Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 130. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40 SIÐUR
130. tbl. 61. árg.
ÞRIÐJUDAGUR, 23. JULÍ 1974
Prentsmiðja Morgunolaðsins.
Bretar bjóða herlið til friðargæzlu
Harðir bardagar geisa enn á Kýpur,
þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé
Brtissel, Ankara, Genf,
New York, Washington
22. júlí — AP, NTB.
BREZKI    utanrfkisráðherrann,
James  Callaghan,  tilkynnti  á
mánudag, að Bretar hefðu boðið
fram hermenn og vopn til  að-
Þessi mynd sýnir afstöðu Kýpur
til Tyrklands, Grikklands og ann-
arra landa. Landgönguliðar
Tyrkja réðust inn frá norður-
ströndinni og fallhlffaher-
mönnum var varpað niður f höf-
uðborgina Nikosfu, þar sem svarti
punkturinn er.
stoðar Sameinuðu þjððunum við
að stöðva bardaga á Kýpur.
Eftir að myrkur féll á héldu
bardagar áfram af mikilli hörku á
Kýpur, þó að strfðsaðilar hefðu
fyrr um daginn lýst sig samþykka
vopnahléi.
Samkvæmt heimiidum innan
brezku stjórnarinnar er talið
fremur ðlfklegt, að friðarsamn-
ingar á milli brezkra, tyrkneskra
og grfskra fulltrúa geti hafizt fyrr
en á miðvíkudag.
Callaghan, utanrfkisráðherra,
skýrði frá þvf f Briissel, að Bretar
væru reiðubúnir til að senda 400
manna herlið og tvær deildir af
brynvörðum bifreiðum til að að-
stoða við að stfa sundur strfðs-
aðilum.
Um svipað leyti sagði Kurt
Waldheim, aðalframkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
öryggisráðinu frá því, að hann
hefði f hyggju að fjölga i friðar-
gæzluliði SÞ á Kýpur til að auð-
Franco á
batavegi
Madrid, 22. júlí AP — NTB
FRANCISCO Franco, hershöfð-
ingi, einræðisherra Spánar,
hjarnaði aftur við f dag, eftir að
hafa verið allþungt haldinn um
lielgina, en hann hefur nú verið f
sjúkrahúsi f 13 daga. Sérfræðing-
arnir, sem hershöfðingjann
stunda, komu saman til skyndi-
fundar á sunnudag til þess að
ræða, hvort þeir ættu að hætta
honuni f skurðaðgerð eða ekkí og
komust að þeirri niðurstöðu að
það væri ekki vert, þar sem blóð-
tappinn f f æti hans gæti þá losnað
og gengið til hjartans eða heilans.
1 dag hafði hershöfðinginn fðta-
ferð og gat matazt og voru læknar
hans mjög ánægðir með ástand
hans.
Franco fékk völd sfn f hendur
Juan Carlos prinsi á föstudag,
þegar liðan hans var sem verst.
Franco er nú 81 árs að aldri.
velda því að sjá um, að vopnahléð
verði virt.
Nú eru 2300 hermenn frá 8
löndum í liði SÞ á Kýpur. Talið
er, að Waldheim vilji f jölga þeim
upp í 5000.
Waldheim skýrði öryggisráð-
inu jafnframt frá því, að bardagar
geisuðu enn á mánudagskvöld á
Kýpur, en talsmenn stjórnar
Bandaríkjanna sögðu, að sam-
kvæmt þeirra upplýsingum væru
stríðsaðilar farnir að virða vopna-
hléð, sem hefjast átti kl. 14 á
mánudag.
Fréttir voru í gærkvöldi óljósar
af ástandinu á Kýpur, en sam-
kvæmt siðustu NTB fréttum geis-
uðu enn bardagar seint á mánu-
dagskvöld.
I hafnarborginni Famagusta
misstu um 50 manns lffið, þar á
meðal margir brezkir ferðamenn,
þegar tyrkneskar þotur gerðu
árás á borgina. Eitt gistihús
brann til grunna og tvö önnur
skemmdust mikið I árásinni.
Ástralski blaðamaðurinn Bryan
Boswell sendi þá frétt frá
Nikosíu, að tyrkneskar flugvélar
hafi gert árásir á höfuðborgina,
eftir að vopnahléð gekk í gildi.
Tyrkneska stjórnin hefur hins
vegar neitað þessum staðhæf-
ingum.
Þá gerðu tyrkneskar hersveitir
árásir á borgirnar Kyrenia og
Famagusta skömmu áður en
vopnahléð átti að ganga í gildi.
