Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 4
36 Verður Tónlistarskól- inn í Reykjavík Tón- listarháskóli íslands? Á undanförnum árum hefur rekstur og skipulagning tónlistarskóla á íslandi tekið örum breytingum. Margt kemur til. Meiri fjármunum hefur verið varið úr sjóðum almennings til tónlistarskóla en áður, og nemendum, kennurum og tónlistarskólum fjölgað. Við umbrot þessi hafa vaknað ýmsar spurningar um framtíðarskipulag og framtíðarhorfur, sem lítið hefur verið drepið á í fjölmiðlum, eða á öðrum opinberum vettvangi. SkýHngin á þessari þögn er vafalaust sú, að skólastjórar hafa ekki viljað ögra „keppinautum“ sinum, eða taka sér í hendur vald sem þeim ber ekki. Enda er það svo, að „valdskipting" innan stéttar tónlistarskólastjóra er nokkuð óljós, og staða tónlistarinnar sjálfrar innan hins almenna skólakerfis enn óljósari. Hver stjórnar? Hver ræður? Hver markar stefnuna? Hver sker á hnútinn? Til að leita svara við spurningum sem þessum boðaði undirritaður tónlistarskólastjóra höfuðborgarinnar á fund. Urðu þeir fúslega við þeirri beiðni. Ekki er ólíklegt að fulltrúum landsbyggðarinnar verði boðið til svipaðs fundar innan tíðar. Við sjáum hvað setur. Spurningar þær sem nú verða teknar til meðferðar eru að því leyti óskyldar landsbyggðarmál- um, að hér um ræðir fjóra tónlistarskóla innan eins sveitar- félags. En víðast hvar er aðeins einn tónlistarskóli í hverju sveitarfélagi. Sambúð, samstarf og innbyrðis tengsl þessara reykvísku stofnana verða tekin til umfjöllun- ar. Ennfremur hefur það þótt sjálfsagt (?) til þessa að æðsta tónlistarstofnun Islands sé í Reykjavík. Hér á eftir mun örla hvort tveggja á ágreiningi og samstöðu um það hver hinna fjögurra reykvísku skóla skuli hljóta hnossið, eða virðingartitil- inn: Tónlistarháskóli íslands. Sú umræða ætti að skipta alla máli, bæði Reykvíkinga og Iands- byggðarmenn. Þeir sem tóku þátt í umræðun- um voru þeir Sigursveinn D. Kristinsson (Tónskóli Sigur- sveins), Stefán Edelstein (Tón- menntaskóli Reykjavíkur), Garðar Cortes (Söngskólinn í Reykjavík) og Jón Nordal (Tónlistarskólinn í Reykjavík). - • - BLM: Hvenær var viðkomandi skóli stofnsettur? Hver hefur með höndum rekstur hans? Hver er staða hans á meðal tónlistarskóla Reykjavíkur, eða sérsvið? Sigursveinni Tónskóli Sigur- sveins D. Kristinssonar var stofnaður 30. mars, 1964. Hann var stofnaður af félagi er hafði verið komið á mánuði fyrr, og nefnt var Styrktarfélag Tónskólans. Félagið kaus stjórn, sem jafnframt er skólaráð Tónskólans, og sér um rekstur hans. Staða skólans á meðal tónlistarskóla höfuðborgar- innar held ég að sé ekki alveg ljós. Við höfum kennt nemum á öllum aldursstigum, frá sjö ára og allt til fimmtugs, ef svo ber undir. En próf frá skóla okkar hafa ekkert lagagildi; eru aðeins viðurkenning fyrir menntun þá sem nemendur hafa hlotið. Um sérsvið skólans er það að segja, að skólinn miðast við það að taka á móti nemendum sem einnig eru við nám á öðrum sviðum, eöa störf, og geta því ekki einbeitt sér að tónlistarnámi að fullu. Skólinn er einskonar alþýðuskóli. Stefáni Tónmenntaskólinn var stofnsettur 1952, þá undir nafninu Barnamúsikskólinn. Skólinn er rekinn eins og aðrir tónlistarskól- ar af ríki og borg, og að því leyti frábrugðinn Tónskóla Sigursveins að um styrktarfélag er ekki að ræða. Skólinn er almennur tón- listarskóli, en með þá sérstöðu, að hann tekur eingöngu við nemend- um sem eru á grunnskólaaldrin- um, þ.e. frá 6 til 15 ára. Skólagang- an var styttri, en hefur verið lengd nú nýverið. Garðan Söngskólinn var stofn- settur í september 1973, og eins og Stefán