Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 79. tölublaš - Pįskablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977
47
ENSKA KNATTSPYRNAN
GAMALDAGS OG LEIÐINLEG
-SAGÐI HINN FRÆGI ÞJÁLFARI HENNES WEISWEILER
I VIÐTALI sem nýlega birtist í
þýzku dagblaði við hinn kunna
knattspyrnuþjálfara Hennes
Weisweiler, lýkur hann miklu
lofsorði á knattspyrnumenn á
Norðurlöndum, og segir að f
hópi þeirra sé að finna marga
af beztu knattspyrnumönnum
heims. Þeir hafi hins vegar
yfirleitt ekki eins mikil tæki-
færi til þess að stunda íþrðtt
sfna og knatjspyrnumenn f
flestum öðrum Evrópulöndum,
og þvf njóti þeir sín aðeins til
fulls hjá erlendum liðutn.
Bendir Weisweiler á það f um-
ræddu viðtali að enn sé áhuga-
mennskan allsráðandi hjá
Norðurlandaþjóðunum, nema
helzt hjá Svfum, en eigi að
sfður geti landslið þessara
þjóða staðið upp I hárinu á
hvaða landsliði sem er, og
nefnir hann sem dæmi að ls-
lendingar hafi t.d. lagt Austur-
Þjóðverja að velli og gert jafn-
tefli við Frakka árið 1975.
Hennes   Weisweiler   varð
frægur maður i knattspyrnu-
FH
vann
Víking
í gær fóru fram þrír
leikir í 1. deildar keppni
íslandsmótsins í hand-
knattleik.      Tveimur
þeirra var lokið þegar
Morgunblaðið fór í prent-
un. í Hafnarfirði sigraði
FH Víking með 34 gegn
30. Staðan í hálfleik var
14—13 fyrir Víking. Og í
Laugardalshöll sigraði
Þróttur ÍR með 29 gegn
27. Staðan í hálfleik var
14—14.
heminum er hann tók að sér
þjálfun vestur-þýzka liðsins
Borussia Mönchengladbach, en
árangur hans með liðið var með
ólikindum og varð m.a. til þess
að hann var útnefndur bezti
knattspyrnuþjálfari í heimi.
Árangur hans með Borussia
varð til þess að fjölmörg knatt-
spyrnufélög víða i Evrópu
gerðu honum freistandi tilboð
og að lokum ákvað Weisweiler
að taka tilboði sem honum
barst frá spænska félaginu FC
Barcelona.     Var     gerður
samningur til tveggja ára og
fékk þjálfarinn eina milljón
þýzkra marka í sinn hlut fyrir
það eitt að undirrita samning-
inn.
En Weisweiler dvaldi hins
vegar ekki í tvö ár á Spáni.
Aðeins átta mánuðum eftir að
hann tók við þjálfun FC
Barcelona hélt hann aftur
heimleiðis til Þýzkalands.
— Það var nánast ómögulegt
að þjálfa þetta lið, segir hann í
nefndu viðtali. Spánverjar eru
að visu framúrskarandi knatt-
spyrnumenn, en flestir leik-
manna liðsins voru illa haldnir
af derringi og voru þess full-
vissir að þeir væru beztu knatt-
spyrnumenn i heimi. Þeir
kunnu allt og gátu allt. Töpuðu
þeir leik var það dómaranum
eða þjálf aranum að kenna.
Þrátt fyrir þessi ummæli
Weisweiler er það opinbert
leyndarmál að hann yfirgaf FC
DANIR BREYTA
LEIKJARÖÐUN
OG LEKSTÖÐUM
DANIR hafa nú gert ýmsar
breytingar á leikjaniðurröðun í
riðli þeim er íslendingar leika í
í Heimsmeistarakeppninni i
handknattleik næsta ár. Þannig
verður leikur tslands og Dan-
merkur ekki fyrsti leikurinn í
riðlinum, eins og vera átti sam-
kvæmt drættinum, sem fram
fór í síðasta mánuði. Leika ís-
lendingar fyrst við Sovétmenn
og stilla Danir þessum liðum
greinilega upp fyrst,til að þeir
geti séð bæði þessi lið leika.
Þá hafa Danir flutt leikina
til, þannig að leikið verður á
stærri stöðum, sem hafa stærri
íþróttahallir. Telja Danir sig
með þessu fá fleiri áhorfendur,
sem þeir telja eðlilega alla vera
á sínu bandi.
Fyrsti leikur íslendinga
verður í Árósum 27. janúar
gegn Sovétmönnum. Degi slðar
verður leikið gegn Dönum í
Álaborg og þriðji leikurinn I
riðlinum verður 29. janúar
gegn Spánverjum i Tysted. Tvö
lið komast áfram úr þessum
riðli.
