Morgunblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 258. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Simamynd AI Blökkukonur í Jóhannesarborg ganga fram hjá einum kjörstaða í borginni með innkaupatöskur sínar á höfðinu og láta sér fátt um kosningarnar finnast. enda eru þær í hópi 19 milljóna blökkumanna sem ekki hafa kosningarétt í S-Afríku. Soares fer fram á traustsyfírlýsingu Lissabon. 30. nóv. Routcr. MARIO Soares forsætis- ráðherra Portúgals tii- k.vnnti í kvöld að hann mundi hætta lífi ríkis- stjórnar sinnar og fara fram á traustsyfirlýsingu í portúgalska þinginu f næstu viku, sakir þess að mistekizt hefði að ná víð- tækari samstöðu þing- flokkanna um aðgerðir í efnahagsmálum. Sósiálistaflokkur Soares- ar hefur aðeins 102 sæti af 263 í portúgalska þinginu. Sósialdemókratar og mið- demókratar hafa 73 og 41 atkvæði hvorir um sig, en kommúnistar hafa 40 at- kvæði. Úrslit í atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýs- inguna velta á því hver verður afstaða kommún- ista, því með fulltingi þeirra gæti Soares haldið velli. Verði traustsyfirlýs- ingin felld er hugsanlegt að Eanes forseti landsins feli Soares að reyna að mynda aðra stjórn, en lík- legra er þó talið að hann feli einhverjum leiðtoga stjórnarandstöðunnar stjórnarmyndun. Frétta- skýrendur í Lissabon telja að skammt sé í nýjar kosn- ingar í landinu hver-svo sem verða úrslit atkvæða- greiðslunnar í næstu viku. Carter á blaðamannafundi: Miðausturlönd: Fundur harðlímiríkja hefst í Tripoli í dag Mario Soares John Vorster spáð stórsigri í kosn- ingum í S-Afríku Jóhannesarborg, 30. nóv. AP. Rcuter. HVÍTIR menn f Suöur-Afríku fiensu til kosninga í dag til að velja nvtt þing og var kosningaþátttaka þeirra mjög mikil þrátt fvrir slæmt veður í landinu. Búizt er vid stórsigri flokks Johns Vorsters forsætis- ráöherra, en atkvæði verða ekki talin fyrr en á fimmtudag. 2.2 milljónir hvítra manna eru á kjörskrá. Vorster forsætisráðherra boð- aði til kosninga 18 mánuðum áður en gert hafði verið ráð fyrir og samkvæmt ráðagerðum hans verða þetta siðustu kosningarnar i landinu með núverandi kosn- ingafyrirkomulagi, en Vorster hyggst koma á fót á árinu 1979 sérstökum þingum fyrir hvíta menn, Asíumenn i landinu og kynblendinga. Svartir menn eiga síðan, samkvæmt hugmyndum Vorsters, að fá að ráða sínum mál- um í sérstökum ríkjum sem verið er að setja á stofn. Stjórn Vorsters hefur gert það sem hún kallar „erlenda íhlutun" að höfuðmáli kosninganna og John Vorster Jafntefli í 5. skákmni Bdgrad. 30. n«v. AP. Rcutcr. SPASSKY og Korchnoi gerðu i dag jafntefli í fimmtu einvigis- skák sinni i Belgrad eftir 44 leiki. Staðan í einvíginu er nú þannig að Korchnoi hefur 3,5 vinning og Spassky 1,5. (Sjá skákskýringar á bls. 16.) héitir að berjast gegn íhlutun annarra landa í málefni S-Afríku. Flokkur Vorsters hefur nú 116 þingsæti af 165 í þinginu í Pretoriu og smærri flokkar, sem sumir berjast fyrir afnámi kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunnar, af- ganginn. Neitar að framselja flóttamenn Syndney, 3U. nóv. AP, Reuter. ÁSTRALÍUSTJÓRN hafnaði í dag kröfu stjórnar Vietnams um framsal vietnömsku flótta- mannanna sem í gær komu til Darwin í Astralíu um borð í flutningskipi sem rænt hafði verið með áhöfn og snúið þangað. Andrew Peacock utan- ríkisráðherra Astralíu sagði fréttamönnum í Canberra að flestir vietnamanna um borð, en þeir eru alls 181 talsins, hefðu ekki áhuga á að snúa aftur til Vietnams, en þeim sem þess óskuðu væri það að sjálfsögðu heimilt. Ráðherr- ann sagði að ástralska stjórnin hefði mannúðarlcgar og laga- legar skuldbindingar gagnvart þessu fólki og því yrði því ekki snúið til baka gegn þess eigin vilja. Peaeoek sagði að rannsókn færi nú fram á því hver væri uppruni skipsins sem flótta- mennirnir komu með en orð- rómur hefur verið á kreiki um að Vietnamstjórn hafi gert það upptækt frá fyrri eiganda. Sagði ráðherrann að skipinu yrði skilað ef í ljós kæmi að stjórnin í Vietnam væri réttur eigandi þess. Kaíró. 30. nóv. Rculcr. AP. STJÖRN Egyptalands hélt í dag áfram undirbúningi fyrir fund þann sem hún hefur hoðið til ríkjum þeim sem aðild eiga að deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Var 13. desember í dag nefndur sem hugsanlegur fundardagur. Sovétríkin tilkvnntu í dag opinherlega að þau hygðust ekki senda fulltrúa á fund þennan og slógust Rússar þar með í hóp með Sýrlendingum sem þegar hafa tilkynnt að þeir muni ekki eiga aðild að fundinum. Harðlinuarabalöndin, sem and- víg eru friðartilraunum Sadats forseta, héldu á sama tíma áfrarn sínum undirbúningi fyrir fund sinn á morgun í Tripóli. ísreals- menn neituðu í dag að taka þátt í enn einni ráðstefnu um Mið- austurlandadeiluna í New York, en Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði stungið upp á þeim fundi. Búi/.l er við að sá fundur sé þar með úr sögunni, en Israelsmenn segja að ekki þurfi fleiri fundi til undir- búnings Genfaráðstefnu um þessi mál. Kurt Waldheim tilkynnti í dag að hann myndi senda Ensio Silasvuo, finnska hershöfðingj- ann, sem verið hafur sendimaður hans i Miðausturlöndum, á fund- inn í Kaíró. Moshe Dayan utanríkisráðherra Ísraels sneri í kvöld heim að lok- inni opinberri heimsókn til V- Þýzkalands. Dayan lét þess m.a. getið áður en hann hélt frá Bonn að israelsmenn væru reiðubúnir að semja sérstaklega við Egypta hvernær *sem væri ef Egyptar vildu það sjálfir. Framhald á bls 18. Frumkvæði Sadats er mikilvægt skref Washington 30. nóv. AP, Reuter CARTER Bandaríkjaforseti sagði í dag á blaðainannafundi að veriö gæti að Egyptar og Ísraelsmenn yrðu nevddir til að semja sérstak- lega um frið sín í milli ef leiðtog- ar annarra Arabaríkja legðu ekki sitt af mörkum til að komast mætti að heildarsamkomulagi í deilu landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann kvað Banda- rikin þó vera andvíg þess háttar Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.