Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGUST 1974 Reykvíkingar tekjulægstir 1 ÁRBÓK Reykjavfkur 1974, sem hagfræðideild Reykjavíkurborg- ar gefur út, er m.a. skýrsla um tekjur einstaklinga fyrir tekju- árin 1967—1972. Þar er m.a. dálk- ur um brúttótekjur framteljenda á Reykjanessvæðinu og eru sfðustu tölur fyrir árið 1972. Þar kemur fram, að brúttótekj- ur á framteljanda á Reykjanes- 5-3 Eyjamenn sigruðu Akureyri Vestmannaeyingar sigruðu Akureyringa með 5 mörkum gegn 3 í I. deildar keppninni f knattspyrnu í Vest- mannaeyjum í gær- kvöldi. í hálfleik var staðan 3—1 fyrir Ak- ureyri. Mörk Vest-r mannaeyinga skoruðu Tðmas Pálsson 3, Örn Óskarsson 1 og Krist- ján Sigurgeirsson 1. Mörk Akureyringa skoruðu Steinþðr Þðr- arinsson 1, Sigurður Lárusson 1 og Jóhann Jakobsson 1. Nánar verður sagt frá þessum markaleik í blaðinu á morgun. svæðinu voru á árinu 1972 446.711 kr. og jafnframt, að lægst- ar meðaltekjur voru í Reykjavík, eða 431.601 kr. Meðaltekjur á öðr- um stöðum voru: I Kópavogi 480.551 kr., á Hafnarfirði 461.784 kr„ í Keflavík 492.805 kr. og í Gullbringu- og Kjósarsýslu 501.578, sem eru hæstu tekjurnar. Fjöldi framteljenda í Reykjavík var 43.020, en á öllu Reykjanes- svæðinu 60.507. Árleg fjölgun framteljenda reyndist lfka minnst í Reykjavik miðað við hina staðina á Reykjanesi eða 2,2%. Á Reykjanessvæðinu öllu var fjölg- un framteljenda 3,1%. NÝTT flutningaskip hefur bætzt f skipaflota Islendinga. Er það skipið Eldvfk, 2.800 rúmlestir, og kom það til Reykjavfkur f gær með krfólit, sem það flytur frá Grænlandi til Kaupmannahafnar. Eigandi er Skipafélagið Víkur h.f. f Reykjavík, en félagið keypti skipið frá Þýzkalandi fyrir rúmum mánuði. Skipið er 5 ára. Myndin er af Eldvfk f Reykjavfkurhöfn. — Ljósm.: R. Ax. Rúmar tvær íbúðir byggðar á hvem nýjan Reykvíking Á StÐASTHÐNU ári fjölgaði fbúum Reykjavfkur um 322, en 794 fbúðir bættust við f höfuðborginni. Urðu það meira en tvær fbúðir á hvern mann, sem bættist í fbúatölu höfuðborgarinnar. Þetta kemur m.a. fram f yfirliti yfir fbúa- og fbúðafjölda f Reykjavfk f nýútkom- inni árbók hagfræðideildar borgarinnar. Ibúar Reykjavfkur voru á árinu 1973 84.299 talsins og þar voru þá 26.602 fbúðir eða 3.17 fbúar um hverja fbúð. Hefur fbúum f hverri fbúð að meðaltali sffellt verið að fækka t.d. úr 3.86 á árinu 1964. Á árinu 1972 fjölgaði fbúðum um 902, en fbúum um 1085, og kom þá tæplega fbúð á hvern nýjan fbúa. „A heildina litið hefur ástand í húsnæðismálum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæði farið mjög batnandi á síðustu árum sé miðað við húsnæðisrými á hvern ein- stakling, en auknar kröfur valda því, að sízt hefur dregið úr eftir- spurn,“ segir m.a. í greinargerð borgarhagfræðings um húsnæðis- mál. Þar má einnig greina ýmsar skýringar á þessari óskaplegu húsnæðisaukningu miðað við fjölgun íbúa. Helztar eru flutningur fólks á aldrinum 31—45 ára úr Reykja- vfk til grannsveitarfélaganna, sambýli foreldra og uppkom- inna barna verður sjaldgæf- ara með ári hverju, einhleypt fólk er farið að búa í íbúðum í stað eins herbergis, skólafólk ut- an af landi leitar í íbúðir saman og fjölmargir utan af landsbyggð- inni líta á það sem líftryggingu að eiga fbúð í Reykjavík og efna- hagsástand hefur áhrif. KLAKIÐ MISHEPPNAÐ NEMA HJA LOÐNUNNI - ÞAR ER METÁRGANGUR FISKKLAK við Island virðist hafa misheppnast á þessu ári að mestu, aðeins er talið, að klak loðnunnar hafi heppnazt og það einstaklega vel. Þetta kemur m.a. fram f fréttatilkynningu, sem Mbl. barst f gær frá Haf- rannsóknastof nuninni. 