Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÖTTABLAÐI 270. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ákvörðun á hádegi 1 dag um herskipavernd Brczka stjórnin ætlar að ákveða fyrir hádegi f dag, þriðjudag, hvort herskip verða send á tslandsmið til að vernda brezku togarana þar, að þvf er talsmaður togaraeigenda sagði f gærkvöldi að loknum fundi forystumanna brezka sjávarútvegsins og ráðherra brezku stjórnar- innar. Brezkir ráðherrar vildu ekkert um það segja, hvaða ráðstafanir yrðu gerðar en sá möguleiki er ræddur, að brezk herskip verði send upp að 200 mflna mörkunum, en ekki inn fyrir þau að svo stöddu, svo að hjá þvf vcrði komizt, að deilan harðni og verði að öðru þorskastrfði. DALUR HINNA FÖLLNU — Kista Francos þjóðarleiðtoga borin síðasta spölinn að grafhýsinu í Dali hinna föllnu. Til hægri eru de Villaverda markgreifi, einkalæknir Francos, og sonur hans Christobal Bordiu. Fremst á myndinni sést í axir lifvarða hershöfðingjans. Sjá bis. 39 Stjórn Portúgals stefnt fyrir rétt Ekkert benti til þess í kvöld, að brezka stjórnin mundi þreifa fyrir sér hjá íslenzku stjórninni um möguleika á nýjum samninga- viðræðum, þótt hún hafi tjáð sig fúsa til nýrra viðræðna, ef búast megi við árangri af þeim. Báð- herrarnir, sem sátu fundinn með forystumönnum sjávarútvegsins í gærkvöldi, þeirra á meðal Fred Peart sjávarútvegsráðherra og Roy Hattersley aðstoðarutanríkis- ráðherra, gefa Harold Wilson for- sætisráðherra skýrslu um fund- Baski myrtur Oyarzun, 24. nóvember. Reuter. BÆJARSTJÓRI í Baskahéruð- unum á Spáni var ráðinn af dögum f dag. Lögreglan telur að aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA hafi staðið að tilræðinu. Talsmaður lögreglunnar sagði að bæjarstjórinn, Anton- io Echeverria Albisu, hefði verið myrtur með skamm- byssutegund, sem ETA notaði venjulega. Hann var m.vrtur þegar hann kom til dyra eftir aó hringt var á dyrabjöllunni á heimili hans. Echeverria rak nýlega tvo bæjarfulltrúa f Oyarzun úr starfi þar sem þeir tóku þátt f mótmælum f bænum gegn af- tökum fimm skæruliða, þar af tveggja félaga úr ETA. Dönsk róðra- stöðvun Frá Jörgen Harboe í Kaupmannahöfn MARGT bendir til þess að sam- starf danskra sjómanna, samtaka þeirra og Poul Dalsagers sjávar- útvegsráðherra hafi farið út um þúfur. Samtökin gerðu árangurslausa tilraun um helgina til að fá sjó- menn til að hefja róðra að nýju og margir fulltrúar úr stjórnum þeirra hafa sagt af sér þar sem tilraunin tókst'ekki. 90% danskra sjómanna héldu sig heima í dag og fulltrúar þeirra segja að þeir ætli að vera í landi þar til viðræður verði hafnar. Þó er talið að hafnbanni sjó- mannanna hafi verið aflétt. Lönd- un fisks úr erlendum skipum á þvf að geta farið fram. inn áður en hin endanlega ákvörðun um frekari verndarráð- stafanir verður tekin fyrir hádegi. Austen Laing, framkvæmda- stjóri samtaka brezkra togaraeig- enda, kvaðst telja eftir við- ræðurnar í gær, að þær leiddu til þess, að brezkir togaramenn létu ekki verða' af hótun sinni um að sigla af tslandsmiðum, ef þeir fengju ekki öruggari vernd gegn íslenzku varðskipunum. Hann kvaðst vona, að togaramennirnir sýndu „þolinmæði og skilning" og biðu ákvörðunar stjórnarinnar. Hann bætti við: „Ég held að þeir haldi áfram veiðum.“ Seinna veittist Laing harkalega að tslendingum og sagði, að þeir bæru einir sök á þvf, að deilan hefði harðnað: „Við erum óvirk fórnarlömb þeirra," sagði hann blaðamönnum. „Við tökum þessu ekki með þegjandi þögninni. Ef áreitni þeirra harðnar, svörum við.