Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 236. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SlÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
236. tbl. 64. árg.
ÞRIÐJUDAGITR 25. OKTÓBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sjálfstjórn í Katalóníu:
Tarradelas tekinn
við forsetaembætti
— ein milljón manna fagnaði
honum við heimkomuna
BaiTi'lona. 24. okl. Reuler.
„LENGI LFII Kataiónía, lengi
lifi Spánn", sagði Josep Tarradel-
as er hann sór embættiseið sem
forseti sjáifstjórnar Katalóníu í
dag. Látleysi setti svip sinn á at-
hófnína, sem fór fram f Barce-
lona, en þegar Tarradelas kom til
Katalóníu í gær eftir 38 ára út-
legð var honum ákaft fagnað. Tal-
ið er að um ein milljón manna
hafi safnazt saman á flugvellin-
um við Bareelona og í miðborg-
inni. Fólkið grét, söng, dansaði og
veifaði fánum er það fagnaði
Tarradelas, sem nú er 78 ára að
aldri, en hann hefur verið Kata-
lóníumönnum tákn sameiningar
og þjóðernishyggju síðan héraðið
var svipt sjálfstjórn eftir sigur
Francos einræðisherra í borgar-
styrjóldinni fyrir tæpum fjórum
áratugum.
Við embættistökuna i dag lét
Tarradelas svo um mælt að sjálf-
stjórn héraðsins mundi stuðla að
réttlæti og lýðræði í landinu öliu,
Enda þótt Katalóniumenn hefðu á
sínum tíma verið sviptir
ákvörðunarvaldi í eigin málum
hefðu þeir aldrei misst kjarkinn
og viljann til að ráða sjálfir ráð-
um sinum. Adolfo Suarez for-
sætisráðherra  Spánar  sagði  við
þetta tækifæri, að sjálfstjórnar-
réttindi hinna ýmsu héraða á
Spáni væru lykillinn að lausn
ýmissa helztu vandamála sem við
væri að etja í landinu um þessar
mundir, enda væru slík réttindi
veigamikill þáttur i þeim
stjórnarskrárdrögum, sem í
undirbúningi væru.
16 manna ráð fer með fram-
kvæmdavald sjálfstjórnarinnar i
Katalóníu, en nefnd fulltrúa
Katalóníu-stjórnar og ríkisstjórn-
arinnar í Madrid mun á siðari
stigum málsins ákveða hvaða mál
heyri framvegis undir hvorn
aðila. Stjórn hers og lögreglu með
aðsetur í Katalóníu verður eftir
sem áður í höndum stjórnarinnar
í Madrid.
Hluti v-þýzku áhlaupssveitarinnar, sem frelsaði gfsla Lufthansa-þotunnar f Mogadishu. Myndin er tekin
við heimkomuna til Bonn, þegar fyrirliði sveitarinnar, Ulrich Wegener, bauð menn s.ína velkomna úr
þrekrauninni.
Spennan vegna hefndarað-
gerða Baader-Meinhof magnasi
Bonn, 24. októhcr. Keuter.
GlFURLEG  spenna er  nú  ríkj-
andi i Vestur-Þýzkalandi og með-
Þjóðaratkvæði í Panama:
Meirihlutafylgi
við nýjan samning
l'aiiama. 24. okt. Rcuter.
ÞEGAR talning atkvæða i þjóðar-
atkvæðagreiðslunni i Panama um
nýjan samning við Bandaríkin
um Panamaskurðinn var vel á veg
komin í dag var Ijóst að verulegur
meírihiuti stendur að baki stjórn
landsins í þessu máli. Þegar 570
þúsund atkvæði höfðu verið talin
höfðu  375  þúsund  sagt  já  við
nýjum samningi en 189 þiisund
voru á móti.
Blöð í Panama telja atkvæða-
greiðsluna ótvíræðan sigur fyrir
stjórn landsins, en ' samnings-
drögunum er gert ráð fyrir þvi að
landsmenn fái yfirráð yfir skipa-
skurðinum um næstu aldamót.
