Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 15 Um mannslíf að tefla Umsögn biskups um fóstureyð- ingar send Alþingi 9. apríl 1975 HER fer á eftir umsögn biskups, herra Sigurbjörns Einarssonar, um fóstureyðingar, send Alþingi hinn 9. aprfl s.l. svo og álit menntamáianefndar þjöðkirkj- unnar um sama efni: 1. Fóstur er maður. Það er um mannslíf að tefla, þegar rætt er um eyðingu fósturs. Hvorki lff- fræðileg né siðgæðisleg rök eru fyrir því að líta öðruvfsi á. Þetta mótar ríkjandi viðhorf lækna. Frumskylda þeirra er að vernda líf, forða dauða. Krafan um óskor- aðan rétt verðandi móður til að granda fóstri sfnu felur því í sér þá spurningu, hvort einstaklingur eigi undir vissum kringumstæð- um að fá lögheimilt vald á lffi annars manns. Svarið við þeirri spurningu er örlagarfkt og víð- tækt. Ef einhver mér nákominn er mér byrði, á ég þá að fá rétt til þess að ryðja honum úr vegi? Og ber þá ekki þjóðfélaginu að krefj- ast þess af læknum, að þeir láti þá einstaklinga hverfa, sem eru ná- komnum og heildinni til byrði? Eigi f dag að veita slíkt vald gagn- vart barni f móðurlífi, verður þá ekki rökrétt að heimila sama vald gagnvart öðrum, sem varnarlaus- ir eru og aðeins til þyngsla? 2. Það er augljós staðreynd, að barnshafandi konur getur horfzt í augu við erfiðleika, sem mega virðast lítt bærir frá hlutlægu sjónarmiði. Ef þeir erfiðleikar standa í sambandi við heilsufar, ef líf móður er í fyrirsjáanlegri hættu eða telja má auðsætt, að barnið verði vangert, verður ekki hjá því komizt að grípa til örþrifa- ráða. Það ber að viðurkenna í löggjöf og framkvæmd. En sé um félagslegar aðstæður að ræða ber að breyta þeim. I umræðum um fóstureyðingar hefur þess gætt í ríkum mæli, að menn virðast líta á ytri kringumstæður sem óhagg- anleg örlög, er menn hljóti að gefast upp fyrir. Það er mjög úr- ættis við eðlileg viðhorf til þjóð- félagsaðstæðna. Ef tilkoma barns setur foreldra í vanda af félagsleg um orsökum eða vegna almenn- ingsálits, hljóta félagslega ábyrg- ir og vakandi menn að beina at- hygli og kröftum að þvf að fá slíkum orsökum rýmt úr vegi fremur en að einblína á þann möguleika einan að ryðja úr vegi þeim hömlum, sem vernda fóstur. 3. I umræðum um þá breyt- ingu, sem gerð var á umræddu frumvarpi áður en það var lagt öðru sinni fyrir Alþingi, hefur mikil áherzla verið lögð á rétt konu til þess að ákveða einhliða, hvort fóstri hennar skuli eytt eða ekki. Það skal viðurkennt heils- hugar, að konan er sá aðili, sem taka ber mest tillit til í þessu sambandi. En mörgum virðist dyljast það, að sá réttur, sem um er rætt í þessu sambandi, er tvf- Réttur móður - réttur fósturs MENNTAMÁLANEFND þjóð- kirkjunnar (form.: Ölafur Haukur Árnason, áfengisvarna- ráðunautur) lét að beiðni biskups álit í té um fóstureyðingar. Þessir menn sömdu álitið: Sr. Jónas Gíslason, lektor, dr. Björn Björns- son, prófessor, Sævar Guðbergs- son, félagsráðgjafi, sr. Arngrímur Jónsson og sr. Guðmundur Öskar Ólafsson. Fer álitið hér á eftir: I tilefni umræðna þeirra, er orðið hafa um fóstureyðingar vegna framkomins frumvarps á alþingi, leyfum við okkur að minna á ýtarlega