Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULI 1977 29 Namibía undir járnhæl kynþáttakúgunar — 1. grein AMNESTV INTERNATIONAL hefur sent frá sér nýja skýrslu um ástand réttarfarsins f Namibfu (A.I. Briefing on Nambia. Aprfl 1977. 15 bls.). Þessi fyrrum nýlenda Þjóðverja (1884—1915), sem nefndist Suðvestur-Afrfka, hefur opinberlega fengið nafnið Namibfa skv. ákvörðun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna f júnf 1968. Það, sem einkum veldur áhyggjum Amnesty International yfir ástandinu f Namibfu, er (1) fangelsun manna án málshöfðunar til að brjóta á bak aftur pólitfska mótstöðu við stjórn Suður-Afrfku f landinu, (2) pyntingar pólitfskra fanga, (3) beiting suðurafrfskra öryggislaga f namibfsku landi, (4) að Nambfumenn dæmdir fyrir pólitfskar sakir hljóta fangelsisvist f Suður-Afrfku fremur en í Namibfu, (5) beiting dauðarefsingar fyrir bæði glæpi og ákveðin pólitfsk afbrot, (6) yfirlýst „neyðarástand" f þremur héruðum landsins. Land, þjóð og skipting landsgæða. Namibfa er u.þ.b. átta sinnum stærra en Island. Arið 1974 voru fbúarnir áætlaðir um 852.000 manns, þar af 88% svartir og 12% hvftir. Landinu er skipt milli íbúanna f s.k. „heimalönd" (bantustans). Eitt þessara heimalanda, sem nær yfir 43% allrar Namibfu, er aðeins ætlað hvftum mönnum. Þá eru 17% landsins undir beinni stjórn S-Afrfku, þ.á.m. demantsnámasvæðið við ströndina. Undir svarta meirihlutann heyra hins vegar 40% landsins, og skiptast f 10 heimalönd — eitt fyrir hvern þjóðflokk þeirra. Efnahagur Namibfu byggist mest á náttúruauðlindum landsins: demöntum, kopar og úranfum. Námaiðnaðurinn lýtur stjórn suðurafrfskra og fjölþjóðlegra fyrirtækja, en er algerlega kominn undir hinu ódýra vinnuafli svartra manna. Næst námavinnslu hefur landið mestar tekjur af fiskveiðum og landbúnaði. Hinn afrfski meirihluti hefur þó Iftt getað notið auðæfa landsins og verður að treysta á akuryrkju og illa launaða ákvæðisvinnu til að draga fram Iffið. Helztu viðskiptalönd Namibfu fyrir utan S-Afríku eru Bandarfkin, Vestur-Þýzkaland, Bretland og Japan, segir f skýrslu A.I. Þjóðréttarstaða landsins. Suður-Afríkumenn hernámu Suðvestur-Afríku í fyrri heimsstyrjöldinni, 1915. Eftir stríðið var landið lýst verndar- svæði Þjóðabandalagsins, sem fól Suður-Afríku að stjórna þar f umboði sfnu. Skv. skilmálum umboðs þessa skyldi Suður- Afrfka „efla eftir fremsta megni bæði efnalega og sið- ferðislega velferð og félagsleg- ar framfarir fbúa landsvæðis- ins“ og senda Þjóðabandalag- inu árlegar skýrslur um ástand- ið. Þjóðabandalagið leystist upp 1939, og með stofnun Samein- uðu þjóðanna 7 árum seinna tóku þær sér þann rétt, sem bandalagið hafði haft til eftir- lits með framkvæmd umboðs- stjórnarinnar. Suður-Afríka hafnaði hins vegar yfirvaldi SÞ og að hlíta þvf kerfi, sem þær höfðu tekið upp um umboðs- stjórnir í stað hins eldra skipu- lags um verndarsvæði. SÞ skutu þá málinu til Alþjóða- dómsins í Haag til að fá skorið úr þjóðréttarstöðu landsins. Niðurstaða dómsins (árið 1950) hefur oft verið mistúlkuð sem staðfesting á óskoruðum yfir- ráðum S-Afríku. Að vísu taldi dómurinn, að landsvæðið þyrfti ekki að innlimast í umboðs- svæðakerfi SÞ, en á hinn bóg- inn var S-Afrfku gert skylt að haga stjórn Suðvestur-Afrfku f samræmi við ákvæði upphaf- lega umboðsins og gefa