Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 62. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977
Tíu tonn af frystum
rauðmaga til Japans
FISKIÐJUSAMLAG Húsavfkur
er nú að ganga frá tilraunasend-
ingu á frystum rauðmaga til
Japans og er gert ráð fyrir að 10
tonn verði send þangað f byrjun.
A sfðasta ári voru sendar nokkrar
öskjur af rauðmaga ti) Japans og
þær virðast hafa lfkað það vel, að
nú var beðið um stóra tilrauna-
sendingu. Fram til þessa hefur
rauðmaginn við landið verið Iftið
sem ekkert nýllur, og ef vel tekst
til getur svo farið f framtfðinni að
góður markaður opnist fyrir hann
f Japan.
Tryggvi Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjusamlagsins
á Húsavík, sagði í samtali við
Morgunblaðið  í  gær,  að  rauð-
maginn væri seldur á Japans-
markað fyrir milligöngu Sjávar-
afurðadeildar Sambandsins, en
aðilinn f Japan, sem fær þessa
tilraunasendingu, er sá hinn sami
og kaupir loðnuna af Samband-
inu.
Sagði Tryggvi, að áður en rauð-
maginn væri frystur, væri hvelj-
an tekin af honum og eins haus og
sporður. Ef vel tækist til gæti
komið upp góður markaður i
Japan og um leið mikil vinna við
vinnslu aflans, þvi skera verður
haus, hvelju og sporð af í höndun-
um. Vitað væri að nóg væri af
rauðmaga í sjónum, en fram til
þessa hefði hann lítið sem ekkert
verið nýttur, aðeins grásleppan.
Yfirlýsing  frá  Sig-
urlaugu Bjarnadóttur
MORGUNBLAÐINU barst f gær
eftirfarandi yfirlýsing frá Sigur-
laugu Bjarnadóttur alþingis-
manni.
Vegna áskorunar i fjölmiðlum
frá Félagi framreiðslumanna þess
efnis, að ég undirrituð geti
heimilda fyrir ummælum mfnum
í sjónvarpsþætti fyrir skömmu
um launakjör barþjóna, vil ég
taka fram eftirfarandi:
Velheppnuð
félagsmála-
námskeió í
Reykjahverfi
1 FEBRUAR og marzmánuði var
haldið félagsmálanámskeið á veg-
um Ungmennafélagsins Reyk-
hverfungs og Kvenfélags Reykja-
hrepps f S-Þing., f félagsheimili
Reykjahrepps. Þátttakendur voru
14 talsins. Kennslukvöld voru 7.
Leiðbeinendur voru þeir:
Arnaldur Bjarnason, Fosshóli, og
Gunnlaugur Arnason, kennari,
Haf r alæk j arskól a.
Stuðst var við námsefni frá
félagsmálaskóla U.M.F.I. og fólst
kennsla einkum i fundarstjórn,
ræðumennsku og félagsstörfum.
Síðasta kvöldið var haldinn kvöld-
vaka, sem tókst mjög vel.
Þátttakendur voru mjög ánægð-
ir með námskeið þetta og töldu,
að það glæddi mjög áhuga á
félagsstarfsemi, einnig hjálpaði
það fólki, sem ætti t.d. í erfiðleik-
um að tjá sig til þess að öðlast
sjálfstraust.
Vilja þeir hvetja önnur félags-
samtök til að koma á slikum nám-
skeiðum fyrir félagsmenn sína,
þeim til ánægju og félagsþroska.
Fréttatilkynning.
Hugleið-
ingí tónlist
HELGISTUND verður í Háteigs-
kirkju næst komandi sunnudag
þar sem kór Háteigskirkju mun
flytja föstutónlist undir stjórn
organistans, Martins H. Friðriks-
sonar. Lesnir verða einnig þættir
úr pislarsögunni, flutt bæn og í
stað prédikunar verður orgelleik-
ur og kórsöngur.
