Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1975
Knattspyrnumenn eru nú sem óðast að búa sig undir sumarvertiðina. Um
helgina fóru fram margir æfingaleikir, auk þess sem leikið var i Litlu-
bikarkeppninni. Þar mættust fyrst Akumesingar og Keflvíkingar á Akra-
nesi og lauk þeim leik með sigri Akurnesinga sem sýndu allgóðan leik,
2:0. Keflvikingar sigruðu svo Breiðablik i Keflavik 2:1, og jafntefli varð i
leik Akurnesinga og Hafnfirðinga, 1:1. en lið Hafnarfjarðar var í leik
þessum skipað leikmönnum úr FH.
Valsmenn sóttu svo Eyjamenn heim, en Vestmannaeyingar leika nú
æfingaleik um hverja helgi. Brugðu þeir ekki út af venju sinni og sigruðu
gesti sina, þótt munurinn væri minni nú en i undanförnum æfingaleikum.
Skoruðu Vestmannaeyingar tvö mörk (Tómas og Óskar), gegn einu marki
Valsmanna (Ingi Björn). Af úrslitum i öðrum æfingaleikjum sem Mbl. er
kunnugt um. má nefna að KR sigraði Breiðablik 5:2 og Fram sigraði
Viking 3:0.
Meðfylgjandi myndir eru frá leikjum helgarinnar. Á myndinni til vinstri
sést Joe Holey, hinn ákveðni þjálfari ÍBK skunda fram til að gefa sinum
mönnum fyrirmæli er þeir léku við UBK, en á myndinni að ofan sækir Örn
Óskarsson að marki Valsmanna i Vestmannaeyjum. Það er Dýri
Guðmundsson sem keppir við hann um knöttinn, en lengra úti á vellinum
má greina Hermann Gunnarsson og Inga Björn Albertsson t.v. og þá
Vilhjálm Kjartansson og Tómas Pálsson t.h.
Ólafsfirðingar hlutu öll gullin
ÖLAFSFIRÖINGAR sópuðu til
sín verðlaunum í unglingameist-
aramóti íslands í norrænum
greinum skíðaíþróttarinnar, sem
fram fór í heimabæ þeirra um
páskana. Keppendur á móli þessu
voru rösklega tuttugu, þannig að
augsýnilega er töluvert minni
áhugi á norrænum greinum hér-
lendis en á Alpagreinum þar sem
fjöldi unglinga sem tók þátt i
mótinu á Akureyri var langtum
meiri. Ræður þar mcstu um, að
aðstaða til iðkunar norrænu
greinanna er ekki eins góð og til
iðkunar Alpagreina.
Keppt var í göngu og stökki á
Olaísfirði og vakti þar sérstaka
athygli írammistaða ungs pilts f'rá
Olafsfirði, Hauks Hilmais.sonar, i
stökkkeppninni. Haukur er
aöeins 11 áia, en hann stökk
lengsl allra keppenda eða 32
mutra — lengra heldur en þeir
fullorðnu gerðu á skíðalandsmót-
inu á Isafirði. Varð Haukur að
lúta þeim reglum að vera ekki
fullgildur keppandi i mótinu, þar
sem hann hafði ekki náð lág-
marksaldri.
Sigurvegari í stökkkeppninni
varð Valur Þór Hilmarsson frá
Olafsfirði, sem stökk lengst 31
metra og f'ékk hann 215,8 stig.
FH sló Val út
SL. MIDVIKUDAG léku Valur og
FH í átta liða úrslitum Bikar-
keppni IISI. Var leikur þessi
nokkuö vel leikinn af beggja
hálfu, en þegar á leið tóku Vals-
nienn afgerandi forystu og þegar
um 10 mínútur voru til leiksloka
voru þeir komnir 5 mörk yfir, er
staðan var 19:14. Slökuðu Vals-
menn þá greinilega á, auk þess
sem nokkrir leikmanna liðsins
gerðu sig seka um ótímabær skot,
og áður en lauk hafði FH tekizt að
jafna 22:22. Leikurinn var þá
framlengdur og var mikil barátta
í henni. Lauk leiknum svo að FH
varö sigurvegari, skoraði 25 mörk
gegn 23 mörkum Valsmanna, en
sem kunnugt er var það Valur
sem sigraði í bikarkeppninni í
fyrra, en það var í fyrsta skiptið
sem hún fór fram.
Að þessu sinni er eftir tölu-
verðu að sækjast með sigri í bikar
keppninni, þar sem fyrirhuguð er
Evrópubikarkeppni bikarhafa
næsta vetur.
