Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 122. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36 SlÐUR
122. tbl. 64. árg.
FÖSTUDAGUR 3. JÍJNl 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
AUt vid þad
sama í Hollandi
Assen, Hollandi, 2. júnf. Reuter — AP.
SAMNINGAVIÐRÆÐUR hol-
lenzkra     stjórnvalda     við
mólúkksku hryöjuverkamennina,
sem enn halda 59 manns ( gfsl-
ingu ( lest og skóla skammt frá
Assen, voru í strandi i kvöld og
Mólúkkarnir skutu f reioikasti á
tvo sjónvarpsturna, sem lögregl-
an hafði reist til að fygljast með
atburðarásinni á svæðinu. Kröfð-
ust þeir þess að turnarnir yrðu
rif nir niður þegar f stað.
Joop den Uyl forsætisráðherra
Hollands sagði i sjónvarpsræðu í
kvöld að margir dagar kynnu að
lfða þar til samningar tækjust um
lausn gislanna. Báðir aðilar hafa
hafnað tillögum hinna um mili-
göngumenn, en ekki hefur fengist
upp gefið um hverja var að ræða.
Hafði stjórnin áður f allist á kröfu
skæruliðanna um að milligöngu-
maður yrði fenginn til að vinna að
lausn deilunnar.
Talsmaður hollenzka dóms-
málaráðuneytisins sagði í dag, að
ljóst væri að þessi skæruliðahóp-
ur væri miklu harðari í horn að
taka en hópurinn, sem rændi lest-
inni f Beilen fyrir hálfu öðru ári.
Sá hópur hefði ekki talað um ann-
að en stjórnmál alla 12 daga um-
sátursins, en nú væri ekki minnst
á stjórnmál.
Skæruliðarnir krefjast sem
kunnugt er að 21 S-
Mólúkkúmanni  verði  sleppt  úr
fangelsum í Hollandi, en þessir
menn hafa allir verið dæmdir
fyrir skæruliðastarfsemi m.a.
fyrir lestarránið í Beilen og að
þeim verði tryggt að þeir fái að
fara frjálsir ferða sinna úr landi.
Hefur rikisstjórn Hollands visað
þessum kröf um á bug.
Bygging hrundi
og 50 fórust
Recife, 2. júní. Reuter.   •
SJÖ hæða bygging f bænum
Jaboatao skammt fra Recife í
Brazilfu hrundi til grunna í nótt
og fréttir þaðan herma að
minnsta kosti 50 hafi beðið bana.
Rúmlega 100 manns voru í
byggingunni þegar hún hrundi. í
byggingunni voru verzlanir,
skrifstofur og fbúðir.
Rhódesía:
Menahem Begin Ieiðtogi Likudflokksins, og Yigael Yadin, leiðtogi Lýðræðisbreytingaflokksins áður
en þeir hðfu viðræður um myndun samsteypustjórnar f Tel-Aviv f dag.
Sjá frétt á bls. 16.                                                                 Simamynd AP
Andófsmenn
ákærðir í
PóUandi
Varsjá, 2. júní.AP
SKRIFSTOFA rfkissaksókn-
arans í Póllandi sagði f gær að
pólsku andófsmennirnir 11,
sem handteknir voru f sl.
mánuði, yrðu ákærðir fyrir að
hafa skaðað pólitíska hags-
muni PóIIands. Ef þeir verða
sekir fundnir eiga þeir yfir
höfði sér allt að 5 ára fangels-
isdóm. í hópi mannanna eru 6
af helztu forystumönnum
varnarnefndar verkamanna
sem sett var á laggirnar til að
aðstoða verkamenn, sem hand-
teknir voru f kjölf ar óeirðanna
í Póllandi f fyrrasumar vegna
fyrirhugaðrar hækkunar á
matvælum.
Rússar vara við alvarleg-
um alþjóðalegum afleiðingum
Liðið kallað heim segja Bretar
London, Moskvu og Salisbury 2. júnt. AP.
HEIMILDIR í Lundúnum hermdu f dag, að Rhódesfu-
stjórn hefði tilkynnt David Owen, utanrfkisráðherra
Bretlands, að hún hefði kallað til baka lið sitt frá
Mosambique. Owen sendi Smith harðorða orðsendingu f
gær og fordæmdi innrásina. Owen, sem kom heim frá
Norður-suður-ráðstefnunni sfðdegis í dag, fðr þegar á
fund með helztu ráðgjöfum sfnum til að ræða Rhódesfu-
málið.
Tass-fréttastofan fordæmdi í
dag harðlega innrás Rhódesiu og
varaði stjórn lan Smiths við þvi
að innrásin gæti haft alvarlegar
alþjóðlegar afleiðingar. Þá sakaði
Tass einnig Breta um að hafa
örvað Rhódesíumenn til innrásar-
innar. i tilkynningu Tass, sem
greinilega hafði verið samþykkt
af æðstu valdamönnum Sovétrikj-
anna, sagði að Rhódesíustjórn
hefði  gert  „sjóræningjainnrás"
inn í Mosambique, sem nýlega
hefði undirritað vináttusamning
við Sovétrikin. Þessar aðgerðir
kynþáttahatara undir forystu Ian
Smiths hefðu aðeins orðið til þess
að skapa enn meiri spennu f
suðurhluta Afríku og gætu haft i
för með sér alvarlegar alþjóðlegar
afleiðingar. Yfirlýsing brezku
stjórnarinnar um að hún myndi
undir engum kringumstæðum
beita valdi  gegn  stjórn Smiths
Norður-Suðurráð-
stefnan út um þúf ur?
hefði verið bein uppörvun til
stjórnarinnar um að láta til skar-
ar skríða. Síðan sagði: „Tass het'-
ur heimild til að lýsa því yfir að
öll ábyrgð á afleiðingum innrásar-
innar hvilir á herðum kynþátta-
fordómarikisstjórnanna í suður-
hluta Afríku og erlendra stuðn-
ingsmanna þeirra."
