Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 70. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR
70.tbl.64.árg.
SUNNUDAGUR 27.MARZ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Thailand:
Uppreisn fór
út um þúfur
Bangkok 26. marz — Reuter.
THAILENZKA stjórnin skýrði
frá þvf f dag, að hópur upp-
reisnarmanna f hernum hefði
reynt að taka völdin f landinu, en
hefði verið yfirbugaður. Upp-
reisnarhðpurinn, sem kallar sig
„byltingarráðið", varðist f nfu
klukkustundir eftir að hafa tekið
thailenzka útvarpið og tilkynnt að
stjórn Thanin Kraivichien hefði
verið steypt af stóli.
t opinberri yfirlýsingu sagði að
uppreisnarmenn hefðu gefizt upp
og hermenn, sem studdu þá, voru
hvattir til að leggja niður vopn.
Sjónarvottar segja, að bylt-
ingarhermenn, sem stóðu vörð
um byggingar sem uppreisnar-
menn höfðu náð á sitt vald, hefðu
sumir lagt frá sér vopnin. Ekki
segir í yfirlýsingunni hvort leið-
togar uppreisnarmanna hefðu
gefizt upp.
Ríkisstjórnin sagði fyrr í dag,
að þeir sem stæðu á bak við upp-
reisnartilraunina, væru fyrrver-
andi hershöfðingi, Chalard Hiran-
yasiri, og næst æðsti maður hers-
ins, Prasert Thammasiri, hers-
höfðingi, sem sagður er haf a verið
neyddur til þátttöku.
Stuttu áður en uppreisnarmenn
gáfust upp sagði Chaloryoo, varn-
armálaráðherra, þeim að leggja
frá sér vopnin og þeir sem áttu
byssur sem ekki hefði verið skotið
úr yrðu álitnir saklausir. Ekkert
mannfall virðist hafa orðið í at-
burðum næturinnar.
Callaghan hafði hvort
eð er ekki mikil völd
— segir Daily Telegraph
London 26. marz AP
BREZKU blöðin hafa undanfarna
daga eðlilega fjallað mikið um
samkomulag Verkamannaflokks-
ins og frjálslyndra, sem varð til
að bjarga stjðrn Callaghans frá
falli á miðvikudag. The Times
sagði f leiðara um málið f fyrra-
dag, að það væru einkum þrjú
atriði, sem mikilvæg væru f þessu
samkomulagi. t fyrsta fagi, að
þessi rfkisstjórn gengi frá priðja
áfanga launamálaáætlunarinnar,
f öðru lagi, að ekki yrðu á þessu
þingi lögð fram fleiri róttæk
frumvórp, sem deilum gætu vald-
ið meðal þjóðarinnar, og f þriðja
lagi, að nú yrði lagt fyrir frum-
varp um beinar hlutfallskosning-
ar til Evrópuþingsins á næsta ári.
Times segir, að augljóst sé, að
þessi atriði og önnur, sem Verka-
mannaflokkurinn verði að fara
milliveginn i, muni valda deilum
innan hans, einkum við vinstri-
menn i þingflokknum og aukinn
þrýstingur verði á leiðtoga hans.
Daily Telegraph segir, að
Callaghan hafi fórnað svolitlum
grundvallaratriðum og svolitlum
völdum, sem hann hvort eð er
hafi ekki haft mikið af, til þess að
vinna sér svolítið meiri tíma í
embætti. Frjálslyndir hafi nú orð-
ið hluti af Verkamannaflokknum
og muni í framtiðinni fljóta eða
sökkva með honum, en þeir hafi
einnig i hendi sér órlög stjórnar-
innar.
The Guardian segir, að frjáls-
lyndir hafa velt lengi fyrir sér
hvað gerðist ef þeir notuðu at-
kvæði sin til að sökkva Callaghan
og hafi komizt að þeirri niður-
stöðu, að mun vænlegra væri að
halda skútunni á floti. Þeir hefðu
að visu sett nokkur skilyrði, en
það væri ágætt, því að þau hefðu
öll verið réttlætanleg. Nú væri
sýningin hafin og enginn gæti
sagt fyrir um hve lengi hún stæði,
en liklegt væri að allar deilur og
gagnrýni á Steel og Callaghan
hjöðnuðu fljótlega ef þeir sýndu,
að Bretar hefðu hag af þessu sér-
stæða samkomulagi.
Stjórn Indlands:
Hátíðarmessa í
Dómkirkjunni
í DAG verður þvf fagnað með
hátfðarmessu, að hinni miklu
og gagngeru viðgerð á Dóm-
kirkjunni er lokið. Messan
hefst kl. 11 f.h. Sr. Þórir
Stephensen prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Hjalta
Guðmundsyni, sóknarnefndar-
menn flytja bæn og ritningar-
orð. Dómkórinn syngur undir
stjórn Ragnars Björnssonar og
Svala Nielsen syngur einsöng.
KI. 2 sfðdegis verður svo föstu-
messa, sem sr. Hjalti
Guðmundsson annast.
Morgunblaðið sagði nokkuð
frá viðgerðinni i gær. Á með-
fylgjandi mynd Ólafs K.
Magnússonar er málarameist-
ari Dómkirkjunnar, Sighvatur
Bjarnason, að leggja síðustu
hönd á gyllingu rammans um
altaristöfluna, en Frank Ponzi
hefur nú lokið viðgerð á henni.
Sighvatur hefur stundað sér-
nám og lisnám i Danmörku í
sambandi við iðngrein sína, og
hann vann með námi sinu ekki
sfst að viðhaldi eldri bygginga.
Hann hefur m.a. lært gyllingu,
og gyllingarvinnan í Dómkirkj-
unni er fyrst og fremst hans
verk, og hann hefur stjórnað
málningarvinnunni allri, en að
henni hafa unnið um 11 manns
undanfarna mánuði.
