Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1975 Sveinn Benediktsson sjötugur Sveinn Benediktsson, sem varð sjötug- ur i gær er svo sem alkunnugt er einn hinna þjóðkunnu systkina, barna Bene- dikts Sveinssonar skjalavarðar og fyrr- um alþingisforseta og konu hans Guð- rúnar Pétursdóttur frá Engey. Bræðurn- ir voru þrir, Sveinn elztur, þá Pétur sendiherra og bankastjóri og yngstur dr. Bjarni forsætisráðherra. Var aldurs- munur á Sveini og Bjarna tæp 3 ár. Benedikt var einn af aðalstofnendum Landvarnarflokksins, 1902, ásamt Bjarna frá Vogi, Jóni Jenssyni háyfir- dómara í landsyfirréttinum og Einari Benediktssyni, sem var aðalforgöngu- maðurinn að stofnun flokksins. Gáfu þeir út blaðið Landvörn og voru ritstjór- ar Einar, Benedikt og Bjarni frá Vogi. Síðar gaf flokkurinn út blaðið Ingólf og var Bjarni frá Vogi fyrsti ritstjóri þess 1903 en Benedikt blaðamaður. Síðar tók Benedikt við ritstjórninni 1905 og var ritstjóri þess 1905—1909 og aftur 1913—1915, en ritstjóri „Fjallkonunnar" 1910—1911. Benedikt var einn helzti ræðuskörungur flokksins. Árin 1907 og 1908 var Ari Jónsson Arnalds ritstjóri Ingólfs ásamt Benedikt. Margir telja Landvarnarflokkinn hafa valdið straum- hvörfum i sjálfstæðisbaráttunni, sem leiddi til alls þess, er siðar vannst i sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Frú Guðrún Pétursdóttir frá Engey hafði sem ung stúlka starfað með Þor- björgu Sveinsdóttur og Ölafíu Jóhanns- dóttur að kvenréttindamálum. Þær frændkonurnar Þorbjörg og Ólafía saumuðu fyrsta islenzka fánann, „Hvit- bláinn“, eftir fyrirsögn Einars Bene- diktssonar. Þorbjörg Sveinsdóttir stóó ötullega með Bénedikt Sveinssyni bróður sínum að því að innlendur háskóli yrði reistur i Reykjavik og veitti honum brautgengi i sjálfstæðisbaráttunni, en þar var Bene- dikt í fylkingarbrjósti i 20 ár eftir lát Jóns Sigurðssonar. Náíð samband og vinátta var milli fjöl- skyldu þeirra Benedikts og Þorbjargar og Engeyjarfólksins. Guðrún Pétursdóttir i Engey tók upp merki Þorbjargar er hún lézt 1904. Benedikt og Guðrún giftust 1904 og keyptu þá eignina á Skólavörðustíg 11 af Ólafíu Jóhannsdóttur er þá flutti af landi burt. Bjuggu þau þar allan sinn hjúskap i rúm 50 ár, þar til Benedikt andaðist árið 1954. I tilefni sjötugsafmælisins hefur Morgunblaðið átt viðtal við Svein Bene- diktsson og fer það hér á eftir. — Ég minnist þess úr æsku minni, segir Sveinn Benediktsson, hve gest- kvæmt var á heimili foreldra minna á Skólavörðustíg 11 A. Var látlaus straum- ur af áhugamönnum um sjálfstæðismál þjóðarinnar, þ. á m. helztu foringjar Landvarnarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins gamla. Minnisstæðastur af þeim, sem töluðu við föður minn, er mér Einar Benediktsson skáld og hefi ég minnzt þeirra viðræðna i grein sem ég ritaði um Einar Benediktsson á aldaraf- mæli hans 31. okt. 1964 og birtist i Les- bók Morgunblaðsins. Meðal þeirra sem oft komu á Skóla- vörðustíginn voru Bjarni frá Vogi, Þórð- ur Sveinsson læknir á Kleppi, Ari Jóns- son Arnalds, Jón Sigurðsson í Haukagili, Jón Jónsson, Hvanná, Þorsteinn Er- lingsson skáld, Sigurður Guðmundsson skólameistari, Jens Pálsson prófastur i Görðum, Björn Kristjánsson bankastjóri og Björn Kristjánsson frá Vikingavatni, Unnur Benediktsdóttir, skáldkonan „Hulda“, Pétur Ottesen, Sigurður Egg- erz, Jakob Möller, Þorsteinn M. Jónsson