-------------* ? »-------------
Leiðrétting
ÞAÐ ER ekki rétt haft eftir Guð-
mundi Guðfinnssyni í Klébergi 4,
Þorlákshöfn, í blaðinu á miðviku-
daginn né fréttaritara Mbl. á
staðnum, að hús Guðmundar í
Vestmannaeyjum hafi farið undir
hraun. Þarna átti að standa, að
þau hjón Ellen og Guðmundur
hefðu flúið jarðeldana í Vest-
mannaeyjum. Þau fluttu ekki aft-
ur til Eyja og seldu hús sitt þar á
venjulegan máta. Vil ég biðja við-
komandi velyirðingar á þessu.
Ragnheiður Ölafsdóttir, frétta-
ritari Mbl. Þorlákshöfn.
Það er rangt, að ég hafi stað-
hæft, að „barþjónar hefðu hærri
Iaun en ráðherrar". Ég sagði orð-
rétt: „Barþjónar, sem fá prósent-
ur af vininu, sem þeir selja — ja,
þeir eru líklega tekjuhærri en
ráðherrar hér á íslandi".
Hér er því, samkvæmt orðanna
hljóðan, um tilgátu mfna (en ekki
staðhæfingu) að ræða, sem ég tel
mig ekki þurfa að standa fram-
reiðslumönnum nein reiknings-
skil á. Hinsvegar gæti þessi krafa
þeirra orðið mér sérstakt tilefni
til að kanna nánar, hver eru
launakuör barþjóna á Islandi.
Sfgurlaug BjarnadAttfr alþm.
Flutt með-
vitundarlaus
á slysadeild
UNG stúlka var flutt meðvit-
undarlaus á slysadeild Borgar-
spítalans í gærkvöidi eftir að hún
hafði fengið kastáhald í höfuðið á
kastsvæðinu f Laugardal. Þegar
Mbl. hafði samband við lögregl-
una seint i gærkvöldi, var stúlkan
í rannsókn og ekki fullljóst hver
meiðsli hennar urðu.
Onákvæmt
orðalag
VEGNA fréttar i Morgunblaðinu
miðvikudaginn 14. þ.m er rétt að
leiðrétta ónákvæmt orðalag. Sagt
var að tæki frá Jóni Þórðarsyni á
Reykjalundi hreinsaði aðeins lít-
inn hluta þess reyks, sem stafar
frá loðnubræðslu Lýsi og Mjöls í
Hafnarfirði. Var hér átt við að í
gegnum tækin færi aðeins lítið
magn af þeim reyk, sem frá verk-
smiðjunni kemur. Hins vegar
mun nokkuð góður árangur vera
af notkun þessa reynslutækis, en
niðurstöður af mælingum liggja
ekki fyrir.
— Þjófnaður
Framhald af bls. 32
ir hve miklu hann hefur stolið,
en það mun vera talsvert mik-
ið.
Maðurinn sat í gæzluvarð-
haldi f 20 daga vegna rann-
sóknar málsins, en honum var
sleppt f fyradag. Grunur mun
hafa beinzt að manninum
vegna vörurýrnunar í skemm-
unni og við húsleit hjá mann-
inum fannst mikið magn af
þýfi. Var það mestmegnis skó-
fatnaður, sem fannst heima
hjá manninum. Maðurinn mun
hafa gefið hluta af þýfinu, en
grunur leikur á að sumt hafi
hann selt.
— 600 bátar
Framhald af bls. 32
frá Langanesi að Hvitingum og
þaðan hafa 48 sótt um leyfi til
þessara veiða.
Samkvæmt reglugerð, sem
sjávarútvegsráðneytið gaf út fyrr
í vetur má einungis veita bátum,
sem eru 12 brúttólestir eða minni,
leyfi til grásleppuveiða, en þó er
heimilt að veita bátum stærri en
12 brl. veiðileyfi ef þeir hafa
stundað veiðarnar áður og sent
skýrslu um þær.
— Kína
Framhald af bls. 1.
ferð til að fá Teng Hsiao-ping,
fyrrum aðstoðarforsætisráðherra,
endurreistan. Hér er um að ræða
Hsu Shih-yi, yfirmann hersins í
Kanton, og Wei Kuo-ching,
flokksritara í Kwangtunghéraði.
