Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 219. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
219. tbl.64. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Alsír:
Hryðjuverkamennirnir eru
horfnir með lausnargjaldið
Gíslarnir allir heilir á húfi
Alsír — 3. október
— Reuter
YFIRVÖLD í Alsír verjast enn
allra frétta um afdrif flug-
ræningjanna fimm. sem i dag
gáfust upp og slepptu síðustu 19
gfslunum sem þeir höfdu á valdi
sínu. Einnig er allt á huldu um
ferðir þeirra sex hryðjuverka-
manna. sem flugræningjarnir
fengu framselda í Ðaeea ásamt
sex milljón dala lausnargjaldi
fyrir farþega japönsku þotunnar.
en bæði flugræningjarnir og
hinir framseldu hryðjuverka-
menn eru félagar f „Japanska
rauða hernum" svokallaða.
Skömmu eftir uppgjöfina var
haft     eftir     áreiðanlegum
heimildum að lausnarféð hefði
verið gert upptækt. en þær
fregnir virðast nú úr lausu lofti
gripnar.
Hryðjuverkamennirnir stigu út
úr þotunni þar sem hún stóó á
brautarenda á Hvítahúss-flugvelli
í Algeirsborg i um það bil þriggja
kilómetra fjarlægð frá flugstöðv-
arbyggingunni. Uppgjöfin átti sér
stað um tveimur stundum eftir að
þotan lenti á flugvellinum, að því
er yfirvöld í Alsir haf'a skýrt frá
og var glæpamannahópnum þegar
ekið á braut í bifreiðum á vegum
hins opinbera. Enn er allt á huldu
um samninga f'lugræningjanna
viðyfirvöld i Alsír.
Borizt hefur þakkarskeyti frá
japönsku stjórninni tii stjórnar-
innar í Alsir fyrir milligöngu uin
að gíslunum yrði sleppt heilum á
húfi, og í Tokýó er haft eftir hátt-
settum embættismönnum að þess
verði ekki farið á U'it við Alsir-
menn að hryöjuverkamennirnir
og f'angarnir fyrrverandi verði
f'ramseldir.
Eítir  að  flugræningjarnir  og
Framhald á bls. 28
Verður Gromyko
kjörinn varaforseti
Sovétríkjanna?
Moskvu — :í. októher. — Reulor
BREYTINGAR, sem gefa til
kynna að á næstunni verði út-
nefndur fyrsti varaforseti Sovét-
ríkjanna, hafa nú verið gerðar á
æðstu stöðum í Kremi. Hafa tveir
gamaireyndir og aldraðir komm-
únistaleiðtogar, Kuznetsov vara-
utanrikisráðherra og Chernyenko
ritari kommúiiisiaflokksins, feng-
ið sæti sem sjálfkjörnir í stjórn-
málanefnd flokksins. Eru sjálf-
kjörnir fulltrúar f stjórnmála-
nefndinni þar með orðnir átta að
tölu, en alls eiga sæti f nefndinni
fjórtán menn, og er sú taia
óbreytt. Ymislegt er talið benda
til þess að Andrei Gromyko utan-
ríkisráðherra verði kjörinn fyrsti
Framhald á bls. 28
AP-simamynd.
Japanski  sendiherrann  í
Alsír fagnar farþegum DC-
8 þotu Japan Airlines við
flugstöðvarbygginguna.
Farþegarnir       virtust
ánægðir og vel haldnir en
þreyttir. Alsírstjórn, sem
samdi við flugræningjana
um frelsun gíslanna, bauð
fólkinu til veizlu í flug-
stöðvarbyggingunni áður
en það hélt sína leið, frels-
inu fegið eftir þrengingar
undanfarinna fimm daga.
Indira handtekin
sökuð um spillingu
Barns-
rán
íGenf
(icnf —3. dklóber — Rrutrr
TVEIR vopnaðir menn rændu
í morgun fimm ára gamalli
telpu, sem er af bólivfskum
ættum. Fjölskylda telpunnar
er vellauðug, en harusránið
átti sér stað er hún var að
leggja af stað f leikskóla í
fylgd með bifreiðarstjóra. Var
hann f þann veginn að setjast
undir stýri þegar mennirnir
tveir birtust og greiddu hon-
um höfuðhögg. Litla telpan,
Graziella Ortiz Patino, gerði
tilraun til að flýja, en glæpa-
mennirnir náðu henni og óku
síðan af stað á ofsahraða í Ijós-
blárri Alfa Romeo-bifreið,
sem þeir höfðu falið rétt við
heimili telpunnar.
Skömmu eftir að ránið átti
sér stað var hringt til foreldra
telpunnar og sagt aö hún væri
Framhald á bls. 28
Nvju Drlht — ». oklóhrr.
Rrutrr — AP
INDIRA Gandhi, fyrrverandi for-
sætisráðherra Indlands, var hand-
tekin á heimili sínu f dag. Hún er
sökuð um spillingu f stjórnsýslu.
Er Indira Gandhi gekk út úr húsi
sínu til móts við lögregluna var
hún klædd hvítum sari og bogaði
af henni svitinn. Hún rétti út
hendurnar og spurði lögreglu-
menn hvort þeir ætluðu ekki að
handjárna sig, en þeir kváðu það
óþarfa. Þvf næst ávarpaði Indira
mannfjölda, sem safnazt hafði
saman fyrir utan húsið, og sagði
þá meðal annars að ákærurnar á
hendur henni væru tilbúningur
og til þess ætlaðar að sverta hana
í augum þjóðarinnar. Aður en
handtakan fór fram átti Indira
tveggja stunda fund með nánustu
ættmennum síiunn og ýmsum
helztu leiðtogum Kongressflokks-
Sakargiftirnar, sem birtar hafa
verið á hendur Indiru, eru tvi-
þættar. Hún á að hafa samið um
olíu- og gassölu til fransks fyrir-
tækis gegn betri vitund, en afleið-
ing samningsgerðarinnar er sögð
hafa verið gífurlegt fjárhagslegt
tap fyrir rikiskassann. Þá er hún
sökuð um að hafa misnotað að-
stöóu slna sem forsætisráðherra
og lagt undir sig 107 jeppabifreið-
ar til afnota í eigin þágu I sam-
bandi við kosningaundirbúning-
inn í vor sem leið.
Asamt  Indiru  Gandhi  voru
handteknir þrir nánir samherjar
hennar, sem sæti áttu I siðustu
rikisstjórn hennar, tveir mikils-
megandi iðnrekendur, tveir hátt-
settir embættismenn og einkarit-
ari, sem var í þjónustu hennar
þann tima, sem yfirlýst neyðar-
ástand ríkti i lok ráðherratíðar
hennar.
Nýlega sagði Indira Gandhi að
líklega yrði hún handtekin innan
tiðar, og er hún var færð á braut i
dag fylgdu fjðlmargir stuðnings-
menn hennar í kjölfarið. Að und-
anförnu hefur virzt svo sem vegur
Indiru færi vaxandi á ný, en hún
lét svo um mælt í dag að með
handtökunni væri rikisstjórnin að
reyna að koma i veg fyrir að hún
gæti snúið sér til þjóðarinnar og
öðlazt stuðning hennar.
Indira Gandhi umkringd lögrcglumönnum og samhei jum við heimili sitt í dag, rétt áður en handtakan
fór fram
(AP-síniamynd)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
22-23
22-23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44