Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 Það er í senn fátítt og spennandi að splunkunýir ís- lenskir tónsmiðir taki flugið. Það heyrast að vísu dúó og tríó á stangli eftir þá yngstu, en fremur sjaldgæft að fullmótuð hljómsveitarverk séu á boðstól- um: vængjaþytur dúnhnoðra sjaldnast svo hávær. En slíkt átti sér þó stað fyrir skömmu. Sinfóníuhljómsveit Islands frumflutti hljómsveitarverkið Songs and Places eftir Snorra Sigfús Birgisson. Snorri Sigfús, sem er aðeins hálf þrítugur að aldri, hefur lagt stund á tón- smíðanám undanfarin ár; komið víða við, eins og heiti tónverks- ins ber ef til vill með sér. Að loknu glæsilegu stúdentsprófi frá MT, og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar sem kennarar hans voru m.a. Jón Nordal, Arni Kristjánsson og Þorkell Sigur- björnsson, sigldi Snorri Sigfús vestur um haf; hóf nám í Eastman-tónlistarháskólanum í Rochester í New York. Þar lagði hann sig eftir ýmsum tónfræði- greinum skólaárið 1974 — 75. Veturinn 1975—76 settist Snorri Tónhvísi eftir GUÐMUND EMILSSON Efnisskrái L.v. Beethoveni Or óperunni „Fidelio“. Forleikur Aria Leonoru. Fanvrakórinn Dúett/ Leonora-Florestan. Richard Wagnen „Tristan o« Isolde“/ Forleikur ok Liebestod. «Meistersin»?er“/ Forleikur ok Preislied. ^Hollendinvrurinn fljÚKandi“/ Forleikur o»? Matrosenchor. ~Walkiire“/ 1. þáttur. frá 3. atriði út þáttinn. Sóló ok dúettar. 17. marz Kl. 20i30 Norræna húsið. Fyrirlestur oj? tónleikar. Ketil Sæverud oi? Kammersveit Reykjavíkur. 18. marz Kl. 14i30. Austurbæjarbiö. Tónleikar ym?ri deildar Tónlistarskólans í Reykjavik. Kl. 1 liOO Nýja bíó. Kvikmyndi óperan Wozzeck eftir Alban Berg. HamborKaróper an. AðKanvjur ókeypis. 19. marz Kl. 1 liOO Menntaskólinn í Ilamrahlíð. Nemendatónleikar Tónskóla Sif?ursveins. Kl. 17i00 Akureyrarkirkja. Stren>?ja- oj? hlásarasveit Tónlistarskóla Kópavoxs. ásamt Ber>?lindi Jónsdóttur sönxnema. Viðræður bannaðar við vagnstjóra í akstri Sigfús að í Ósló, hóf nám í tónsmíðum hjá Finn Mortensen og O'lav Thommessen. Sá síðar- nefndi er okkur IslendingUm að góðu kunnur, en dágott tónverk, eftir þetta unga norska tónskáld var flutt hér á landi fyrir nokkrum árum á ISCM-þingi. Undanfarin tvö ár hefur Snorri Sigfús notið leiðsagnar Hollend- ingsins Ton de Leeuvv; dvalið á slóðum Ockegems og Obrechts. Blaðamaður rakst á Snorra Sigfús á götuhorni um daginn, er hann \’ar hér heima um þær mundir er hljómsveitarverkið var í undirbúningi. Og þó tónsmiðurinn væri á hraðferð tókst blaðamanninum að væiða uppúr honum nokkra mola sem lesendur hafa vonandi einhverja ánægju af. Fara hér á eftir glefsur. Rétt er að geta þess, að umferðargnýr, vélaskrölt og hemlaískur ollu sundurleysi viðtalsins. Leyfi ég mér að hvetja stjórnendur ógnvekjandi ökutækja til að sýna meiri tillitssemi ef þeim er það metnaðarmál að tónlist sé rædd á götum úti ... ,.Ég revkti fullt af vindlum í garkviildi." var það fyrsta sem tónsmiöurinn ungi sagði. Ilvað segirðu í fréttum. spyr blaða- maður? Snorri Sigfús svaraði með langri ívitnun í einhverja óþekkta bókmennt. og benti síðan á að orð væru til einskis nýt. Blaðamaðurinn missti mál- ið. og tíu hjóla ferlíki spjó eldi og eimvrju framan í vegfarend- ur eins og til að undirstrika orð tónsmiðsins. Er viðmælendurn- ir hiifðu vaðið reyk um stund. og endurheimt skynfa*ri öll. var spurti Ilvernig er Songs and places í laginu? Tónsmiður- inn dró upp snjáð bréfsefni sem á var letrað Sólarfilma sf, þuklaði sig í leit að stílvopni, og upphóf riss mikið, eða eins konar línurit, sem lýsa má á þessa lund: Fyrst koma sam- liggjandi örvar, mislangar, er vísa til hægri. Þegar örvunum lýkur tekur við kassi