Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 203. tb. 63. árg. FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ÓEIRÐIR 1 HÖFÐABORG — Þeldökkir unglingar og forvitnir áhorfendur taka til fótanna þegar lögreglan í Höfðaborg í Suður-Afríku leysir upp mótmælagöngu kynhlendinga í gær með kyifum og táragasi. AP—símamynd. Tillaga EBE: 25 mílur við Bretland Kissinger Vorster Bretar óánægðir með ásakanir um pyntingar London 2. september — Reuter. BREZKA stjórnin lét f dag f Ijós óánægju f garð rfkisstjórnar frska lýðveldisins, eftir að Mannrétt- indanefnd Evrópu hafði fordæmt brezku öryggissveitirnar á Norð- ur-trlandi fyrir að hafa stundað pyndingar. Eru Bretar óánægðir með að frska stjórnin skuli vera að vekja upp gamlan draug með þvf að krefjast rannsóknar á yfir- heyrsluaðferðum, sem þeir segja ekki hafa verið notaðar sfðan 1971. Mannréttindanefndin fellst, f 686 biaðsíðna langri skýrslu, á kvartanir írsku stjórnarinnar yfir' því að 14 fangar hafi verið pynd- aðir og setið i fangelsi á Norður- Irlandi án dóms í ágúst 1971. Pyndingaraðferðirnar, sem notað- ar voru vió yfirheyrslur, fólust i þvíað láta fangana halla sér upp Framhald á bls. 20 Briissei 2. september — NTB. SERFÆRÐINGAR fastanefndar Efnahagsbandalags Evrópu telja sig geta fallizt á 25 sjómflna fisk- veiðilögsögu við hluta stranda Bretlands og lrlands. Lfklegt er að mörg EBE-lönd taki jákvæða afstöðu til slfks fyrirkomulags, samkvæmt upplýsingum frá sendinefndum ’ f aðalstöðvum EBE f Briissel. Tillagan um sérstaka fiskveiði- lögsögu við Bretland og Irland kemur fram í skýrslu, sem fasta- nefndin mun fjalla um eftir hálf- an mánuð. Þvi næst kemur skýrsl- an til afgreiðslu utanríkisráð- herrafundar bandalagsins. í skýrlsunni eru einnig leið- beiningar um hvernig bezt verður að haga samningaviðræðum við þjóðir, sem standa utan banda- lagsins, þar á meðal íslendinga og Norðmenn, um gagnkvæm rétt- indi til veiða innan fiskveiðilög- sögunnar. leysa hugsanlegar deilur með samningum. Hin nýja 200 sjómílna lögsaga verður ekki efnahagslögsaga, heldur aðeins fiskveiðilögsaga, en löggjöf um efnahagslögsögu, sem nær bæði til lifrænna og ólif- rænna náttúruauðæfa, er í undir- búningi. Álitið er að helzta ástæðan fyrir þvi að nú skuli færa út fiskveiði- lögsöguna sé sú að minnihluta- stjórn Verkamannaflokksins sé undir miklum þrýstingi frá sjó- mönnum í Norður-Noregi þar sem fiskveiðar skipta miklu fyrir af- komu fólks. Verkamannaflokkn- um er mikið í mun að vinna aftur þingsæti í kjördæmum fyrir norð- an til að geta náð meirihluta í þingkosningunum eftir 12 mán- uði. Vísindamenn hafa einnig hvatt til útfærslu i 200 mílur til verndunar fiskstofnum. Þó að 200 mflna fiskveiðilög- saga muni gilda með allri strönd Noregs auk Jan Mayen og Sval- barða, þá er reiknað með að út- færslan verði í áföngum fyrst við Norður-Noreg en beðið verði með Framhald á bls. 20 Ósló 2. september — Reuter. BtlIZT er við þvf að norska stjórnin tilkynni fyrir hádegi á föstudag fyrirætlan sfna um að færa norsku fiskveiðilögsöguna út f 200 sjómflur. Haft er eftir embættismanni i stjórnarráðinu að nýja lögsagan á Norðursjó og Barentshafi taki f gildi þann 1. janúar næsta ár, ef ekkert óvænt kemur upp á. (Jtfærslan krefst lögfestingar Stórþingsins og mun það fjalla um hana í haust, en sfðan verður útfærsludagur formlega ákveð- inn. Embættismenn segja það vera stefnu Norðmanna að komast hjá fiskveiðideilum við aðrar þjóðir, og norska rfkisstjórnin hefur lýst þvi yfir að hún muni leitast við að Washington 2. september — AP, Reuter. HENRY Kissinger, utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna, segist