umsögn um þetta mál, sem send var alþingi og fjölmiðlum árið 1973, um leið og við bendum á eftirfarandi atriði: 1. Viðhorf okkar til fóstureyð- inga hljóta að mótast af lífs- og manngildismati kristinnar trúar, þar sem rétturinn til lffs er undir- staða allra mannréttinda. Þessum rétti fylgir sú skuldbinding að virða jafnan rétt allra manna til lífs. Virðing ein nægir þó hvergi. Nauðsynlegt er að tryggja hverj- um manni þennan rétt með því að skapa honum viðunandi lífs- aðstæður. 2. Fóstur er mannlegt lff í móðurkviði. Réttur þess markast af tilveru þess einni saman án tillits til þess, hversu langt eða skammt það er komið á þroska- ferli sínum til fæðingar sem full- burða mannsbarn. Við leggjum áherzlu á, að réttur fósturs til lífs sé viðurkenndur og þeim rétti ekki ruglað saman við annan rétt. 3. Við teljum um alvarlegan misskilning að ræða, þegar það er talið vantraust á konum og skerð- ing á sjálfsákvörðunarrétti þeirra, ef sjálfdæmi þeirra um líf fósturs er ekki virt í þessu. Þá er ekki litið á fóstur sem sjálfstætt líf, heldur aðeins sem hluta af lífi og lfkama móður. Krafan um frjálsa fóstureyðingu að ósk konu miðar við þann vanda, að barn sé óvelkomið, og sá vandi skal leystur með dauða barnsins. Hér er krafizt einhliða réttar til að ákvarða lff og dauða. 4. Við erum þeirrar skoóunar, að vernda beri frjálsan ákvörð- unarrétt einstaklingsins. I mann- legu samfélagi eru frelsi einstakl- ingsins þó ætfð takmörk sett, og almennri löggjöf er fyrst og fremst ætlað að tryggja gagn- kvæman rétt einstaklinganna. í löggjöf um fóstureyðingu á þetta sjónarmið tvímælalaust að koma fram f því, að fyllsta tillit sé tekið til réttar móðurinnar og réttar fóstursins. Við teljum, að réttar fóstursins sé ekki gætt í löggjöf, þar sem aðeins er sett sem skil- yrði, að aðgerð sé framkvæmd fyrir 12. viku meðgöngu. 5. Löggjöf um fóstureyðingar er f hverju landi vísbending um, hvern rétt menn ætla fóstrinu og hve dýru verði þeir selja þennan rétt. Það er álit okkar, að löggjöf um fóstureyðingar, sem virðir að vettugi rétt fóstursins gangi f ber- högg við kristna trú og almenna skoðun á mannréttindum. Ályktanir um kjaramál Henrik Sv. Björnsson undirritar samninginn fyrir fslands hönd. Til hliðar við hann er írski full- trúinn, Hugh McCann. Olíusjóður OECD undir- ritaður A VEGUM Efnahags — og fram- farastofnunarinnar (OECD) i París hefur verið ákveðið að stofna lánasjóð til aðstoðar aðilda- rikjum, sem eiga í gjaldeyrisvand- ræðum vegna verðhækkunar á olíu. Stofnsamningur sjóðsins var undirritaður í París 9. april s.l. af fulltrúum allra aðildarríkja OECD. Fyrir hönd íslands undir- ritaði Henrik Sv. Björnsson, sendiherra, samninginn með fyr- irvara um staðfestingu síðar að fenginni heimild Alþingis. MBL. hafa borizt ályktanir nokk- urra félaga um kjaramál. Ályktun Félags bifvélavirkja er þessi: „Með þær forsendur að baki sem liggja fyrir, eftir samkomu- lag það sem 9 mannanefnd A.S.I. hefur gert við atvinnurekendur, þar sem visað er til laga um jafn- launabætur nr. 88/1974, og sú mismunun sem felst f þeim lögum staðfest f frjálsum samningum, en ekkert gert að hálfu 9 manna- nefndar í þá átt að breyta þeirri mismunun sem í lögunum felst, átelur fundurinn vinnubrögð þau sem nefnin hefur viðhaft í nýaf- staðinni samningargerð. Fundur- inn heimilar stjórn og trúnaðar- mannaráði að endurskoða afstöðu félagsins til áframhaldandi um- boðs til handa 9 mannanefnd A.S.I. ef sömu vinnubrögð verða viðhöfð.