Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 1
247. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sadat í tveggja daga sögulega ísraelsferð Kaíró, 17. nóvember. Reuter ANWAR Sadat forseti fer i sögulega tveggja daga heim- sókn til Jerúsalem á laugardag til að ræða frið við ísraelska leiðtoga og skýra málstað Araba fyrir israelska þinginu. Ismail Fahmi utanríkisráðherra ákvað þegar í stað að segja af sér vegna „nýrra kringumstæðna“ og Mohammed Riad aðstoðarutanríkisráðherra sem Sadat skipaði eftirmann hans sagði einnig af sér. Einn þriggja stjórnmálaflokka Egypta, Framfarasinnaði einingar- flokkurinn, gagnrýndi ferðina þar sem hún mundi „veikja afstöðu Araba.“ við Hafez Al-Assad Sýrlandsfor- seta og sagði: „Ég heimsæki Knesset (israelska þingið) Menachem Begin, forsætisráð- herra Israels, sagði bandariskum þingmönnum sem hann ræddi við að bandariski sendíherrann, Samuel Lewis, hefði fært sér þau skilaboð frá Sadat að hann mundi koma til tsraels kl. 17.30 (GMT) á laugardag. Begin sagði að hann hefði vitað siðan i gær að Sadat vildi koma á laugardag, en tsraelsmenn áttu ekki von á hon- um fyrr en seint i næstu viku. Sadat skýrði frá ákvörðun sinni í Damaskus að loknum viðræðum Begin forsætisráðherra tsraels (annar frá vinstri) tilkynnir sögulega heimsókn Anwar Sadats forseta til tsraels. Lengst til hægri er sendi- herra Bandaríkjanna, Samuel Lewis. Sadat forseti á blaðamannafundi f Damaskus þar sem hann sagði: „Þótt Assad forseti sé andvfgur heimsókn minni til Jerúsalem fer ég samt.“ bráðlega. “ Hann sagði að Assad væri andvigur hugmyndinni og kvað þá ósammála um aðferðir en ekki markmið. Hann kvaðst vilja ryðja úr vegi meinlokum sem stæðu i vegi fyrir friði. Assad gagnrýndi heimsóknina á blaðamannafundi og kvað hana hættulcga málstað Araba. Hann sagði að hann og Sadat hefðu aldrei orðið ósammála áður en kvað Sadat hafa fullvissað sig um að hann mundi ekki veikja mál- stað Araba með undirritun santnings við ríki Gyðinga. 1 kvöld dvaldist Sadat i Ismailia við Súez-skurð og ekki var búizt við að hann færi þaðan til Kaíró áður en hann færi til Jerúsalem. Hann verður fyrsti Arabaleiðtog- inn sem stígur fæti á israelskt land siðan riki Gyðinga var stofn- að fyrir 29 árum. Begin forsætisráðherra sagði að sérstök egypzk flugvél kæmi til ísraels á morgun beint frá Kairó með tugi egypzkra embættis- manna. „Þeim verður tekið sem gestum. Þeir koma með egypzka fána. Það verða kærkomnar gjafir," sagði Begin. Hann sagði að Sadat mundi dveljast á King David-hóteli i Jerúsalem sem stuðningsmenn Begins sprengdu upp 1947 þegar hann var leiðtogi hryðjuverka- manna. Sadat vill biðjast fyrir i Al-Aqsa-moskunni á sunnudags- morgun og siðan mun hann fara að minnismerki sex milljóna Gyðinga sem var útrýmt í siðari heimsstyrjöldinni. Thatcher fram úr London, 17. nóvember. Reuter. ÍHALDSFLOKKUR frú Margaret Thatchers hefur 3'/i% meira fylgi en Verka- mannaflokkurinn samkvæmt skoðanakönnun Gallups er birtist i dag í Daily Telegraph. Samkvæmt könnuninni styðja 4514% landsmanna íhaldsflokkinn, 42% Verka- mannaflokkinn, 8!4% Frjáls- lyndaflokkinn og 4% aðra flokka. Stóru flokkarnir voru hníf- jafnir i síðasta mánuði sam- kvæmt skoðanakönnin Gallups þá og nutu stuðnings 45% kjósenda hvor. Þriðjungur þeirra sem voru spurðir töldu verðbólgu mesta vandann. í siðasta mánuði höfðu flestir áhyggjur af verð- bólgu, siðan atvinnuleysi og loks verkföllum. Ferd Sadats talin geta valdið klofningi Araba Amman, 17. nóvemher. Reuler. AP. Stl ákvörðun Anwar Sadats Eygptalandsforseta að fara til Israels þrátt fyrir mótstöðu Sýr- lendinga virðist ætla að hafa í för með sér nýjan og stórfelldan klofning í röðum Araba. Ekki einn einasti Arabaleiðtogi hefur lýst yfir stuðningi við heimsóknina og erlendur stjórn- arfulltrúi í Jórdaníu hefur sagt