SÞ ár- lega skýrslu — sem arftaka Þjóðabandalagsins. S- Afríkumenn neituðu aftur að láta undan, og ekki tókst heldur að leysa málið með samninga- viðræðum. Arið 1966 drógu SÞ til baka það umboð, sem S-Afríku var falið 46 árum áður varðandi landstjórn Suðvestur-Afriku, og lýstu þvi yfir, að þaðan I frá skyldi landið skoðast f beinni umsjá SÞ. En S-Afrika hafnaði valdi SÞ eins og fyrri daginn og neitaði að viðurkenna aftur- köllun umboðsins. I nýrri ályktun f júnf 1971 lýsti Alþjóðadómstðllinn þvf yfir, að áframhaldandi landsyf- irráð S-Afrfku f Namibfu væru ólögmæt. Dómurinn minnti jafnframt öll aðildarriki SÞ á skyldu þeirra til að forðast allt það, sem skoðazt gæti sent við- urkenning á lögmæti hinnar ólöglegu stjórnar S-Afrlku i Namibiu eða verið stuðningur við hana. Það væri fráleitt að túlka þennan úrskurð dómsins sem einberan pólitiskan þrýst- ing til þess eins að stuðla að sjálfstæði landsins, heldur er þetta fyrst og fremst vitnis- burður um, að S-Afríka hefur — ekki aðeins frá siðferðislegu, heldur einnig lagalegu sjónar- miði — fyrirgert umboði sinu til landsforræðis með þvf að rjúfa skuldbindingar sinar við skilmála Þjóðabandalagsins og traðka á mannréttindum hinna svörtu kynþátta Namibiu. SÞ og Namibíu-ráð SÞ hafa reynt að þvinga S-Afrikustjórn til að leggja upp laupana I Namibiu, en litinn árangur hef- ur það borið, enda hafa sum aðildarríkin styrkt þessa ný- lendustjórn með viðskiptum við hana, eins og áður kom fram. Stjórnmálahreyfingar í Namibíu. S-Afrikumenn hafa eftir 1960 stöðugt aukið afskipti sin af Namibíu með þvi að setja undir beina stjórn sina öll helztu mál- efni ríkisins, s.s. lögreglu-, varnar- og utanríkismál, og samtökin eru SWAPO (Þjóðar- samtök Suðvestur-Afriku). Þrátt fyrir stöðugar árásir, hótanir og varðhald eða fangelsun margra leiðtoga hreyfingarinnar, hefur hún haldið áfram að starfa og auka fylgi sitt I Namibiu. Síðan 1966 hefur einn armur SWAPO stað- ið fyrir skæruhernaði frá ná- grannalöndum. Namibíuráð SÞ hefur viðurkennt SWAPO sem hinn eina lögmæta fulltrúa Namibíuþjóðar, en SÞ sjálfar hafa krafizt þess, að SWAPO hafi forystuhlutverk, þegar tek- in verður ákvörðun um stjórn- arskrármálefni landsins. Fleiri þjóðfrelsishreyfingar njóta verulegs stuðnings i land- Mukurob, „fingur Guðs“, er einn þeirra staða, sem ferðamenn sækja mjög til, í hinni tignarlegu náttúru Namibfu. Suður-Afríka heldur áfram nýlendu- stefnu sinni í trássi við alþjóðalög EFTIR J0N VAL JENSS0N jafnframt innleitt suðurafrisk öryggislög til að kúga lands- menn til hlýðni. Með stofnun áðurnefndra bantustans (frá 1967) hefur apartheid-stefnunni verið framfylgt í Namíbíu. Sérhvert bantustan hefur takmarkaða sjálfstjórn undir eftir liti S- Afríku, en höfðingjar ættanna ráða mestu í innri málum. 1 þrem „heimalandanna" hafa verið sett á stofn löggjafarráð stjórnskipaðra fulltrúa ætt- flokkanna. Þegar S-Afríka tók að styrkja völd sin í Namibíu á 7. áratugn- um, kom upp vel skipulögð þjóðernishreyfing I landinu með miklu fjöldafylgi. Stærstu inu, þ.