Matti með mark
í hverjum leik
MATTHÍAS Hallgrfmsson lét
mjög vel af dvöl sinni I Svfþjóð
er Morgunblaðið ræddi við
hann f gær. Hefur Halmia, lið
Matthfasar, leikið sjö æfinga-
leiki að undanförnu og ekki
tapað neinum þeirra. Hefur lið-
ið t.d. gert jafntefli við tvö
þeirra liða, sem talin eru hvað
sterkust f 1. deildinni sænsku,
„allsvenskan". Hefur Matthfas
skorað eitt márk f hverjum
þessara leikja.
— Það er mikill hugur í leik-
mönnum Halmia og það eina
sem við erum hræddir við er að
menn slaki á eftir velgengnina
að undanförnu, sagði Matthfas
Hallgrfmsson. Fyrsti leikur
liðsins f 2. deildinni verður á
mánudaginn, en þá leika saman
Norrby og Halmia. Verður leik-
ið I Borás, á heimavelli Norrby,
liðsins, sem Vilhjálmur Kjart-
ansson ætlar að leika með f
sumar.
Barcelona vegna ágreinings við
hinn fræga leikmann félagsins,
Hollendinginn Johan Cruyff. í
viðtalinu var Weisweiler
spurður um þetta, en hann
svaraði þvi einu að Cruyff væri
frábær knattspyrnumaur, en
bætti síðan við að knattspyrnu-
lið byggðist ekki á stjörnum,
heldur jöfnum og samvinnu-
þýðummönnum.
Eftir að Weisweiler kom til
Þýzkaalnds að nýju tók hann
við þjálfun FC Köln og þykir
knattspyrna félagsins hafa
tekið miklum breytingum til
batnaðar síðan, þótt liðiðsé
reyndar ekki í allra fremstu röð
í vestur-þýzku 1. deildar keppn-
inni að þessu sinni.
Að undanförnu hafa verið
fréttir á lofti um að Weisweiler
hefði fengið tilboð frá enskum
knattspyrnufélögum, og stað-
festi hann það í umræddu
viðtali. Hann vildi hins vegar
ekki gefa upp hvaða félög
hefðu gert honum tilboð.
— Ég ætla mér ekki að taka
þessum tilboðum, sagði Weis-
weiler. — Ekki af því að ég sé
ekki hrifinn af enskri knatt-
spyrnu. Þvert á móti tel ég að
engir knattspyrnumehn leggi
sig eins fram í leikjum og
almennt gerist í Englandi. Hins
vegar er „still" flestra
félaganna i Englandi afskap-
lega gamaldags og leiðinlegur.
Með honum er erfitt að ná
árangri, og eitt það versta sem
gæti komið fyrir þýzka knatt-
spyrnu væri að við tækjum
hann upp. Ég er hræddur um
að þá ^rðu áhorfendapallarnir
fljótir að tæmast.
í lok umrædds viðtals fjallar
Weiseiler nokkuð um knatt-
spyrnumenn frá Norður-
löndunum, en hann hefur haft
allmarga slíka í liðium sínum,
einkum þó Dani. Hrósar hann
Norðurlandabúum mjög og
segir að það þurfi venjulega
ekki að segja þeim hvað gera
skuli nema einu sinni.
VÖLSUNGUR sigr M fyrir nokkru f keppninni f 2. deild f blaki og
leikur félagið þ< 4 f 1. deild á næsta ári f fyrsta skipti. Er þessi sigur
vegleg afma-lisgjöf blakmanna félagsins til Völsungs á 50 ára
afmælinu. Fremri röð frá vinstri: Gfsli Haraldsson fyrirliði, Asvald-
ur Þormóðsson, Sveinn Pálsson og Gunnar Jóhannsson. Aftari röd:
Hjörtur Einarsson, Hannes Karlsson, Haraldur Þórarinsson, Helgi
Helgason, Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Héðinsson og Gunnar
Arnason liðsstjóri. (Ljósm. Biirkur Arnviðarson).
Völsungur 50 ára um þessar mundir
Félagar ekki eldri
en 16 ára í upphafi
og engar stúlkur
URVAL - EKKI
LANDSLIÐIÐ
LIÐ það sem leikur gegn
Fredericia i Laugardalshöllinni
á mánudaginn verður ekki
raunverulegt landslið, heldur
verður það valið af Bjarna
Jónssyni. Þó það verði að mestu
skipað landsliðsmönnum, þá er
því ekki teflt fram sem slíku,
heldur sem Urvalsliði. Fyrsti
leikur Fredericia verður gegn
Vfkingi f Laugardalshöllinni í
kvöld, annar leikurinn verður
gegn FH f Hafnarfirði á laugar-
daginn klukkan 15 og þriðji
leikurinn gegn úrvalinu f Höll-
inni á mánudaginn klukkan 16.
Þrír leikir í
litla bikarnum
ÞRtR leikir verða f litlu bikar
keppninni f knattspyrnu yfir
páskahelgina. t dag mætast
Breiðablik og FH á Vallar-
gerðisvellinum f Kópavogi
klukkan 14 og á sama tfma
leika IA og Haukar á Akranesi.
