Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAI 1978 Verður Tónlistarskól- inn í Reykjavík Tón- listarháskóli íslands? Tðnhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON í fyrri hluta þcssarar Kreinar, scm birtist fyrir um viku, kum það fram m.a.. að skúiastjórar tónlistarskóla Rcykjavíkur eru sammála um. aó Tónlistarskólinn í Rcykjavík vcrði gcrður að æðstu tónlistarstofnun landsins. eða tónlistarháskóla, þegar fram i sækir. Við tökum upp þráðinn þar scm frá var horfið. En hver yrðu inntökuskilyrði í slikan æðri tónlistarskóla. cða tónlistarháskóla? SÍKursveinn: Samkvæmt nám- skrá bæði fyrr og síðar á það að vera lokatakmark tónlistarskól- anna að útskrifa nemendur með próf sem yrði metið til jafns við stúdentspróf. Að slíku prófi loknu ætti nemandi að fá inngönKU í háskóla, ojí þá tónlistarháskóla, líkt og stúdentar fá inngöngu í Háskóla íslands. Mér finnst því rétt að öllum tónlistarskólum verði ætlað þetta undirbúnings- hlutverk, og þá ekki bara tónlist- arskólum höfuðborgarinnar held- ur einnig skólum úti á landi. Það er. bara í Reykjavík sem fleiri en einn tónlistarskóli er starfsæktur innan sveitarfélags, og kannski eru viss vandamál því samfara — sem þó ætti að vera hægt að leysa, verði aðgerðir samsæmdar og stjórnað ofanfrá. Tónskóli Sigur- sveins er nú þegar í aðstöðu til að veita nemendum tilsögn allt að þessu stúdentsprófs-takmarki í flestum námsgreinum. Inntöku- próf í tónlistarháskóla ætti að vera lokatakmark allra tónlistar- skóla. landsins. Garðar: Nú er sú staða komin upp í Söngskólanum að sautján manna hópur er að ljúka fyrsta áfanga námsefnisins. Næsti áfangi er söngkennaraprófið sjálft, eða einsöngvarapróf. Ég hefði gjarnan viljað að þetta söngkennarapróf yrði viðurkennt af skólayfirvöld- um, og hefi sent viðkomandi aðilum drög að námsskrá og tillögu um kennaradeild við Söng- skólann. Svar hefur ekki borist ennþá. Ég hef aðstöðu til að útskrifa söngkennara sem Tónlist- arskólinn hefur ekki. Sigursveinn: Ert þú með þessu að segja að þetta framhaldsnám í Söngskólanum yrði á háskólastigi? Garðar: Já, það ætti að jafngilda söngkennaraprófi úr Royal Aca- demv í London. Eru hér ekki að stanga.st á hagsmunir. tilköll og framti'ðar- óskir skólanna? Garðar: Nei, það er ekkert sem stangast á. Það er algjör vöntun á söngkennaradeild. Hins vegar veit ég ekki hvert ég á að snúa mér til að koma málinu í höfn. Það virðist á tali ykkar að allir vilji fá ákveðinn bita af kökunni: að Tónskóli Sigursveins vilji heimild til að veita nemendum sínum próf sambærilegt stúdents- prófi: að Söngskólinn vilji taka að sér að mennta söngvara og söngkcnnara á háskólastigi: og loks að Tónlistarskólinn verði tónlistarháskóli þjóðarinnar ... Garðar: Lokatakmark okkar er það eitt, að nám í Söngskólanum verði viðurkennt af kerfinu. Ég hef sjálfur lokapróf þau frá Royal Academy í London sem ég er að berjast f.vrir að nemendur mínir fái í Söngskólanum. Próf mitt var viðurkennt af sérskipaðri nefnd á sínum tíma, og ég skráður í ákveðinn launaflokk. Þar með er fordæmið fengið! Nú, ef kerfið vill ekki veita blessun sína, þá hef ég kost á að fá prófkennara frá Royal Academy hingað til að veita nemendum réttindi í gegnum skólann í Englandi. Þannig fengju þeir sömu próf og ég er með, Kristinn Hallsson, Rut Magnússon og fleiri. Eini munurinn yrði sá, að þessi sautján manna hópur þyrfti ekki að fara til útlanda til að öðlast réttindin. Jón. finnst þér Garðar vera með þcssu að gera árás á starfs- grundvöll væntanlegs tónlistar- háskóla? Jón: Það væri lang æskilegast að þetta væri allt undir sama þaki. En eins og ég sagði áður þá var ekki aðstaða til að gera söngnum nógu hátt undir höfði á sínum tíma, enda húsrými ekki til að dreifa, og verkefnin mörg. Hitt er aftur annað mál, að öll kennara- menntun verður að vera alhliða menntun. Það er ekki nóg að kunna að syngja, eða kenna söng. Kennari verður að hafa innsýn í svo ótal mörg önnur fög, svo sem kennslufræði, sálarfræði, uppeld- isfræði o.s.frv. Þess vegna er enn meiri ástæða til að kennaramennt- un fari fram á einum stað, en ekki út um allan bæ. Það væri óðs manns æði að dreifa þessu í marga skóla, og alröng stefna. Er þá hugsanlegt að Tónlistar- skólinn fari að fylla uppí þessa eyðu sem varð tilefni stofnunar Söngskólans: að Tónlistarskólinn fari að