Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 231. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SÍÐUR
231. tbl. 64. árg.
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 197',
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Beygið ykkur! var allt
í einu hrópað á þýzku
Sjónarvottar lýsa björguninni í Sómalíu
Enn allt á
huldu um
Schleyer
Frankfurt. 18. októher Reuter
R/ENINGJAR vestur-þýzka
iðnrckandans Hanns-Martin
Schleyers léku enn lausum
hala í kvöld og allt var á huldu
um afdrif Schleyers eftir
björgun gísianna í flugvél
Lufthansa-félagsins          í
Mogadishu.
Sex vikur eru liðnar síðan
vinstrisinnaðir      öfgamenn
rændu Schleyer og hótuðu að
myrða hann ef stjórnin f Bonn
gengi ekki að kröfum þeirfa
um að 11 borgarskæruliðar
yrðu látnir lausir, þar á meðal
Andreas Baader og félagar
hans sem sviptu sig lífi í
vestur-þýzku fangelsi eftir
aðgerðirnar í Mogadishu.
Flugræningjarnir gerðu sömu
kröfur      og      ræningjar
Schleyers.
Walter Scheel forseti
skoraði í kvöld á ræningja
Schleyers að sleppa honum og
sagði i útvarps- og sjónvarps-
ávarpi til þjóðarinnar: ,,Hagið
ykkur aftur eins og
manneskjur. Þetta er siðasta
tækifærið sem þið hafið til
þess."
„Þessari tiigangslausu stig-
mögnun ofbeldis og dauða
verður að ljúka" sagði for-
setinn. „Allur heimurinn,
bæði austur og vestur er á móti
ykkur."
í Bonn virðist það almenn
skoðun     fréttaritara     að
Framhald ábls. 21.
Sjánánar a hls. 12—13
Frankfurt. 16. októhpr. Reuter
GlSLUNUM sem vestur-þýzk
víkingasveit bjargaði úr höndum
flugræningja f Sómalíu var inni-
lega fagnað þegar þeir komu til
Frankfurt í dag.
Ættingjar fögnuðu með blóm-
um og faðmlögum rúmlega 80
manns sem voru í Boeing 737
flugvél Lufthansa er fjórir
hryðjuverkamenn rændu yfir
Miðjarðarhafi á fimmtudaginn.
Þrír flugræningjanna voru
drepnir I dirfskulegri miðnætur-
árás sérþjálfaðrar víkingasveitar
á flugvellinum í Mogadishu
skömmu áður en flugræningjarn-
ir höfðu hótað að sprengja upp
flugvélina með gfslunum. Þeir
krófðust þess meðal annars að
sleppt yrði úr haldi 11 borgar-
hryðjuverkamönnum f Vestur-
Þýzkalandi. þar á meðal þremur
leiðtogum       Baader-Meinhof-
hópsins, en skömmu eftir
björgunina frömdu þeir sjálfs-
morð (Sjá aðra frétt).
Kona frá Hannover lýsti þannig
björguninni:
„Dyrnar  opnuðust  skyndilega
og mennirnir ruddust inn. Við
vissum ekki í fyrstu að þeir voru
Þjóðverjar. Siðan heyrðum við
háan hvell og sáum eldblossa
þegar þeir hentu handsprengjum.
Nokkrum skotum var hleypt af
og víkingahermennirnir ýttu far-
þegunum  að  dyrum  flugvélar-
innar og neyðarútganginum.
Áður en við vissum hvaðan á
okkur stóð veðrið var okkur
stjakað í átt að flugstöðvar-
byggingunum."
Átta gislanna sögðu á Mallorca í
kvöld að þeir hefðu verið bundnir
og sætt stöðugum ógnunum.
Alberto Cerezo flugstjóri, sem
var á leið til Frankfurt til að ná i
spænska leiguvél, sagði: „Við
vorum allir með hendur bundnar
fyrir aftan bak allan timann.
Líkamlegu ofbeldi var litið beitt,
en stundum greiddu hryðjuverka-
Framhald á bls 18.
Frá flugvellinum í Mogadishu. Flugræningjarnir krefjast þess að fá mat og drykkjarföng um borð i
vélina. Samningamaður gengur að vélinni með útréttar hendur til að sýna að hann sé ekki vopnaður.
Baader og 2 f élagar
hans sviptu sig lífi
- i  __________Sjá grein á bls. 15________ - .
