Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1974
ÍÞRÖTTAFRÉTTIR MOKGIHVBLABSIAíS
Getraunaseðlar
hækka um 100%
„VEGNA verðbólgunnar hefur
verð getraunaseðlanna verið
hækkað úr 25 krónum í 50 kr. pr.
röð. Eftir sem áður fara 50% i
vinninga og 25% i sólulaun. Af
hverri seldri röð fa>r sölufélagið
kr. 12.50 ísinnhlut."
Þannig hljóðar tilkynning, sem
stjórn íslenzkra Gelrauna hefur
sent út, en starfsemi þcirra hefst
Kr. 100,00  ______				
C The f^Qoibai! Le„yue Leiklr 17, ágúst 1974 Birnnnghim - Miodiesbro Bunilpy  -  Woives Cheise;i  •  Carlisle Everí&n  -  Derby Leicester - ATsenu) Luton - Líverpool MiPCrT. Ci*y - West Ham Mewcr.Ptie -. Coventry Shelfielc L'td  ¦ O P.R. Stoke  •  Leeds Tnttrnh ¦»>  -  ip<;wi'*h	1 1X2 ffi	2 1  X I	2	
	i  t	j		
	¦  !-	-\-		
				
nú brátt eftir sumarhléið. Fyrsti
seðillinn gildír fyrir 17. ágúst, en
þá fer fram 1. umferðin i ensku
knattspyrnunni.
Sú ákvörðun Getrauna að
hækka verðið á seðlunum um
helming er ugglaust mjög umdeil-
anleg. Að margra mati var verðið
á seðlunum nógu hátt fyrir, og t.d.
hærra en tiðast á Norðurlöndum.
Má búast við, að töluvert dragi úr
sölu getraunaseðla a.m.k. til að
byrja með og minna verði um, að
menn kaupi mikinn fjölda miða.
Eftir þessa hækkun kostar
tvggja raða seðill kr. 100,00 og
átta raða seðill kr. 400.00. Ætli
menn sér að kaupa 32 raðir, eins
og margir hafa gert, kostar það
hvorki meira né minna en kr.
1600.00. Þótt verðbólgan sé mikil
og kostnaður við rekstur starf-
semi eins og Getrauna fari vax-
andi, er ekki ólíklegt, að svo stórt
stökk í hækkun getraunaseðla sé
fullmikið af því góða.
— Stjl.
Framarar verða illa settir ef þeir tapa kærunni sem Valsmenn hafa lagt fram á þá. Áttu fæstir von á
þvf að þeir yrðu f fallhættu f sumar. Myndin er úr leik Fram og ÍBK f sumar.
DEILDAKEPPNINM LYKUR1. SEPT.
AÐEINS þrjár umferðir eru nú
eftir f 1. og 2. deildar keppninni f
knattspyrnu. 1 1. deildinni er
staðan nú sú, að tvö lið eiga mögu-
leika á sigri: Akurnesingar og
Keflvfkingar. Geta Akurnesingar
mest hiotið 23 stig, en Keflvfking-
ar 21 stig. Öll hin liðin sex eru f
fallhættu enn þá, Vfkingur þó í
mestri, en liðið hefur aðeins hlot-
ið 8 stig úr Ieikjum sfnum. Tvö
kærumál eru f gangi f dcildinni:
Valur og Víkingur hafa kært
Fram fyrir að nota Elmar Geirs-
son f Ieikjum sfnum, en Elmar
hefur leikið með Berlfnarliðinu
Herthu á þessu keppnistfmabili.
Verður kærumál þetta tekið fyrir
til afgreiðslu I dag. Falli dómur f
þvf máli Fram í óhag, hafa Fram-
arar aðeins hlotið 5 stig f deild-
inni, og má segja, að þar með séu
Ifkurnar til þess að þeir falli yfir-
gnæfandi.
