgala á ráðstefnuna.
Panama hefur enn mótmælt yf-
irráðum Bandarikjanna yfir
svæðinu í kringum Panamaskurð-
inn. Sagði fulltrúi Panama, að
með yfirráðum sínum á svæðinu
fetuðu Bandarfkin í fótspor ný-
lenduvelda.
Fulltrúi Sviss talaði yfir munn
þeirra ríkja, sem ekki liggja að
hafi. Sagði hann, að tryggja yrði
frjálsar siglingar innan s.k. efna-
hagslögsagna.
Á þriðjudag lýstu Vestur-Þjóð-
verjar andstöðu við tillöguna um
200 mílna efnahagslögsögu, og
sögðu, að slfk lausn gengi skammt
i að tryggja hagsmuni ríkja, sem
aðeins að litlu leyti lægju að hafi.
Sögðu Þjóðverjar, að ef efna-
hgaslögsaga ríkja yrði færð út,
yrði að taka fullt tillit til sögu-
legra réttinda annarra rfkja til
fiskveiða. Bentu þeir einnig á, að
áður en alþjóðlegt samkomulag
næst, muni Þjöðverjar snúast
gegn öllum einhliða útfærslum
efnahagslögsagna.
lendna Portúgala f Afríku. Sagði
hann, að forsætisráðherra yrði að
fá meiri völd ef stjórnin ætti að
geta starfað.
Mikill eldsvoði varð á
Laugavegi 15 í gær í
húsi Ludvigs Storr aðal-
ræðismanns Dana á fs-
landi. Sjá frásögn á bls.
3. (Ljðsm. Mbl. Sv.
Þorm.).
Portúgal:
Nýr forsætisráðherra
skipaður innan tíðar
Lisabon 10. júlí—AP
Antonio de Spinola, for-
seti Portúgal, átti fund
með Carlos, fyrrverandi
forsætisráðherra, á mið-
vikudag, á meðan orðrðm-
ur gekk um, að hann
myndi taka aftur við for-
sætisráðherraembættinu,
sem hann sagði lausu sóla-
hringi áður.
Búizt er við, að Spinola skipi
fljótlega nýjan forsætisráðherra
og menn í sæti þeirra fjögurra
ráðherra, sem fylgdu Carlos úr
stjórninni.
Heimildir innan hersins sögðu,
að líklegt væri, að einhverjir ráð-
herranna, sem sögðu af sér, tækju
aftur sæti í stjórninni. A.m.k. bú-
ast fréttamenn við því, að stjórnin
verði áfram skipuð ráðherrum úr
söniu flokkum og áður.
Þetta er fyrsta pólitfska krepp-
an í Portúgal síðan herinn tók
völdin í apríl og Spinola varð for-
seti.
Aður en hann sagði af sér hafði
Carlos forsætisráðherra skýrt frá
því, að stjórnin væri óstarfhæf
vegna ágreinings um stefnuna í
efnahagsmálum og málefnum ný-
Flugvél hrapar
í Egyptalandi
Egypzk flugvél rússneskrar
gerðar hrapaði í gær til jarðar
eftir að sprenging hafði orðið í
vélinni á æfingaflugi skammt frá
stærsta herskóla Egypta við
Almaza. Óttazt er, að allir, sem
um borð voru, sjö menn, hafi far-
izt. I vélinni voru þrír Egyptar og
fjórir Rússar. Hún var nýkeypt
frá Rússlandi og gat tekið 150
farþega.
Hljóðritanir fulltrúadeildar-
innar vekja reiði þingmanna
?-
-D
(Sjá grein á bls. 15).
D-5---------------------------?
Washington 10. júlí — AP, NTB
?  Sam Ervin, formaður
Watergate-nefndar öld-
ungadeildarinnar, sagði á
miðvikudag, að það, að
Nixon forseti hefði ráðlagt
starfsfolki sfnu að „neita
að svara" og „hylma yfir
allt", væri gott dæmi um
hvernig Hvfta húsið hefði
og ætlaði að starfa með
nefndinni. Opinberlega
væri látið líta út eins og
nefndinni væri veitt full
samvinna en f reynd væri
allt gert til að hindra störf
hennar.
?  Nixon  bar  skriflega
vitni f réttarhöldunum f
máli þeirra, sem brutust
inn f skrifstofu Lewis
Fieldings     sálfræðings.
Sagði Nixon, að hann hefði
aldrei gefið leyfi til inn-
brotsins.
A afriti af hljóðupptöku af
samtali Nixons við ráðgjafa sfna
þann 22. marz 1973, sem dóms-
málanefnd fulltrúadeildar þings-
ins birti á þriðjudag, heyrist
Nixon segja við samstarfsmenn
sína: „Ég vil, að þið steinþegið
yfir þessu, látið þá beita fimmtu
stjórnarskrárbreytingunni (um
rétt sakborninga til að skýra ekki
frá staðreyndum), hylmið yfir
eða eitthvað, ef það bjargar mál-
inu, bjargið bara áætluninni. Það
er aðalatriðið."
Ervin var beðinn um sinn sxiln-
ing á notkun Nixons á orðunum
„hylmið vfir".
„Ég held, að þetta sé mjög við-
eigandi orðalag," sagði Ervin.
Annar fulltrúi í Watergate-
nefndinni,      öTdungadeildar-
maðurinn Inouye, sem er demó-
krati frá Hawai. sagði: „Góður
guð. Þessi orð skýra sig sjálf"
Aðrir þingmenn, sér f lagi hinir
frjálslyndu, hafa sett fram harða
gagnrýni á Nixon.
Starfsmenn Nixons hafa tekið
birtingu hljóðritana fulltrúa-
deildarinnar fremur illa. St.
Clair, lögfræðingur Nixons, sagði,
að þær væru óskýrar og segðu f
rauninni ekki neitt og þvf væri
ekkert á þeim að græða. „Ef þrfr
menn hlusta samtfmis á þær,"
sagði St. Clair, „komast þeir að
þremur mismunandi niður-
stöðum."
Blaðafulltrúi Hvíta hússins,
Ronald Ziegler, sagði, að birting
hljóðritananna væri liður i her-
ferð gegn Nixon og væri til-
gangurinn að eyðileggja álit hans.
„Þeir ættu að birta öll sönnunar
gögnin f einu. ekki bara smá bita
af þeim," sagði Ziegler. Sagði
hann, að sönnunargögnin í heild
sýndu sakleysi f orsetans.
t skriflegum vitnisburði, sem
Nixon sendi réttinum í innbrots-
málinu, sagði hann, að hann hefði
sett á fót lið rannsóknarmanna til
að kanna leka á öryggismálum
þjóðarinnar, en hann neitaði að
hafa vitað um eða gefið Ieyfi til
innbrotsins f skrifstofu sálfræð-
ingsins, þar sem stela átti skjölum
um Daniel Ellsberg, sem birti
skjöl varnarmálaráðuneytisins
um Vietnam.
A þriðjudag bar Henry Kiss-
inger utanríkisráðherra vitni
fyrir réttinum og staðhæfði þar,
áð hann hefði engan þátt átt f
innbrotinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32