Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 1
1 48 SÍÐUR 275. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ford skipar frjálslyndan íhaldsmann Washington 29. nóvember — NTB. FORD, Bandaríkjaforseti, út- nefndi í gær lítt þekktan Chicago- dómara, John Paul Stevens, til að taka sæti f hæstarétti landsins. Stevens, sem er frjálslyndur ihaldsmaður, kemur í stað hins frjálslynda Williams Douglas, svo fremi sem þingið fellst á skipan hans. Douglas sagði af sér vegna heitsubrests. Eiginkona Fords, sem ýtt hafði undir það að maður hennar skipaði konu i hæstarétt, hefur lýst vonbrigoum sínum yfir að karlmaður skuli hafa hreppt dómarasætið en sagði þó að lík- lega hefði maður sinn valið bezta manninn. Ekki er búizt við því að þingið setji sig upp á móti skipan Sevens í hæstarétt. Til Peking að styrkja friðinn Washington 29. nóvember — Reuter. FORD Bandarfkjaforseti sagði f dag að hann færi til Peking til að styrkja friðinn í Asíu og sambandið á milli Washington og Peking. Hann lagði af stað f ferðina í morgun. og mun dveljast í fimm daga f hinni kfnversku höfuðborg. Með í ferðinni er eiginkona hans, Betty og 18 ára gömul dóttir, Súsan. A heimleiðinni kcmur forsetinn víð á Filippseyjum og í Indónesfu. Sambandið á milli Kína og Bandaríkjanna var sérstaklega gott um það leyti, sem Nixon fór i hana velheppn- uðu ferð sfna þangað í febrúar 1972 en hefur síðan versnað. Ætlun Fords mun vera að reyna að endurvekja hið góða samband en Kínverjar og Banda- ríkjamenn munu standa fjarri hvor öðrum í afstöðu til m.a. For- mósu og hlutverks Sovétríkjanna f heimsmálum. Þá mun Ford að líkindum finna betur en nokkru sinni fyrr að hann stendur i skugga Nixons, sem hann tók við af fyrir 15 mán- Framhald á bls. 47 Wellington, 29. nóvember. Reuter. ÞJÓÐARFLOKKIJRINN undir forystu Robert Muldoon vann yfirburðasigur í þingkosningun- um í Nýja-Sjálandi og vann 10 þingsæti af Verkamannaflokkn- um undir forvstu Wallace Rowling forsætisráðherra. Þegar aðeins var ótalið í þrem- ur kjördæmum hafði Þjóðar- flokkurinn fengið 53 þingsæti og Verkamannaflokkurinn 31. Frá- farandi stjórn Verkamanna- flokksins hafði 23 þingsæta meiri- hluta á sfðasta þingi. FJÓRTAN fvrrverandi fanga- verðir úr útrýmingarbúðum nasista f Lublin f PóIIandi hafa verið leiddir fyrir rétt f Vestur- Þýzkalandi, ákærðir fyrir morð á 250.000 Gyðingum. Einn hinna ákærðu er Hermine Ryan-Brunsteiner, sem fluttist til Bandaríkjanna eftir heims- stvrjöldina og hefur búið þar síðan. Hún var framseld að bciðni vestur-þýzkra yfirvalda til að mæta við réttarhöldin. Afsögn Navarros er sögð á næsta leiti Madnd 29. nóvember — NTB, AP AREIÐANLEGAR heimildir hafa skýrt frá þvf, að forsætisráðherra Spánar, Carlos Arias Navarro, muni segja af sér innan fárra daga. Það er Juan Carlos, konungur, sem skipar eftirmann hans og margir hafa verið nefndir sem líklegir eftirmenn Navarros. Þeir, sem einna helzt eru taldir koma til greina, eru Jose Maria Areilza fyrrverandi upplýsinga- málaráðherra og Fernandi Mar- ica-Stiella, fyrrum utanríkisráð- herra. Juan Carlos mun brátt einnig skipa nýjan forseta þjóð- þingsins, eftir að það embætti losnaði fyrir fáum dögum. Álitið er að konungurinn muni skipa íhaldsaman mann í það embætti til að geta gert frjálslyndan mann að forsætisráðherra. Parísarblaðið Le Monde sagði i morgun að Juan Carlos hefði gert spænskum kommúnistum grein fyrir því, að hann óskaði eftir að þeir gæfu honum ráðrúm og