og út úr honum annar kassi öllu minni. Þá kemur þriðji kassinn og samhliða honum kassi númer fjögur. Að þessu loknu tekur við bogadregin ör og tengir hún kássa númer fjögur og kassa númer fimm, en sá síðarnefndi er hlálega lítill í samanburði við kassa númer eitt seni er mikill og hreiður. Að lokum, og þá sennilega í bragarbót, koma tvær þokkafullar örvar, tveir verulega kumpánlegir kassar, aftur tvær örvar, obbulítill kassi og tvær beinskeittar örvar sem fara útaf blaðinu. Blaðamaður- inn lét svarið gott heita, þóttist nú vita hvernig Songs and Places væri í laginu. Svo harst talið að veðurfar- inu. Tónsniiðurinn kvað það minna sig á ferðalag frá því um árið. Þá var víst alltaf sólskin og blíða. Það var á írlandi. „Maður var á puttanum." Blaðamaður- inn sjíurði hvort ekki væri mikil íþrótt í að ferðast um írland á puttanum. „Jú,“ svaraði Snorri, en blaðamaðurinn hváði, heyrn- arleysið uppmálað, enda félagi úr Kvartmíluklúbbnum að spyrna í malbikið. „Jú,“ sagði Snorri Sigfús á ný og öllu hærra. „Það er hressandi að vera á Irlandi og fólkið sérdeilis skemmtilegt." Umferðargnýr dvínaði og tónsmiðurinn setti sig í stellingar: „Einu sinni tóku tveir kallar mig uppí. Þeir voru einkar dularfullir. Sögðu ekkert. Þá vissi ég að þeir væru skáld. Maður hossaðist þetta með þeim yfir mó og mel í djúpri þögn og stóískri ró. Eftir mikinn akstur komum við að tjörn sem á voru svanir. Þá rauf eldra skáldið þögnina löngu, mælti dimm- róma: The.v are beautiful. Svo mörg voru þau orð.„ Blaðamað- urinn kinkaði kolli og bætti því við í sakleysi að fæst orð hefðu minnsta ábyrgð. „Held nú ekki,“ gall í Snorra Sigfúsi, „fæst orð hafa mesta ábyrgð." Til að koma í veg f.vrir að spjallið yrði of langt, og þar með ábyrgðarlaust, kvaddi blaðamaðurinn tónsmið- inn, enda almenningsfarartækið numið staðar við biðskýlið. Snorri Sigfús tók strikið útí tilveruna. I strætó-akstri um götur Reykjavíkur tók blaðamaðurinn að hugleiða hvað ylli tal-tregðu Snorra Sigfúsar hvað hljóm- sveitarverkið nýja áhrærði. Meira að segja í efnisskrá hljómleikanna hafði hann fylgt Songs and Places úr hlaði með eftirfarandi athugasemd við til áréttingar: „Þetta' var allt er Snorri S. Birgisson óskaði eftir að fylgdi verki hans sem frum- fhitt er hér í kvöld.“ Oftast er þessu öfugt farið: tónskáld auðfúst að.halda lang- ar tölur um verk sín til að útskýra, réttlæta og stoppa í götin. Hví þegir Snorri? 1 hugskoti blaðamannsins tendr- aðist loks ljós: í Songs and Places „segir“ Snorri Sigfús allt sem hann hefur að segja að svo komnu máli. Hann hefur m.a.s. í djúpri þögn og stóískri ró... lagt nótt við dag við að færa hugsanir sínar í letur svo áheyrendur gætu „lesið“ í þær. Enda er strákurinn tónskáld, ekki rithöfundur. Tónverkið talar sínu máli. Tónleikar framundan lfi. marz Kl. 20.30 Háskólahíó. Sinfóníuhljómsv. ísl. Stjórnandi Wilhelm BriicknerRiiíOfoherí?. Einsöngvar Astrid Schirmer. sópran. Her hert Steinhach. tenor ásamt Karlakór Reykjavfkur. 12. marz Kl. 17.00 Háteigskirkja. Nemendatónleikar. Kór ok hljómsveit Tónlistarskólans í Rvik. flytur m.a. kantötu eftir B. Britten. St jórnendur. Martin Ilunger. ok nemendur í kórstjórn. 21. marz Kl. 20.30 Tónlistarskóli Kópavo>?s. Nem- endatónleikar Tónlistarskóla Kópavogs. KI. 19.00 Borxarbíó. Akureyri. Martin Berkofsky pianóleikari frá Bandarikjunum. leikur á vegum TónlistarfélaKsins. Sónötur eftir Haydn. Beethoven. Brahms ok Sex Prelódíur pp. 23 eftir Rachmaninoff. 22. marz Kl. 20.00 ÞjóóleikhúsiÖ. Káta ekkjan. eftir Franz Lehár. Frumsýning. 30. marz Kl. 20.30 FossvoKskirkja. Nemendur SönKs- skólans flytja Pákumessu J. Ilaydns. Stórnandi. Garðar Cortes. 