Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
66. tbl. 64. árg.
MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Callaghan bjartsýnn
eftir fundinn með Steel
AP-sfmamynd.
Indira Gandhi á leið á fund Kongressflokksins eftir að hún sagði af sér
( ger. Þetta var f fyrsta skipti sem hún kom fram opinberlega eftir
ðsigurinn f kosningunum.
Lundúnum, 22. marz. Reuter.
EFTIR fund sinn með for-
manni Frjálslynda flokks-
ins, David Steel, í dag lét
James Callaghan forsætis-
ráðherra þau orð falla, að
ekki þyrfti að óttast valda-
töku fhaldsflokksins að
sinni. Callaghan var í hinu
bezta skapi er hann kom
frá fundinum með Steel og
sagði í Neðri málstofunni,
að „eðlilegt ástand" yrði
komið á innan skamms.
Hvorki Steel né Callaghan hafa
skýrt frá því sem þeim fór á milli,
en talið er að Steel hafi sett
ströng skilyrði fyrir stuðningi sín-
um við Verkamannaflokkinn í at-
kvæðagreiðslunni um vantrausts-
tillögu Thatchers, formanns
íhaldsflokksins. Talið er að
Frjálslyndi flokkurinn hafi kraf-
izt þess af Callaghan að hann lýsi
því yfir opinberlega, að Verka-
mannaflokkurinn láti af ýmsum
fyrirætlunum um sósíalíska lög-
gjöf, og að haft verði náið og
reglulegt samráð við Frjálslynda
flokkinn um aðgerðir stjórnarinn-
ar á næstunni.
Callaghan lýsti þvi yfir í sjón-
varpsviðtali í kvöld, að hann væri
fús til samstarfs við aðra flokka,
mætti það verða til að lengja lif
stjórnarinnar, en ummæli for-
sætisráðherrans haf a vakið andúð
ýmissa vinstri sinnaðra þing-
manna Verkamannaflokksins,
sem eru algerlega á móti sam-
starfi við flokka, er ekki starfa í
samræmi við sósialisk markmið.
Vináttusamningurinn
er mikilvægur fyrir
öryggi Sovétríkjanna
— segir Kosygin í Finnlandsheimsókninni
Helsinki, 22. man. Reuter— NTB.
„VINATTU- og samstarfssamn-
ingurinn milli Finnlands og
Sovétrfkjanna tryggir sjálfstæði
Finna og gegnir mikilvægu hlut-
verki fyrir öryggi Sovétrfkjanna
á landamærasvæðunum f norð-
vestri," sagði Alexander Kosygin
„Virða ber dóm þjóð-
arinnar" sagði Indira
er hún sagði af sér „í auðmýkt andans" eftir 11 ár í valdastóli
Nýju Delhi, 22. marz. Reuter — AP.
„VIRÐA ber dóm þjóðarinnar,"
sagði Indira Gandhi f boðskap
sínum til indversku þjóðarinnar
eftir að hún sagði af sér f dag.
„Samstarfsmenn mfnir og ég virð-
um þann dóm skilyrðislaust og f
auðmýkt andans," sagði forsætis-
ráðherrann ennfremur í lok 11
ára valdaferils sfns.
Þegar einungis var óvfst um 6
þingsæti af 542 hafði Janata-
flokkurinn hlotið 269 þingsæti,
stuðningsflokkur hans, Lýðræðis-
sinnaði Kongressflokkurinn 28,
Kongressflokkur Indiru Gandhi
152, Marxfski kommúnistaflokk-
urinn 21, Anna-DMK 19, Alkali-
flokkurinn 8, Kommúnista-
flokkur Indlands 7, og aðrir smá-
flokkar og óháðir frambjóðendur
samtals 32 þingsæti.
Gert er ráð fyrir að ný rikis-
stjórn taki við völdum á fimmtu-
dag, en B.D. Jatti, forseti
Indlands, hefur farið þess á leit
að  stjórn  Gandhis sitji  þar til
Janata-flokkurinn  hefi  myndað
stjórn.
Enn er allsendis óvist hver
verður næsti forsætisráðherra
Indlands, en enn þykja þeir lík-
legastir Morarji Desai, fyrrver-
andi varáforsætisráðherra og for-
maður Janata, og Jagjivan Ram,
fyrrum landbúnaðarráðherra, en
hann er leiðtogi Lýðræðissinnaða
kongressflokksins.
Indira Gandhi aflétti í dag
banni við starfsemi 26 stjórnmála-
samtaka, og þúsundum félaga i
þeim, sem setið hafa i fangelsi að
undanförnu, var sleppt úr haldi í
norðurhluta landsins.
Stundu eftir að Indira hafði
birt boðskap sinn til þjóðarinnar
kunngjörði Sanjay sonur hennar
að hann hefði ákveðið að láta af
beinni  þátttöku  í stjórnmálum,
carter; Dreg ekki úr
gagnrýni þrátt fyrir
ummæli  Brezhnevs
Washington, 22. marz. AP.
JIMMY Carter forseti lýsti þvl
yfir á fundi með leiðtogum á
Bandarfkjaþingi, að þrátt fyrir
mjög neikvæð ummæli Leonid
Brezhnevs, aðalritara sovézka
kommúnistaflokksins, muni hann
Fimm  Sovétnjósnarar
afhjúpaðir í Frakklandi
Parfs, 22. .marz Reuter.
Njósnahringurinn, sem af-
hjúpaður hefur verið í Frakk-
landi, hefur um fjórtán ára
skeið látið Sovétríkjunum í té
hernaðarleg       leyndarmál
Frakka og Atlantshafsbanda-
lagsins, að þvf er frönsk yfir-
völd skvrðu frá f dag.
