Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 128. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
128. tbl. 64. árg.
LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977.
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Amin herðir
taugastríðið
Einn hryðjuverkamannanna sem halda rúmlega 50 manns f gfslingu f járnbrautarlest sfcammt frá bænum
Assen f Norður-Hollandi klifrar upp á lestina af ókunnum ástæðum og félagi hans horfir á.
Óttast að umsátríð
endi með blóðbaði
Assen. lO.júní. Reuter.
ÓTTAZT er að umsátrin f Hol-
landi endi með blóðbaði þar
sem önnur tilraun milli-
göngumanna til að fá hermd-
arverkamennina frá Suður-
Mólukkaeyjum til að sleppa
gíslnm sfnum hefur farið út
um þúfur.
Meiri llkur eru á þvt en áður að
stjórnin beiti valdi, ef alltannað bregst,
til að bjarga gíslunum f járnbrautarlest-
inni, 51 að tölu Farþegarnir I lestinni
og fjórir kennarar I barnaskólanum I
Bovensmilde hafa verið i gíslingu í 1 9
daga
Frá þvi var skýrt að hollenzka stjórn-
in hefði vlsað á bug beiðni frá ættingj-
um gíslanna I lestinni um að þeir yrðu
hafðir með I ráðum áður en árás yrði
gerðá lestina.
Opinber talsmaður sagði að ættingj-
unum hefði verið sagt að stjórnin væri
ekki siður áhyggjufull en þeir, en úti-
loka yrði allar 'ahyggjur ef taka þyrfti
nauðsynlegar ákvarðanir.
Wilhelm de Gaay Fortman innan-
rikisráðherra sagði I viðtali við Amster-
dam-blaðið De Volkskrant að finna yrði
lausn innan ramma laganna og sú
lausn yrði að ganga fyrir lifum gísl-
anna
Opinberir talsmenn segja þó að þótt
stjórnin sé orðin óþolinmóð sé það
þó ennþá meginmarkmið hennar að
'fyggja öryggi fanganna.
Þótt sáttartilraunin i gær hafi farið út
um þúfur leggur stjórnin áherzlu á að
viðræðum við hermdarverkamennina
sé haldið áfram. Geðlæknirinn Dick
Mulder, aðalsamningamaður stjórnar-
innar, talaði við hermdarverkamennina
i stma i dag
Nairobi, 10 júnt AP  Reuter.
TAUGASTRÍÐ Idi Amins
Ugandaforseta og Breta
harðnaði f dag pegar útvarpið
f Kampala tilkynnti að Breti
hefði verið handtekinn fyrir
njósnir og að hann yrði líf-
látinri f næstu viku ef hann
yrði fundinn sekur.
j kvöld tilkynnti Uganda-
útvarpið að brezkum þegnum
i Uganda hefði verið bannað
að safnast saman eða ferðast
saman fleiri en þrír í hóp. Þeii
sem virða ekki bannið verða
tafarlaust handteknir og
færðir í næsta fangelsi, sagði
útvarpið.
Jafnframt fóru yfirvöld í
Uganda þess á leit við franska
sendiráðið í Kampala í dag að
það hætti að gæta hagsmuna
Breta i landinu eins og það
hefur gert síðan stjórnmála
sambandi Bretlands og
Uganda var slitið, þar sem
brezkir þegnar hefðu notað
sendiráðið til undirróðurs
starfsemi gegn Uganda.
Fyrr í dag gagnrýndi Amin tvo sam-
veldisleiðtoga. Kenneth Kaunda
Zambiuforseta, sem hann kallaði ..mál-
plpu heimsvaldasinna'' og Shridath
Ramphal, framkvæmdastjóra sam-
valdsins, sem hann kallaði ..litilsigldan
mann ".
Amin hrósaði einnig Rússum ( dag
fyrir hjálp sem þeir hefðu veitt frelsis-
hreyfingum og sagði Ugandahermönn-
um sem eru nýkomnir frá Sovétrikjun-
um þar sem þeir hafa fengið sérþjálfun
að það sem þeir heyrðu sagt í Araba-
og Afríkulöndum um Sovétrikin væri
hreinn áróður.
