Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 221. tölublaš og Umhorf 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44SIÐUR
ttQgmtttbifeifr
221. tbl. 64. árg.
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Indverska stjórnin
harðlega gagnrýnd
Nýju-Delhí 5. október
Reuter —AP
ÖLL helztu dagblöð Indlands
gagnrýndu í dag stjórn landsins
harðlega fyrir handtöku Indíru
Gandhis og sögðu aðgerðir stjórn-
valda hafa grafið undan trausti
almennings á stjórninni en gefið
Indiru Gandhi byr undir báða
vængi.
Gandhi var sleppt úr fangelsi i
Bombay í gær eftir sólarhrings-
dvöl þar, eftir að dómari í Nýju
Delhi hafði úrskurðað að engin
haldföst rök væru fyrir ákærum á
hendur  henni  um spillingu  og
valdamisnotkun.     Rikisstjórn
Desais Morais áfrýjaðí úrskurði
dómarans þegar til hæstaréttar,
en rétturinn vísaði áfrýjuninni
frá á þeirri forsendu að hún væri
ekki tæknilega rétt. Verður
áfrýjunin tekin fyrir á morgun,
fimmtudag.
Stuðningsmenn Gandhis og
Kongressflokksins efndu til úti-
funda og hópgangna viða um
landið í dag, en eins og sagt var
frá í fréttum í gær fagnaði gífur-
legur mannfjöldi henni í Bombay
er hún var látin laus úr haldi og
Framhald á bls. 26
Bókmenntaverðlaun
Nóbels tilkynnt í dag
Stokkhólmi 5. okt. Reuter
SÆNSKA akademfan tilkynnti í dag, að Nðvelsverðlaunin f
bókmenntum yrðu veitt á morgun, fimmtudag, og á undan öðrum
Nóbelsverðlaunum ársins. Kom þessi yfirlýsing mjög á óvart, þar
sem sænska akademfan hefur yfirleitt ekki gefið út orðsendingu
fyrirfram og auk þess hefur venjan verið sú að samdægurs er
tilkynnt um Nóbelsverðlaunahafa f ýmsum vísindagreinum. 1 ár
hefur verið furðu lftið um skrif um hugsanlega Nóbelshafa í
bókmenntum. I fyrra hlaut bandarfski höfundurinn Saul Bellow
þau.'
I Ösló sagði talsmaður
Norsku Nóbelsnefndarinnar,
sem úthlutar friðarverðlaunun-
um, að 54 hefðu verið tilnefndir
og að skýrt yrði frá nafni friðar-
verðlaunahafans nk. mánudag.
Ekki vildi hann láta uppi hverj-
ir kæmu til greina, en heimildir
í Ösló töldu að meðal þeirra
sem hefði verið stungið upp á
væru alþjóðasamtök og ein-
staklingar sem vinna að rétt-
indamálum Indíána, Eskimóa
Framhald á bls. 26
Hryðjuverkamenn
hóta Takeo Fukuda
London og Tókfó 5. október Reuter — AP.
JAPÖNSKU hryðjuverkasamtökin Uauði herinn, sem rændu japönsku
farþegaþotunni á dögunum og nú eru f Alsír, hafa sent Takeo Fukuda,
forsætisráðherra Japans, hótunarbréf, þar sem segir að honum verði
„kennd lexía" vegna beiðninnar til Alsírstjórnar um að hún framselji
flugvélarræningjana 5 og félaga þeirra sex, sem sleppt var úr haldi í
Japan f skiptum fyrir gíslana um borð í þotunni, ásamt 6 milljón
dollara lausnargjaldi.
Sendu samtökin opið bréf til
Fukuda       til       Reuter-
fréttastofunnar í London, þar sem
segir að hann sé ábyrgur fyrir
aðgerðum Japansstjórnar, hann
hafi gengið að kröfum samtak-
anna og hann hafi beðið Alsír-
stjórn um lendingarleyfi, en hafi
nú á heimskulegan hátt farið
fram á framsal „hetja okkar."
Ekkert svar hefur borizt frá
Alsírstjórn við þessari beiðni
Japansstjórnar, en áreiðanlegar
heimildir í Tókíó herma að stjórn
Alsir hafi fallizt á að leyfa
japönsku þotunni að lenda þar,
gegn því að Japansstjórn færi
ekki fram á að hryðjuverkamenn-
irnir yrðu framseldir, né lausnar-
gjaldinu skilað.
Réuterfréttastofan birti í kvöld
viðtal við japanskan mann, Yano
Kenichi, sem sagðist vera heilinn
bak við flugránið. Var viðtalið
tekið í einhverri borg í Miðaustur-
löndum, eftir að japanska þotan
var lent í Alsír. Segir Kenichi, að
Rauði herinn ætlaði að nota
lausnargjaldið til að halda áfram
herferð gegn heimsvaldasinnum,
með Japan og Israel efst á óvina-
lista. Kenichi, sem sagðist eiga
sæti í stjórnmálaráði hryðju-
verkasamtakanna, gaf einnig i
skyn að hann hefði átt aðild að
morðárásinni á Lodflugvelli i
ísrael 1972, er þrír menn úr
Rauða hernum myrtu 25 manns
áður en þeir sjálfir voru felldir.