“ „Skipstjórarnir hafa komizt í ástand, sem við skiljum fullkom- lega, og við höfum samúð með þeim. Við teljum, að ástandið sé nú komið á það stig, að mjög erfitt muni reynast að komast hjá því að veita frekari vernd, svo þeir geti haldið áfram löglegri iðju sinni,“ sagði Laing. ÞOTUFLUG Sú ráðstöfun brezku stjórnar- innar að senda Nimrod-flugvél yfir miðin við ísland í gær er túlkuð sem greinileg tilraun til að friða togaraskipstjórana, sem samþykktu í atkvæðagreiðslu í talstöðvum sínum á sunnudag með 37 atkvæðum gegn 25 að sigla burt af miðunum við tsland á hádegi á mánudag ef þeir fengju ekki flotavernd. Stjórnin neitaði að verða við kröfum þeirra og sendi Nimrod-vélina í staðinn. t Neðri málstofunni i gær sagði William Rodgers flotamálaráð- herra, að ráðgert væri að senda Nimrod-vélar i fleiri slfkar ferðir yfir miðin, en hann tók fram að málið væri viðkvæmt og erfitt við- fangs. Stjórnin sætti harðri gagn- Framhald af bls. 1 Lissabon, 24. nóv. Reuter. AP. MENNTAMENN sem fylgja kommúnistum að málum ákváðu f dag að stefna portúgölsku stjórn- inni þar sem hún ákvað að fara f verkfall til að krefjast stuðnings frá hernum. Samkvæmt hegn- ingarlöggjöfinni er glæpsamlegt að leggja niður opinber störf og viðurlög við þvf eru allt að fimm ára svipting pólitfskra réttinda. Endurvarpsstöð eyðilagðist og fjarskipti lögðust niður í Norður- Portúgal í dag af völdum tveggja sprenginga sem talið er að hægri- sinnaðir útlagar frá Spáni hafi staðið á bak við. Vinna lagðist niður í öllum verksmiðjum í Lissabon í dag vegna tveggja klukkustunda alls- herjarverkfalls sem kommúnistar boðuðu til að lýsa andúð á stjórn Jose Pinheiro de Azevedos for- sætisráðherra. Til óeirða kom ekki og verkamönnum var sagt að halda kyrru fyrir í verksmiðj- unum og halda fundi sína þar. Francisco da Costa Gomes for- seti kallaði byltingarráðið saman til fundar til að taka ákvörðun í máli Otelo Saraiva de Carvalho hershöfðingja sem hefur verið sviptur stöðu yfirmanns herliðs- ins á höfuðborgarsvæðinu en fengið að halda stöðu yfirmanns öryggisþjónustunnar Copcon. Stuðningsmenn Carvalhos hafa neitað að samþykkja ákvörðun ráðsins um að skipa hófsaman hershöfðingja yfirmann herliðs- ins á höfuðborgarsvæðinu f stað Carvalhos. Með þessari ráðstöfun vildi byltingarráðið friða Azevedo og ráðherra hans sem fóru í verkfall þar sem þeir sögðu að vinstri- menn eins og Carvalho spilitu fyrrir tilraunum stjórnarinnar til að koma á jafnvægi i landinu. Ráðherrarnir neita enn að hefja störf að nýju fyrr en byltingar- ráðið komi á aga i hernum. Carvalho á sæti i ráðinu sem er skipað 17 yfirmönnum úr öllum greinum heraflans. Búizt var við að fundurinn yrði langur og stormasamur. Viðræður um skiptingu Barentshafs Ösló, 24. nóvember. Reúter. VIÐRÆÐUR Norðmanna og Rússa um skiptingu Barenthafs og olfu og jarðgass sem þar kann að finnast hófust að nýju f dag. Kjell Eliassen, formaður norsku sérfræðinganefndarinnar í viðræðunum, sagði að hann væri mjög ánægður með niðurstöður fyrsta fundarins. Hann sagði að viðræðurnar væru flóknar og andrúmsloftið væri gott. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum bendir ekkert til þess að Sakharov-málið varpi skugga á viðræðurnar eins og sumir höfðu spáð. Sprengjuhótun við sendiráðið í London London, 24. nóvember. Reuter. ISLENZKA sendiráðið I Lond- on sagði f dag að þvi hefðu borizt tvö bréf þar sem hótað væri að sprengja bygginguna f loft upp ef fslenzk varðskip hættu ekki að klippa vfra brezkra togara. Talsmaður sendiráðsins sagði að bæði bréfin væru handskrif- uð og greinilega frá sama manninum. Fyrra bréfið var viðvörun til sendiráðsins og hið sfðara „lokaviðvörun". Talsmaðurinn neitaði að segja hvar bréfin hefðu verið póstlögð. Scotland Yard kvaðst vita um þessar hótanir og hefði gert „viðeigandi ráðstafanir".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.