frið um sinn til að koma á pólitiskum umbótum í landinu. Sagði frétta- ritari blaðsins í Madrid að þrir af leiðtogum Kommúnistaflokksins hefðu staðfest þessi tilmæli kon- ungsins. En leiðtogar kommún- ista hafa þó ekki í hyggju á leggja niður baráttu sína þrátt fyrir „vopnahlésbeiðni" konungs enda segja þeir að konungur geti ekki komið á frjálsræði á Spáni nema með því að breyta valdahlutfall- inu og leita stuðnings meðal lýð- ræðissinnaðra afla. Juan Carlos hefur nú setið að völdum í eina viku og ekkert bendir til þess að honum hafi tekizt að ná þeirri þjóðarsam stöðu, sem Franco reyndi að ná án árangurs i 40 ár. Hvorki stefnu- ræða hans né náðun fanga og stytting fangelsisdóma virðjLst hafa tryggt honum hvlli andstöðú afla. I gær hvöttu meir en 200 lög- fræðingar i Madrid til að pólitísk- um föngum yrði veitt náóun og lýstu þeir vonbrigðum sínum með það hvað náðanir konungs eru takmarkaðar. . Stjómin tapaði í Nýia-Sjálandi Verkamannaflokkurinn hefur verið í stjórn síðan 1972 og hafði þá aðeins einu sinni verið í stjórn síðan eftir stríð — eftir sigur sinn í kosningunum 1957. Flokkurinn var í stjórn óslitið á árunum 1936 til 1949. Rowling sigraði i sínu kjördæmi með 719 atkvæða mun miðað við 1834 atkvæði í síðustu kosning- um. Thomas McGuigan heil- brigðisráðherra tapaði í hinu gamla kjördæmi Norman Kirks sem var forsætisráðherra á undan Rowling. Hjón í úthverfi Los Angeles virða fyrir sér heimilisbflinn eftir að skógareldur hafði farið um hann höndum og eyðilagt að auki heimili þeirra og eignir. Miklir skógareldar, sem geisuðu I grennd við Los Angeles í vikunni, eyðilögðu um 50 heimili. Rauði aðmiráUirm rekinn í Portúgal Lissabon, 29. nóvember. Reuter. VÍÐTÆKAR breytingar hafa verið gerðar á yfirstjórn portúgalska sjóhersins í kjölfar svipaðra hreinsana í landhernunt eftir uppreisn vinstrisinnaðra hermanna. Antonio Rosa Coutinho flotafor- ingi, sem hefur verið kallaður Rauði aðmirállinn vegna vinstri- sinnaðra stjórnmálaskoðana og var um tíma landstjóri í Angola, hefur sagt sig úr byltingarráðinu. Einn fárra hægrimanna sem hafa haldið stöðum sinum í flotanum eftir fyrri hreinsanir, Augusto Silva Cruz aðmíráll, hefur jafn- framt verið skipaður yfirmaður sjóhersins í stað Figueira Soares aðmiráls sem fylgir kommún- istum aó málum. Margir flóttamenn frá Angola hafa kennt Rosa Coutinho flota- foringja um það að þeir neyddust til að flýja og hann dró aldrei dul á það að hann hafði samúð með marxistahreyfingunni MPLA. 1 tilkynningu frá byltingaráðinu er tekið fram að aðmírállinn hafi ekki verið viðriðinn byltingartil- raunina á dögunum. Fyrrverandi varaforsætisráö- herra Portúgals, Arnao Metelo of- ursti, hefur verið handtekinn i sambandi við byltingartilraunina. Hann var einnig innanríkisráð- herra i einni stjórn Vasco Goncalvesar fyrrum forsætisráð- herra sem er enn forstöðumaður herfræðistofnunar Portúgals. Þar sem Soares flotaforingja hefur verið vikið úr stöðu yfir- manns flotans er talið vist að and- stæðingar kommúnista taki við mikilvægustu stöðum i flotanum. Hann var skipaður yfirmaður sjó- hersins til bráðabirgða þegar Jose Pinheiro de Azevedo. fyrirrenn- ari hans. var skipaður forsætis- ráðherra. Hermennirnir sem stóðu að byltingartilrauninni á dögunum fengu freigátu frá Soares. Síð- ustu fallhlifaliöarnir sem hafa veitt viðnám i herstööinni i Tancos gáfust upp i nótt án þess að veita mótspyrnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.