Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 128. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
128. tbl. 61. árg.
LAUGARDAGUR 20. Júlí 1974
Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
Styrjaldarástand við Kýpur
Tyrknesk flotadeild við eyna
Makarios kallar byltinguna innrás
Kýpur, Ankara, Aþenu, Washington New York og London 19. júlí
AP.
Stutt er nú f að styrjaldarástand rfki milli Tyrklands og Grikk-
lands vegna stjðrnarbyltingarinnar á Kýpur sl. mánudag. Tyrk-
neska stjórnin sendi f dag flotadeild áleiðis til Kýpur með fjölda
hermanna, landgöngupramma og skriðdreka um borð. Þegar þessi
fregn barst lil Kýpur greip mikil hræðsla um sig meðal fbúa
eyjarinnar og grfskir Kypurbúar þustu út á götur og hrópuðu:
„Tyrkir eru að koma, Tyrkir eru að koma." A samri stundu
fyrirskipaði hinn nýi forseti eyjarinnar, Nikos Sampson, mikinn
hernaðarviðbúnað á norðurhluta eyjarinnar, sem er næstur Tyrk-
landi.
Fregnin um tyrkneska flotann
og viðbúnað Kýpurstjórnar varð
til þess að auka mjög á þrýsting-
inn á erlenda stjórnmálamenn,
sem reyna að finna friðsamlega
lausn á deilunni. Joseph Sisco að-
stoðarutanríkisráðherra Banda-
rfkjanna ræddi í dag við gríska
ráðamenn í þrjár klukkustundir
og hélt síðan til Ankara, höfuð-
borgar Tyrklands, til viðræðna
við tyrkneska ráðamenn. Fregnir
herma, að Sisco hafi lagt fyrir
griska ráðamenn kröfur Tyrkja
um að Sampson verði þegar f stað
settur af og Makariosi leyft að
snúa aftur til að taka við forseta-
embætti svo og að gríska stjórnin
lýsti því yfir, að hún ábyrgist
öryggi tyrkneskra fbúa Kýpur,
sem þar eru í minnihluta. Þessum
kröfum vísuðu grisku ráða-
mennirnir á bug. Þeir höfðu þó
fyrr í dag látið undan þrýstingi
frá fastaráði NATO um að kalla
heim og skipta um 650 griska her-
foringja í þjóðvarðliðinu. Fasta-
ráð NATO kom þrisvar saman til
fundar á sl. 18 klukkustundum
vegna þessa máls.
Fréttaritarar benda á, að Tyrkir
hafi sent herskip til Kýpur í deil-
unum 1964 og 1967, en þá hafi í
bæði skiptin tekizt að koma í veg
fyrir átök á elleftu stundu. Þeir
segja hins vegar, að ástandið hafi
aldrei verið eins alvarlegt og nú.
Orhan Birgit, upplýsingamála-
Framhald á bls. 31
Grfskir hermenn ganga
um borð í herflutninga-
skip f Pireans, sem flytja
á þá til Kýpur.
Tillaga Johrt Doars;
Nixon verði saksóttur
Washington 19. júlí AP—NTB
JOHN Doar, sérlegur ráðu-
nautur  dómsmálanefndar
Bandarfkjaþings  f  rann-
sðkn nefndarinnar á hvort
Nixon forseti skuli dreg-
inn fyrir rfkisrétt, lagði í
dag til við nefndina, að
hún samþykkti, að forset-
inn yrði sðttur til saka.
Doar og Albert Jenner,
ráðunautur repúblfkána
hjá nefndinni, sökuðu f
dag  báðir  Nixon  forseta
um mörg atriði valdamis-
beitingar, m.a. að hindra
gang réttvísinnar.
Ráðunautarnir lögðu fyrir
nefndina í dag skýrslu í mörgum
liðum, þar sem þeir mæla með
því, að forsetinn verði saksóttur.
Ekki er vitað um innihald þessar-
ar skýrslu utan þess, að þvf er
haldið fram, að forsetinn hafi
hindrað gang réttvísinnar. Einn
Arangursríkri ferð lokið:
Soyus 14 lentur
Juan Carlos og kona hans yfirgefa sjúkrahúsið f Madrid eftir að
Franco hafði afsalað sér völdum f hendur prinsins.
Moskvu 19. júli AP—NTB.
HÁLFSMANAÐAR    geimferð
sovézku geimfaranna Pavel Popo-
vitch og Jnry Artyukhin lauk f
dag með hárnákvæmri, mjúkri
lendingu um 160 km SA af
sovézku geimferðamiðstöðinni f
Baikonur, þar sem ferðin hófst.