Handteknir hafa verið fimm
menn — f jórir Frakkar og einn
ítali — en leiðtogi þeirra,
Serge Fambiw, er fæddur í
Júgóslavfu.
Fyrr á þessu ári var sovézkur
sendiráðsfulltrúi hjá Unesco f
Parfs, Vladimir Ivanovich, rek-
inn frá Frakklandi fyrir meint-
ar njósnir, og segja yfirvöld nú
að frekari brottvísunar sendi-
ráðsmanna frá austantjalds-
löndunum séu f aðsigi vegna
þessa nýja njósnamáls.
Fjórir mannanna hafa þegar
verið ákærðir fyrir njósnir, en
hinn fimmti, sem handtekinn
var i gær, er enn í yfirheyrsl-
Framhald á bls. 18
ekki draga úr gagnrýni sinni á
skerðingu mannréttinda.
Forsetinn vísaði hér til ræðu
Brezhnevs í gær þar sem hann
sagði m.a., að yfirlýsingar Carters
til stuðnings andófsmönnum í
Sovétrikjunum væri ihlutun í inn-
anríkismálefni, en slik íhlutun
yrði ekki þoluð undir neinum
kringumstæðum.
Alan Cranston öldungadeildar-
þingmaður, sem sat fundinn með
Carter, segir að forsetinn hafi
rætt málið mjög afdráttarlaust, og
hafi hann meðal annars látið þau
ummæli falla, að athygli sumra
beindist að „Brezhnev í hvert
skipti sem hann hnerraði".
Cranston hafði eftir Carter, að
borizt hefðu jákvæð viðbrögð við
stefnu hans i mannréttindamál-
um frá fjölmörgum einstakling-
um viða um heim, en þihgmaður-
inn sagði að greinilega hefði for-
setinn áhyggjur af þeirri gagn-
rýni, sem ýmsir hefðu haft i
frammi vegna hreinskilnislegra
Framhald á bls. 18
um leið og hann viðurkenndi að
ihlutun hans sem náins ráðgjafa
móður sinnar kynni að hafa átt
þátt i ósigri hennar i kosningun-
um. „Mig tekur ekki siður sárt til
þess ef það sem ég gerði hefur
komið niður á móóur minni, sem
helgað hefur líf sitt óeigingjörnu
þjónustustarfi," sagði Sanjay
Gandhi í yfirlýsingu sinni, sem
hin opinbera fréttastofa birti i
dag.
Þessi yfirlýsing Sanjays þykir
styðja röksemdir stjórnarandstöð-
unnar í kosingabaráttunni, en þvi
var mjög haldið fram, að Sanjay
hefði tekið sér vald, sem
hann hefði ekki verið kjörinn til
að f ara með.
Indira Gandhi óskaði í dag
þeirri stjórn, sem nútæki við
völdum, velfarnaðar og kvaðst
vona að lýðræði, frjálshyggja og
sósialismi yrði leiðarljós hennar.
Þingmenn Kongressflokksins
— flokks Indiru — kjósa sér
nýjan  leiðtoga  á  morgun,  en
Framhald á bls. 18
forsætisráðherra Sovétrfkjanna f
ræðu, sem hann flutti f dag við
upphaf opinberrar heimsðknar
sinnar f Finnlandi.
Kosygin varaði við að mark
væri tekið á andstæðingum „dé-
tente," og sagði að Sovétmenn
hefðu frið, samvinnu, sjálfstæði
og frelsi að leiðarljðsi í samskipt-
um sínum við aðrar þjóðir, um
leið og hann lofaði friðarvilja
Uhro Kekkonens Finnlandsfor-
seta á svíði utanrikismála.
Talið er að viðræður Kekkon-
ens og Kosygis muni aðallega snú-
ast um efnahagsmál, utanrikis- og
varnamál, og muni þær viðræður
fara fram i Ijósi samnings ríkjana
um vináttu, samstarf og gagn-
kvæma aðstoð frá 1948. Sam-
kvæmt samningnum ber Sovét-
rikjunum að hrinda hernaðarað-
gerðum af hálfu Þjóðverja og
bandamanna þeirra, sem beinast
að Sovétríkjunum og fara fram á
finnsku landsvæði. Nýlega var
haft eftir Kekkonen, að hernaðar-
Framhald á bls. 18
Tékkóslóvakía:
Sagt upp
störfum
Prag, 22. marz. Reuter.
AD MINNSTA kosti tfu þeirra,
sem undirrituðu „Mannrétt-
indi 77" hefur verið sagt upp
störfum á sfðustu vikum, að
þvf er málsvarar mannrétt-
indahreyfingarinnar f Tékkó-
skóvakfu skýrðu frá f dag.
Sumum var hreinskilnislega
tjáð að ástæðan fyrir uppsögn-
inni væri sú, að þeir hefðu
undirritað mannréttindaskial-
Framhald á bis. 18
St jórn Hollands
biðst lausnar
Haag, 22. rtiiir/. Reuter.
JOOP den Uyl, forsætisráðherra
Hollands, baðst i gær lausnar fyr-
ir sig og ráðuneyti sitt eftir að sex
ráðherrar f stjórninni lýstu opin-
berlega andstöðu sinni við
ákvórðun stjórnai inuar um upp-
hæð bóta fyrir land, sem tekið
verður eignarnámi.
Ráðherrarnir   sex   eru   úr
Kaþólska   þjóðarflokknum   og
Andbyltingarsinnaða       mót-
mælendaflokknum. Aðrir sam-
starfsflokkar sósial-demókrata í
stjórninni eru flokkur róttækra
og Lýðræðisflokkurinn.
Júliana drottning hefur beðið
stjórnina að sitja áfram fyrst um
sinn, en þingkosningar eiga að
fara fram í Hollandi 23. maí n.k.
og er almennt talið að stjórnin
sitji þangað til.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32