Hafa þeir skorað á miðstjórn
flokksins að endurreisa Teng
strax i anda byltingarinnar.
Stjórnmálafréttaritarar eru nú
taldir þeirrar skoðunar að mjög
skammt sé þess að bíða að Teng
taki hugsanlega aftur við embætti
forsætisráðherra, sem Hua Kuo
feng gegnir nú ásamt formanns-
embættinu. Teng var settur af í
apríl á 8.1. ári eftir miklar óeirðir í
Peking skömmu eftir lát Chou
En-lais forsætisráðherra.
— Spánn
Framhald af bls. 1.
og marka stefnuna fyrir héraðs-
stjórnirnar. Sem kunnugt er hafa
aðskilnaðarhreyfingar Baska á
þessum svæðum verið með miklar
aðgerðir til að leggja áherzlu á
kröfur um sjálfsstjðrn fyrir hér-
uðin.
Samkvæmt nýjustu tilkynning-
um rlkisstjórnarinnar verða nú
allir fangar náðaðir, er ekki hafa
tekið beinan þátt í ofbeldisverk-
um og þeim sleppt innan skamms.
Aðrir fangar munu fá mál sín
tekin upp að nýju. Lögfræðingur í
Madrid, sem hefur farið með mál
margra Baska, sagði I dag, að
þessar nýju tilslakanir mundu
tæpast gera þá aðskilnaðarsinna
ánægða, sem krefðust algerrar og
skilyrðislausrar náðunar.
? » »
Leiðrétting
RANGHERMT var í frétt Mbl. á
fimmtudag, að fundurinn um
skólamál á Dalvík yrði haldinn í
dag. Fundurinn verður haldinn
föstudaginn 25. marz.
— Indland
Framhald af bls. 1.
ins, Lok Sabha. Kjörstaðir voru
lokaðir í dag, en síðan verður
kosningu haldið áfram á morgun
föstudag, laugardag og sunnudag.
Gert er ráð fyrir að fyrstu tölur
verði birtar á sunnudagskvöld.
Stjórnmálafréttaritarar í Ind-
landi segja að óvenjumikil
kosningaþátttaka hafi verið I gær
og neyttu allt að 70% kjósenda
atkvæðaréttar sfns í stærstu borg-
um landsins og þéttbýlustu héruð-
unum úti á landsbyggðinni. Til
samanburðar má geta þess að
1971 var kosningaþátttaka í heild
aðeins um 55% en þá fékk
Kongressflokkurinn 2/3 hluta
þingmanna. Talsmenn Janata-
f lokks segja að hin mikla þátttaka
nú muni að mestu koma stjórnar-
andstöðuflokkunum til góða.
— Herör gegn
hraðakstri
Framhald af bls. 32
um ekki að þessum mælingum
til þess að hafa upp úr þvi pen-
inga, heldur til þess að veita
ökumönnum aðhald, sagði
Sturla.
Þrátt fyrir þá viðlettni lög-
reglumanna að halda ökuhraða
innan löglegra takmarka, hafa
sem fyrr segir verið teknir 642
ökuenn fyrir of hraðan akstur á
þeim tveimur og hálfum mán-
uði, sem liðnir eru frá áramót-
um. Sturla sagði að mjög marg-
ir væru á bilinu 66—80 km á
klukkustund en allt of margir
væru teknir á 76—80 km hraða
eða við efri mörk og þar yfir.
— Mótherjar
Framhald af bls. 31
I milliriðlunum leika saman tvö
efstu löndin í A og B riðli annars
vegar og tvö efstu löndin I C og D
riðli hins vegar. Sigurvegarar í
þeim riðlum leika svo til úrslita
um heimsmeistaratitilinn, en þau
sem verða í öðru sæti í riðlinum
leika um bronsverðlaunin í
keppninni. Má nefna sem dæmi,
að ef Sovétmenn og Islendingar
komast áfram úr C-riðli verða
mótherjar þeirra í undanúrslita-
keppninni væntanlega Pólland og
Svíþjóð.
