Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 41. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978
Blaðamenn samþykktu
nýjan k jarasamning
BLAÐAMENN samþykktu nýja
kjarasamninga við blaðaútgef-
endur á fjöimennum félagsfundi
í gær, en verkfall Blaðamanna-
félags íslands hafði þá staðið í
vikutfma. Síðasta samningalotan
stóð í 16 klst. og lauk með undir-
skrift samninga um sex-leytið í
gærmorgun. Samningsgerð þessi
var framhald kjarasamnings
Blaðamannafélagsins frá þvf sl.
sumar en þar var ákvæði um að
fram skyldi fara samræming
milli launa blaðamannaog frétta-
manna ríkisfjölmiðlanna í kjöl-
far BSRB-samninganna en sam-
komulag náðist hins vegar ekki
um þessa samræmingu milli
Blaðamannafélagsins og útgef-
enda.
Aðaiatriði hins nýj'a kjarasamn-
ings cru, að laun blaðamanna eru
færð lil samræmis við laun frétta-
manna á ríkisfjölmiðlum, en
hækkunin er mest i lægstu flokk-
um launastifja Bí eða um 38% en
minnst í efstu flokkunum eða um
19%. Blaðamenn ná þó ekki full-
um byrjunarlaunum fréttamanna
ríkisfjölmiðlanna fyrr en eftir 2
ár í starfi nema þeir hafi háskóia-
próf að baki eða hai'i lokið námi í
blaðamannaskóia. Samningurinn
gildir frá 1. janúar sl. til 1. júní á
næsta ári.
Vísitóiuákvæði samningsins
eru í samræmi við BSRB-
samhinginn.
Magnús Finnsson, formaður
Blaðamannaféiags íslands, sagði i
samtali við Mbl. í gær að hann
gleddist yfir því að þessi vinnu-
Magnús
Kjartans-
son ekki í
framboð?
„Ég held nú að þetta hafi ekki
verið hátíðlegra af minni hálfu en
það, að ég sagði, að svo gæti faríð
að ég hitti þá ekki aftur, þar sem
þetta gæti orðið minn síðasti
fundur svo ég kvaddi þá," sagði
Magnús Kjartansson, alþingis-
maður, er Mbl. hafði samband við
hann í gærkvöldi vegna ummæla
hans á fundi í samgöngumála-
nefnd Norðurlandaráðs í Ösló á
dögunum þess efnis, að hann
hygðist ekki gefa kost á sér til
framboðs við næstu Alþingiskons-
ingar.
Þegar Mbl. spurði, hvort hann
væri búinn að ákveða að vera ekki
í framboði, svaraði Magnús. „Ég
mun reyna að svara einhverju ef
kjörnefnd Alþýðubandalagsins í
Reykjavík spyr mig. Ég vil heldur
að þetta berist rétta boðleið."
M»Sf«
•vi
wwtsmc
YffiKíWKU-
UWPMm Í/MDO \ GÆ-R
deila skyldi farsællega til lykta
leidd og blöðin kæmu nú út á
nýjan leik. Hann kvaðst eftir
atvikum vera ánægður með þá
samninga er náðst hefðu og teldi
að þar hefði verið komizt eins
langt og unnt var miðað við allar
aðstæður. Samningarnir væru
fyrst og fremst launajöfnunar-
samningar, enda hefðu laun í
neðstu flokkum kjarasamnings Bl
verið orðin óeðlilega lág og sú
væri skýringin á því að út kæmu
háar prósentuhækkanir i þeim
flokkum. Hins vegar tækju laun í
hæstu flokkunum ekki eins mikl-
um hækkunum. Magnús sagði, að
í heild hefðu laun blaðamanna
dregizt töluvert aftur úr á síðustu
misserum en með þessum samn-
ingi hefðu blaðamenn rétt sinn
hlut gagnvart öðrum launþega-
hópum í þjóðfélaginu.
Kjartan Jónsson, fulltrúi
Vinnuveitendasambands Islands
og talsmaður Félags blaðaútgef-
anda í Reykjavik, sagði að menn
væru ánægðir rrieð að þessari
samningalotu væri lokið og samn-
ingurinn hefði hlotið samþykki
beggja aðila. Frá sjónarhóli útgef-
enda teldust þetta góðir samning-
ar að því leyti að launaflokkar
Blaðamannafélagsins hefðu nú
verið færðir til einfaldara forms
Framhald á bls. 22.