1 tilkynningunni segir, að hin- um árlegu seiðarannsóknum á hafsvæðinu við tsland og Græn- land sé nú lokið. Þetta er 5. árið f röð, sem rannsóknir af þessu tagi eru gerðar, en þær miða að þvf að ákvarða, hversu til hefur tekizt með hrygningu helztu tegunda nytjafiska á þessum hafsvæðum. Að rannsóknunum var unnið á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmunds- syni, og eins og undanfarin ár tók Hnífabardagi við Umferðar- miðstöðina ALLMIKIL slagsmál urðu við Umferðarmiðstöðina í fyrrinótt um klukkan 3.30. Ölvaður maður réðst þar á annan ölvaðan, sem að sjálfsögðu tók á móti, en þegar á hann hallaði, tók hann upp hnff sér til varnar. Árásarmaðurinn náði hnffnum af manninum og tók þá að ota honum. Lögreglan kom á vettvang, áður en alvarleg slys urðu, en eitthvað munu þeir þó hafa skeinzt. Árásarmaðurinn kastaði hnffnum frá sér út f myrkrið um leið og lögreglan kom, og hefur hnffurinn ekki fundizt. Báðir mennirnir voru settir í fangageymslu lög- reglunnar. eitt sovézkt rannsóknaskip, Aka- demik Knipovich, þátt í rannsókn- unum. Niðurstöður rannsókn- anna voru ræddar á sameiginleg- um fundi á Akureyri dagana 18. — 20. ágúst, en þá var enn ólokið athugunum fyrir NA- A- og SA- landi. Á Kilimanjaró með aðstoð SAS Vestmannaeyingarnir 10, sem nú eru að leggja af stað til Afrfku til þess að klffa Kili- manjarófjallið, njóta til farar- innar verulegs styrks frá flug- félaginu SAS, og m.a. fljúga þeir með vélum SAS á allri leiðinni bæði f Evrópu og Afrfku. Kilimanjaró er hæsta fjall Afrfku og feiknmargar sagnir eru til um það. Einn tindur þess, Vesturtindurinn, heitir t.d. Ngáje Ngát, sem þýðir Hús Guðs. Rithöfundur- inn Ernest Hemingway ritaði á sfnum tfma skáldsögu um þetta kynlega f jall og heitir sú skáldsaga Snjóar Kilimanjaró- fjallsins. Hér fylgir með Iftil teikning af þessu tæplega 6000 metra háa fjalli, sem lætur heldur minna yfir sér á teikn- ingunni en þegar nær er komið f raunveruleikanum. 1 niðurstöðunum kemur fram, að gagnstætt við þorskklakið í fyrra, sem tókst mjög vel, hefur klakið í ár mistekizt og er mjög lítið í samanburði við það, sem þá var. Og eins og hjá þroskinum hefur ýsuklakið gengið illa, en þó illskár. Eins og venjulega hefur fundizt Framhald á bls. 16 Þrír menn tepptir í Gæsavötnum ÞRlR MENN hafa verið veður- tepptir f Gæsavötnum sfðan á föstudag, en f gærdag lögðu þeir af stað áleiðis til byggða, og f gærkvöldi voru þeir komnir að Skjálfandafljóti. Mennirnir, sem eru á Blaserjeppa, eru Þröstur Sigurðsson, Freyr Áskelsson og Einar Benediktsson, allir Akur- eyringar. Þeir þremenningar lögðu af stað í ferðalag þetta föstudaginn 16. ágúst, og fyrsti áfangi þeirra var að gista í skála Baldurs Sigurðssonar í Gæsavötnum, sem stendur norðan undir Vatnajökli. Laugardaginn þar á eftir notuðu þeir til að koma fólki niður af jöklinum, en þegar þvf var lokið, versnaði veður, og komust þeir ekki upp á jökulinn aftur fyrr en á miðvikudegi, 21. ágúst. Fóru þeir þá á Bárðarbungu og í Gríms-' vötn, þar sem þeir gistu um nótt- ina. Voru þeir félagar á þremur vélsleðum. A fimmtudeginum fóru þeir norður í Kverkfjöll og Framhald á bls. 16 MEÐALALDUR ÍBUA HEFUR ÁHRIF Náið samband er milli meðal- aldurs íbúanna og húsrýmis á hvern ibúa, sem hlýtur að vaxa með hækkandi meðalaldri, enda hefur börnum farið hlutfallslega fækkandi í Reykjavfk á sfðustu árum, og er það í samræmi Við flutning fólks á aldrinum 31—45 ára úr Reykjavík til grannsveitar- félaganna. Aldursskipting verður þvf önnur í grannsveitarfélögun- um en í Reykjavík, meðalaldur lægri, börnin fleiri og í heild verður minna húsrými á hvern einstakan en í Reykjavík. Hins vegar verður annað uppi á ten- ingnum, ef gerður er samanburð- ur á nýjum hverfum f Reykjavík og helztu grannsveitarfélögum Reykjavíkur svo sem bezt sést á húsagerðinni. 