Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 225. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32SÍÐUR
225. tbl. 64. árg.
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaösins.
Tveir Tékkar
rænduflugvél
Frankfurt ll.okt. Rt'Uter.
UNGUR tékkneskur maður og
ung kona rændu í dag tékkneskri
farþegavél af gerðinni YAK-40 í
innaulandsflugi og neyddu flug-
stjórann til að halda til Vestur-
Þýzkalands. Þar gáfust flugræn-
ingjarnir upp og gengu lögregl-
unni á hönd. Unga fólkið vinnur
hjá tékkneská flugfélaginu ESA.
Þau miðuðu byssum að áhöfn og
farþegum til að knýja fram vilja
sinn.
Þegar vélin lenti á flugvellinum
i Frankfurt slógu lögreglumenn
hring um vélina, en ræningjarnir
veittu enga mötspyrnu og munu
hafa beðið um pólitískt hæli i
Vestur-Þýzkalandi. Með vélinni
voru 24 farþegar og þriggja
manna áhðfn og var vélin á leið
frá Karlovy Vary.
I fréttum frá Bonn sagði að viö
þvi væri búizt að fólkið yrði leitt
fyrir rétt í Vestur-Þýzkalandi en
ekki framselt til Tékkóslóvakíu.
Fram til þessa hefur vestur-þýzka
stjórnin neitað að framselja tékk-
neska flugvélaræningja, enda
engin slíkur samningur í gildi
milli landanna. Þetta er i sjötta
sinn síðan 1970 að tékkneskum
vélum er rænt og þeim snúið til
Vestur-Þýzkalands.
Bretland:
íhalds-
menn þinga
Blackpool, Englandi
11. okt. — Reuter.
FLOKKSÞING brezka Ihalds-
flokksins hófst í Blackpool i dag
og mun leggja áherzlu á að sann-
færa kjósendur um færni sína til
að eiga samskipti við verklýðs-
félögin ef flokkurinn ynni næstu
kosningar. Umræður um stöðu
iðnaðar og almennt samstarf við
forystumenn hans voru meðal
þess sem rætt var i dag. Þá fjall-
aði James Prior, sem er talsmaöur
flokksins i atvinnumálum, um af-
stöðu Ihaldsflokksins til þess
hvaða þýðingu og hlutverk verk-
lýðsfélög ættu að hafa í Bretlandi.
Api náðaður
á 11. stundu
Bogota, 11. okt. Reuter.
SÉRSKIPAÐUR réttur dæmdi í
dag frægasta apa Colombíu til
lífláts en hann var náðaður á ell-
eftu stundu. Apinn réðst á aldur-
hnigna konu á laugardaginn og
veitti henni svo alvarlega áverka.
að hún lézt af sárum sínum. Ap-
inn hét Marco Polo og var vinsæl
Framhald á bls. 19.
Leynd hvílir
yfír hvarfí
frú Titos
Belgrad 11. okt. Reuter.
OPINBER talsmaður Titos
Júgóslavíuforseta lét í dag í sér
heyra i fyrsta sinn varðandi
sögusagnir um hvers vegna
Jovanka Broz Tito hefur ekki
sézt á almannafæri svo mánuð-
um skiptir. Sagði talsmaðurinn
að frúin væri heil heilsu og
dveldi á heimili forsetahjón-
anna í Belgrad. Aftur á móti
neitaði hann að skýra frá því
hvers vegna Jovanka Broz tók
.;¦* r^w^rr^r..
JovankaTito.
ekki á móti eiginmanni sínum
þegar hann kom frá Kína og
Sovétríkjunum i siðasta mán-
uði. A morgun, miðvikudag,
fer Tito i opinbera heimsökn
til Frakklands, Portúgals og
Alsirs og segja heimildir i Bel-
grad, að frúin verði ekki held-
ur í för með honum.
Talsmaðurinn sagði um það:
Framhald á bls. 19.
Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur alveg nýverið leyft að birta
þessa mynd sem tekin var af „kjarnorkuslysi" sem átti sér stað á
tilraunastað f Nevadaeyðimörkinni fyrir tæpum sjö árum. Geisla-
virkt rykský sté þá um það bil tfu þúsund fet í loft upp og barst
sfðan til norðausturs.
Belgrad-ráðstefnan:
Sovétmenn
og Tékkar
gagnrýndir
Bclcrad ll.nkl. Ki'litor.
JOYCE Hughes, bandarískur full-
trúi á Belgradráðstefnunni. gerði
í ræðu í dag hríð að Sovétmönn-
um og Tékkóslóvökum fyrir að
rjúfa samþykktar meginreglur
Helsinki-samningsins varðandi
frjáls bréfa- og tjáskipti. Eru
Sovétríkin og Tékkóslóvakia
fyrstu kommúnistaríkin sem eru
nefnd sérstaklega fyrir áþreifan-
leg ðlfk brot á þeim sex dógum
sem eru liðnir síðan ráðstefnan
hófsl.
Hughes flutti ræðu sina á lok-
uðum fundi, en ræðu hennar var
siðan dreift. Hún sagði blaða-
mönnum að einvörðungu hefði
verið tilnefnd Sovétrikin og
Tékkóslóvakíu, þar sem skjalfest
vitneskja um slík brot væri ekki
um önnur kommúnistaríki.
Fulltrúar Austurríkis, Belgíu,
Svíþjóðar og Irlands hvöttu í ræð-
um sinum til aö meiri virðing
væri sýnd almennum mannrétt-
indum. Aftur á móti héldu ræðu-
menn frá kommúnistarikjum sig í
meginatriðum  við það að fjalla
Framhald ábls. 19.