“ I ályktun Félags iðnnema á Akureyri segir m.a., aó félags- fundur samþykki bráðabirgða- samkomulag A.S.I. og V.S.I. vegna þess að verkalýðsfélög i bænum hafi gert það og einangr- uð barátta iðnnema sé vonlaus. Um leið „fordæmir fundurinn vinnubrögð níumannanefndar A.S.I“, og telur baráttustefnu i verkalýðsmálum vera einu leið- ina, sem vænleg sé til sigurs. Hafnfirzkir iðnnemar sam- þykktu samningana með megin- þorra atkvæða á fundi sinum i sfðustu viku, en lýsa um leið óánægju sinni með „vinnubrögð og seinagang stjórnar A.S.l. i ný- afstöðnum samningum" og telja þau koma verst niður á þeim lægst launuðu. Þá skoraði fundurinn á A.S.I. að hvika hvergi f komandi samn- ingum og „draga ekki fram á síð- ustu stundu að beita verkföllum eða hverju því öðru, sem verða má til að ná verulegum kjarabót- um til handa láglaunastéttum". Félag járniðnaðarmanna sam- þykkti samkomulag A.S.I. og V.S.l. á félagsfundi 5. apríl með 95 atkvæðum gegn 31, en ályktaði m.a. um leið að heimila trúnaðar- mannaráði félagsins að afturkalla samningumboð níumannanefndar A.S.I. verði sú stefna hennar óbreytt að byggja kjarasamninga á lögum nr. 88 frá 1974 og reglu- gerð samkvæmt þeim. þeim. A aðalfundi Sveinafélags skipa- smiða var samþykkt samkomulag A.S.I og V.S.l. með fyrirvara og lýst andstöðu sinni við 4. tölulið samkomulagsins þar sem áréttuð er stefna bráðabirgðalaga frá 1974, þar sem fundurinn telur launahópum gert mishátt uncfir höfói með að fá launajöfnunar- bætur. Þá hvetur fundurinn til pess að breytt verði um stefnu f samningagerð, þannig að samn- ingagerð verði lokið á sama tíma og samningar renna út. eggja. Hann felur einnig í sér ábyrgð. Það er um mannslff að tefla, þegar fóstur á í hlut. Þegar kona er f þeim sporum, að henni finnst önnur sund lokuð en að láta eyða fóstri sínu, þá er það ómannúðlegt að mfnu áliti og mis- kunarlaust að leggja úrslit slfks máls allskostar á hennar herðar. Þjóðfélaginu ber með viðeigandi hætti að gangast undir ábyrgðina með henni. Það er því ekki að ganga á rétt konunnar þó að lög- mætir aðiljar leggi sinn úrskurð á málavexti í slíkum tilvikum, held- ur er það hitt, að hún er ekki látin standa ein að þungbærri ábyrgð. Öll lög, sem að þessu lúta, svo og aðrar opinberar ráðstafanir, þurfa í orði og á borði að gefa til kynna, að þjóðfélagið stendur með verðandi móður og komandi barni, lætur hana ekki standa eina undir vanda sínum og dæmir engan til dauða af því einu, að tilvera hans þykir af einhverjum örsökum og á einhverri stundu óæskileg. Sigurbjörn Einarsson ÁRGERÐ 1975 TIL AFGREIÐSLU AF LAGER ESCORT 1300 2JA DYRA VERÐ KR. 839.000. SVEINN EGILSSON HF Skeifunni 17 sími 85100 Mf WILTON~ TEPPI Ný mynstur Skoðið teppin hjá okkur á stórum fleti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.