og Jörundur Brynjólfsson og fjöldi ann- arra. Allir eru þessir menn, sem ég nefndi sérstaklega, látnir, að undantekn- um þeim Þorsteini Jónssyni og Jörundi Brynjólfssyni, sem átti níræðisafmæli í fyrra. Faðir minn mat Einar Benediktsson meira en nokkurn mann annan sem þjóðskáld, en þó einkum vegna hug- sjóna hans og stefnu i þjóðmálum. Faðir minn og Jörundur Brynjólfsson fylgdust lengst af að um pólitískar skoðanir og var náin vinátta þeirra í milli. — Faðir minn sá um útgáfu á flestum Islendingasögum fyrir Sigurð Kristjáns- son og las hann oft kafla úr þeim fyrir okkur systkinin, einkum úr Heims- kringlu Snorra Sturlusonar. Tel ég Heimskringlu snilldarverk, sem þó er ekki jafn almennt lesin sem skyldi — hvorki heima né erlendis. Lýsing sú, sem Snorri gaf i Heimskringlu af stjórnarfari og viðbrögðum einstaklinga sýnir yfir- burða skilning hans á viðhorfum manna hvers til annars. Kemur þá i ljós, að þeir sem voru fjandmenn urðu vinir og öfugt. Söm hefur raunin orðið á í viðskiptum stórþjóðanna á vorum tímum. Til skiln- ingsauka "á mannlífið þyrftu allir er skilja vilja Iifsbaráttuna að lesa þetta snilldarverk. Um Ólaf Haraldsson digra sagði Snorri á einum stað. „Þeir segja mest frá Ólafi konungi sem hvorki hafa séð hann né heyrt.“ Þá útskýrði faðir okkar fyrir okkur Eddurnar, taldi hann líklegt, að svokölluð Sæmundar-Edda, sem Brynjólfur biskup gaf þetta nafn, hafi í handriti verið kölluð Edda-S. fróða, en Brynjölfur þekkti ekki annan S. fróða en Sæmund fróða og vissi ekki, að Snorri hafði einnig verið nefndur Snorri fróði og er nú af mörgum fræðimönnum talinn hafa safnað saman goðsögnum og hetju- kvæðum í þessa Eddu. Snorra-Edda kennir skáldum hvernig kveða skal og hefur meira en nokkuð annað rit bjargað því að íslenzk tunga er enn töluð á Islandi, þrátt fyrir kúgun og fátækt i margar aldir. — A Skólavörðustig 11 var mikill rófu- og kartöflugarður ásamt trjágarði og hjálpaðrst fjölskyldan að við að sá i garð- inn og hlúa að trjágróðrinum. Á hverju hausti komu kindur og eyðilögðu þær rófur, sem ekki var búið að taka upp, og einnig eyðilögðu þær trjágarðinn árlega á annan áratug, þrátt fyrir það, að hann væri vandlega girtur. Hef ég síðan verið mjög mótfallinn þvi að leyfa sauðfjár- rækt i kaupstöðum, þótt hún sé sjálfsögð I þeim sveitum, sem henta til sauðfjár- ræktar. En fráleitt er að borga opinber- an styrk til þess að viðhalda skepn- um, sem eyðileggja margfalt meira en þær gefa i arð. — Við börnin á Skólavörðustíg vorum send ung í sveit til frændfólks okkar, Ólafs Ólafssonar, bróður Ranghildar í Engey og Guðmundar bróður hennar að Lundum í Stafholtstungum. A vorin unnum við að fiskbreiðslu á Innra- Kirkjusandi, sem var eign Islandsfélags- ins, en þar voru Þorsteinn Guðmunds- son, yfirfiskmatsmaður og Bjarni Magnússon stjúpfaðir móður okkar verk- stjórar. Ég fór fyrst norður á Siglufjörð i júní- mánuði 1923 til Óskars Halldórssonar, sem þá rak sfldarsöltunarstöðina á Bakka og unnu þar 70—80 manns i landi og fjöldi síldarbáta í viðskiptum bæði stórir og smáir. Starfaði ég í stöðinni með bræðrum minum í 4 sumur, Pétur eitt sumar og Bjarni tvö, en bræður minir voru beitningarstrákar á Hánefs- staðaeyrum við Seyðisfjörð 3—4 mánuði sumarið 1924 hjá Brynjólfi Sigurðssyni og Jóni B. Sveinssyni, sem enn er á lifi austur á Seyðisfirði. — Árið 1927 gerðist ég