1. Apríl Kl. 1 l.30Tláskólabíó7. Illjómsveit Tónlistar skólans i Reykjavik. 5. apríl KI. 20.30 Norræna húsið. Ketil Björnstad. fi. apríl Kl. 20.30 Háskólabíó. Sinfóniuhljómsv. íslands. Stjórnandi. Karsten Andersen. Finleikari. Hans Richterllaaser. Verkefni. Mozart — Forleikur að „Töfraflautunni“. Jón Nordal — Bjarkamál. Brahms — Píanókonsert nr. 1. 8. apríl Kl. 17.00 FélaKssalur Stúdenta. Vortónleik* ar Háskólakórsins. Rut MaKnússon stjórnar. 9. apríl Kl. 17.00 BorKarbio. Akureyri. Reykjavík Ensemble. verk eítir Hindemith. Bartok. Schumann ok Mozart. Einleikur á klarinett. SÍKurður I. Snorrason. Kl. 16.00 Norræna húsið. Ketil Björnstad. Kl. 17.00 Menntaskólinn við Ilamrahlíð. Kammersveit Reykjavíkur. 12. apríl Kl. 20.30 Norræna húsið. Kammertónleikar á veKum Tónlistarskólans í Reykjavik. 15. apríl Kl. 17.00 F'élaK-sstofnun Stúdenta. Guðný (•uðmundsdóttir. fiðla. Ásdís l»orsteinsdóttir Stross. fiðla. Mark Reedman. lágfiðla ok Nína Flyer. selló flytja kvartetta eftir Mozart. Schumann ok Bartók. 19. apríl KI. 20.30 Norræna húsið. Ingolf Olsen — KÍtarleikari. Kl. 19.00 Austurhæjarbió. Píanótónleikar Guðrúnar SÍKurðardóttur. á vegum Tónlist- arskólans í Reykjavfk. — Viðskipti Framhald af bls. 17 taka Islands, haldinn að Hótel Sögu 9. niarz 1978, beinir þeim tilmælum til Alþingis og ríkis- stjórnar, að frumvarp til laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, verði afgreitt sem lög á yfirstandandi þingi. Fundurinn telur, að ný verðlags- löggjöf sé mikil nauðsyn, enda sé hún í samræmi við umsögn sam- taka viðskiptalífs og verzlunar og grundvölluð á frjálsum atvinnu- rekstri, frjálsri samkeppni og frjálsu markaðskerfi. — Hefur aldrei gerzt Framhald af bls. 2 ar og sáralítið af loðnu var landað í Faxaflóahöfnum. Sem fyrr segir hefur lang- mestu verið landað á Aust- fjarðahöfnum á yfirstandandi vertíð og þar eru allar þrær fullar. Á Seyðisfirði hafði t.d. verið landað tæpum 55 þúsund lestum s.l. laugardagskvöld en í fyrra var landað þar tæpum 50 þúsund lestum á allri vertíðinni. Á Neskaupsstað hefur verið landað rúmum 48 þúsund lestum en á vertíðinni í fyrra var landað þar 44 þúsund lestum. A Eskifirði hefur verið landað 44 þúsund lestum en á vertíðinni í fvrra yar landað þar 31 þúsundi lesta. Á Reyðarfirði hefur verið landað n kkru ninna en í fyrra eða 16 þúsund lestum á móti 23 þúsund lestum í fyrra. Og á Hornafirði hefur verið landað 12 þúsund lestum á móti 10 þúsund lesum alla vertíðina í fyrra. Þegar vestar dregur snýst þetta við. I Vestmannaeyjum hafði verið landað 33 þúsund lestum s.l. laugardagskvöld en alla vertíðina í f.vrra var landað þar rúmum 90 þúsund lestum. I Þorlákshöfn er búið að landa 4 þúsund lestum rúmum er þar var landað 55 þúsund lestum í fyrra. í Reykjavík er búið að landa 335 lestum en í fyrra var landað þar 32 þúsund lestum. Svona má halda áfram að telja upp hafnir á Reykjanesi óg við Faxaflóa, þar hefur verið landað stórlega minni afla en á vertíð- inni í fyrra. í gær voru þrær orðnar fullar frá Vopnafirði alveg til Þorláks- hafnar og fóru nokkrir bátar með loðnu til Faxaflóahafna, m.a. var Isafoldin væntanleg með loðnu til Reykjavíkur. — Den Nordiske Framhald af bls. 15 Að sjálfsögðu er þetta nokkuð misjöfn sýning, en í heild hafði ég ánægju af henni, og margt er þarna með ágætum, eins og ég vonast til, að fram komi í þessum línum. Það mætti hafa þetta skrif miklu lengra, en látum þetta nægja að sinni. Vonandi eiga þessir listamenn eftir að koma oftar með verk sín til okkar, og ég er ekki í neinum vafa um, að vþeim verður vel tekið sem hingað til. Með þökk fyrir komuna. Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.