— Geirfinns-
málið
Framhald af bls. 22
september og á dómþingi sakadóms
30 marz.
d) Á Valdimar Olsen fyrir
rannsóknarlögreglu 3 febrúar og 1.
september
Þykja ákærðu með framangreindum
sakargiftum. svo sem rakið hefur verið
í þessum kafla ákaerunnar, öll hafa
gerzt brotleg við 1 mgr 148. gr.
almennra hegningarlaga.
III.
Dómkröfur
Þess er krafizt. að ákaerðu verði
dæmd til refsingar og til gretðslu alls
sakarkostnaðar Oæma skal um fjár-
kröfur. sem uppi kunna að vera hafðar
í málinu. og um kröfur til birtingar
dóms samkvæmt 2. mgr. 148. gr.
hegningarlaganna.
krifstofu rlkissaksóknara. Reykjavlk.
16. marz 1977.
Þórður Björnsson.
— Geysifjöl-
menn útför
Framhaldaf bls. 2
maður en prófasturinn, sr.
Sigurður Guðmundsson, flutti lík-
ræðuna og jarðsöng. Þrjú ljóð
voru flutt við þessa kveðjuathöfn
af bræðrum Hermóðs, þeim Heið-
reki og Valtý. Kirkjukór Skútu-
staða annaðist söng undir stjórn
Kristfnar Jónasdóttur. Einsöng
söng Hildur Tryggvadóttir við
undirleik Friðriks Jónssonar.
Bændasamtök       Þingeyinga
heiðruðu minningu fallins for-
ingja með þvf að kosta útförina.
Að athöfninni lokinni sátu að
erfidrykkju í Hafralækjarskóla á
fimmta hundrað manns. Margir
blómsveigar bárust frá félaga-
samtökum og einstaklingum og
kveðjur viðs vegar að af landinu
er sýndu að hér var kvaddur
þekktur og vinsæll forystumaður.
— Fréttaritari.
— Hæstiréttur
finnur að . . .
Framhald af bls. 2
1974, sem einnig ber að beita við
skýrslur fyrir rannsóknarlögreglu,
sbr 39 gr sömu laga
Það -athugast. að eigi er aðfarar-
ákvæði i héraðsdómi.'
í dómi Hæstaréttar segir ennfrem-
ur um manndrápsmálið i Ólafsvík.
„Mál þetta dæma hæstaréttar-
dómararnir Magnús Þ Torfason, Ár-
mann Snævarr, Benedikt Sigurjóns-
son, Björn Sveinbjörnsson og Logi
Einarsson.
Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð
skýrsla yfirlæknis skurðlækninga-
deildar Borgarspitalans 15 mars
1977 um sjúkravist ákærða þar 14.
maltil 2 júnl 1975.
Ákæruefni og sakargögnum er
lýst i héraðsdómi Svo sem greinir
þar, er ákærði einn til frásagnar um
aðdraganda og atvik að viðureign
þeirra Rafns Svavarssonar, er leiddi
til dauða hans Verður samkvæmt
þvl að rekja upphafið að átökum
þeirra til þess, að Rafn hrifsaði til sín
bankabók ákærða, en i henni var
talsverð innstæða, og stakk henni á
sig. Kveður ákærði. að Rafn hafi
sagt, að ákærði „fengi hana ekki
aftur"  Ákærða tókst að ná bókinni
af Rafni. en Rafn hafi þá „orðið óður
af bræði og slegið sig I vinstri síðu",
svo að hann hafi vart náð andanum
Leggja verður til grundvallar, að til
verulegra átaka hafi komið milli
þeirra Þá verður við það að miða.
að ákærði „hafi verið gripinn ofsa-
hræðslu i viðureign sinni við Rafn
Svavarsson og að verknaðurinn hafi
verið framinn undir snöggum kviða
og ótta við sjálfsmeiðingu auk
reiði",' sbr svör réttarmáladeildar
Læknaráðs I álitsgerð, staðfestri 20.
mal 1976, við spurningum héraðs-
dómara.