Vladimir Shatalov hershöföingi
og yfirmaður þjálfunaráætlunar
geimfaranna sagði, að öll ferðin
hefði tekizt frábærlega vel og
aldrei neitt borið út af.
Geimförunum var skotið á loft
Ottast um líf Francos
Juan Carlos tekinn við völdum
Madríd 19. júlí AP — NTB
FRANCISCO Franco, einræðis-
herra Spánar, liggur nú mjög
þungt haldinn f sjúkrahúsi f Mad-
rid og ðttast læknar um Iff hans.
Það  þykir  sýna  hve  alvarlegt
ástandið er, að Franco afsalaði
sér f dag völdum til Juan Carlosar
prins, arftaka sfns. I tilkynning-
unni segir, að Carlos muni fara
með völd unz Franco hafi náð sér
eftir veikindin.
Franco, sem er 81 árs að aldri,
hefur verið einræðisherra á Spáni
frá þvf árið 1939, er hann sigraði
lýðveldissinna í sænsku borgara-
styrjöldinni og hefur stjórnað
landinu með járnaga. Hann var
lagður f sjúkrahús 9. þessa mán-
Framhald á bls. 31
um borð i geimfarinu Soyusi 14 3.
júlí sl. og tengdu þeir geimfarið
við geimstöðina Salyut 3 um sólar-
hringi síðar. Frá þvf hafa geim-
fararnir tveir unnið að tílrauna-
og vísindastörfum um borð f
Salyut 3 með mjög góðum árangri
að sögn Tass-fréttastofunnar, sem
í tilkynningum sínum i dag lagði
mikla áherzlu á hve vel ferðin
hefði gengið. Ferð þessi var mikil-
vægur þáttur í undirbúningi að
sameiginlegri geimferð Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna. Sagði í
tilkynningu Tass-fréttastofunnar,
að geimfarið Soyus 14, sem er
mjög endurbætt frá fyrri Soyus-
geimförum, og svo hin nýja geim-
stöð Salyut 3, hefðu látið betur að
stjórn en nokkur önnur sovézk
geimför. Geimfararnir tveir voru
við beztu heilsu er þeir lentu
geimfari sínu. Sérfræðingar telja,
að með þessari ferð hafi verið
tryggt, að sameiginlega geimferð-
in geti farið fram skv. áætlun.
Þetta var í fyrsta skipti, sem
sovézkt geimfar tengdist geimstöð
frá því að slysið, sem kostaði 3
geimfara lífið, varð árið 1971.
af nefndarmönnum, sem vildi
ekki Iáta nafns síns getið, sagði,
að Doar hef ði lýst því yf ir, að það
væri skoðun sín, að Nixon hefði
haft forystu um að reyna að hilma
yfir Watergatemálið frá því að
hann fyrst komst að málavöxtum,
21. marz, 1973, að hans eigin sögn,
ef ekki löngu fyrir þann tíma.
Nefndarmenn spurðu þá Doar
hvort hann teldi, að þetta eitt
nægði til að draga forsetann fyrir
rfkisrétt og hann svaraði því hik-
laust játandi.
Þó að flestir nefndarmenn segi,
að Doar hafi ekki berum orðum
lagt til, að Nixon yrði sóttur til
saka, þá hafi hann gert það með
ákæruskýrslu sinni, sem hann
fylgdi úr hlaði með þeim ummæl-
um, að forsetinn hefði framið
„stórkostlegan" glæp með fram-
ferði sínu í forsetaembættinu.
Meirihlutihluti     nefndarinnar
þarf að samþykkja tillögu til full-
trúadeiidar þingsins um aðforset-
inn verði leiddur fyrír ríkisrétt og
síðan verður meirihluti fulltrúa-
deildarinnar að samþykkja þá til-
lögu áður en hægt verður að Ieiða
forsetann fyrir ríkisrétt í
öldungadeildinni og þar þarf
aukinn meirihluta (%) áður en
hægt er að svipta forsetann em-
bætti. Fundur nefndarinnar í dag
var fyrir luktum dyrum og hin
mikla leynd yfir innihaldi skýrsl-
unnar svo og ótti nefndarmanna
við að láta nafns síns getið, bendir
til, að mjóg halli nii undan fæti
fyrir Nixon. Annar lokaður fund-
ur verður haldinn á morgun og
Peter Rodino formaður dóms-
málanefndarinnar sagði við
fréttamenn f dag, að umræður um
skýrslu Doars myndu hefjast nk.
miðvikudag og hann vænti þess,
að lokaatkvæðagreiðsla myndi
fara fram fyrir lok næstu viku.
Framhald á bls. 31
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32