Engin opinber tilkynning hefur
komið frá Rhódesíustjórn um að
lið  hennar hafi verið kallað til
baka og  i dag sagði  yfirmaður
Framhald á bls. 20.
Belgía:
Stjórnin féll eftir
eina klukkustund
Parfs. 2. júnf. AP.
MIKILL ágreiningur kom f morg-
un upp á fundi rfkra og snauðra
þjóða        á        Norður-
Suður-ráðstefnunni f París um
meðferð orkumála og var í kvöld
óljðst hvenær ráðstefnunni lyki
og hver endanlegur árangur
hennar yrði. Ágreiningur þessf
kom upp rétt er alhliða lausn var
f sjðnmáli um aðgerðir til að
takast á við efnahagsvandamálin,
sem aðskilja rfku og fátæku þjóð-
irnar. A fundinum í gær náðist
samkomulag um hráefnasjóðinn
svokallaða, sem á að vera tæki til
að  framkvæma  hráefnaáætlanir
viðskiptanefndar     Sameinuðu
þjóðanna, en hún miðar m.a. að
þvf að draga úr verðsveiflum og
tryggja hráefnaframleiðendum
fastan markað.
Cyrus Vance, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, yfirgaf fundinn í
morgun og hélt heimleiðis, en
skipaði Richard Cooper aðstoðar-
utanrfkisráðherra fulltrúa sinn.
19 þróunarlönd og olíufram-
leiðslulönd vísuðu í morgun á bug
tillögu iðnaðarrikjanna 8 um að
komið yrði á fót fastanefnd til að
f jalla um orkumál og iðnaðarríkin
gátu ekki sætt sig við gagn tillögu
ríkjanna 19, en ekki hefur verið
upplýst í hverju sú tillaga er fólg-
in.
Heimildir í París hermdu í
kvöld að fulltrúar beggja hópa
hyggðust gefa út sérstakar til-
kynningar, þar sem fram komi að
fundurinn hafi algerlega mistek-
ist eða þvi sem næst. Ráðstefna
þessi hófst fyrir 18 mánuðum og
átti að ljúka i gær. í kvöld var
ekki ljóst hvenær henni lyki
endanlega eða hvort tækist á síð-
ustu stundu að berja saman mála-
miðlunartillögu.
Briissel. 2. júnf. AP — Reuter.
í KVÖLÐ var allt óljóst um lausn
stjórnarkreppunnar í Belgfu,
eftir að 4 af ráðherrum nýmynd-
aðrar stjórnar Leo Tindemans
mættu ekki til að sverja
embættiseið aðeins einni klukku-
stund eftir að forsætisráðherrann
hafði opinberlega tilkynnt um
myndun nýrrar stjórnar á blaða-
mannafundi. Tindemans gekk þá
þegar á fund Baudouins konungs
og sagði af sér. Mun konungur
taka afstöðu til lausnarbeiðnar-
innar á morgun. Tindemans vildi
í kvöld ekkert segja við frétta-
menn um hvert hann héldi að
framhaldið yrði, en sagðist
myndu fara í að kanna stöðuna
eftir stutta hvfld. Stjórnarmynd-
unartilraunirnar f landinu hafa
nú staðið í 7 vikur, eða frá þvf að
úrslit f þingkosningunum lágu
fyrir.
Fjórir flokkar áttu aðild að
stjórninni, sem Tindemans taldi
sig hafa myndað. Flokkur hans,
Kristilegi sósíalistaflokkurinn
var með 10 ráðherra, sósialistar
með 9 og tveir minni flokkar,
Volksunieflokkur   flæmskuma'l-
andi manna og FDF, flokkur
frönskumælandi höfðu 2 ráðherra
hvor. Flokkarnir 4 hafa 173 þing-
sæti af 212 í þinginu. Ráðherrarn-
ir 4 sem ekki mæUu, voru allir úr
einum armi flokks Tindemans, en
þeir lýstu yfir óánægju með þau
ráðherraembætti, sem þeim hafði
verið úthlutað. Þeir voru Paul
Boeynants aðstoðarforsætisráð-
herra og varnarmálaráðherra,
Alfred Calicice félagsmálaráð-
herra, Antoine Cumblet land-
búnaðarráðherra og Joseph
Michael menntamálaráðherra.
Fimm hlupu
fyrir lest á
f imm stöðum
Tokyo, 2. júní. Reuler
Fimm konur á aldrinum
31 til 57 ára sviptu sig
Iffi með því að hlaupa i
veg fyrir járnbrautar-
lestir á fimm stöðuin í
Tokyo í dag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36