Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 136. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
136. tbl. 64. árg.
FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Amin sagður
sprelllifandi
Nairobi 23. júnl — Reuter.
IDI DADA Amin, forseti
Uganda, „er sprelllif-
andi og viö hestaheilsu",
sagöi       varaforseti
Uganda, Mustaf a Adrisi,
hershöfðingi, í kvöld.
Hafði Ugandaútvarpið
petta eftir varaforsetan-
um, en sending pess
heyrðist í Nairobi.
Útvarpið skýrði einnig frá
þvl, að Amin hefði veitt fjár-
málaráðherra sínum, Moses
Ali, móttöku við heimkomu
hans frá Kairó, en þaðan bar
hann skilaboð frá Anwar Sa-
dat, forseta Egyptalands.
Þetta er f fyrsta sinn siðan
um helgina, sem útvarpið flyt-
ur fréttir af störfum Amins
þessa viku. Áður hafði löng
yfirlýsing frá talsmanni hers-
ins verið lesin upp, en þar
gagnrýndi hann orðróm um
Framhald ábls. 18
Börn og ungling-
ur féllu í Soweto
Jóhannesarbort; 23, júní — AP.
EINN UNGLINGUR og tvö börn týndu lífi í kynþátta-
ðeirðum í blökkumannahverfinu Soweto fyrir utan Jó-
hannesarborg í dag. Samtals handtók lögreglan 147
svarta unglinga en lögreglulið í Sovveto var eflt til muna
eftir því sem óeirðirnar urðu víðtækari.
Þúsundir manna fóru í mótmælagöngur til að krefjast
þess að unglingaleiðtogar, sem sitja í fangelsi, verði
látnir lausir. 16 ára piltur beið bana og annar særðist
þegar lögreglan hóf að skjðta að kröfugöngu.
Börnin tvö fórust þegar
vörubíll ók inn í húsið þar
sem þau bjuggu. Bílstjór-
inn missti stjórn á bílnum
eftir að hann hafði orðið
fyrir grjótkasti unglinga.
Fjölmennar vopnaðar
lögreglusveitir eru nú um
alla Soweto og sagði yfir-
maður þeirra, Jan Visser,
sem er hvítur, að þær
hefðu náð tökum á mót-
mælendum. Tugir þúsunda
unglinga fóru ekki í skóla í
morgun og settu ungling-
arnir upp götuvígi, kveiktu
í byggingum og köstuðu
grjóti á bíla og lögreglu.
Sfmamynd AP:
Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum, rifflum og táragas-
sprengjum ganga til atlögu við andðfsmenn f Soweto f
gær.
SOVET
RÍKLN:
Engin
öryggisráðstefna
nema með okkar skilyrðum
Belgrad 23. júnl — AP. Reuler.
ÖRYGGISRAÐSTEFNA
Evrópu mun leysast upp og
verða að engu ef hún verð-
ur ekki haldin samkvæmt
dagskrártillögum Sovét-
ríkjanna varðandi endur-
skoðun       Helsingfors-
yfirlýsingarinnar, sagði
aðalfulltrúi Sovétmanna í
dag.
Ræða Yuri Vorontsovs,
sem hann hélt á allsherjar-
fundi til undirbúnings Bel-
gradráðstefnunni, kom
vestrænum     fulltrúum
Begin:
Höfnum tillögum um
ríki Palestínumanna
Tel Aviv2a. júnf — AP.
MENACHEM Begin, for-
sætisráðherra     Israels,
hvatti í dag þjóð sína til
„að verja líf sitt" með því
að hafna tillögum um að
hún léti að fullu af hendi
hertekin arabísk landsvæði
og að stofnað yrði ríki
Palestínumanna.
Sagði Begin í fyrstu ræð-
unni, sem hann heldur síð-
an hann tók við embætti
forsætisráðherra á mánu-
dag, að þessar tvær tillög-
ur, sem nú eru ofarlega á
baugi í heiminum, væru
ógnun við tilveru ríkis
Gyðinga.
Hann flutti ræðuna á heims-
þingi zíonista, sem haldið er í
Jerúsalem og kvað hann ísraels-
menn hafa góða möguleika á að
gera ut af við þessar tillögur, sem
njóta stuðnings Bandarikja-
manna. „Okkur verður að takast
það þvi hættan er mikil."
Begin fékk mikið lófatak þegar
hann  sagði:  „ísrael  getur ekki
undir nokkrum kringumstæðum
fallizt á landamæri eins og þau
voru 4. júní 1967 og mun ekki
geraþað."
Hann  sagði  að  ísraelsmenn
gætu alls ekki fallizt á að Pal-
estínuriki risi í Júdeu og Samariu
(vesturbakka Jórdanár) né á
Gazasvæðinu. ,,Með þvi að fjar-
lægja slíkar tillögur af alþjóða-
vettvangi verjum við líf okkar i
orðsins fyll.stu merkingu."
mjög á óvart og leggja þeir
þann skilning í hana, að
Sovétmenn taki ekki þátt í
ráðstefnunni nema hún
verði haldin samkvæmt
þeirra skilyrðum.