Það lið, sem flest mörk hefur
skorað í mótinu til þessa, eru
Keflvíkingar. 18 sinnum hafa þeir
sent knóttinn í netið hjá andstæð-
ingum sínum. Akurnesingar hafa
skorað 17 sinnum, Vestmannaey-
ingar 14 sinnum, Valur 14 sinn-
um, KR 13 sinnum, Fram 13 sinn
um, Akureyri hefur skorað 12
mörk og Víkingar 10. Það lið, sem
fæst mörk hefur fengið á sig í
mótinu til þessa, er lið Akraness,
en hjá þeim hafa aðeins 6 mörk
verið skoruð, en Akureyringar
hafa fengið flest mörk á sig, 23
talsins.
I 2. deildar keppninni standa
FH-ingar mjög vel að vígi, og má
raunar segja, aó þeir séu komnir
að þröskuldi 1. deildar. Liðið er
með 19 stig eftir 11 leiki, þremur
meira en Breiðablik, sem er I öðru
sæti. I 2. deildar keppninni eru
einnig kærumál í gangi, sem
kunna að breyta röð liðanna.
Vinni t.d. Þróttur kæru sína á
hendur Breiðabliksmönnum, hafa
Þróttararnir 17 stig og eru í öðru
sæti, en Breiðablik missir þá tvö
stig og hefur 14.
Mun meira af mörkum hefur
verið skorað í 2. deild en 1. deild.
Breiðabliksmenn hafa hingað til
gert flest mörkin, 31 talsins, en
tsfirðingar hafa fengið flest mörk
á sig eða 32. Munar miklu hjá
báðum þessum liðum, að UBK
vann leikinn við Isafjörð í Kópa-
vogi 9:0, og er það jafnframt
hæsta markatala í leik í deildun-
um tveimui í sumar. I 2. deild er
markahlutfall FH-inga hins vegar
bezt,eða26:3.
Síðustu leikir 1. og 2. deildar
keppninnar eiga að fara fram
sunnudaginn 1. september, og
lýkur þvf mótinu fyrr í ár en
venjulega. Allt skipulag keppn-
innar hefur verið með bezta móti
I sumar, og nær engar breytingar
á þeirri niðurröðun, sem tilkynnt
var i byrjun keppnistímabils.
Hafa alltaf heilar umferðir verið
leiknar vikulega og línurnar þvf
oftast hreinar um stöðu liðanna.
Þeir leikir, sem eftir eru i 1. og
2. deildar keppninni, eru eftir-
taldir:
l.DEILD:
8/8Víkingur — IBK
10/8KR —ÍBV
10/8 IBA — Valur
10/8 IA — Fram
23/8 Fram — KR
24/8ÍA —Víkingur
24/8ÍBV —IBA
25/8Valur —IBK
31/8KR —lA
31/8ÍBA —Fram
31/8 IBK — IBV
1/9 Víkingur — Valur
2. DEILD:
9/8 FH — Self oss
10/8 Armann — IBI
10/8 Völsungur — Þróttur
12/8 Haukar — Breiðablik
22/8Þróttur —FH
23/8 Breiðablik — Armann
23/8 Self css — Haukar
24/8 IBI — Völsungur
31/8 Völsungur — Breiðablik
31/8FH —IBI
31/8SeIfoss — Þróttur
1/9 Armann — Haukar.
Neyzla hormóna-
lyfja könnuð á EM
VIKINGAR DROGUILAND
EN ÆTLA AÐ BÍDA ATEKTA
— Jú það er rétt. Við útbjugg-
um kæru, en að athuguðu máli
ákváðum við að senda bana ekki
inn að svo komnu máli, sagði Jón
Aðalsteinn Jónsson formaður
Knattspyrnufélagsins Víkings, er
við ræddum við hann f gær.
Frá því var skýrt í Morgunblað-
inu í gær, að Víkingar hefðu sent
inn kæru sina á föstudaginn,
vegna þess að þeir telja, að Eimar
Geirsson hafi verið ólöglegur með
Fram f leik liósins gegn Víkingi á
dögunum. Þessar upplýsingar
fékk Morgunblaðið í fyrradag hjá
formanní    knattspyrnudeildar
Víkings, en síðar sama dag
ákváðu Víkingarnir að draga
kæru sina til baka.