að hún sé mesta áhættan sem Sadat hafi tekið á ferli sínum. Hvorki Sadat né Hafez Al- Olíustefnu Irans- keisara fagnað Paris, 17. nóvember. Reuter. AP. IRANSKEISARI staðfesti I við- ræðum við Valery Giscard d’Est- aing Frakklandsforseta í dag að hann mundi beita sér fyrir óbreyttu oliuverði á fundi Sam- Veiði Breta við Færeyjar skert Frá fréllaritara Morgunblaðsins, Þórshöfn í Fœreyjum í gær. LANDSSTJÖRNIN f Færeyjum hefur ákveðið að fyrirskipa nýjar takmarkanir á veiðum brezkra togara við Færeyjar þar sem Bret- ar hafa bannað spærlingsveiðar Færeyinga frá og með 1. nóvem- ber. Veiðitakmarkanir Færeyinga gilda frá og með miðnætti miðvikudags og þar til samn- ingurinn við Efnahagsbandalagið rennur út 1. janúar. Hingað til hefur Bretum verið bannað að veiða á svæði norður og vestur af Færeyjum innan 20 mílna en þessi mörk verða nú færð út í 24 milur. A svæði vestur af Færeyjum hafa brezkir togarar mátt veiða í Framhald á bls 18. olíuframleiðslurfkja f Caracas í næsta mán- taka (OPEC) uði. Keisarinn hefur hingað til beitt sér fyrir þvi að olíuverðið hækk- aði, en lýsti því yfir fyrr i vikunni að hann væri orðinn hlutlaus í afstöðu sinni og áður en hann fór frá Washington til Parisar sagði hann að Carter forseti hefði sann- fært sig um að honum bæri að berjast gegn verðhækkun. Stefnubreytingu Iranskeisara var fagnað i Hvíta húsinu í dag og Jody Powell blaðafulltrúi sagði að það væru „gleðjlegar fréttir” að hann hefði ákveðið að berjast gegn hækkuðu olíuverði. Powell sagði að Carter hefði engu heitið keisaraanum í staðinn fyrir yfirlýsingu hans um olíu- verðið til að verða við beiðni hans Framhald á bls 18. Vinstrafylgi dregst saman í Frakklandi Paris, 1 7. nóvember AP FYLGI vmstriflokkanna í Frakklandi hefur minnkað en þó hefur fylgi hægri- og miðflokka ekki aukizt samkvæmt skoðanakönnun sem blaðið Figaro sagði frá i dag Stjórnarflokkarnir hafa á bak við sig 4 7% kjósenda og fylgi þeirra hefur haldizt óbreytt siðan i sumar Fylgi sósialista hefur minnkað úr 31% í september í 26%. Fylgí kommúnista er 21% miðað við 20% i september Figaro bendir á i grein að þing- sæti rúmlega 100 þingmanna stjórnarinnar séu i alvarlegri hættu og að stjórnin mundi tapa meiri hluta sinum ef hún missti aðeins helming þessara þingsæta Assad Sýrlandsforseti drógu dul á ágreining sinn að loknum viðræð- um í Damaskus í dag og Sadat virðist ákveðinn í að taka þá áhættu að Egyptar einangrist eins og eftir októberstrfðið 1973 þegar þeir sömdu við ísraelsmenn um aðskilnað herja á Sinai-skaga. Stjórnin i írak hefur kallað heimsóknina hættulegt vixlspor sem muni veikja Araba og sundra þeim. Sýrlenzka stjórnin og Baath-flokkurinn hafa skorað á Araba að stemma stigu við þeirri hættu sem muni stafa frá heim- sókn Sadats og óbeint skorað á egypzku þjóðina að berjast gegn Sadat. Formaður Palestínska þjóðar- ráðsins, Khaled Al-Fahoum, kveðst munu kalla ráðið saman til skyndifundar um málið og segir að heimsóknin muni reka fleyg á milli Araba innbyrðis. Fjölmenn- ustu skæruliðasamtök Palestínu- leiðtogans Yasser Arafats for- Franihald á bls 18. Croissant líka í Stammheim Stuttgart, 17. nóvember. Reuter. KLAUS Croissant, fyrrverandi lögfræðingur Baader- Meinhofhópsins, var í dag fluttur f Stammheim-fangelsi þar sem þrír leiðtogar hreyfingarinnar frömdu sjálfsmorð í síðasta mán- uði. Hann sagði frönskum stuðn- ingsmönnum sfnum áður en hann var framseldur f gærkvöldi að ef hann létist í vestur-þýzku fang- elsi yrði það vegna þess að hann yrði myrtur, ekki vegna þess að hann fremdi sjálfsmorð. Croissant sendi Iögfræðingi sin- um í París bréf þar sem hann sagðist ekki mundu frernja sjálfs- morð eða taka þá áhættu að verða skotinn á flótta. Málaferli gegn Croissant hefjast líklega ekki fyrr en eftir að Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.