Um 800 þúsund manns voru á
kjörskrá.
al V-Þjóðverja erlendis vegna
ítrekaðra aðvarana vestur-þýzku
stjórnarinnar um nýjar hefndar-
aðgerðir af hálfu stuðnings-
manna     Baader-Meinhof-klík-
unnar. Til mikilla átaka kom
í dag á Sikiley þar sem fram fóru
mótmælaaðgerðir vegna dauða
Baader, Ensslin og Raspe í
fangelsi í Stuttgart á dögun-
um. I þessum átökum særðust
að minnsta kosti 18 lögreglu-
menn. Þá sprakk öflug sprengja
fyrir utan sýningarsal v-þýzkrar
bifreiðaverksmiðju á Norður-
Italiu og í Róm voru miklar var-
úðarráðstafanir gerðar vegna hót-
ana um að v-þýzka sendiherran-
um þar yrði grandað í hefndar-
skyni.
Hópur griskra stjórnleysingja
lýsti í kvöld ábyrgð á hendur sér
vegna sprengjutilræðis í verk-
smiðju, sem er í eigu þýzkra aðila,
um leið og hótað var að frekari
árásir yrðu gerðar á þýzk fyrir-
tæki í Grikklandi.
Heimut Schmidt. kanslari Vest-
ur-Þýzkalands, birti i dag yfirlýs-
Tillaga framkvæmdanefndar EBE:
Bretar fái að veiða
21,6% heildaraflans
Pólland:
Amnesty-
menn hand-
teknir
Varjsá, 24. október. Reuter.
PÖLSK stjórnvöld stöðvuðu i
dag söfnun undirskrifta á
áskorunarskjal Amnesty Inter-
nalional þar sem krafizt er
frelsunar pólitískra fanga hvar
sem er á byggðu bóli, en undir-
skriftasöfnun þessi fer um
þessar mundir fram í flestum
löndum og er ekki beint gegn
neinni sérstakri rikisstjórn.
Óeinkennisklæddir lögreglu-
menn handtóku þrjá félaga í
Póllands-deild Amnesty þar
sem þeir voru við undirskrifta-
söfnun í borginnj Lublin. V'it-
að er að einum Amnesly-
mannanna var sleppt eftir
hálftíma yfirheyrslu, og er tal-
ið að hinuni tveiimir hafi einn-
ig verið sleppt skömmu síðar.
Luxt'mnoui:.. 24. oklóhcr. Rcult'r.
1 HARÐORÐRI ræðu á fundi ráð-
herranefndar Efnahagsbanda-
lagsins í dag lýsti brezki sjávarút-
vegsráðherrann, John Silkin, þvi
yfir að í tilraunum sínum til að
móta n.v.ia fiskveiðistefnu banda-
lagsins hefði framkvæmdanefnd-
inni láðst að taka tillit til sér-
stakra aðstæðna í brezkum sjávar-
útvegi, um leið og hann gagn-
rýndi harðlega tillögur um vernd-
un fiskstofna, sem hann kvað
hvergi nærri fullnægjandi.
1 tillögum framkvæmdanefnd-
arinnar er m.a. að finna kvóta um
skiptingu afla á miðuni aðildar-
rikjanna fyrir árið 1978. Ekki er
vitað um efnisatriði kvótatillög-
iinnar,  en  Austin  Laing  fram-
kvæmdastjóri Sambands brezkra
útgerðarmanna tjáði fréttamönn-
um, að af heildaraflanum væri
aðeins gert ráð fyrir því að Bretar
fengju að veiða 21,6% enda þótt
um 60% af óllum fiskimiðum inn-
an 200 mílna EBE væru við
strendur Bretlands.
Óstaðfestar fregnir herma að
ólíklegt sé að samstaða náist um
fiskveiðistefnu EBE fyrir árslok.