Israelar og Arabar
fjalla um samkomulag
Carters og Dayans
New York, Tel-Aviv og Washington 5. október Reuter-AP.
BANDARlSKIR embættismenn voru varkárir í ummælum um Mið-
austurlandadeiluna í dag, eftir að Moshe Dayan utanrikisráðherra
Israels tilkynnti eftir 6 klst. fund sinn með Carter forseta í New York i
gær, að þeir hefðu náð samkomulagi um framkvæmdaáætlun um nýja
Genfarráðstefnu fyrir lok þessa árs. Talsmenn Carters forseta sögðu i
dag við fréttamenn, að menn hefðu nálgazt nokkuð samkomulags-
grundvöll, en að um væri að ræða bráðabirgðatillögur og að samning-
,11111 væri ekki lokið.
væri enn leyndarmál hefði frétzt
um nokkur atriði, m.a. að Israelar
hefðu lýst yfir að þeir myndu
ekki túlka ályktun öryggisráðs
Framhald á bls. 26
Ekkert hefur enn verið látið
uppi um innihald „vinnuplaggs-
ins", sem þeir Dayan og Carter
sömdu, en grundvallarágreinings-
atriði aðila hefur verið hvernig
þátttöku Palestínumanna i
Genfarráðstefnunni skuli háttað.
Ríkisútvarpið í Israel sagði í
kvöld að i plaggi þeirra Carters og
Dayans væri m.a. yfirlýsing um að
Israelar myndu ekki sætta sig við
sendinefnd frá Frelsissamtökum
Palestínumanna, PLO, á Genfar-
ráðstefnunni. Sagði útvarpið
einnig að ísraelar myndu berjast
gegn stofnun sjálfstæðs ríkis
Palestínumanna jafnvel þótt það
væri í alríkissambandi við Jór-
daníu.
1 beinni útsendingu frá frétta-
ritara útvarpsins i New York
sagði að þótt efni vinnuplaggsins
Schleyermálið:
Ekkert heyrzt frá
ræningjunum í viku
Schmidt á fundi með ráðgjöfum sinum i gærkvöldi
Bonn 5. október. Reuter.
HELMUT Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, boðaði helztu ráðgjafa sína
um öryggismál á fund f kvöld ásamt neyðarástandsnefndinni, sem sett
var á stofn eftir rán Hanns Martins Schleyers fyrir 4 vikiim, eftir að
v-þýzka útvarpið skýrði frá því að ekkert hefði heyrzt frá ræningjum
Schleyers f eina viku.
Talsmaður Schmidts staðfesti í
kvöld að boðað hefði verið til
fundarins, en neitaði að svara
spurningum fréttamanna um
hvort frétt útvarpsins væri rétt.
V-þýzka stjórnin hefur fyrirskip-
að algert bann við fréttaflutningi
af málsmeðferð hins opinbera.
Schleyer, sem er formaður v-
þýzka vinnuveitendasambandsins
og félags iðnrekenda þar í landi,
var rænt 5. september af hryðju-
verkamönnum úr Rauðu herdeild
Baader Meinhof samtakanna, sem
myrtu 3 lífverði hans og bílstjóra.
Krefjast ræningjarnir að 11 af
félögum þeirra verði sleppt ú
haldi í skiptum fyrir Schleyer og
1.1 milljón marka verði greidd í
lausnargjald.
I frétt v-þýzka útvarpsins segir
að ræningjar Schleyers hafi ekki
nálgazt tvenn skilaboð hjá sviss-
Framhald á bls. 26
Mannréttindi
efst á baugi
í Belgrað
Belgrað 5. október. Reuter.
AFVOPNUNARMAL      og
mannréttindi voru helztu mál-
efni ræðumanna á Öryggisráð-
stefnu Evrópu í Belgrað í dag,
þar sem fulltrúar 35 þjóða eru
saman komnir til að meta það
sem á hefur unnizt frá undir-
ritiin     Helsinki-sáttmálans
1975. Eins og að líkum lætur
voru ræðumenn austurs og
vesturs ekki á einu máli í af-
stöðu sinni.         *
Leif Leifland, fulltrúi Svi-
þjóðar, sagði i ræðu sinni, að
ekki væri mögulegt að líta á
gagnrýni á brot á mannréttind-
um sem íhlutum í innanríkis-
mál viðkomandi þjóða og Svíar
myndu ekki hika við að vekja
athygli á slikum brotum. I
sama streng tók fulltrúi V-
Þýzkalands, GUenther van
Well, ráðuneytisstjóri v-þýzka
utanrikisráðuneytisins, sem
sagði að mannréttindi væru
grundvallarskilyrði friðar.
Fulltrúi Búlgaríu Stefan
Stajkov, sagði að afturhaldsöfl
hefðu skipulagt herferð gegn
anda Helsinki-ráðstefnunnar,
en Milorad Pesic, fulltrúi gest-
gjafa         ráðstefnunnar,
Júgóslavíu, sagði að mannrétt-
indi væru afar viðkvæmur
þáttur alþjóðasamskipta, sem
f jalla yrði um af fullri ábyrgð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44