1 Reykjavík ber mest á stórum fjölbýlishúsum en einbýlishús og raðhús setja yfir- leitt mestan svip á ný hverfi ann ars staðar á höfuðborgarsvæði, þótt þar séu einnig aðrar húsa- gerðir. Tiltölulega yngra fólk flyzt 1 nýtt húsnæði i Reykjavík en að jafnaði á sér stað í grann- sveitarfélögunum, þótt margar undantekningar séu til. Engu að síður er munurinn á húsnæðinu slíkur, að rými á hvern einstakl- ing verður minna í nýju hverfun- um í Reykjavík, en í nýjum hverf- um annars staðar á höfuðborgar- svæðinu. SAMBÝLISHÆTTIR Aðstaða fólks til sambýlis hefur breytzt mjög hér á landi á síðari árum. Sambýli foreldra og upp- kominna barna verður sjaldgæf- ara með hverju ári, og einhleypt fólk, sem áður hefði látið sér nægja herbergi sækir 1 mjög auknum mæli eftir því að fá að búa í íbúð. Þessar breytingar hafa leitt til þess, að húsnæðiseftir- spurn hefur jafnan verið meiri en gera mátti ráð fyrir samkvæmt fyrri reynslu. FÓLKSFLUTNINGAR Þéttbýlið á höfuðborgarsvæði laðar sjálfkrafa til sín fólk vegna yfirburða hérlendis á sviði fræðslumála, heilbrigðismála, samgöngumála og atvinnumála svo fátt sé nefnt, segir í skýrslu borgarhagfræðings. Hér verður að greina á milli þess fólks, sem sezt að á höfuðborgarsvæði, og hins, sem kemur til dvalar. Fyrr- nefnda fólkið kemur fyrr eða síðar fram f íbúaskrám viðkom- andi sveitarfélaga, en hvergi eru haldgóð gögn um síðarnefnda fólkið. Þar er þó augljóslega á ferðinni allstór hópur, sem gerir í auknum mæli vart við sig á hús- næðismarkaði, þó að ekki sé tekið tillit til hans, þegar gerður er heildarsamanburður á íbúafjölda og húsnæðisrými. Skólafólk utan áf landi, sem fyrrum fékk inni á heimilum ættingja og vina, leitar nú í auknum mæli eftir húsnæði út af fyrir sig og hið sama gildir um ýmsa aðra hópa fólks, er þarf að dveljast í umtalsverðan tíma á höfuðborgarsvæði. Þar nýtur roskið fólk einnig margfalds öryggis á við það, sem annars staðar gerist hérlendis, jafnt með tilliti til heilsugæzlu og atvinnu- tækifæra. Framangreind atriði og ýmis önnur hafa leitt til þess, að nærri lætur, að fjölmargir utan höfuðborgarsvæðis líta á það sem sjálfsagða líftryggingu að eiga íbúð þar. Almennt efnahagsástand hefur gleggst áhrif, þegar litið er til lengri tíma. Þrengra verður um fólk á krepputímum en þegar vel árar, og oft er heimilisstofnun frestað, þegar tímabundnir efna- hagsörðugleikar gera vart við sig, en síðan eykst eftirspurn snögg- lega, þegar úr rætist. Breytingar á rit- stjórnum dagblaða MBL. hefur fregnað, að fyrir dyr- um standi breytingar á ritstjórn- um þriggja dagblaða, mestar á Tímanum. Tómas Karlsson mun láta af rit- stjórn Tímans um þessi mánaða- mót og taka við starfi sendifull- trúa hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Mbl. hefur heyrt að við brotthvarf Tómasar taki Al- freð Þorsteinsson borgarfúlltrúi og íþróttafréttaritari við starfi rit- stjórnarfulltrúa, og mun hann jafnframt rita þingfréttir í blaðið. Einnig hefur blaðið fregnað, að um næstu áramót láti Jón Helga- son af starfi ritstjóra Tímans, sem hann hefur gegnt um árabil. Hef- ur verið rætt um það sem hugsan- legan möguleika að Helgi H. Jóns- son, sonur Jóns, taki við starfi föður síns. Á Vísi verða þær breytingar, að Jón Birgir Pétursson lætur af starfi fréttastjóra, en hann hefur gegnt því starfi í 7 ár. Ékki mun ákveðið, hver tekur við starfinu, þegar Jón hættir 1. nóv. n.k. Þá verða einnig fréttastjóraskipti á Þjóðviljanum á næstunni, Ey- steinn Þorvaldsson hættir, en við tekur Einar Karl Haraldsson, fréttamaður hjá útvarpinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.