Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 28
Einnig ferðafatnaður f miklu úrvali GEÍS MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULl 1977 ingu. Lögin um innanlandsör- yggi skoða það sem stórglæp að gangast undir eða hvetja aðra til að gangast undir hvers kyns ,,þjálfun“ með það markmiði að koma fram einhverjum stefnu- málum kommúnismans, eins og hann er skilgreindur í lögun- um. Jafnframt gera lögin ráð fyrir möguleika dauðadóms i málum, þar sem íbúi S-Afríku eða Namibíu er sakfelldur fyrir að hafa boðað, meðan hann var erlendis, íhlutun annarra þjóða til þess að hafa 'ahrif til breyt- ingar eða til að ná fram mark- miðum kommúnismans. Skemmdarverka- og hryðju- verkalögin gera einnig ráð fyrir hugsanlegri beitingu dauða- refsingar. I áðurnefndum réttarhöldum höfðu margir þeirra, sem ríkis- valdið kvaddi til sem vitni, set- ið í varðhaldi meira en 5 mán- uði samfleytt, áður en þeir voru látnir bera vitni. Skv. venju þar í landi var slíkum vitnum tjáð, að þau myndu sleppa við máls- sókn, ef vætti þeirra væri talið fullnægjandi af réttinum. Samt sem áður neituðu tvö vitnanna að bera vitni fyrir ríkið og kváðust hafa verið pyntuð og neydd til að skrifa undir falsk- ar yfirlýsingar, meðan á varð- haldsvistinni stóð. Báðir þessir menn, V. Nkandi og A. Johann- es, voru dæmdir til eins árs fangelsis fyrir óvirðingu við réttinn. I þessum réttarhöldum gerð- ist það einnig, að mikilvæg málsskjöl verjenda sakborning- anna komust í hendur suður- JENSSON afrísku öryggislögreglunnar fyrir tilstuðlan þriggja starfs- manna lögfræðinganna. „Það eru einmitt þættir eins og þessir — að öryggislögreglan beitir valdi sínu yfir varðhalds- föngum til að hræða þá til að bera vitni og hefur aðstöðu til að eyðileggja sönnunargögn verjandanna — sem gefa til kynna hversu einhliða fyrir- komulag réttarfarsins í Nam- bíú er orðið. Kerfið býður sak- borningi upp á litla eða enga vernd gegn gerræðisfullum varðhaldsúrskurðum, pynting- um, ógnunum eða annarri óhæfu, og á sama tíma tekur það sönnunarbyrðina af ríkinu. Dómstólarnir viðrast einungis eiga að gefa þessu pólitískt stjórnaða kúgunarkerfi e.k. yfirbragð heiðarlegs réttar- fars.“ Engin sakaruppgjöf er leyfð til handa sakfelldum pólitísk- um föngum í S-Afríku og Nam- bíu, jafnvel þótt dæmdir glæpa- menn geti hafi hlotið uppgjöf allt að þriðja hluta refsidóma sinna. Sá tfmi, sem farið hefur f varðhaidsvist og bið eftir dómi, kemur ekki heldur til frádrátt- ar þeim refsivistartfma, sem dómurinn ákveður. Ævilangt fangelsi merkir hjá S-Afrikustjórn ekki 16 ára há- mark eins og hérlendis, heldur bókstaflega skilið fangavist allt til dánardags. 16 Namibíumenn afplána nú slika dóma fyrir pólitiskar sakir. Fjöldi og aðbúnaður pólitískra fanga Þeir Namibiumenn, sem hafa verið dæmdir fyrir pólitísk af- brot, eru af margvislegum stétta- og þjóðernisuppruna. Flestir núverandi fanga eru stuðningsmenn stærstu þjóð- frelsissamtakanna, SWAPO. I árslok 1976 var vitað um alls 44 Namibiumenn, sam af- plánuðu þá dóma fyrir pólitísk- ar sakir. Allir utan tveir voru I fangelsum í S-Afríku þrátt fyr- ir namibiskt þjóðerni þeirra og þá staðreynd, að þeir voru dæmdir fyrir brot framin i Namibíu. Fyrir ferðalagið Tjöld og tjaldþekjur Feröagrill grillkol og grilláhöld *“’r' WntiimSú-'*1'- ■ :J> k\. Gassuðuáhöld alls konar Svefnpokar mjög vandaðir, margar gerðir Picnic töskur Margar stærðir Vindsængur Suður-Afríka hef- ur þverbrotið grundvallar- mannréttindi Namibíumanna Pólitísk refsilöggjöf Skv. sérstakri yfirlýsingu for- seta S-Afríku (R.17/1972) um neyðarástand i Ovambolandi, geta yfirvöldin bannað allt fundahald, og hörð viðurlög eru við því að óhlýðnast ættflokka- höfðingjum. Tilskipunin R. 17 veitir yfir- völdum vald til að handtaka menn eftir geðþótta og hafa þá í gæzluvarðhaldi án réttar- halda. Löggæzlumenn i Nami- bíu og suðurafriskir lögreglu- foringjar geta þannig hanr'.ek- ið án sérstakrar skipunar ser- hvern þann, sem grunaður er um brot gegn reglunum, og haldið honum eftir vild, allt þangað til hann hefur leyst nógu geiðlega úr öllum spurn- ingum. 1 reynd er flestum í varðhaldi meinað að hafa sam- band við skyldfólk sitt og lög- fræðinga. — Skv. tilskipun R.17 geta þeir, sem ákærðir eru fyrir óvirðingu við höfðingja ættbálkanna, átt von á nokk- urra ára fángelsisdómi. Þó að nú séu meira en 5 ár frá lokum verkfalls Ovabomanna, sem var tilefni „tilskipunar R.17“, hefur hún ekki verið felld úr gildi, heldur m.a.s. ver- ið látin ná til tveggja annarra héraða í Namibíu (maí 1976). Auk þessara löggerninga má nefna „skemmdarverkalögin“, sem voru tekin upp í Namibíu 1966 og einnig látin verka aftur í tímann. Skv. þeim er hugtakið „skemmdarverk“ mjög víðtækt. Sex ungir forystumenn SWAPO voru dæmdir til fang- elsisvistar eftir þessum iögum 1973—74. „Lög um innanlandsöryggi" frá 1976 tóku við sem viðbót og útvíkkun á eldri lögum um niðurbælingu kommúnisma. Með þeim má leggja ýmsar tálmanir 'frelsi manna, s.s. með húsleit, takmörkun tjáninga- frelsis, funda-og ferðafrelsis. Meðferð dómsmála Allir dómarar og fógetar Namibíu, sem og flestir mála- færslumenn, tilheyra hinum hvíta ninnihluta. „1 framkvæmd beita suðuraf- rísk yfirvöld hinum víðtæku völdum sínum til geðþóttafang- elsana i því skyni að ráðast gegn og ógna andstæðingum apartheid-stefnunnar og hvítr- ar minnihlutarstjórnar í Nami- bíu og S-Afríku. Flestir þeirra, sem eru í gæzluvarðhaldi, eru Ilermanna-minnisvarði f Swakopmund. Til minningar um þýzka sjó- liða, sem Vilhjálmur II. keisari sendi til Namibfu, sem þá var þýzka nýlendan Suðvestur-Afríka. Ilermennirnir voru sendir til að berjast gegn forfeðrum svarta garðyrkjumannsins, sem þarna stendur, og landsmönnum hans. síðar leystir úr haldi án ákæru, þótt þeir kunni að hafa verið i margra mánaða einangrun. . ." (skýrsla Amn. Int.). Áberandi dæmi um óvægilega málsmeðferð fyrir dómstólum er réttarhöldin i Swakopmund 1976. Sex Nami- bíumenn voru þar sakaðir um brot gegn hryðjuverkalögum vegna morðsins á Filemon Eli- fas, ráðherra i Ovambolandi. Enginn hinna ákærðu var sak- aður um beina þátttöku í morð- inu, en samt voru tveir þeirra dæmdir til dauða. EFTIR JON VAL 1 Namibiu er skylt að beita dauðarefsingu fyrir morð, nema sérstakar málsbætur komi til. Einnig er hægt að kveða upp dauðadóm fyrir aðra glæpi eins og nauðgun eða vopnað rán i ákveðnum tilvik- um. Landráð og vissar pólitísk- ar sakargiftir geta ennfremur haft í för með sér dauðarefs- Namibía undir járnhæl kynþáttakúgunar — 2. grein Franthald á bls. 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.