— Þó svo að við sendum kæru
okkar ekki inn að sinni, er ekki
þar með sagt, að við munum ekki
kæra, sagði Jón Aðalsteinn í gær.
—  Við  bíðum  átekta  og  vinni
Valsmenn sína kæru, munum við
fylgja á eftir. Ef Elmar verður
dæmdur ólöglegur í leiknum gegn
Val, liggur á borðinu að hann
hefur einnig verið það í leiknum
gegn okkur, sagði Jón að lokum.
Ekki tókst að ná saman í gær
þeim mönnum, sem sæti eiga í
dómstól KRR, en mál Vals gegn
Fram verður væntanlega dómtek-
ið í dag.
Atta lið í útimótinu
Atta lið taka þátt f Islands-
meistaramótinu f handknattleik
utanhúss, en mótið verður að
þessu sinni haldið við Austurbæj-
arharna.sk/tlanri og er það Hand-
knattleiksdeild Ármanns, sem
um það sér. Hefur verið dregiö f
riðla og leika saman f A-riðli:
Valur, Haukar, Vfkingur og KR
og f B-riðli leika FH, Fram, tR og
Grótta.
Fyrsta leikkvöld mótsins verð-
ur miðvikudaginn 7. ágúst, og
leika þá Víkingur — KR, Valur og
Haukar. Fimmtudaginn 8. ágúst
leika FH — Grótta og Fram — IR,
föstudaginn 9. ágúst leika KR —
Valur, Víkingur — Haukar,
mánudaginn 12. ágúst leika
Grótta — Fram og FH — IR,
þriðjudaginn 13. ágúst leika
Haukar — KR og Víkingur —
Valur og miðvikudaginn 14. ágúst
leika Grótta — ÍR og Fram — FH.
íþróttafólk það, sem tekur þátt
f Evrópumeistaramótinu f frjáls-
um fþróttum f Róm, mun eiga von
á þvf að verða tekið f rannsókn,
þar sem kannað verður, hvort það
hefur notað hormónalyf, auk þess
sem náið verður fylgzt með þvf,
hvort það hefur notað örvandi lyf
fyrir keppnina. Þetta er í fyrsta
sinn, sem rannsókn fer fram á
þvf, hvort íþróttafólk notar
hormónalyf, en slfk lyfjaneyzla
er reyndar ekki bönnuð enn sem
komiðer.
Það er Bretinn Roger
Bannister, sem stendur fyrir
þessari rannsókn, en hann, ásamt
nokkrum brezkum íþróttalækn-
um, hafa sagt lyfjaneyzlu íþrótta-
manna strfð á hendur og telja sig
haf fundið sérstaka aðferð, sem
skeri úr um, hvort hormónaiyí
hafa verið notuð. Vilja læknarnir
banna slíka lyfjaneyzlu, þar sem
þeir segja, að enn hafi ekki
fengizt úr því skorið, hvort hún sé
hættuleg eða ekki.
Neyzla hormónalyfja hefur
lengi veriðrædd.enmálið komst
þó fyrst verulega á dagskrá, þegar
sænski glímumaðurinn Pelle
Svensson skrifaði bók fyrir
nokkrum árum, þar sem hann
lýsti gengdarlausri notkun
íþróttamanna á lyf jum þessum og
þeim afleiðingum, sem lyfja-
notkunin hefði. Sænski kringlu-
kastarinn Ricky Bruch hefur
einnig óspart fjallað um reynslu
sína af lyf jum þessum.
Rannsóknaraðferðir Bannisters
voru fyrst notaðar á samveldis-
leikunum  í  Nýja-Sjálandi  s.l.
vetur, og leiddu þær í ljós, að
velflestir þátttakenda í því móti
höfðu notað slfk lyf meira og
minna, og sumir reyndar ótrúlega
mikið.
Ricky Bruch — einn þeirra sem
notað hefur ðtrúlegt magn
hormónalyfja.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32