Stöðugar viðræður eru nú í
Genf á milli fulltrúa Grikklands,
Tyrklands og Bretlands um tíma-
Þær tvær myndir frá Kýpur, seni hér eru á forsfðunni, eru fyrstu myndir, sem tekizt hefur að koma
þaðan. Mbl. fékk þær sfmsendar frá Ap fréttastofunni f gær. Þessi mynd sýnir tyrkneska fallhlffaher-
menn halda á fána Tyrklands skömmu eftir að þeir lentu norður af Nikosfu á laugardagsmorgun.
setningu og tæknileg vandamál
varðandi friðarviðræður land-
anna. Þær viðræður geta ekki haf-
izt formlega fyrr en þessi vanda-
mál hafa verið leyst og er þess
vart að vænta fyrr en á miðviku-
dag.
Stöðugt er unnið að þvf að flytja
erlenda borgara frá Kýpur. Þús-
undir ferðamanna komu til Bret-
lands á mánudag með brezkum
herflutningavélum og segir í AP
fréttum, að sumir hafi ekki náð að
taka annað meðferðis en baðfötin,
áður en baðstróndin breyttist í
vígvöll. Þetta voru aðallega brezk-
ir borgarar.
Þá hafa allir Norðurlanda-
búar verið fluttir frá Famagusta í
brezka herstöð og bíða þar eftir
að verða fluttir á brott frá eynni.
Þá hafa Bandaríkin gert ráð-
stafanir til að ná bandarískum
þegnum frá eynni.
Bandaríska  stjórnin  hélt fast
við þá hlutleysisafstöðu, sem hún
hefur tekið í deilunni, þegar
Makarios erkibiskup, sem
öryggisráð SÞ viðurkennir sem
þjóðhöfðingja Kýpur, kom til við-
ræðna við Kissinger utanríkisráð-
herra. Skýrði Kissinger f rá þvi, að
hann tæki á móti Makaríosi sem
einstaklingi, en ekki sem forseta.
Bandaríkin gegndu leiðandi hlut
verki við að fá striðsaðila til að
samþykkja vopnahlé og telja, að
áhrif sin verði meiri á friðar-
fundunum í Genf, þar sem þeir
eru áheyrnarfulltrúar, hafi þeir
hlutleysisafstöðu.
Grikkland:
Orðrómur um
byltingu
Tveir tyrkneskir fallhlffahermenn horfa á nokkra félaga sfna lenda,
skömmu eftir að innrás Tyrkja á Kýpur hófst á laugardag.
Aþenu,22.júlíAP
TALSVERÐ ólga var f Aþenu f
dag og sá orðrómur mjög svo
ágengur, að bylting hefði verið
gerð gegn grfsku herforingja-
stjðrninni. Skrifstofum og verzl
uniim var lokað vfða og framan
við þinghúsið hleypti lögreglan
upp fundi ungmenna. Skrið-
drekar fóru um stræti borgar-
innar, en af hálfu herstjórnar-
innar var þvf haldið fram, að það
væri liður f allsherjar viðbúnaði
vegna innrásar Tyrkja á Kýpur.
Hin hálfopinbera f réttastofa Tyrk
lands, ANATOLIA, sagði eftir
heimildum í Ankara, að stjórnar-
bylting hefði verið gerð f Grikk-
landi. Þar sagði, að Ioannides,
hershöfðingi, sem að margra mati
hefur verið valdamestur maður í
stjórninni, hefði verið handtek-
inn  og  hershföðingi  að  nafni
Davos, starfandi i norðurhluta
landsins, hefði tekið völdin. Ekki
var tilgreint nánar, hver hefði
gefið þessar upplýsingar.
Fyrir utan ferðir skriðdrek-
anna í Aþenu, voru ekki sjáanleg
merki hernaðaraðgerða og enga
staðfestingu var hægt að fá á orð-
róminum um stjórnarbyltingu.
Ungmennin, sem héldu uppi
fundahöldum úti fyrir þinghús-
inu kröfðust þess að Grikkir færu
í strfð við Tyrki út af Kýpur.
Hrópuðu þeir „stríð, strfð" — unz
lógreglan dreifði hópnum.
Meðal starfsfólks á vinnustöð-
um greip um sig mikill uggur þeg
ar orðrómur um byltingu gerðist
áleitinn. Lokuðu verzlanir og
skrifstofur hver af annarri og
starfsfólkið var sent heim. Simar
þögnuðu ekki andartak I dag hjá
fjölmiðlum, sem fólk innti frétta
af ástandinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40