Bonn, IS. okt. Reiiier.
ÞRÍR helztu leiðtogar Baader-
Meinhof-hópsins frömdu sjálfs-
morð i fangaklefum sínum í dag
aðeins örfáum klukkustundum
eftir að vestur-þýzk víkingasveit
bjargaði gíslum úr höndum flug-
ræningja sem ætluðu að fá þá
látha lausa.
Andreas Baader og Jan-Carl
Raspe skutu sig i nöfuðið og
Gudrun Ensslin hengdi sig f hinu
rammgerða Stammheim-fangelsi
í Stuttgart. Fjórði félaginn úr
hópnum, Irmgard Möller, sem af-
plánar f jögurra og hálfs árs dóm i
sama fangelsi, reyndi að stinga
sig í hjartastað með brauðhnífi.
Hún var flutt í sjúkrahús en er
ekki i lífshættu.
Hin látnu virðast hafa fyrirfar-
Framhald á bls 18.
Callaghan og
Schmidt sem ja
Bonn 18. nklóher.
Reuler.
JAMES Callaghan, forsætisráð-
herra Breta, kom í dag til Bonn
til viðræðna við Helmut Schmidt
kanslara og líklegt er að þeir ræði
fyrst og fremst málefni Evrópu.
Schmidt kanslari kom til fund-
arins beint frá ríkisstjórnarfundi
um      björgun      Lufthansa-
flugvélarinnar og var þreytuleg-
ur eftir álag síðustu daga.
Seinna var sagt að samkomulag
hefði náðst í viðræðunum um að
Bonn-stjórnin hætti að standa
straum af kostnaði við dvöl
brezks herliðs í Vestur-
Þýzkalandi 1980. Callaghan sagði
að þar með hefði fundizl lausn á
máli sem hefði vakið grcmju í
sambúð laudanna.
Callaghan kom til Bonn ásamt
David Owen utanríkisráðherra og
Denis Healey fjármálaráðherra
skömmu eftir að tilkynnt var að
þrír félagar úr Baader-
Meinhof-samtökunum      hefðu
framið sjálfsm'orð i f angelsi.
Upphaflega ætlaði Callaghan að
hitta Schmidt kanslara í síðasta
mánuði, en fundinum var frestað
vegna ránsins á iðnrekandanum
Hanns Martin Schleyer.
Viðræðurnar i dag fylgja i kjöl-
far gagnrýni vestur-þýzkra blaða
á Breta fyrir afstöðu þeirra gagn-
vart Efnahagsbandalaginu. Call-
aghan hefur verið gagnrýndur
fyrir að gefa í skyn &6 hann muni
leggjast gegn því að völd verði
Framhald á bls. 21.
Andreas Baarler
Jan-Carl Raspe
(¦uflrun KiiskMii
Útför Crosbys gerð í kyrrþey
Los Angeles. 18. okt.  Reuler.
UTFÖR Bing Crosbys varð gerð
i kyrrþei snemma f morgun og
hana sóttu aðeins fjölskylda
hans og nokkrir nánir vinir.
Söngvarinn var lagður til
hinztu hvfldar á hæð sem gnæf-
ir yfir Los Angeles f útborginni
Westwood.
Kistuna báru sex synir hans,
þar af fjórir af fyrra hjóna-
bandi.
Aðeins um 35 manns mættu
við útförina. Þar á meðal var
Bob Hope, einn nánasti vinur
Crosbys og samleikari i sjö
„Road"-myndum. Við útförina
voru einnig tveir aðrir nánir
vinir Crosbys: söngkonan Rose-
mary Clooney og gamanleikar-
inn Phil Harris.
Útförin var gerð í dögun og
frú Crosby bað blaðamenn af-
sökunar á þvi hvað þeir urðu að
mæta snemma. Þvi var haldið
leyndu   fyrir   blaðamonnum
fram á siðustu stundu hvenær
jarðarförin  færi  fram  til  að
,koma í veg fyrir átroðning. -
Bing Crosby hafði sjálfur
óskað eftir því að útförin yrði
gerð i kyrrþey og að hana
sæktu aðeins f jölskylda hans og
nokkrir nánir vinir.
Aðeins þrir forvitnir vegfar-
endur stóðu fyrir utan kirkjuna
þegar syrgjendurnir komu
þangað.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32