Það verða FH, Haukar, Leiknir
og Fram sem berjast um bikar-
meistaratitilinn.
Guðmundur Garðarsson, Olafs-
firði, varð annar með 211,5 stig og
Jón Konráðsson, Olafsfirði, varð
þriðji með 184,5 stig.
Jón sigraði hins vegar í 7,5 km
göngu 15—16 ára pilta, gekk
vegalengdina á 34,33 mín. Annar
varð Guðmundur Garðarsson á
37,11 mín. og Björn Asgrimsson
varð þriðji á 38,16 mín. Jón hlaut
einnig Islandsmeistaratitilinn i
norrænni tvíkeppni, hlaut 428,1
stig, Guðmundur Garðarsson varð
annar með 398,4 stig og Valur
Hilmarsson þriðji með 351,4 stig.
Bróðir Jóns, Gottlieb Konráðs-
son, sigraði i göngu 13—14 ára
pilta, en þeir gengu 5 km. Tími
hans var 24,11 mín. Halldór Olafs-
son frá Ísafirði varð annar á 27,22
mín. og Hans Gústafsson, Isa-
firöi, þriðji á 27,58 min. 1 stökk-
keppni þessa aldursflokks sigraði
Kristinn Hrafnsson, Olafsfirði,
sem hlaut 210,5 stig, Gottlieb varð
annar með 139,4 stig og Hans
þriðji  með  137,5  stig.  Gottlieb
varð sigurvegari í norrænni tvi-
keppni, hlaut 398,7 stig, Kristinn
Hrafnsson hlaut 328,7 stig og
Hans Gústafsson hlaut 325,7 stig.
Verðlaun á mótinu skiptust því
þannig að Olafsfirðingar hlutu 6
gullverðlaun, fimm silfurverð-
laun og þrenn bronsverðlaun, en
Isfirðingar hlutu ein silfurverð-
laun og þrenn bronsverðlaun.
Reykj avíkurmót
REYKJAVlKURMEISTARA-
MÓTIÐ f badminton hófst í gær-
kvóldi og verður þvf sfðan fram
haldið f dag og á morgun, en þá
fara fram úrslitaleikir mótsins.
Keppt er í öllum greinum í meist-
araflokki og A-flokki og er ágæt
þátttaka í mótinu, mest f einliða-
leik karla f A-flokki, þar sem 25
keppendur eru skráðir til leiks.
l.eikið er f Laugardalshöllinni
og hefst keppnin í kvöld kl. 20.30.
Þrír unglingar hlutu
4 gullverðlaun hver
GÖÐ ÞATTTAKA var f unglinga-
meistaramóti íslands í Alpagrein-
um skíðaíþróttarinnar sem fram
l'ór á Akureyri um páskana í góðu
veðri og við hagstæð skilyrði. Um
mikla keppni var að ræða í flest-
um greinum, og mátti sjá á nióti
þessu marga efnilega unglinga
sem vafalaust eiga eftir að láta
verulega að sér kveða, þegar fram
f sækir. Keppt var f stúlknaflokki
og í tveimur flokkum pilta,
13—14 ára og 15—17 ára, en í
Ipswich í undanúrslit
LEEDS United og Ipswich Town
léku í þriðja sinn í átta liða úrslit-
um í bikarkeppninní ensku á
föstudaginn. Fyrri leikir liðanna
höfðu orðið jafntefli, og voru liðin
búin að leika í sjö klukkustundir
er þau úrslit fengust að Ipswich
sigraði og kemst í undanúrslit
bikarkeppninnar í fyrsta sinn.
Mikil barátta var í leiknum á
föstudaginn. Trevor Whymark
skoraði fyrsta mark leiksins fyrir
Ipswich, Allan Glarke jafnaði fyr-
ir Leeds, Bryan Hamilton náði
aftur forystu fyrir Ipswich, en
Johnny Giles jafnaði fyrir Leeds.
Níu mínútum fyrir leikslok tókst
svo ungum leikmanni í Ipswich-
liðinu, Glive Woods, sem kom
inná sem varamaður, að skora
sigurmarkið fyrir lið sitt.
Ipswich Town mætir West Ham
í undanúrslitunum og á sá leikur
aó fara fram á Villa Ground,
laugardaginn 5. april.
þann flokk vantaði Sigurð H.
Jónsson frá Isafirði, sem kaus
fremur að keppa sem gestur á
skfðalandsmótinu f heimabæ
sfnum, og skaut þar liiiium eldri
ref fyrir rass.