vera vongóður um að árangur eða jafn- vel samkomulag náist um Nami- bfu á fundi hans með John Vorst- er, forsætisráðherra Suður- Afrfku, sem haldinn verður nú um helgina f Ziirich. Bandarfskir embættismenn gáfu hins vegar f skyn, að minni árangurs væri að vænta f Ródesfumálinu og af til- raunum hans til að fá stjórn Suð- ur-Afrfku til að hætta aðskilnaði kynþátta. Vorster hafnaði sfðan i gær til- lögum Bandaríkjamanna um af- nám aðskilnaðar, og hvítir íbúar Ródesfu, sem eru 270.000, virðast vera langt frá því að gefast upp fyrir kröfum um að þeir afhendi völdin í hendur 6 milljónum svertingja. Fundur þeirra Vorster og Kiss- ingers verður liklega ekki eins langur og búizt hafði verið við því sá fyrrnefndi lýsti þvf óvænt yfir á fimmtudag að hann ætlaði ekki að ræða við Kissinger á sunnudag, þvf að það væri hans hvíldardag- ur. Kissinger svaraði því að hann myndi þá nota þann dag til að hitta ömmu sína í Vestur- Þýzkalandi. Þeir munu þvf ræðast við seinnihluta laugardags og ef til vill á mánudag. Suður- Afrfkumenn breyttu fundardag- skránni eftir að Kissinger fór á miðvikudag hörðum orðum um aðskilnaðarstefnuna og kallaði hana ómannúðlega. Namibfa hefur verið undir stjórn Suður-Afrfku síðan 1919 samkvæmt samþykkt þjóðabanda- lagsins. Svartir íbúar landsins eru 750.000 eða átta sinnum fleiri en þeir hvítu. Stjórn Suður-Afrfku stóð fyrir ráðstefnu þar f síðasta mánuði, sem fulltrúar allra kyn- þátta sátu og lagði ráðstefnan til að landið yrði sjálfstætt 1979 en þangað til fari bráðabirgðastjórn með völdin. Þessu var hafnað af þjóðarsam- tökum Suðvestur-Afriku (SWAPO) sem njóta viðurkenn- ingar Sameinuðu þjóðanna, en hafa ekki fengið að taka þátt f Framhald á bls. 20 Nýr varaforsætisráð- herra í Sovétríkjunum — undanfari afsagnar Kosygins? Moskvu 2. september — Reuter. NIKOLAI Tikhonov, sem er 71 árs gamall, var á fimmtudag skip- apur fyrsti varaforsætisráðherra Sovétrfkjanna, en orðrómur hef- ur um skeið verið á kreiki um að Aleksei Kosygin, núverandi for- sætisráðherra, muni segja af sér áður en langt um lfður. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um var Kosygin hætt kominn f sfðasta mánuði þegar hann fékk slag á meðan hann var á sundi f á. Alit frá 1973, þegar Dimitrij Polyanski var fluttur f landbún- aðarráðuneytið, hefur aðeins einn maður gegnt embætti varaforsæt- isráðherra í Sovétríkjunum, Kir- ill Mazurov, sem lengi hefur verið álitinn liklegasti eftirmaður Kosygins. Fréttamenn álíta að skipun Tikhonovs sé undanfari afsagnar Kosygins. Bent er á að skipun hans styrki mjög stöðu flokksleiðtogans, Leonids Brezh- nev, en Tikhonov hefur haft mjög náin samskipti við hann. Eins og Brezhnev hóf hinn nýi j varaforsætisráðherra sinn póli- tíska feril í bænum Dneprope- trovs f suðurhluta Úkrafnu. Þeir Framhald á bls. 20 Öeirðir í miðbæ Höfða- borgar Höfðaborg 2. september — NTB, AP. ÞYKK táragasský lágu yfir miðbæ Höfðaborgar á fimmtu- dag eftir að árekstrar höfðu orðið milli lögreglu og þús- unda þeldökkra skólaunglinga og stúdenta. Óeirðirnar breiddust til að minnsta kosti einnar útborgar og einn þel- dökkur maður var skotinn til bana af lögreglu og að minnsta kosti einn til viðbótar hlaut skotsár, samkvæmt útvarpinu f Suður-Afrfku. Óeirðirnar hófust þegar um 3000 stúdentar aðallega kyn- blendingar, söfnuðust til mót- mælagöngu f miðborginni. Lögreglan hafði heimilað slíka göngu deginum áður, en þegar stúdentarnir söfnuðust aftur saman á fimmtudagsmorgun Framliald á bls. 20 ur tilkynnt í dag Kissinger bjartsýnn á samkomulag um Namibíu Norska ríkisstjórnin: Útfærsla í 200 míl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.