umboðsmaður fyrir ýmsa sunnlenzka útgerðarmenn á Siglufirði og gegndi þvi starfi mörg sum- ur. Sem umboðsmaður skipanna lenti ég i hörðum deilum við hina erlendu verk- smiðjueigendur í Siglufirði, sem notuðu þær sérstöku aðstæður, sem sköpuðust við það, að afköst bræðslnanna voru litil 'og að stundum barst miklu meiri afli að en hægt var að taka á móti, til þess að þrýsta verðinu niður. Var mér þá bannað að koma á lóðir Rauðku og Gránuverk- smiðjanna, þvi að ég hafði fengið skipin til að sigla með aflann í Krossanes, sem greiddi meira en tvöfalt verð miðað við verðið á Siglufirði, þegar hroturnar höfðu staðið lengi. Eg útvegaði mér þá skipunarbréf frá Tryggva Þórhallssyni, þáverandi forsætis- og aTvinnumálaráð- herra, til þess að hafa eftirlit með lönd- un úr norskum skipum i Siglufirði og gátu verksmiðjueigendur þá ekki mein- að mér umferð um lóðir sínar. Ég var mikill áhugamaður um það, að rikið byggði síldarverksmiðjur, þar eð einstaklinga skorti fé til að koma upp nauðsynlegum verksmiðjukosti. Óskar Halldórsson hafði komið fram með þá hugmynd í blaðagrein vorið 1924, að ríkið reisti síldarverksmiðju og taldi, að bæði útgerðarmenn og sjómenn mundu stórhagnast á rekstri verksmiðjanna, ef þær yrðu reistar, svo og landið I heild, þvi síldin væri mesta verðmæti, sem landsmenn ættu kost á að hagnýta sér. Hins vegar ætti útgerð einstakiinga og félaga að halda áfram að afla síldarinnar fyrir eigin reikning. — Fyrsta síldarverksmiðja ríkisins var reist á Siglufirði 1929—1930 og tók til starfa sumarið 1930. Ekki blés byrlega Sveinn Benediktsson Á fyrstu áratugum þessarar ald- ar uxu upp hér í Reykjavík þrfr bræður, sem allir áttu eftir að verða landi sinu til gagns og sóma, hver á sínu sviði, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Pétur Benediktsson, bankastjóri, og Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri. Tveir hinir fyrst- nefndu létust langt um aldur fram en hinn þriðji, og elztur þeirra, Sveinn, stendur nú á sjötugu. Hann er fæddur 12. maí 1905. I tilefni af því er þessi grein skrifuð og til að rekja að nokkru þau margvíslegu störf, sem Sveinn hefur rækt með svo mikilli prýði. Ættir Sveins eru norðlenzkar og sunnlenzkar. Benedikt Sveins- son, alþingisforseti, faðir Sveins, var þingeyskrar ættar, sonur Sveins Víkings Magnússonar gest- gjafa á Húsavík, og Kristjönu Guðnýjar Sigurðardóttur. Móðir- in var Guðrún Pétursdóttir, dóttir Péturs Kristinssonar bónda og skipasmiðs í Engey og Ragnhildar Ólafsdóttur frá Lundum i Staf- holtstungum. Benedikt, faðir Sveins, tók mik- inn þátt í stjórnmálum og skipaði sér í fylkingu þeirra, sem harðast gengu fram með kröfuna um full- an aðskilnað Islands og Danmerk- ur. Hann átti sæti á Alþingi fyrir Norður-Þingeyjarsýslu 1909— 1931 og forseti Neðri deild- ar var hann áratuginn 1920—1930. Uppeldisáhrífin af stjórnmálastarfi föðurins og raun- ar móðurinnar einnig, því Guðrún tók mikinn þátt í opinberum mál- um, einkum að þvi er snerti jafn- réttisbaráttu kvenna, hafa vafa- laust verið sterk og komið fram í miklum áhuga Sveins á stjórnmál- um síðar á lífsleiðinni og alla tíð. Eins og venja var um unga námsmenn á þeim árum er Sveinn var i skóla, leitaði hann sér atvinnu á sumrum og þá þegar mun áhugi hans hafa beinzt að sjávarútveginum og verið upphaf að því, sem siðar átti eftir að verða svo snar