sagði eru laun kennara greidd af ríki og borg. Sérstaða skólans eru sú, að söngur er eina kennslugreinin, og greinar skyldar þeirri listgrein. Einnig er það gert að inntökuskilyrði að nemendur séu átján ára eða eldri. Að vísu hafa verið gerðar örfáar undan- tekningar frá þessari reglu. Jón: Tónlistarskólinn í Reykja- vík var stofnaður 1930 af félögum í Hljómsveit Reykjavíkur. Tveim- ur árum seinna var Tónlistarfélag- ið stofnað til að reka skólann, og hefur gert síðan. Þar sem þetta var fyrsti tónlistarskóli Reykja- víkur tók hann við nemendum á öllum stigum, og hefur eiginlega gert það fram á síðustu ár. En þetta hefur verið að breytast. Við erum alveg hættir að taka við byrjendum, nema þá þeim sem koma utan af landi og hafa ekki haft aðstöðu til að njóta tilsagnar í tónlist. Til að mæta þessari þörf stofnuðum við einskonar undir- búningsdeild. Um sérsvið er það að segja, að árið 1959 var Tónlistar- skólanum falið að mennta söng- kennara, eða það sem í dag kallast tónmenntakennarar. Þetta var ekki gert með lagabókstaf, heldur með bréfi frá menntamálaráðu- neytinu. Skólinn hefur gegnt þessu hlutverki síöan þá, og einnig stofnað aðrar kennaradeildir; t.d. í leik blásturshljóðfæra, strengja- hljóðfæra o.fl. Auk þessa hefur Tónlistarskólinn lagt áherslu á aö mennta það fólk sem hyggst stefna að því að verða einleikarar, eða atvinnuhljóðfæraleikarar. BLMi Nú eru flestir, ef ekki allir skólar landsins undir ein- hverri yfirstjórn, er markar Fyrri hluti starfssvið og tilgang einstakra skóla innan skólakerfisins. Hvaða aðili hefur með að gera yfirstjórn tónlistarskólamála í Reykjavik? Einnig, að hve miklu leyti er stefnumörkun, námstil- högun og stjórn almennt í hönd- um einstakra skólastjóra? Jóni Stefnumörkun hefur verið nær alveg í höndum einstakra skólastjóra. Það var fyrst fyrir tveimur árum að tilraun var gerð til að samræma kennsluskrár að einhverju leyti. Stefáni Það er ekki til nein yfirstjórn tónlistarskóla í Reykja- vík. Samkvæmt lögum frá 1975 greiðir ríki og borg laun kennara til helminga, en hvorugur þessara aðila skiptir sér neitt af stjórn skólanna. Skólastjórarnir eru ein- ráðir! Sigursveinni Ég vildi bæta því við, að fyrirstjórn skólanna var í menntamálaráðuneytinu þar til þessi lög frá 1975 voru samþykkt. Þangað sendi ég allar skólaskýrsl- ur fyrrum, en nú vilja þeir ekkert með þær hafa. Með þessu er ég að segja, að yfirstjórn peningaúthlut- ana til tónlistarskóla var í höndum ráðuneytisins. En það er rétt sem Jón og Stefán sögðu, uppbygging kennsluefnis er eftir sem áður í höndum einstakra skólastjóra. Stefáni Auðvitað er æðsta stjórn skólanna í menntamálaráðuneyt- inu. Sigursveinni Og þó, samkvæmt þessum nýju lögum sem við störfum eftir heyra tónlistar- skólarnir uhdir sveitarstjórnir. Þær ákveða fjárframlög, og ef við ættum að senda greinargerðir um störf okkar eitthvert, þá væri það til þeirra, en ekki í menntamála- ráðuneytið. Stefáni En skólarnir hafa full- trúa í menntamálaráðuneytinu, Kristin Hallsson, og til hans er hægt að leita. Jóni Tónlistarskólinn hefur þá sérstöðu að hann heyrir að hluta undir menntamálaráðuneytið, þ.e. hvað tónmenntakennaradeildina áhrærir. Sú deild er ríkisstyrkt og ríkisrekin ein allra. BLMi Setjum sem svo, að einstaklingur eða félagasamtök hafi áhuga á að koma á framfæri tillögu um breytingu á rekstrar fyrirkomulagi þeirra tónlistar- skóla höfuðborgarinnar sem nú hafa einokun á tónlistarkennslu í Reykjavík. Hvert ber aðila þess- um að leita? Ber honum að leita til einstakra skólastjóra, borgar- yfirvalda eða menntamálaráðu- neytisins? Garðari Ef