Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 32
DAGAR TIL JÓLA ;í;iA$in(;asími\n er: 22480 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 NA-Atlantshafs- nefndin fjallar um vörpu Port Vale Vtanríkisrártunevíið hcfur nú sent Norúaustur-Atlantshafs- nefndinni ka>ru vegna ólöglegs umhúnaóar vörpu togarans Port Vale frá Grimsby, en sem kunnugt <*r þá skar Árvakur vörpuna aflan úr togaranum fvrir nokkru og náói henni um borrt. Jón Arnalds rártune.vlissl jórt . sjávarútvegsrártuncytinu saj-’rti við Mbl. f gær, art Norrtaustur- Atlantshafsnefndin myndi síðan fjalla um málið og væntanlega senda stjórnvöldum i heimalands skipsins kæruna. Þetta væri venjuleg málsmeðferð þegar at- vik sem þetta kæmi upp. Ekki væri hægt samkvæmt samningi art taka málið upp hér á landi gegn skipstjóranum og því væri það utanríkisrártuneytirt en ekki sjávarútvegsrártuneytið sem kæmi málinu á framfæri erlendis. Kjaramálaályktun ASÍ rædd á samningafundi SAMNINGAFUNDUR milli samninganefndar ASt annars vegar og fulltrúa VSl og Vinnu- málasambands samvinnuféiaga hins vegar var haldinn hjá sátta- semjara rfkisins f gær. A fundin- um var einkum rætt um þart á hvern hátt artilar gætu sameinast um einstök atrirti f kjaramála- ályktun Alþýrtusambandsins og hvaða atrirti vinnuveitendur treystu sér til að styðja. Samkvæmt upplýsingum Barða Frirtrikssonar, skrifstofustjóra VSt, fékkst engin nirturstarta á fundinum, m.a. vegna þess að vinnuveitendur töldu sig eigi geta tekið afstörtu til einstakra atriða á meðan sérkröfur félaga eru ekki komnar fram. Stéttarfélög hafa boðað sérkröfur, sem enn eru ekki komnar fram og á mertan svo er ekki er erfitt að meta efnahags- lega þýðingu heildarkrafna félaganna erta útgjaldaþýðingu þeirra. Þá var rætt á fundinum að setja ákveðinn frest um það, hvenær sérkröfur æftu að liggja fyrir, en engin ákvörðun var tek- in um slfkan frest. Næsti samningafundur hefur verið boðaður næstkomandi fimmtudag, 18. desember, klukkan 14. Ljósmynd Sv. Þorm. KOMNIR HEIM — Varðskipsmenn á Þðr komu til Reykjavíkur síðdegis í gær úr langri og viðburðarríkri gæzluferð. Hér sést skipherrann, Helgi Hallvarðsson, taka á móti fjölskyldu sinni og er hann þarna að hjálpa syni sfnum Helga um borð. Dæmd í öryggis- gii'zlu íyrir morð KVEÐINN hefur verið upp f sakadómi Reykjavíkur dómur í máli Mundu Pálín Enoksdóttur, sem réð Jóhannesi Þorvaldssyni bana með eggvopnum artfararnótt 25. október í fyrra. Gerrtist at- burrturinn á heimili Mundu Pálín, Surturlandsbraut 74A, Reykjavík. Munda Pálfn Enoksdóttir var dæmd til að sæta öryggisgæzlu á viðeigandi stofnun ótímabundirt, enda ekki talin sakhæf. Var það mat læknaráðs að lokinni geðrannsókn að hún væri með slíka andlega annmarka, að hún hefði ekki haft stjórn á gerðum sínum þegar atburðurinn átti sér stað. Dómurinn kvað upp Ármann Kristinsson sakadómari, en meðdómendur voru saka- dómararnir Gunnlaugur Briem og Haraldur Henrysson. 17 bátar kærðir fyrir ólöglegar síldveiðar Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú kært sautján síld- veiðiskip fyrir ólöglegar sfldveiðar við Suðaustur- land. Hafa þessar kærur verið sendar yfirvöldum í heimahöfnum skipanna, en ekki er enn vitað hvenær fyrstu málin verða tekin fyrir. Jón B. Jónasson, fulltrúi í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að 16 þessara báta hefðu verið kærðir fyrir að veiða meira en tilskilinn kvóti á síldveiðum leyfði, en 17. báturinn, Gullberg frá Vestmannaeyjum, var enn- fremur kærður fyrir að hafa veitt sfld við Islandsstrendur i óleyfi og siglt með aflann til Danmerkur og selt hann þar. Þegar sfldkveiðar voru leyfðar við Island í haust, var ákveðið að hver bátur mætti veiða 215 tonn, en mjög mörg skip fóru yfir það mark. Eftir að veiðunum lauk og séð var hve mörg skip höfðu farið yfir þetta mark, ákvað sjávarút- vegsráðuneytið að kæra þau, sem gerzt höfðu sek um alvarleg brot. Var ákveðirt að kæra öll þau skip sem veitt höfðu 235 tonn eða meira, eða 20 tonnum meira en þau höföu leyfi til. Jón B. Jónasson sagði að engin sérstök krafa fylgdi kærunni á hendur skipunum, heldur væri vfsað til reglugerðar um síld- veiðar við landið sem sett var i sfnum tíma. Banaslys á Hnífsdalsvegi Isafirði, 16. des. BANASLYS varð á Hnífsdalsvegi um klukkan 9.30 f morgun. 