þáttur í lífi hans. Vinna á síldarplani á Siglufirði hefur verið góður skóli og heill- andi með því margbreytilega mannlífi, sem var í kringum sild- ina og þeim persónuleikum, sem settu mark sitt á síldarútgerðina á þeim árum. Örlög Sveins voru bundin síldinni alla tið siðan, en af því síldin hafði þá náttúru að koma að Islandsströndum aðeins á sumrum, þá sneri hann sér framan af að togaraútgerð á þeim árstíma, sem síldin sat ekki i fyrirrúmi. Ekki var hann npma 22 ára gamall, þegar hann gerðist fyrst fulltrúi fyrir sunnlenzka út- gerðarmenn, sem sendu báta sína til sildveiða fyrir Norðurlandi á sumrum. Var það mikið trúnaðastarf og gat oltið á þvi, hvernig útkoman úr vertiðinni yrði, því fulltrúinn varð að sjá um allt, sem að útgerðinni laut og fylgjast vel með öllu, sem var að gerast á sjó og landi. Þá valt á því að vera úrræðagóður og skjótráð- ur, en hvort tveggja hefur ein- kennt Svein alla tíð. Veigamestu afskipti Sveins af sildarútveginum hafa verið þau störf, sem hann hefur unnið sem stjórnarmaður Síldarverksmiðja ríkisins nær óslitið frá stofnun þess fyrirtækis, 1930, og formað- ur óslitið frá 1944. Þegar litið er á það hversu mikla þýðingu upp- bygging og rekstur Sildarverk- smiðja ríkisins hefur haft fyrir síldarútveginn, verður manni Ijóst hversu þýðingarmikið forystuhlutverk Sveins þar hefur verið. Nú á tímum, þegar stóriðja hefur haldið innreið sína, en sild- in hefur yfirgefið okkur með öllu að heita má, um sinn a.m.k7hættir okkur til að gleyma því, að á ára- tugunum milli 1930 og 1950 var byggður upp stóriðnaður á þeirra tíma mælikvarða, sem byggðist á síldveiðunum. Var þá um hríð starfandi hér á þessu sviði stærsta fyrirtæki í landinu, Sildarverk- smiðjur ríkisins, sem að tölu starfsmanna jafnaðist á við stærsta iðnaðarfyrirtæki i Iand- inu nú. Áður en það fyrirtæki var sett á stofn árið 1930, höfðu erlendir aðilar, mest Norðmenn, starfrækt hér sildarbræðslur en þáttur Islendinga í vinnslu síldar- innar nær eingöngu verið á sviði síldarsöltunar. A 25 ára afmæli Síldarverksmiðja ríkisins árið 1955 flutti þáverandi formaður stjórnar fyrirtækisins, Sveinn Benediktsson, erindi um þróun síldveiðanna hér við land, sem síðar var birt í tímaritinu Ægi, 21. tbl. 1955. Er þar að finna í stuttu máli mjög greinargott yfirlit yfir sögu síldveiðanna og þátt Síldar- verksmiðja ríkisins i henni. Verð ég að vísa til þess, því ekki eru tök á þvi hér að rekja þá sögu. Þetta minnir hins vegar á, að nú eru aðeins fimm ár þar til 50 ár eru liðin frá stofnun Sildarverk- smiðja ríkisins og væri það tilefni í fyrsta lagi til að skrifa sögu fyrirtækisins, en einnig til að rita samfellda sildarsögu. Engan mann veit ég betur til þess fallinn en Svein Benediktsson sakir yfir- gripsmikillar þekkingar á sög- unni yfirleitt og sérstaklega þessa timabils, sem hann efalaust þekk- ir betur en nokkur núlifandi Islendingur. Fram á fjórða áratug aldarinn- ar var Siglufjörður óumdeilan- lega miðstöð síldariðnaðarins hér á landi. Það var því eðlilegt, að starfsemi Síldarverksmiðja ríkis- ins beindist fyrst í stað að upp- byggingu sildarverksmiðja þar. Snemma beindist þó athygli manna að Norðausturlandi, sem heppilegum stað fyrir síldarverk- smiðju, þar sem kunnugt var um sildargöngur i hafinu þar undan. Þar kom, að Sveinn Benediktsson tók að berjast fyrir byggingu síldarverksmiðju