Útvarpið kallaði Bretann sem hefur
verið ákærður fyrir njósnir aðeins
„Cullen', en heimildir i Kampala
herma  að  hér  sé  um að  ræða  Bob
Scanlon. verkstjóra hjá Cooper Motor-
fynrtækinu i Kampala Hann mun hafa
verið handtekinn á fimmtudaginn
Heimildir herma að Scanlon hafi
verið einn fjögurra Breta sem báru
Amin á stóli til veizlu undir beru lofti
1975, en mynd af atburðinum vakti
heimsathygli Seinna var Scanlon i
hópi Breta sem sóru Amin hollustueið
krjúpandi á hnjánum og fengu borg-
ararétt í Uganda samkvæmt heimildun-
um
Utvarpið segir að Bretínn sem það
kallar  Cullen  sé  hafður  i  haldi  i af-
skekktu héraði og að hann hafi verið
sviptur  störfum  h|á  Cooper  Motor-
Framhald á bls. 20.
Rhódesíumenn ráðast
aftur yfir landamæri
Salisbury, 10 júni. Reuter
RHÓDESÍSKAR    liðssveitir
hafa gert aðra árás á skæru-
Bardagar milli
Palestínumanna
Beirút, 10júni Reuter,
ÁNDSTÆÐAR fylkingar palestfnskra
skœruliða voru I viSbragSsstóSu I
dag eftir bardaga nálægt hafnarborg-
inni Tyrus ( SuSur-Lfbanon og leið
togar þeirra reyndu að koma i veg
fyrir nýja bardaga.
Skæruliðar eru við öllu búnir I
stöSvum sfnum i hæSum fyrir ofan
þjóðveginn meðfram ströndinni um
sex ktlómetra frá hafnarborginni.
Óttazt er að vlðtækir bardagar blossi
upp ef leiðtogum tekst ekki að setja
niður deilumar. Þær eru milli Saiqa-
skæruliða, erfylgja Sýrlendingum að
málum, og skæruliSa sem hafna öll-
um undanslætti.
Enn hefur enginn árangur náðst I
tilraunum til að jafna deilurnar sem
snúast    um    það   hvort   Saiqa-
skæruliðum skuli leyft að sækja inn f
Tyrus sem er 20 km frá fsraelsku
landamærunum. Þar með óttast Saiqa-
skæruliðar að andstæðingar þeirra nái
yfirráðum yfir siðustu birgðaleiðinni
sem er algerlega á valdi Palestlnu-
manna i Suður-Ltbanon.
Slðustu bardagarnir brutust út þegar
runninn var út frestur sem Saiqa-
skæruliðar settu andstæðingunum
er þeir sögðust ætla að sækja inn I
Tyrus. Sumir telja að Sýrlendingar vilji
auka Itök sin á þessu sviði og setja alla
Fjlestlnumenn undir sina stjórn.
Jafnframt þvi sem spennan jókst við
Tyrus i dag gerðu israelsmenn stór-
skotaárás yfir landamærin og ollu tjóni
á plantekrum skammt frá markaðs-
bænum Nabatiyeh, en manntjón varð
ekkert.
liðarbúðir i Mozambique
skammt frá landamærunum
að því er tilkynnt var opinber-
lega í dag.
Árásin var gerð vegna upp-
lýsinga sem fengust í nokkr-
um árásum er voru gerðar f
síðustu viku á fjórar skæru-
liðabúðir. í þeim aðgerðum
voru 32 uppreisnarmenn
felldir og nokkrar lestir af
hergögnum teknar herfangi.
Fámennur hópur skæruliða
flúði þegar rhódesískir her-
menn nálguðust búðirnar i
siðustu árásinni og skildu eft-
ir vopn sín og annan búnað.
Rhódesisku hermennirnir tóku her-
fangi nokkrar jarðsprengjur, eldflauga-
skotpalla, sprengjur og skotfæri i sið-
ustu árásinni að þvi er sagði i opinbem
tilkynningu Ekki var minnzt á mann-
fall.
Siðustu rhódesisku hermennirnir
sem tóku þátt i fyrri árásarleiðöngrum I
Mozambique komu aftur á laugardag.