61 árs gamall maður, Leopold Jensson, til heimilis f Hnffsdal varð fvrir sendiferðabifreið og hlaut svo mikla áverka, að hann lézt á Fjárveitinganefnd aðhaldssöm: Engar hækkanir fram- laga til fjárfestinga sjúkrahúsinu á lsafirði skömmu sfðar. Nánari tildrög slyssins voru þau, að Leopold heitinn var á leið frá Hnífsdal til ísafjarðar fótgangandi. Sendiferðabifreiðin var að fara sömu leið og hafði farið fram úr annari bifreið ör- skömrnu áður en slysið varð. Myrkur var þegar slysið varð. Ráðstafanir voru strax gerðar til að koma Leopold á sjúkrahúsið á Isafirði, en meiðsli hans voru svo mikil að hann lézt á sjúkrahúsinu skömmu eftir að komið var með hann þangað. Leopold heitinn lætur eftir sig eiginkonu og uppkominn son. Hann bjó í Hnífsdal og stundaði þar verkamannavinnu. Sig. Grfms. MEIRIHLUTI fjárveitinganefndar Alþingis hefur hald- ið fast við þá stefnu, sem mörkuð var við gerð fjárlaga- frumvarpsins sem nú liggur fyrir þinginu, með því að hækka ekki stærstu fjárfestingaliði. Kom þetta fram í ræðu Jóns Árnasonar, formanns fjárveitinganefndar, sem hann flutti á Alþingi f gær, og sem birt er í heild á þingsíðu Morgunhlaðsins í dag og á morgun. Sagði Jón í ræðu sinni að í fjárlagafrumvarpinu væri fylgt þeirri stefnu „að draga stórlega úr áformum ráðuneyta og rikis- stofnana um rekstrarútgjöld og minnka magn fjárfestinga á veg- um hins opinbera, þegar frá eru skilin orkumál," en þau njóta for- gangs samkvæmt stjórnar- samningnum. Er það einsdæmi að fjárveitingar til fjárfestinga í landinu eru ekki hækkaðar í breytingatillögum fjárveitinga- nefndar. Þá kemur það einnig fram i ræðu Jóns að nefndin hafi ekki séð sér fært að gera nema faar breytingartillögur til hækkunar fjárlaga, en hann tekur þó fram að óvenju mörg atriði bíði þó enn hjá nefndinni eftir afgreiðslu við 3. umræðu. Eru þar á meðal fram- lög til leiklistarskóla, til jöfnunar námsaðstöðu, ferjubryggja og sjó- varnargarða, framleiðslueftirlit sjávarafurða, kaupa skips til land- helgisgæzlu, Byggingarsjóðs ,-erkamanna, Almannatrygginga, starfsliðs rfkisspftala, löggæzlu, Orkustofnunar og Rafmagns- veitna ríkisins. Þá sagði Jón að breytingartil- lögur fjárveitinganefndar við tekjubálk fjárlagafrumvarpsins yrðu látnar bíða til 3. umræðu. Það sem ræður aðhaldsstefnu fjárveitinganefndar er óvenjulegt ástand þjóðarbúskaparins og mikil óvissa, sem nú rikir um efnahag þjóðarinnar. Kemur það fram hjá Jóni að mikil óvissa ríkir nú um vertíðaraflann sérstaklega með tilliti til nýútkominnar skýrslu fiskifræðinga um ástand þorskstofnsins. Ef draga þurfi verulega úr sókn íslenzka fiskiskipaflotans, skapist enn ný vandamál, sem verði að takast á við. Að auki komi efna- hagsáföll sem að líkindum muni leiða til 9% lækkunar þjóðar- tekna á mann á yfirstandandi ári. Framhald á bls. 18 32 hafa látist í umferðarslys- um á þessu ári BANASLYS f umferðinni á Islandi eru orðin 30 það sem af er árinu, og í þessum slysum hafa 32 Islendingar látið Iffið. Fékk Mbl. þessar upplýsingar hjá Umferðarráði f gær. Árið 1975 er þegar orðið langmesta banaslysaár sögunnar. I fyrra létust 20 manns f umferðar- slysum og árið 1973 létust 25 manns f umferðarslvsum, og var það mesta banaslysárið fram til þessa. Árið 1968 urðu fæst banaslys f umferðinni, eða 6 að tölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.