Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 201. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vill lýsa neyðar- ástandi á Irlandi Dublin 21. ág. Ntb. Reuter. LIAM CSGRAVE, FORSÆTISRAÐHERRA trlands, óskaði í dag eftir þvf við þingið að það lýsti yfir neyðarástandi f landinu til að ýta á að samþykkt fengjust lagafrumvörp, þar sem kveðið er á um miklum mun harðari refsingar við hryðjuverkum eða eins og Cosgraves orðaði það „samsærisverkum og viðhjóði". Þingið var kallað saman til sér- staks fundar til að ræða það sem Cosgrave sagði að væri ótvírætt samsæri gegn lýðræðislega kjör- inni stjórn landsins. Jack Lynch, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tók til máls fyrir hönd stjórn- arandstöðuflokksins Fianna Fail, hét Cosgrave fullum stuðningi flokks síns í þeirri viðleitni hans að koma í veg fyrir hryðjuverk og glæpi í landinu, en hann vildi þó ekki taka svo djúpt í árinni að samsinna því að þörf væri á því að lýsa yfir neyðarástandi. Hann kvaðst hins vegar fylgjandi því og sinn flokkur að refsingar og dóm- ar yrðu stórlega þyngdir, og með- al annars yrði hámarksfangelsi við aðild að IRA lengt verulega, en það er nú frá 2—7 ár. Stjórnin hefur og í hyggju að leggja fram frumvarp sem gerir kleyft að handtaka grunsamlegt fólk og halda því í viku í varð- haldi áður en það verður leitt fyrir rétt. Nicos Sampson í 20 ára fangelsi Nikosía 31. ág. Ntb. NICOS Sampson, fyrrverandi skæruliðaleiðtogi á Kýpur, var í dag dæmdur f 20 ára fangelsi fyrir að hafa tekið þátt f valdarán- inu gegn Makaríosi forseta f júlf 1974. Sampson var forseti á Kýp- ur í átta daga eftir að reynt var að drepa Makarfos og hann hrökkl- aðist síðan frá völdum um langa hríð. Við réttarhöldin lýsti Sampson sig sekan af þeim ákærum sem fram voru lagðar á hendur hon- um, þ.e. að hafa undirbúið valda- rán og hleypt því af stokkunum, hafið hernaðarlegar aðgerðir og misnotað forsetaembættið. Samp- son varð á sínum tíma frægur, er hann var leiðtogi hinna umtöluðu skæruliðasamtaka EOKA. Sampson var dæmdur til dauða af Bretum fyrir baráttu sina fyrir sjálfstæði Kýpur þegar hann var í EOKA-samtökunum. Nú gat hann Framhald á bls. 18 Símamynd AP Lögregluþjónar vopnaðir öskutunnulokum og öðru sem tiltækt var sjást hér i Notting Hill í London i fyrradag, en þá kom til mikilla óspekta og á fimmta hundrað manns slösuðust, fæstir þó alvariega. Vísað hefur verið á bug þeirri staðhæfingu að þetta hafi verið kynþáttaóeirðir. Holland: Stjórnarskrárbreyt- ingar í undirbúningi Myndin var tekin f Nikosfu f gær þegar Sampson var leiddur í handjárnum út úr réttarsalnum eftir að kveðinn hafði verið upp yfir honum 20 ára fangelsisdómur. Við vinstri hlið hans er kona hans. Haag, 31. ág. Ntb. Reuter. HOLLENZKA þingið hóf í dag vinnu við breytingu á stjórnarskrá landsins sem á að styrkja þingið og auka eftirlit með athöfnum og iðju konungsfjölskyidunnar, vegna aðildar Bernharðs prins að Lockheed- mútuhneykslinu. Meðal þingmanna gætir nokkurs kvfða um hvernig verði á málum haldið og meðal annars er enn óljóst hvernig athöfnin við haustsetningu þingsins á að ganga fyrir sig nú. Venjan hefur verið að Bernharður prins sitji þá til hliðar við eiginkonu sfna, drottning- una, og hefur hann verið f fullum skrúða yfirmanns herafla landsins. Þar eð hann hefur nú sagt af sér þvi embætti svo og öðrum störfum í þágu ríkisins vefst fyrir þingmönnum og ríkisstjórn að leysa þetta atriði málsins, svo að allir geti við unað og skugga verði ekki varpað á þátt drottningar þennan dag. Meðal þeirra breytinga sem eru í deiglunni á stjórnarskrá lands- ins er að þar er kveðið upp úr með það hvaða meðlimi konungsfjöl- skyldunnar megi sækja til sakar en þetta atriði hefur lengi verið óafgreitt en öðru hverju til um- ræðu. Joop den Uyl, forsætisráð- herra, sagði í dag að breytingartil- lögur við stjórnarskrána yrðu lagðar fram í tæka tíð og túlka sumir að stjórnmálafréttaritarar það svo að það verði alténd áður en næstu þingkosningar verði I landinu, en þær eru fyrirhugaðar i maí á næsta ári. Sumir telja að Pauling Nóbelshafi um svlnaflensu: Vill gefa C-vítamin í stað bóluefnis — engin gögn framlögð um að Pauling hafi rétt fyrir sér, segir landlæknir San Fransisco 31. ág. AP. DR. LINUS Pauling sagði f dag að það yrði jafn áhrifarfkt að gefa fólki c-vftamfn til að halda svfnainflúensu f skefjum eins og að halda til streitu 135 milljóna dollara bólusetningar- áætlun Fords forseta. „C- vítamfn er nákvæmlega jafn- áhrifamikið gegn flensu og , gegn venjulegu kvefi,“ sagði Pauling, en hann fékk Nóbels- verðlaun f efnafræði árið 1954. Hann gaf þessar yfirlýsingar sfnar á blaðamannafundi, sem haldinn var f tengslum við þing bandarfskra efnafræðinga. Pauling hefur löngum mælt með stórum skömmtum af c- vftamfni gegn kyefi. Margir sérfræðingar á sviði læknavfs- indanna eru þó á öðru máli. segir AP-fréttastofan, og segir að rannsóknir hafi ekki leitt f Ijós óyggjandi gildi c-vftamfns gegn kvefi og jafnvel kunni að vera varasamt að taka of stóra skammta af þvf. Pauling sagði f dag að Iftil hætta væri á drepsótt af svip- uðu tagi og hefði geisað f heim- Framhald á bls. 18 Linus Pauling forsætisráðherrann sé áfram um að ljúka afgreiðslu þessa máls fyr- ir kosningarnar á næsta ári. Hearstmálið: Harrishjón- in í 11 ára fangelsi Los Angeles 31. ág. Reuter. I KVÖLD var kveðinn upp dómur yfir William og Emily Harris en þau voru bæði félagar f Simbónesfsku frelsishreyfing- unni, sem upphaflega stóð að rán- inu á Patriciu Hearst. Hafa Harrishjónin mjög komið við sögu máls hennar, eins og rakið hefur verið f fréttum. Hlutu þau þyngri dóm en búizt hafði Framhald á bls. 18 Nato: Mestu flota- æfíngár hefj- ast 10. sept. Ósló31. ág. NTB—Reuter. UMFANGSMESTU flotaæfingar Atlantshafsbandalagsins sem fram hafa farið hefjast þann 10. september segir I NTB-frétt í dag. Þar er tekið fram að rösklega 80 þúsund manns muni taka þátt í þeim, um 200 skip, 30 kafbátar og 30 flugvélar frá Belgiu, Kanada, Danmörku Vestur-Þýzkalandi, Hollandi, Portúgal, Bretiandi, Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.