Þeir unglingar sem flesta titla
hlutu á mótinu, voru Katrín
Frímannsdóttir frá Akureyri,
Björn Vikingsson, Akureyri, og
Kristinn Sigurðsson frá Reykja-
vík, en öll hlutu þau fjóra Islands-
meistaratitla. Sigruðu í stórsvigi
og svigi, tvíkeppni og voru í sveit-
um sem sigruðu í flokkakeppn-
inni. Og bæði Katrín og Kristinn
sigruðu nokkuð örugglega í sínum
flokkum.
í flokki pilta 15—17 ára sigraði
Björn Vikingsson frá Akureyri i
stórsvigi á 154,6 sek. Ingvar
Þóroddsson frá Akureyri varð
annar á 156,6 sek. og Karl
Frimannsson, Akureyri, varð
þriðji á 156,8 sek. i svigkeppninni
hlutu Akureyringarnir einnig öll
verðlaunin. Bjöín Vikingsson
sigraði á 103,15 sek., Ottó Leifs-
son varð annar á 103,81 sek. og
Ingvar Þóroddson þriðji á 104,13
sek. Björn sigraði svo i Alpa-
tvíkeppninni og var í sveit Akur-
eyrar sem sigraði i flokkasviginu.
Kristinn Sigurðsson sigraði
með yfirburðum í sviginu, og fór
brautina sérstaklega fimlega og
vel. Tlmi hans var 84,80 sek.
Kristján Olgeirsson frá Húsavik,
sem álitinn var sigurstranglegast-
ur fyrir mótið, hreppti annað
sætið á 90,37 sek. og Finnbogi
Baldvinsson frá Akureyri varð
þriðjiá 91,28 sek.
Kristinn sigraði svo einnig
örugglega i stórsviginu á 152,0
sek. Þar varó Finnbogi Baldvins-
son annar á 156,6 sek. og Vil-
hjálmur Ölafsson frá isafiröi varð
þriðji á 156,8 sek.
Katrín Frímannsdóttir, Akur-
eyri, sigraði i stórsvigi stúlkna á
141,08 sek. Steinunn Sæmunds-
dóttir, Reykjavík, varð önnur á
143,4 sek. og Sigriður Jónsdóttir
frá Akureyri þriðja á 147,7 sek. 1
sviginu fékk Katrín tímann 86,72
sek., Steinunn varð önnur á 88,06
sek og þriðja varó Aldís
Arnardóttir frá Akureyri á 92,46
sek.
Sveinn
Jónsson
ADALFUNDUR KR var haldinn
fyrir skömmu, og urðu þá for-
mannaskipti i félaginu. Einar
Sæmundsson, sem verið hefur
formaður KR um árabil, baðst
undan endurkjöri og var Sveinn
Jónsson kjörinn i hans stað.
Sveinn var um tíma einn af
fremstu     knattspyrnumönnum
landsins, en eftir að hann lét af
knattspyrnuiðkunum hefur hann
starfað mikið að félagsmálum
innan KR og var formaður knatt-
spyrnudeildar félagsins fram til
þess að hann var kjörinn for-
maður félagsins. Formaður knatt-
spymudeildar KR er nú Bjarni
Felixson.
Asgeir
Sigurvinsson
STAIMDARD Liege, belgiska
knattspyrnuliðið, sem Ásgeir Sig-
urvinsson leikur með, vann stór-
sigur [ leik sínum við Ostende á
laugardaginn, 5—2. Er Standard
nú i þriðja sæti i deildinni, en
keppninni er langt komið. Meðal
úrslita á laugardaginn má nefna
að Racing White vann Antwerpen
2—0, Club Brúgge vann Cercle
Brúgge 2—0, Anderlecht vann
Winterslag 2—0, Mechelen vann
Lokeren 2—O og Waregem vann
Beringen 1 —0.
Guðjón
Guðmundsson
SUNDMEISTARAMÓT Akraness
fór fram i Bjarnarlaug laugardag-
inn 15. marz sl. Þátttakendur
voru 60 og var keppt i 1 6 grein-
um. Keppt var um afreksbikar og
Kára-skjöldinn sem veittur er fyr-
ir bezta afrek mótsins. Bikarinn
og skjöldinn hlaut Guðjón
Guðmundsson, sem synti 200
metra bringusund á 2:32,8 mín.,
en það afrek gefur 862 stig.
Næst bezta afrekið átti Jóhanna
Jóhannesdóttir sem synti 100
metra bringusund á 1:23,0 mín.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36