Utanríkisraðherra Portú-
gals sagði af sér í gær
Lissabon 11. okt. Reuter.
JOSE Medeiros Ferreira, utan-
ríkisráðherra Portúgals, sagði af
sér embætti síðdegis í dag, eftir
að upp kom ágreiningur innan
ríkisstjórnar Mario Soares um af-
stöðu til utanríkismála að því er
heimildir sem standa nærri ráð-
herranum skýrðu frá.
Kom tilkynning um málið mjóg
á övart, en þar sagði að Mario
Soares myndi gegna starfinu
sjálfur um ótiltekinn tíma. Ferr-
eira hefur sjálfur ekkert látið
haf a eftir sér um málið.
Heimildir Reuterfréttastofunn-
ar sögðu að meðal þess sem Ferr-
eira hefði ekki sætt sig við hefði
verið hvenær var ákveðið að taka
upp stjórnmálasamband við
ísrael í maí sl. Var litið á það sem
virðingarvott      sósíaiislaríkis-
stjórnar við aðra slíka. Eftir að
Rabin hafði siðan beðið ósigur
varð þetta til að vekja upp nokkra
Nóbelsverðlaunin veitt
í eðlis- og efnafræði
Stokkhólmi — 10. október —
Reuter
TVEIR Bandaríkjamenn og Breti
fengu Nóbelsverðlaunin í eðlis-
fræði í ár. Verðlaunin voru veitt
fyrir frumkvæði að ýmsum helztu
framförum á sviði rafeindafræði
á þessari öld.
Belgískur vísindamaður af
rússneskum ættum fékk efna-
fræðiverðlaun Nóbels að þessu
sinni, en þau voru veitt fyrir að
færa varmafræði af sviði gufu-
aflsins, en lengi framan af tak-
markaðist
aflið eitt.
varmafræði við gufu-
Eðlisfræðikenningar Banda-
ríkjamannanna Philips Ander-
sons og Johns van Vleck, ásamt
Sir Nevill Mott, hafa mjög stuðlað
að þróun á sviði tölvutækni, og
hafa meðal annars flýtt mjög fyr-
ir þvi að svo algeng tæki sem
vasatölvur og nýtízku útvarps-
tæki hafa orðið almenningseign.
á hafa visindarannsóknir eðlis-
fræðinganna einnig stuðlað mjög
að framförum í virkjun sólarork-
unnar.
Ilya Prigogine, sem er prófess-
or i efnafræði við Fee-háskólann í
Briissel, hefur um árabil unnið að
varmafræðirannsóknum og hafa
þær meðal annars leitt af sér að
nú er fyrirsjáanlegt að unnt verði
að nýta gufuaflið til rannsókna á
flóknum lifrænum viðfangsefn-
um, til dæmis á sviði læknisfræði.
Prófessor Prigogine er sextugur,
fæddur i Moskvu.
Framhald á bls. 19.
Morðákæran
lögð fram
gegn Bhutto
Lahore, Pakistan.  11  okt  Reuter
RÉTTARHÖLD voru sett i kvöld yfir
Zulifikai Ali Bhutto. fyrrv torstæis-
ráðherra Pakistans. og hljóðar
ákæran upp á morð Hann kvaðst
saklaus af ákærunni Um svipað
leyti og réttur var settur yfir Bhutto
komu nokkrir tugir stuðnings-
manna hans saman skammt frá og
kröfðust þess að Bhutto yrði látinn
laus. Eins og fram hefur komið
áður er Bhutto sakaður um að hafa
fyrirskipað dráp á pólitiskum and-
stæðingi fyrir þremur árum Fjórir
samstarfsmenn Bhuttos eru og
ákærðir fyrir aðild að manndrápinu
Fari svo að sakborningar verði
fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði
sér ævilangt fangelsi og jafnvel
liflát
Bhutto
ólgu í Portúgal og víðar. Ferreira
greiddi atkvæði gegn ákvörðun
þessari á rikisstjörnarfundi um
málið en sætti sig siðan við
niðurstöðu meirihlutans. Hann
vildi aö ákvörðun yrði frestað þar
til eftir Genfarráðstefnuna um
frið í Miðaustuiiöndum.
Afsögn hans fylgir í kjölfar
heimsóknar hans á þing Samein-
uðu þjöðanna, sem er sögð hafa
heppnazt mjög vel. Þar ræddi
hann meðal annars við marga
Arabaleiðtoga sem gramir voru
vegna afstöðu Portúgals til ís-
raels.
Framhald á bls. 19.
Iðnrekend-
ur skora
á Schmidt
Bonn 11. okl. Ki'UIor.
V-ÞÝZKIR iðnrekendur skoruðu i
dag á Helmut Schmidt, kanzlara,
að gera það sem í hans valdi stæði
til að bjarga Hans Martin
Schleyer, form. Vinnuveitenda-
sambands landsins. Talsmaður
ríkisstjórnarinnar sagði, að sendi-
nefnd iðnrekenda hefði setið á
fundi með Schmidt í tvær klukku-
stundir varðandi málið. Fundur-
inn sat einnig Hans Jiirgen
Wischnewski, utann'kisráðherra,
sem hefur farið til nokkurra
Arabalanda, að því er virðist til að
reyna að fá svar við því, hvort þau
væru fús til að leyfa borgarskæru-
liðunum, sem rændu Schleyer. að
fá þar hæli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32