á.m. SWANU (Þjóðernis- samband Suðvestur-Afríku), sem hefur svipaða stefnu og SWAPO, en nýtur mests fylgis meðal Herero-ættflokksins. önnur samtök, Þjóðernisbanda- lag Namibiu (NNC), sem nokkrir smáflokkar mynduðu, njóta einnig verulegs fylgis meðal Herero-manna, undir forystu höfðingja þeirra, Kap- uuo. Hann er andvígur SWAPO, sem hann telur Ovam- bomenn (þjóðflokk nyrzt I landinu) ráða lögum og lofum í, og hefur Kapuuo tekið þátt I mörgum viðræðum um sjálf- stæði Namibíu, er S- Afrikustjórn hefur komið af stað. Þjóðernisvitund fer vaxandi. Langvinnt allsherjarverkfall afrískra verkamanna i kjölfar þess, að S-Afríka neitaði að hlita úrskurði Alþjóðdómsins 1971, lamaði námaiðnað lands- ins. I ágúst 1973 hvatti SWAPO til þess, að menn tækju ekki þátt í kosningum til löggjafar- ráðs Ovambolands, og fengu þessi tilmæli frábærar undir- tektir. Aðeins 2,3% kosninga- bærra manna neyttu atkvæðis- réttar sins. Eftir að hvítir menn misstu völdin í Angóla og baráttan gegn S-Afríku magaðist, jafnt i Namibiu sem á alþjóðavett- vangi, hafa stjórnvöld reynt að tryggja þau úrslit málsins, að þrátt fyrir væntanlega sjálf- stæðisyfirlýsingu verði Namibia bundin á klafa S- Afríku. Síðan 1975 hafa farið fram viðræður fulltrúa svörtu ættflokkanna sem og hins ríkjandi Þjóðarflokks hvítra manna um nýja stjónarskrá fyr- ir landið. öll stjórnmálasamtök svertingja hafa verið útilokuð frá viðræðunum, þ.á.m. SWAPO, og hefur hreyfingin lýst því yfir, að hún muni virða þær að vettugi. Ráðstefna þessi hefur þegar ákveðið, að Namibia hljóti sjálfstæði 1. jan- úar 1978 og að þá taki við völd- um bráðabirgðastjórn ráð- stefnufulltrúanna. En þar sem SÞ og Einingarsamtök Afriku- þjóða hafa fordæmt ráðstefn- una, er hætt við að slik rikis- stjórn eigi erfitt um vik að fá viðurkenningu á alþjóðavett- vangi. Vandamál Namibiu verða vart leyst án þátttöku SWAPO. Refsilöggjöf nýlendukúgaranna Þótt stjórn S-Afriku yfir Namibiu sé talin ólögmæt á alþjóðavettvangi síðan 1966, þá halda S-Afrikumenn áfram að beita fullu löggjafar-, dóms- og framkvæmdavaldi í landinu. Vegna hörku stjórnvaldanna og lítillar virðingar þeirra fyrir svarta kynþættinum er þetta af- drifaríkt fyrir Namibiumenn. Skýrsla Amnesty International lýsir því alvarlega ástandi, sem nú rikir í þessum efnum þar í landi. Verða tekin hér fáein dæmi um lagasetninguna og málsmeðferð fyrir dómstólum Namibíu. Mörg suðurafrisk öryggislög eru látin ná til Namibíu, þar sem þeim er beitt til að koma undir lás og slá þeim Namibíu- mönnum, sem eru andstæðing- ar apartheid og áframhaldandi suðurafrískri stjórn. Ein þess- ara laga eru hryðjuverkalögin frá 1967 (sem voru reyndar lát- in virka aftur fyrir sig til 1962, svo að unnt væri að dæma einn forystumann þjóðfrelsisbarátt- unnar og 36 aðra Namibiu- menn, sem þá voru hafðir I varðhaldi án málssóknar i Pretoríu). Skv. ákvæðum þess- ara laga er „hrvðjuverk" (terrorism) skilgreint mjög lauslega sem sérhver sú athöfn, sem líkleg er „til að stofna lög- um og reglu í hættu“. Meðal þeirra brota, sem undir þetta falla skv. lögunum, er t.d. „fjandskapur milli hvítra og annarra ibúa lýðveldisins," „að valda nokkrum manni eða rik- inu verulegu tjóni" eða fordóm- ar gagnvart „nokkurri fram- leiðslu eða fyrirtæki", og gildir . þetta hvort heldur sem brotið væri framið I S-Afríku, Namibíu eða utan landanna. Það var einnig kallað hryðju- verk að „styðja eða hvetja til framgangs nokkurra pólitfskra markmiða" eða félagslegra eða efnahagslegra breytinga, hvort sem væri með valdi eða sam- Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.