Yfissmiður og verkstjóri ann-
arra framkvæmda hefur verið
Ólafur Ólafsson húsasmiða-
meistari.
Hver-
borgar
brúsann ?
Briissel, 26. marz Reuter
LÍTIÐ miðaði f gær í um-
ræðum varnarmálaráðherra
NATO um skiptingu kostnaðar
við kaup á 22 Boeing 707 rat-
sjárþotum, sem samþykkt voru
i fyrradag. Er kostnaðurinn
áætlaður um 2,4 milljarðar
dollara. Þotufloti þessi á að
fylgjast með allri þróun mála í
A-Evrópu og vara við hugsan-
legri árás Sovétríkjanna á V-
Evrópu úr lofti.
Er að klof na
á fyrsta degi
Átján
þjóðir
á fiski-
ráðstefhu
Björgvin, 26. marz. NTB.
FULLTRÚAR þeirra þjóða sem
stunda veiðar á norðvestanverðu
Atlantshafi hafa orðið ásáttir um
að koma saman til ráðstefnu f
júnf til að ræða iiýjan samning
um eftirlit með veiðum á þeim
slððum.
Þetta er niðurstaða undirbún-
ingsfundar sem hefur verið hald-
inn í Ottawa. Ákveðið hefur verið
að endurskoða samninginn þar
sem fiskveiðilögsaga ýmissa ríkja
hefur verið færð út í 200 mílur.
Jafnframt er ætlunin að endur-
skipuieggja nefndina sem hefur
umsjón með samningnum
(ICNAF).
Átján lönd áttu fulltrúa á fund-
inum i Ottawa: tsland, Bretland,
Noregur, Bandarikin, Vestur-
Þýzkaland, Danmörk, Kanada,
Frakkland, ítalia, Spánn,
Portúgal, Rúmenía, Pólland,
Kúba, Austur-Þýzkaland, Búlgar-
ía, Japan og Sovétríkin.
Fulltrúar landanna voru sam-
mála um það i grundvallaratrið--
um að þörf væri á nýjum samn-
ingi. En þeir voru ósammála um
skiptingu kvóta og réttinda
strandríkja til að hafa eftirlit með
veiðum utan 200 milna.
Nýju -Delhi 26. marz. Reuter
Samsteypustjórn Janataflokksins
f Indlandi virtist vera að þvf
komin að klofna þegar Jagjivan
Ram, fyrrverandi matvælaráð-
herra, var ekki viðstaddur þegar
Morarji Desai, forsætisráðherra,
sór embættiseið fyrir sig og 20
manna rfkistjðrn sfna. Ram, sem
er 68 ára gamall leiðtogi 80
milljðna manna „hinna óhreinu",
f Indlandi, var á ráðherralista
Desais, sem lagður var fram f
gærkvöldi.
En hvorki hann né náinn sam-
starfsmaður hans, Hemwati
Nandan Bahuguna, sem einnig
var á ráðherralistanum, komu til
athafnarinnar. Tveir sósíalistar i
ríkisstjórninni voru einnig fjar-
verandi, þeir George Fernandes
og Raj Narain, sem vann þingsæti
sitt af Indiru Gandhi. Heimildir
innan stjórnarinnar herma að
þeir hafi verið að reyna að fá Ram
til að láta af afstöðu sinni.
Ekki hefur verið tilkynnt um
skiptingu ráðuneyta en talið er að
Ram verði boðið embætti
aðstoðarforsætisráðherra. Tals-
maður flokks Rams, Lýðræðisráð-
stefnunnar, er sagður hafa sagt í
morgun að tilkynning um að Ram
og Bahuguna hefðu tekið sæti í
stjóninni hefði komið mjög á
óvart og að hún hlyti að vera
röng. Ram var helzti keppinautur
Desais um forsætisráðherratign.
L.K. Advani, aðalritari Janata,
sem sæti á í nýju ríkisstjórninni,
sagði fréttamönnum, að Ram
hefði hringt til Desai og sagt
honum að hann væri reiðubúinn
til að taka sæti í ríkisstjórninni.
Podgorny
í Zambíu
Dar Es Salaam, 26. marz Reuter
NIKOLAI Podgorny, forseti
Sovétrfkjanna, kom f dag til
Zambíu á ferð sinni um Afrfku er
hefur vakið ugg á Vesturlöndum
um að áhrif Rússa geti aukizt f
sunnanverðri álfunni.
Hann vildi ekki ræða nánar af
hverju Ram hefði snúizt hugur.
Ram hefur ekki gefið út neina
yfirlýsingu um málið.
Podgorny kemur frá Tanzaníu
þar sem Julius Nyerere hrósaði
Rússum fyrir stuðning við skæru-
liða blökkumanna i Rhódesiu og
Suðvestur-Afriku en gagnrýndi
þá fyrir ónógan stuðning við
blökkumannariki Afriku.
Vance býður
ný jan samning
Washington, 26. marz. Reuter.
Cyrus Vance utanrfkisráðherra
mun bjóða Rússum til samninga
um verulegan niðurskurð kjar-
orkuvopna þegar hann kemur til
Moskvu á mánudag til þriggja
daga viðræðna við sovézka leið-
toga að þvf er bandarfskir em-
bættismenn skýrðu frá f dag.
Vance kom í dag til Briissel
ásamt Paul Warnke, samninga-
manni Bandaríkjamanna i vig-
búnaðarmálum. Þeir munu leggja
til við Rússa að samingurinn sem
var gerður í Vladivostok 1974
verði staðfestur og hafnar verði
nýjar viðræður um takmörkun
kjarnorkuvopna (Salt).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48