einhver vill breyt- ingar hjá mér þá kemur hann til mín. Jóni Ég tek undir orð Garðars. Stefánt Ef einhver vill breyting- ar þá hlýtur sá hinn sami að sækja tii viðkomandi skólastjóra. En ef um alvarlega kvörtun er að ræða þá væri réttast að leita til menntamálaráðuneytisins. Jóni Það er ákveðinn starfsmað- ur þar sem hefur með þessi mál að gera eins og áður sagði. Garðari En fulltrúi mennta- málaráðuneytisins gæti hins vegar engu breytt innan skólanna. Hann gæti í mesta lagi komið og talað við okkur, ef hann sæi ástæðu til. Nei, hann gæti engu breytt — allavega ekki hjá mér. Sigursveinni Já, ég álít það réttast að fara til viðkomandi skólastjóra ef um kvörtun er að ræða. Jóni Við erum tómir smákóngar! BLMi Hver sker úr um það hver staða skóla ykkar sé innan hins almenna skólakerfis? Sigursveinni Eg held ég verði að hafa um þetta fáein orð. Mér virðist þetta alveg óráðið mál sem stendur. í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um framhaldsskól- ana er ekki minnst einu orði á tónlistarskóla, nema í einni grein, og þá lítillega. En þó að tónlistar- skólum sé ætlað að sjá um tónlistaruppeldi þjóðarinnar er þeim hvergi skipaður staður í skólakerfinu! Það er aðeins tón- menntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík sem hefur fengið fastan sess með reglugerð frá menntamálaráðuneytinu. Okk- Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON ur hinum er, að því er ég best veit, ekki markaður bás. Nú geta nemendur Menntaskól- ans við Ilamrahlíð fengið svokall- aða punkta. eða viðurkenningu. fyrir að sækja kennslustundir í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en ekki að sama skapi í Tónskóla Sigursveins. Hvað veldur? Jóni Þetta samstarf M.H, og Tónlistarskólans hófst fyrir um sex árum fyrir frumkvæði okkar rektors M.H. Það var til heimild í lögum um menntaskóla, að það mætti meta nám í öðrum skólum til stúdentsprófs, t.d. nám í listaskólum. Éftir að við notfærð- um þessa heimild bættist Mennta- skólinn við Tjörnina í hópinn, enda fjölmargir nemendur þessara menntaskóla við nám í Tónlistar- skólanum. Ef nemandi í Söngskólanum er við nám í Menntaskólanum við Hamrahh'ð, fær hann söngnám sitt viðurkennt til stúdentsprófs? Garðari Fordæmið er til. Nem- andi sá sem fengið hefur slíka punkta viðurkennda var að vísu ekki söngnemi. Það vill þannig til að einn kennara Söngskólans er einnig hörpuleikari, og nemandi hans fékk hörpunám sitt viður- kennt til stúdentsprófs. Leyfið fékkst hjá rektor viðkomandi menntaskóla, hjá mér og yfirvöld- um. Hver veitir þessa heimild? Stefáni Er það ekki námstilhög- un menntaskólanna sjálfra sem sker úr um þetta? Jóni Mér finnst eðlilegt að öllum tónlistarskólum sem hafa nemend- ur á þessu stigi sé heimilt að taka þetta að sér, svo fremi nemendur uppfylli ákveðin skilyrði í kunn- áttu. Eftir að tónlistarnemendum fjölgaði í menntaskólum finnst mér að þurfi að endurskoða þetta allt. Menntamálaráðuneytið ætti að hafa frumkvæði í þessu máli. Stefáni Þetta er ekki tekið nógu föstum tökum. Mér finnst að námsfólk eigi að fá tónlistarnám viðurkennt alveg niður á grunn- skólastig, eða niður á það stig þar sem tónlist er valgrein nú þegar, þ.e. í 8. og 9. bekk grunnskóla; að það kæmi vísir að samfelldri námsbraut 'fyrir væntanlegt at- vinnu-tónlistarfólk frá 8. bekk grunnskóla og uppí tónlistarhá- skóla. Sigursveinni Á s.l. vori fóru þrír nemendur í Tónskóla Sigursveins Tónlistarskólastjórar í Reykjavík. Frá vinstrii Sigursveinn D. Kristinsson. Stefán Edelstein, Garðar Cortes og Jón Nordal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.