Magnús Finnsson, fórmaður
Blaðamennafélagsins, gerir grein
fyrir samnineunum.
Blaðamenn á félagsfundinum í gær.
Vinnuveitendasamband íslands:
Skorar á landsmenn að
virða log og taka ekkí þátt
í ólöglegum aðgerðum
Vinnuvetendasamband Islands
lýsti þvf yfir í gær, að allir
almennir kjarasamningar væru f
gildi með þeim breytingum á vísi-
töluákvæðum, sem lög gera ráð
fyrir. I yfirlýsingu Vinnuveit-
endasambandsins segir, að engir
samningar þess og deilda innan
þess frá sl. sumri geti fallið -úr
gildi fyrr en frá og með 1. apríl
n.k. enda hafi þeim verið sagt upp
fyrir febrúarlok. Verkföll hjá fé-
lögum sem hafa gildandi
samninga eru óiögleg, segir f yfir-
lýsingu Vinnuveitendasambands
og varða ábyrgð og skaðabóta-
skyldu. Yfirlýsing Vinnuveit-
endasambands tslands er svo-
hljóðandi:
Almennur félagsfundur í
Vinnuveitendasambandi lslands
haldinn í Reykjavlk 24. febrúar
1978 leggur áherzlu á að allir
almennir kjarasámningar eru
enn I gildi, með þeim breytingum
á visitöluákvæðum þeirra, scm
lög nr. 3 frá 1978 gera ráð fyrir.
Engir samningar Vinnuveitenda-
sambands tslands og deilda þess
sem gerðir voru á s.l. sumri geta
þvf fallið úr gildi fyrr en frá og
með 1. aprfl n.k. í fyrsta lagi,
enda hafi þeim verið sagt upp
fyrir febrúarlok. IVljög fáar
samningsuppsagnir hafa enn
borist.
Verkföll hjá þeim stéttum, sem
hafa gildandi samninga eru 6lög-
leg og brot á samningum og varða
ábyrgð og skaðabótaskyldu sam-
kvæmt almennum réttarreglum.
Verður að vona að þau laun-
þegafélög, sem telia sig lýðræðis-
leg stéttarsamtök og félagsmenn
þeirra grfpi ekki til ólöglegra
aðgerða f þvf skyni að beita lög-
lega kjörið þjóðþing landsins og
rfkisstjórn þvingunum. Slfkar
aðgerðir eru einnig brot á
gildandi lögum um stéttarfélög
cg vinnudeilur.
Vinnuveitendasamband tslands
skorar á alla þjóðholla tslendinga
að virða lög landsins og taka ekki
þátt f ólöglegum aðgcrðum."
Blaðamannafélagið:
Mótmælir
kjaraskerð-
ingu en hafhar
ólöglegum
aðgerðum
A ALMENNUM félagsfundi í
Blaðamannafélagi tslands í gær
var gerð samþykkt, þar sem harð-
lega er mótmælt kjaraskerðingar-
ákvæðum þeim er felast í efna-
hagsráðstöfunarlögum     rfkis-
stjórnarinnar og jafnframt var
mótmælt afskiptum rfkisvalds
fyrr og sfðar af frjálsum kjara-
samningum.
Samþykkt þessi var breytingar-
tillaga við tillögu er fram hafði
verið borin og var að mestu sam-
hljóða breytingartillögunni að
öðru Ieyti en því að þar var lýst
yfir fullum stuðningi við aðgerðir
helztu launþegasamtakanna 1.
marz. Kom fram í máli andmæl-
enda þessarar tillögu að ekki var
talið stætt á þvi að Blaðamenna-
félagið styddi ólöglega verkfalls-
aðgerð og var framangreind
breytingartillaga samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Sætir
60 daga
gæzlu-
varðhaldi
fyrir
manndráp
UNG kona situr nú í gæzluvarð-
haldi og skal gangast undir geð-
rannsókn eftir að hún hafði orðið
eiginmanni sfnum að bana í
reiðikasti aðfararnótt sunnudags
fyrir tæpri viku.
