Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 t Eigmkona mín, GUÐRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, andaðist á Borgarspítalanum 3 janúar Bergur Sturlaugsson t GUÐBJÖRG HOFF MÖLLER ÓLADÓTTIR Dr. Sofiesvej 7 Roskilde lést á Finsens sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 3 janúar Halldór B. Ólason Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir Valgerður Óladóttir Sigríður Óladóttir. Árni Hoff Möller t Eiginmaður minn ÓLAFURJÓNSSON frá Keldunúpi fyrrverandi húsvörður lést að morgni 1. janúar Janný Guðrún Guðjónsdóttir. t Faðir okkar ÞORSTEINN F. EINARSSON húsasmíðameistari andaðist í Landspítalanum 30 desember s I Einar Þorsteinsson Unnur Þorsteinsdóttir Benedikta Þorsteinsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur okkar, bróðir og tengdasonur, INGVAR SVEINSSON, lézt 24 desember Útförin herur farið fram Við þökkum öllum. þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd Sérstaklega læknum og hjúkrunarliði Landakotsspítala fyrir einstaka umönnun Elfsabet Kristinsdóttir, Kristinn Ingvarsson, foreldrar, systkin og tengdaforeldrar. t Móðir okkar. tengdamóðir og amma. STEFANÍA INGIMUNDARDÓTTIR lést i sjúkrahúsinu i Keflavík 29 desember s I Jarðarförin fer fram frá Innri-Njarðvikurkirkju föstudaginn 7 janúar kl 2 e.h Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, er vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag sjúkrahúss Keflavíkurlaeknishéraðs Börn. tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma EIRNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR frá Fellskoti, Laugarnesvegi 64 sem lést í Borgarspítalanum 28 desember. verður jarðsungin frá Frikirkjunni miðvikudaginn 5 janúar kl 3 Elsa Jóhannsdóttir, Hilmar Magnússon, Katrfn Jóhannesdóttir, Jón Sigurðsson, Guðlaugur Þ. Jóhannesson, Maria Másdóttir. Dagmar Jóhannesdóttir og barnabörn t Útför eiginmanns míns, INGIMARS BRYNJÓLFSSONAR, stórkaupmanns. fer fram frá Háteigskrikju i dag, þriðjudaginn 4 janúar kl 2 Fyrir hönd sona. tengdadætra og bafnabarna. Herborg Brynjólfsson. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. ÁSTU ÁGÚSTSDÓTTUR, Bjarnarstíg 1. Synir, tengdadætur og barnabórn. Minning: Ingimar Brynjólfs- son stórkaupmaður F. 19. ágúst 1892 D. 25. desember 1976. Þegar ég nú kveð vin minn Ingi- mar Brynjólfsson, minnist ég einnig sameiganda hans og ann- ars vinar míns er lézt fyrir hálfu öðru ári síðan, Gunnars Kvaran. Ég kynntist fyrst þeim Ingimar Brynjólfssyni og Gunnari Kvaran fyrir liðlega 60 árum síðan. Báðir voru þá ungir upprennandi at- orkumenn, duglegir og traust- vekjandi. Rúmlega 10 árum sfðar réðst ég til starfa við nýstofnað fyrirtæki þeirra, I. Brynjólfsson & Kvaran, og starfaði þar í sam- fleytt fimm áratugi. Það er mikið lán hverjum og einum að starfa við slíkt fyrirtæki sem þeirra var. Stjórnun þeirra Ingimars og Gunnars var óvenju samstillt og örugg svo aldrei hallaðist á og fyrirtækið alla tfð rekið á þeim trausta grundvelli sem ávann því virðingu og álit allra þeirra er viðskipti áttu við það. Hin sama varð reyndin innan fyrirtækisins, samheldni og gott samstarf, ekki sízt okkar sem lengst störfuðu þar saman, en það urðu fjörutíu og fimmtíu ár. Það er ekki ætlun mín að rekja hér æviatriði Ingimars, það mun aðrir gera. Aðeins nokkur kveðjuorð vinar. Ingimar var trygglyndur maður og drenglundaður svo af bar. Mörgum finnst viðmótið kulda- legt og jafnvel hrjúft, en svo er oft það fólk sem lundina hefur viðkvæma og reynist bezt er til þess er leitað. Hún fæddist 9. september 1934 á Akureyri. Foreldrar hennar voru hjónin Eymundur Lúter Jóhannsson rafvirkjameistari, sem lést 16. des. 1951 og Lára Pálsdóttir, sem býr í Lundargötu 17 á Akureyri. Margrét var