A laugardaginn klukkan 14
mætast svo á Káplakrika
„fjendurnir úr Firðinum" FII
og Haukar. Urðu Haukar sigur-
vegarar f litla bikarnum f fyrra
og lögðu þá m.a. FH-inga.
Húsavik 5. april
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Völsung-
ur minnist 50 ára afmælis fé-
lagsins um þessar mundir, en
það var stofnað 12. april 1927 af
23 Húsavíkurdrengjuni. Aðal-
hvatamenn að stofnun félags-
ins voru bræðurnir Jakob og
Jóhann Hafstein og skipuðu
þeir fyrstu stjórn félagsins
ásamt Ásbirni heitnum Bene-
diktssyni. Segja má að vagga
félagsins hafði fyrstu árin verið
á heimili foreldra Hafsteins-
bræðra, sýslumannshjónanna á
Húsavík. Fyrstu lög félagsins
voru einföld og i þeim er ekki
getið um nafn félagsins. Fyrsta
grein þeirra hljóðaði svo: „Fé-
lagar mega ekki vera yngri en
10 ára og ekki eldri en 16 ára."
Með uppvexti þessara ungu
drengja færðist aldurstakmark-
STÓRVELÐIN f fslenzkum
kvennahandknattleik undan-
farin ár, Valur og Fram, eru
bæði fallin úr bikarkeppninni f
handknattleik. Tapaði Valur I
fyrrakvöld fyrir KR-ingum
með 12 mörkum gegn 13. Var
það fyrst og fremst mikil
barátta KR-stúlknanna, sem
færði þeim sigur f þessum leik,
en Valur hafði tvö mörk yfir í
byrjun seinni hálfleiksins. En
með seiglunni og mikilli
baráttu höfðu KR-stúIkurnar
það og var sigur þeirra eftir
atvikum sanngjarn.
Framstúlkurnar töpuðu fyrir
nokkru   fyrir   Haukjim   úr
ið eðlilega upp. Fyrst i stað kom
þeim ekki annað til hugar en að
hafa eingöngu drengi i félag-
inu. Sex árum frá stofnun fé-
lagsins, 1933, biðluðu þeir þó til
stúlkna á Húsavik og gengu þá
27 ungar meyjar í félagið. Þess
er getið í fundargerð að dansað
hafi verið að loknum fundar-
störfum á inntökufundinum.
Saga Völsunga verður ekki
rakin hér, en er á margan hátt
merk og skipar sinn virðulega
sess i sögu Húsavikur. Einnig
eiga Völsungar sinn drjúgá þátt
í þróun íþróttahreyfingarinnar
úti á landsbyggðinni.
Völsungar minnast afmælis-
ins með hátíðadagskrá annan
dag páska og á afmælisdaginn
12. april með íþróttahátíð i
Iþróttasalnum.
— Fréttaritari
KR og Haukar lögöu
stórveldin í kvenna-
handknattleiknum
Hafnarfirði með miklum mun,
eða 10 mörkum gegn 15. Er lið
Haukastúlknanna mjög efni-
legt og eru allar likur á að Iiðið
leiki I 1. deildinni á næsta ári.
Sigruðu Haukar i sinum riðli
nokkuð örugglega og eiga að
leika úrslitaleik I deildinni
gegn Grindavik. Veðja flestir á
lið Hauka í þeirri viðureign, en
að Grindavík muni hins vegar
fá tækifæri til að ná sæti í 1.
deildinni með þvi-að leikq gegn
Vikingi, næstneðsta liðinu i 1.
deildinni. Breiðabik er hins
vegar falliö niður í 2. deild
kvenna.
Iþróttaviðburðir
um páskahelgina
SKÍRDAGUR:
SIGf UFJÓRÐUR: Stórsvig og 3x10 km. boðganga.
LAUGARDALSHÖLL: Vtkingur — Fredericia kl. 20.
LAUGARDALSHÖLL:  Ármann  —  Haukar  klukkan  18.  bikarkeppni
kvenna.
KÓPAVOGUR: BreiSablik — FH kl. 14, litli bikarinn.
AKRANES: ÍA— Haukar kl. 14. litli bikarinn.
FÖSTUDAGURINN LANGI
SIGLUFJÖRÐUR: Skiaaþing.
LAUGARDAGURINN 9. APRÍL:
HAFNARFJÖRÐUR: Haukar— FH kl. 14, litli bikarinn.
LAUGARDALSHÖLL: Meistaramótið I badminton kl. 10.
HAFNARFJÖRÐUR: FH — Fredericia kl. 1 5.
SIGLUFJÖRÐUR: Svig karla og kvenna.
PÁSKADAGUR:
LAUGARDALSHÖLL: Úrslitaleikir I badminton meistaramótinu kl. 1 5.
SIGLUFJÖRÐUR: Flokkasvig, 30 km. ganga fullorSinna, 15 km. ganga
unglinga, verðlaunaafhending og mótsslit um kvöldið
ANNAR í PÁSKUM:
LAUGARDALSHÖLL: Úrval— Fredericia kl. 16.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48