Hjónin voru í þann mund að
ganga frá skilnaði en höfðu hitzt á
skemmtistað og f arið saman heim
að Skóiavörðustig 21A. Þar kom
til heiftarlegrar deilu milli
þeirra, svo að konan greip hnif og
stakk manninn á hol. Þegar henni
varð hins vegar Ijóst hversu alvar-
legur áverkinn var, hringdi hún i
sjúkrabifreið og siðan var lögregl-
unni gert viðvart. Maðurinn var
fluttur í gjörgæzludeild en lézt
þar skömmu síðan.
Hann hét Arelíus Viggósson,
22ja ára að aldri, en konan heitir
Jenny Grettisdóttir, 25 ára að
aldri. Hún var úrskurðuð í allt að
60 daga gæzluvarðhald og skal
sæta geðrannsókn. Að sögn rann-
sóknarlögreglu er enn verið að
vinna að rannsókn þessa máls.
Aukafundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna:
Gengislækkunin of lítil til að
skila vinnslunni viðunandi afkomu
Útifundur
1. marz
A FUNDI samráðsnefndar
launþegasamtakanna,     sem
haldinn var í gærmorgun, var
samþykkt að boða til útifundar
1. marz næstkomandi, fyrri
dag mótmælaverkfalls þessara
aðila. að því er segir í fréttatil-
kynningu frá Alþýðusambandi
Islands, Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja, Far-
manna- og fiskimannasam-
bandi íslands og Launamála-
ráði Bandalags háskóíamanna.
„VIÐ erum að vona að af
þessum fundi geti orðið á
þriðjudaginn, og því vil ég ekkert
segja nú, nema vísa til ályktunar
aukafundarins," sagði Eyjólfur
tsfeld Eyjðlfsson, forstjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna, í
samtali við Mbl. f gærkvöldi, en á
aukafundi SH, sem haldinn var í
gær, var samþykkt að fela stjórn
SH að ganga á fund iíkissl.jórnar-
innar til að gera henni grein fyrir
stöðu frystihúsanna og horfum
næstu mánuði, en f ályktun
fundarins segir m.a., að nýaf-
staðin gengisbreyting hafi ekki
leyst vanda fiskvinnslunnar
nema að nokkru leyti og að út-
flutningsframleiðslan geti ekki
tekið á sig neinar kostnaðar-
hækkanir frá þvf sem nú er, þar
sem slfkt þýði einungis aukinn
taprekstur.
Alyktun aukafundar S.H. er
svohljóðandi:
„Aukafundurinn telur að nýaf-
staðin gengisbreyting hafi ekki
leyst vanda fiskvinnslunnar nema
að nokkru leyti. Þetta stafar af
því  að  minnstur  hluti  gengis-
Bílainn-
flytjandinn
látinn laus
MAÐURINN sem nú undanfarið
hefur setið í gæzluvarðhaldi og
verið yfirheyrður vegna ólögmæts
innflutnings á bifreiðum til lands-
ins, var látinn laus nú fyrr í vik-
unni.
lækkunarinnar kemur i hlut fisk-
vinnslunnar heldur fer mestur
hluti til greiðslu á skuldbinding-
um Verðjöfnunarsjóðs.fiskiðnað-
arins annarsvegar og hinsvegar
til hækkunar fiskverðs. Gengis-
lækkunin er því of lítil til að skila
vinnslunni viðunandi afkomu.
Af þessu má vera ljóst að út-
flutningsframleiðslan getur ekki
tekið á sig neinar kostnaðar-
hækkanir frá því sem nú er, þar
sem slíkt þýðir einungis aukinn
taprekstur.
Vegna lélegrar afkomu margra
frystihúsa undanfarin ár, og þá
sérstaklega á suður- og vestur-
landi, ásamt mikilli verðbólgu, en
þetta hvorttveggja hefur rýrt eig-
ið fé fyrirtækjanna, er nú svo
komið að mörg frystihús hafa
stöðvað rekstur og fyrirsjáanlegt
Framhald á bls. 22.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40