næst- elst af börnum þeirra. Lúter faðir Margrétar var fæddur í Utah í Bandaríkjunum, og foreldrar hans gáfu honum Lúters-nafnið til þess að undirstrika trú sfna og kirkju, sem kennd er við siða- bótarmanninn Martein Lúter. Eitt þeirra verka, sem Lúter vann, var að leggja rafmagn i Akureyrarkirkju. Við sem störfuðum lengst með Ingimar og kynntumst honum bezt, þekktum einnig góðvild hans og hjálpsemi i hvívetna. Ingimar eignaðist góða og far- sæla konu, Herborgu Guðmunds- dóttur, sem bjó manni sfnum fall- egt og gott heimili. Herborg er eins og maður hennar var, trygg- lynd, hlý og velviljuð kona. Við hjónin viljum þakka vináttu gegnum árin. Minnisstæð er okk- ur samveran á Þingvöllum á átt- ræðisafmæli Ingimars. Þar voru samankomin auk okkar synir þeirra hjóna, tengdadætur og barnabörn. Veðrið var kalt og hryssingslegt, en inni var hlýja og ylur. Mannleg hlýja, ylur sem sönn vinátta ein getur gefið. Með Ingimar er genginn mætur dreng- skaparmaður sem lokið hefur löngu og farsælu ævistarfi. Við hjónin vottum konu hans Her- borgu, sonum þeirra og öðrum ástvinum samúð okkar. Blessuð sé minning hans. S.B. Margrét ólst upp á Akureyri. Hún var tvfgift. Fyrri maður hennar var Hörður Magnússon. Þau eignuðust þrjú börn, Lúter, Láru, sem dó 1970, og Herborgu. Seinni maður Margrétar var Ás- mundur Þorláksson. Þeirra börn eru Andrés Þór og Guðrún Þór- laug. Margrét gekk f húsmæðraskól- ann á Hallormsstað og lauk þaðan prófi eftir tveggja vetra nám. Hún átti ætíð heima á Akureyri í Lundargötu 17 með börnum sín- um, og móður mörg hin sfðari ár. — Margrét varð að þola miklar sjúkdómsþrautir áður en lífi hennar lauk, og hún vissi, að hverju dró. „Ég á að deyja, ég er að deyja,“ — sagði hún daginn áður en hún dó á Landspítalanum í Reykjavík 18. júní s.I. Við bless- unt minningu móður okkar. Margrét var ástrík móðir. Hún elskaði börnin sín, þótt hún gæti ekki alltaf verið þeim það, sem hún vildi. Margrét var tilfinningarfk kona. I blíðu og stríðu fundum við það, hvað henni þótti vænt um okkur. Við þökkum henni móður- ástina, og minnumst hennar með þakklæti. Ömmu okkar viljum við einnig þakka það sem hún hefur gert fyrir okkur f gegnum árin, og eigum við henni mikið að þakka. Jarðarför Margrétar Lútersdóttur fór fram frá Akureyrarkirkju 28. júní s.l. Guð blessi hana, þar sem hún er, heima hjá Guði, og minn- ingu hennar. Frá börnum. S. Helgason hf. STEINfÐJA ilnholtí 4 Stmar U47J og 14254 t Eiginmaður minn, JÓN KRISTINN ÞORSTEINSSON húsasm Iðameistari, Skjólbraut 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. miðvikudaginn 5 janúar kl 13 30 Inga Þorsteinsdóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinátt'u við andlát og útför SIGURBJORNS ÞORVALDSSONAR Helgamagrastræti 47 Akureyri Steinunn Jónsdóttir Jóhann Sigurbjörnsson Erla Sigurðardóttir Þórunn Sigurbjörnsdóttir Magnús Björnsson Jón Sigurbjörnsson Halldóra Jónsdóttir María Sigurbjörnsdóttir Guðmundur Guðlaugsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SÖRU ÓLAFSDÓTTUR Jökulgrunni 1, Reykjavlk. Bergur Arnbjörnsson, Ólafur Bergsson. Þóra Stefánsdóttir, Þorgerður Bergsdóttir, Hannes Hjartarson, Guðrún Bergsdóttir, Gunnar Jónsson, Björn Arnar Bergsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi RUNÓLFUR EYJÓLFSSON Vorsabæ 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. janúar kl 15 OOe.h Jóhas Runólfsson, Guðrún Hinriksdóttir Kristján Sveinn Runólfsson, Helga Pálína Runólfsdóttir. Kristján Runólfur Runólfsson, Sigrún Runólfsdóttir, Bragi Norðdahl, Hrefna Sigrlður Runólfsdóttir, Gil Martinez, Lára Laufey Loftsson. Óskar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Margrét Guðrún Lúthers- dóttir — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.