Samkvæmt játningu ákærða, sem
fær stoð i öðrum sakargögnum, er
ótvirætt, að ákærði svipti Rafn
Svavarsson lifi með hnifsstungum,
en talið er i krufningarskýrslu 15
mai 1975, að honum hafi blætt út
frá áverkum, sem hann hlaut af
völdum eggvopns Sakargögn veita
eigi stoð þeirri tilgátu i héraðsdómi.
að ákærði hafi veitt Rafni sár eftir að
hjartslætti lauk Ber að staðfesta þá
úrlausn héraðsdóms. að brot
ákærða varði við 211 gr almennra
hegningarlaga nr  1 9/ 1 940.
Þegar virt eru atvik að broti
ákærða og aðstæður allar, verður
eigi talið að hann hafi framið brot
sitt i neyðarvörn, sbr. 2 mgr. 12.
gr. almennra hengingarlaga, og
hvorki þykja ákvæði 2. málsgr 13
gr né 1. töluliðs 1. málsgr 74. gr.
sömu laga eiga við um það
Samkvæmt gögnum máls er
ákærði sakhæfur.
Telja verður, að hinn látni hafi átt
upptökin að viðureign þeirra ákærða
með atferli þvi. er að framan greinir.
en sakargögn benda til þess, að
hann hafi þá verið alldrukkinn. Þykja
ákvæði 4 töluliðs 1 málsgr 74. gr
almennra hengingarlaga eiga við
um háttsemi ákærða Ber að lita til
þessa viðákvörðun refsingar. svo og
til þess. að ákærði var mjog ungur.
aðeins 18 ára, þegar hann framdi
brot sitt, er hann gekkst hreinskilnis-
lega við, sbr. 4. tölulið 1. málsgr.
70. gr. og 9. tölulið 1. málsgr 74.
gr almennra hegningarlaga. Hins
vegar beitti hann hættulegu vopni
við framkvæmd brotsins. Þykir refs-
ing hans hæfilega ákveðin fangelsi
5 ár og 6 mánuðir. Gæzluvarðhalds-
vist ákærða, sem staðið hefur óslitið
slðan 14 mal 1975komi með fullri
dagatölu refsingu til frádráttar, sbr.
76. gr almennra hegningarlaga."
— ísland ekki
byggilegt
Framhald af bls. 20
líka til þeirra. Kynnu menn þá að
komast að þeirri niðurstöðu, að
heppilegast væri að beina niður-
greiðslunum að frumstigi fram-
leiðslunnar eða að greiða niður
rekstrarvörur, svo að framleiðslu-
verð lækkaði.
Allt þarf þetta rækilega skoðun
og vafalaust nauðsynlegt að gera
flókna útreikninga. En menn
mega undir engum kringumstæð-
um skjóta sér undan þeim vanda.
Að glæða mikil-
væga starfsgrein
nýjum þrótti
Mér er alveg ljóst, að land-
búnaðarmálin i heild eru vand-
meðfarin, en þeim mun meiri
ástæða er til að ræða þau itarlega
og öfgalaust. Þvi kann svo að fara
að ekki finnist lausn á þessu
þingi, en þá væri æskilegt að
milliþinganefnd fjallaði um ni.il
in, svo að þau yrðu tekin upp á
þingi, strax og það kemur saman
næsta haust.
Eg geri það að tillögu minni, að
þessu máli verði visað til háttv.
atvinnumálanefndar, en hún hef-
ur einmitt til meðferðar aðrar til-
lögur um lánamál landbúnaðar-
ins, og væntanlega verður i
nefndinni fjallað sameiginlega
um þessar tillögur.
Bændur hafa að undanförnu
sýnt, að þeir ætla að verja hags-
muni landbúnaðarins og þar með
hagsmuni landsins. Allar þær
miklu umræður, sem orðið hafa
síðustu mánuði um landbúnaðar-
málin, um sláturmálin, iðnaðar-
framleiðslu úr hráefni land-
búnðarins, afurðasölumál og lána-
mál bænda glæða þessa mikil-
vægu starfsgrein nýjum þrótti —
og margt verður skoðað í nýju
ljósi. Trú mín er a.m.k. sú, að svo
muni fara. Og til þess voru líka
refirnir skornir og hrútarnir
skotnir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32