Seinasta árásin sem nú hefur verið
sagt frá var gerðfyrr i þessari viku
Fréttastofan í Mozambique sagði í
dag að a.m.k. 15 Rhódesiuhermenn
hefðu fallið 31 mai þegar herlið
Mozambiquestjórnar hefði skotið i loft
upp rhódesiska flutningaflugvél i flug-
taki I Mapai sem var um tima á valdi
Rhódesiumanna. Fréttastofan sagði að
Rhódesiumenn hefðu misst 22 menn
fallna i árásinni.
Á samveldisráðstefnunni í London
Framhald á bls. 20.
Óeirðir
hafnar í
Soweto
Jóhannesarborg.
10 júnl Reuter
TIL ÓEIRÐA kom f Soweto, út-
hverfi Jóhannesarborgar, I dag.
Segir lögreglan, að um 1000
unglingar hafi tekið þátt f erjun-
um, sem upp komu á mörgum
stöðum. Ráðizt var á tvo flutn-
ingabfla. Var farmi beggja rænt
og kveikt I öSrum þeirra.
ÓstaSfestar heimildir herma,
aS lögreglan hafi beitt skotvopn-
um til aS bæla niSur óeirSir, en
yfirmaSur götulögregíunnar vfsar
þeim fregnum á bug. og segir, aS
lögreglan haf i haldiS valdbeitingu
f algjöru lágmarki.
Eftir viku er ár liðið frá þvi að
óeirðirnar miklu hófust í blökku-
mannabænum Soweto. og verður
nú vart vaxandi ókyrrðar þar Hafa
stúdentar boðað að blóðbaðsins
verði minnzt í tvo daga 1 6 og 1 7.
júní, en þá létu um 500 manns lífið
I átökum.
Stúdentar söfnuðust saman fyrir
utan skóla I hverfum hvltra manna i
Jóhannesarborg í dag. svo og í
Soweto, að þvi er lögreglan segir
Voru bifreiðar I eigu hins opinbera
grýttar, en stúdentahóparnir dreifð-
ust er lögreglan kom á vettvang
Fimm Bandarikjamenn voru
handteknir i Soweto t dag Var
ástæðan sú, að þeir höfðu ekki
fengið leyfi yfirvalda til að koma i
hverfið, að þvi er lögreglan segir
Var þeim sleppt eftir nokkra stund
Einn þeirra var sendiráðsstarfsmað-
ur. sem var I fylgd með Michael
Harper, sem er skáld pg prófessor.
Harper er blökkumaður og var að
koma frá því að lesa Ijóð i skóla
einum I Soweto er hann var hand-
tekinn, en ferð hans til Suður-
Afriku er á vegum bandariska utan-
rlkisráðuneytisins
Portúgali tekinn í Luanda
London, 10 júni Reuter.
FYRRVERANDI portúgalskur ráS-
herra, Jose Ignacio de Costa Mar-
tins, hefur verið handtekinn I
Angola. sakaður um að hafa tekið
beinan þátt I tilrauninni sem var
gerð fyrir hálfum mánuði til að
steypa Agostinho Neto forseta af
stóli aS sögn angólsku fréttastofunn-
ar Angop.
Costa Martins er 39 ára gamall,
fyrrverandi majór úr portúgalska
flughernum, og starfaSi sem ráðu
nautur i verkamálaráSuneytinu i
Luanda. Hann var verkamálaráS-
herra Portúgals 1974—75.
Margir aðrir Portúgalar haft venð
handteknir samkvæmt áreiðanlegum
heimildum fréttastofunnar. þará meðal
kvenritari i skrifstofu Netos forseta
Angop segir að Portúgalarnir hafi
tekið virkan þátt I samsæri afturhalds-
manna undir forystu Nito Alves. fyrr-
verandi innanríkisráðherra. sem ekki er
vitað hvar er.
Costa Martins var ráðherra I vinstri-
stjórn Vasco Goncalves hershöfðingja
og var rekinn úr flughernum i desem-
ber 1975 þegar hann neitaði að gefast
upp eftir misheppnaða uppreisn
vinstrisinna Hann fór til Angola þar
sem hann barðist I borgarastríðinu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36