á Raufarhöfn. Skoðanir voru skiptar um staðar- valið, svo sem oft vill verða, en að lokum hafði hann sitt fram og ákveðið var að byggja verksmiðju á Raufarhöfn. Bjarni Snæbjörns- son, þingmaður Hafnfirðinga, kom og hér við sögu því hann flutti frumvarp á Alþingi um byggingu verksmiðjunnar og fékk samþykkt, árið 1937. Ekki gekk þó sú framkvæmd þrautalaust. Þegar loks kom að framkvæmd- um skorti fjármagn, sem þurfti að fá að hluta að láni og jafnvel þótt það væri fyrir hendi stóð á inn- flutningsleyfi fyrir tækjum og byggingarefni. Þá voru tímar hafta og banna, sem þeir muna vel, sem við þá drauga þurftu að berjast, þó seinni kynslóðir eigi bágt með að ímynda sér það ástand og tali jafnvel um það, sem eðlileg viðbrögð við erfiðleikum sem nú steðja að. Siðustu ráðstafanir til undir- búnings byggingar verksmiðjunn- ar voru svo gerðar um það bil sem heimsstyrjöldin var að brjótast út, 1939, og mátti engu muna, að þær tækjust. Bygging Raufar- hafnarverksmiðjunnar hafði ömetanlega þýðingu fyrir síld- veiðarnar. Á styrjaldarárunum þegar síldarverksmiðjurnar voru lifakk- eri síldveiðanna, þar sem salt- sildarmarkaðirnir voru að mestu lokaðir vegna styrjaldarinnar, hófst undirbúningur að áfram- haldandi uppbyggingu ríkisverk- smiðjanna. Styrjöldin tafði allar framkvæmdir þannig að þeim var ekki lokið fyrr en 1947, en þá voru heildarafköst rikisverk- smiðjanna komin i rúmlega 4700 lestir á sólarhring, sem var um 46% heildarafkasta allra sildar- verksmiðja á Norður- og Austur- landi á þeim tíma. Þegar minnst er á þetta tímabil í sögu Sildar- verksmiðja ríkisins og þátt Sveins í uppbyggingu þeirra kemur í hug annar maður, sem átti sinn mikla þátt í þeirri þróun. Er það Jón Gunnarsson, sem var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins á árunum 1938—1945, en hafði áð- ur gegnt því starfi stutta hrið, 1935—1936. Dugnaður Jóns var orðlagður og þegar það kom svo til, að hann hitti fyrir annan af- burðamann, þar sem Sveinn var og samvinna þeirra um stjórn hins stóra fyrirtækis var með ágætum þá hlaut eitthvað undan að ganga. Sú varð og raunin. Síldarleysið frá og með 1947 varð til þess, að hlé varð á byggingu verksmiðja á vegum Sildarverksmiðja rikisins. Þegar hins vegar sildveiðarnar hófust af krafti út af Austfjörðum byggðu SR verksmiðjur á Seyðisfirði og Reyðarfirði á sjöunda áratugnum. Þessar verksmiðjur ásamt Raufarhafnarverksmiðjunni hafa haft mikla þýðingu fyrir loðnu- veiðarnar á síðari árum, eftir að síldveiðarnar lögðust af. Þá má ekki gleyma síldarævin- týrinu í Kollafirði og Hvalfirði á árunum 1947 og 1948, en þá þurfti skjótra viðbragða til að bjarga miklum verðmætum. Þá beitti Sveinn sér mjög fyrir því, að teknir voru upp flutningar á síld til verksmiðjanna á Siglufirði og voru fengin til stór flutningaskip. Þetta var áhættusamt fyrirtæki um miðjan vetur en tókst vel. Voru þetta mestu flutningar á sild hér við land og mun magnið hafa verið um 140 þús. lestir, sem var yfir 90% af allri veiðinni enda voru þá afköst síldarverk- smiðja við Faxaflóa sáralitil. Fyrstu afskipti Sveins af síld voru, er hann starfaði sem ungur námsmaður á sildarplani Öskars Halldórssonar á Siglufirði. Þátt- taka hans í saltsíldarframleiðsl- unni hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en skömmu eftir heims-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.