Viðbrögðin vid ræðu Siikins
voru misjöfn, en þó var haft eftir
áreiðanlegum heimildum á fund-
inum, að fulltrúar flestra aðildar-
ríkjanna teldu gagnrýni Breta
eiga við riik að styðjast, þannig að
hún hlyti að verða umræðugrund-
völlur á fundinum, um leið-og
þeir tóku fram að írar væru sam-
mála Bretum í flestum atriðum.
Það kom fram i máli Silkins að í
tillögum framkvæmdanefndar-
innar væri ekki tekin afstaða til
kröfu Breta um allt að 50 milna
einkalögsögu.
Um verndun fiskstofna sagði
Silkin m.a. að framkvæmdanefnd-
inni hefði gersamlega mistekizt
að sjá til þess að hægt væri að
grípa til skjótra og virkra vernd-
unarráðstafana, þannig að sýnt
væri að aðildarrikin yrðu sjálf að
hafa forgöngu um slíkar aðgerðir,
að minnsta kosti þar til bandalag-
inu hefði tekizt að ryðja úr vegi
hindrunum fyrir þvi aó það gæti
sett raunhæfar reglur þar um.
S-Afríka:
ingu þar sem hann hvatti almt'iin-
ing lil að vera vel á verði gegn
hrvðjuverkamönnuin sem eru í
slaglogi við Baader-Meinhof. Þá
lagði kanslarinn að þjóð sinni að
láta ekki áróður um að fangarnir i
StuUgart hefðu verið ráðnir af
döguni villa um fyrir sér.
Viðtækar óryggisráðstafanii' af
hálfu Bonn-stjórnarinnai' hafa
verið gei'ðar á flugvöllum i uni
það bil 40 löndum síðustu daga.
og öryggi.sverðir í þjónustu Bonn-
sljórnarinnar grandskoða hvern
einasta farþega sem fer um borð í
v-þýzkar flugvélar.
Leitinni að ínorðingjuni v-þýzka
iðrekandans      Hanns-Martins
Sclileyers er haldið álram aí
miklu kappi. Hefur lógreglan í
Frakklandi. þar sem lik Sehleyers
f annst. skýrt frá því að 9 þeirra 10
hryðjuverkamanna. sem eftirlýst-
ir eru í sambandi viö málið. hai'i
sézt í Frakklandi á siðustu sjö
vikum. Þeirra á meðal Christian
nokkur Klar, sem talinn er hafa
keypt Audi-bílinn sem likiö
fannst í. Kaupin fóru l'ram í V-
Þv'zkalandi. en að sögn lögrelg-
unnar bendir allt til að Klar hafi
sézt að minnsta kosti 8 sinnum á
almannafæri i Frakklandi f'rá þvi
að Sehleyer hvarf. Otlast franska
liigreglan að liryðjuv erkamenn-
irnir séu ni'i komnir úi' landi og er
talið sennilegl að þeir þal'i haldio
til Sviss.
Óeirðir og handtökur
Jóhannesarborg, 24. október.
Reuter.
LÖGREGLAN í Jóhannesarborg
handtók í dag sjö presta fyrir að
bera fram mótmæli við banni
st jórnarinnar í S-Afríku við starf-
semi 18 félagasamtaka í síðustu
viku. Prestarnir voru yfirheyrðir
fyrir rétti en var að því loknu
sleppt gegn tryggingu, að sögn
lögreglunnar.
Frá þvi að bannið við félaga-
starfsemi gekk i gildi fyrir fimm
dögum, um leiö og sjö andstæð-
ingar stjórnarinnar úr hópi hvitra
manna voru bannlýstir. útgáfa
tveggja dagblaða blökkumanna
stöðvuð og fjölmargir blökku-
mannaleiðtogar handteknir. hef-
ur ókyrrð i landinu farið vaxandi
og i uppþotum í Queenstown og
King Williams Town um helgina
voru 59 blökkumenn handteknir.
Oljósar fregnir hafa borizt af
meiðslum á möniuim. svo og
eignatjóni. í óeiiðum víða i laml-
inu nú uni helgina. en ekki hefur
frétzt um manntjón.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48