Verið var að ræða dagskrá aðal-
ráðstefnunnar, þegar Vorontsov
bað um orðið og sagði að tillögur,
sem EBE-rikin hefðu lagt fram
með stuðningi Bandaríkjanna, og
málamiðlunartillögur níu hlut-
lausra ríkja gætu valdið miklum
óþægindum og jafnvel orðið til
þess að ráðstefnan leystist upp.
Sakaði hann Vesturlönd um létt-
úðuga afstöðu til ráðstefnunnar.
Vesturlönd hafa lagt til að bæði
verði tekin afstaða til nýrra til-
lagna á aðalráðstefnunni og metið
hvernig tekizt hefur að fram-
kvæma yfirlýsingu öryggisráð-
stefnunnar í Helsingfors. Það fel-
ur meðal annars i sér mat á fram-
kvæmd Sovétmanna á þeim hluta
yfirlýsingarinnar, sem fjallar um
mannréttindamál.
Við þessa tilhögun vilja Sovét-
menn ekki sætta sig og óska þeir
eftir þvi að nýjar tillögur verði
eini liðurinn á dagskránni en ekki
veröi fariö nánar út i mat á fram-
kvæmd Helsingforsyfirlýsingar-
innar.
Talsmenn vestra'nna sendi-
nefnda segja að búast megi við
mjög erfiðum samningaviöræðum
fyrir aðalráðstefnuna breyti So-
vétmenn ekki afstöðu sinni.
Arabar vilja fá
Danir íhuga af viðskiptaástæðum
Kaupmannahöfn 23 jún! — AP
ARABÍSKIR furstar hafa lagt
beiðni fyrir dönsk stjómvöld um
að þeir fái að kaupa veiðifálka frá
Grænlandi til heimflutnings og
hefur Grænlandsmálaráðuneytið
og danskir dýrafræðingar hafnað
þeirri beiðni. Utanrtkisráðuneytið
segir hins vegar, að beiðnin verði
Fhuguð nánar.
Talsmaður utanrFkisráðuneytis-
ins sagði I dag, að þess hefði verið
farið á leit við Grænlandsmála-
ráðuneytið að það endurskoðaði
afstöðu sFna og að sjö hvftir fálkar
yrðu veiddir F snöru og seldir til
Dubai og Bahrain, samkvæmt
opinberri beiðni frá Sameinaða
arabfska furstadæminu.
Grænlandsmálaráðuneytið heldur
þvl fram, að þessi viðskipti væru
ekki aðeins brot á 20 ára gamalli
friðlýsingu þessara sjaldgæfu fugla,
heldur væri hér um að ræða áhaettu-
sama tilraun, sem jaðraði við
ómannúðlega meðferð á fuglum.
Talið er að aðeins séu um 200 hvitir
fálkar á Grænlandi
Birgitte Poulsen, sem nú gegnir
störfum ráðuneytisstjóra I utanrikis-
ráðuneytinu, sagði að beiðni fursta-
dæmanna yrði tekin til jákvæðrar
athugunar af viðskiptaástæðum og
af almennri löngun Dana til að þókn-
ast olluútflutningsrlkjum I Mið-
austurlöndum. Hún bætti þvl við, að
beiðnin frá Dubai hefði verið rök-
studd með þvl að vilji væri fyrir þvl
að hefja ræktun veiðifálka I landinu.
Forystumað-
ur kolanámu-
manna hand-
tekinn í gær
I.ondon 23. júní—Al\
LÖGREGLAN handtók í
dag leiðtoga brezkra kola-
námumanna,      Arthur
Scargill, og 30 aðra her-
skáa verkalýðsleiðtoga eft-
ir átök við verkfallsverði,
sem lagt höfðu undir sig
mundaframköllunarverk-
smiðju, samkvæmt upplýs-
ingum Scotland Yard.
James Callaghan, forsætisráð-
herra, kallaði vinnudeiluna, sem
er sú lengsta í sögu Bretlands,
mjög alvarlega við heitar umræð-
ur í þinginu og hvatti hann menn
til að beita ekki ofbeldi. Ásakaöi
hann ákveðna aðila um að reyna
að breyta vinnudeilunni i stjórn-
máladeilu.
Handtaka Scargills kom á stað
reiðiöldu meðal námumanna, sem
eru um 230.000 í Bretlandi, og
verkalýðsfélaga og jók á ótta
manna um að i odda skærist með
verkalýðsfélögum og rikisstjórn-
inni, en ágreiningur ríkir þegar á
milli þessara aðila um tekju-
stefnu stjórnarinnar.
Scargill, sem er leiðtogi námu-
manna í Yorkshire, var tekint
fastur eftir að hann hefði leitt 200
Framhald á bls. 18
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32