keppa við Söngskólann um menntun söngkennara?!! Jón: Það gæti svo-sem vel komið til greina að bæta söngkennara- deild við þær deildir sem fyrir eru. Það eru þó engin áform um þetta sem stendur. Garðar: Ég held að um sam- keppni yrði ekki að ræða, því eftirspurnin er meiri en svo að við getum annað henni. Og það eru víðar söngkennaradeildir en í Söngskólanum. Slíkar deildir er að finna t.d. í Kópavogi og Hafnar- firði, og í Tónskóla Sigursveins. Söngkennaradeild í Tónlistar- skólanum yrði vel þegin viðbót! Þar sem fjórir tónlistarskólar eru starfræktir í Reykjavík gerist það. að t.d. kennari í kontrabassaleik. eða kennari í óbóleik. hefur örfáa nemendur út um allan bæ. og uppfyllir því ekki þann lágmarks kennsiustunda „kvóta“ sem krafist er. svo að veita megi viðkomandi kennara fastráðningu. í fulla stöðu. hálfa stöðu eða þriðjungsstöðu. Af; þessu leiðir að stundakennarar á Reykjavíkursvæðinu eru 120, en fastráðnir um 50. í öðrum kennarastéttum er hlutfallið allt annað. og ekki ólíklegt að einn stundakennari sé á móti hverjum fimm fastráðnum f öðrum skólum höfuðborgarinnar. Finnst ykkur við þetta búandi. og þá sérstak- Síðari hluti lega mcð tilliti til réttindaleysis stundakennara? Garðar: Það er ekki sundrung sem veldur þessu. Ef kennari uppfyllir vissan tímafjölda þá fær hann fastráðningu. Jón: Þetta eru yfirleitt menn sem hafa annað starf, t.d. hljóð- færaleikarar í Sinfóníuhljómsveit Islands sem drýgja tekjur sínar með stundakennslu. Þetta tíðkast allsstaðar. Stefán: Flestir kennarar, aðrir en píanókennarar, eru í föstum stöðum annars staðar eins og Jón nefndi. Hins vegar væri hugsan- legt að samræma og skipuleggja þetta betur. Ef skólarnir væru raunverulega reknir af sveitar- félaginu, eins og lögin gera ráð fyrir, þá gæti kennari verið t.d. í fastri stöðu hjá sveitarfélaginu, og kennt brot úr vinnuskyldu við hina ýmsu skóla; þ.e. ef skólarnir þyrftu allir á starfskröftum hans að halda. Kennarinn væri þá fast- ráðinn hjá sveitarfélaginu, en ekki við einn ákveðinn skóla. Ertu með þessu að segja að það vanti yfirstjórn? Stefán: Ekki yfirstjórn, heldur framkvæmd laganna eins og þau eru á pappírnum. Hins vegar væri hitt enn verra ef skólarnir væru reknir af einskonar miðstjórn. Jón: Sjálfstæði skólana er þeim mikilvægt. En hvað að ykkar mati gæti mælt með samræmingu, sam- starfi eða jafnvel sameiningu tónlistarskóla höfuðborgarinnar? Hvaða kosti hefði slíkt í för með sér? Sigursveinn: Forsenda fyrir því að meira samstarf hefði kosti er það, að slíkt yrði skipulagt af ríkisvaldinu en ekki sveitarfélög- um. Steíán: Ef samin yrði samræmd námsskrá sem mótaði markmið námsins fremur en kennsluefni þá væri það sú samræming sem æskilegust væri. Það myndi skil- greina stig og svið sem skólarnir ættu að keppa að. Annars konar samræming gæti einnig haft kosti í för með sér, t.d. bygging sameiginlegs bókasafns, hljóm- plötusafns og tónleikasala, svo eitthvað sé nefnt. Jón: Nú, við getum líka nefnt samstarf á sviði hljómsveita og kóra. Það væri t.d. skemmtilegt að sameina hljóðfæraleikara úr hin- um ýmsu skólum í eina góða nemendahljómsveit, og kór. Þess á milli gætu nemendur leikið í eigin skólahlj ómsveitum. Garðar: Eg tek undir þessi orð, og vil bæta við eftirfarandi: Ég tel það rétt að allir tónlistarskólar landsins vinni að því að undirbúa nemendur til náms í einn tónlist- arháskóla! Gæti sá skóii verið Tónlistar- skólinn í Reykjavík? Garðar: Já, hiklaust. Það er lesti skólinn, og sá skóli sem hefur flestar deildir innan sinna veggja. En þá verður þar líka að vera námsskrá sem getur fært nemand- ann fram á við. Hvernig verður tónlistar- kennslumálum háttað í framtíð- inni? Verða fjórir tónlistarskólar við lýði í Rcykjavík árið 1988. Garðar: Þessir fjórir verða ábyggilega við lýði, og sennilega komnir fleiri. Jón: Já, ætli það ekki, og kannski verða þeir búnir að færa út kvíarnar. Stefán: Framtíð tónlistarskól- anna í Reykjavík mótast af stefnu hins opinbera í þessum málum. Þetta er spurning um það, hvort tónlistarnám verði viðurkennt sem jafngilt öðru námi, eða hvort litið verður á það sem hvern annan aukagemling í skólakerfinu, mönnum til skemmtunar. Viðhorf- ið skiptir sköpum! Sigursveinn: Ég veit ekki hvernig málum verður háttað árið 1988. Én hins vegar fyndist mér það óeðlilegt ef skólum fækkaði, nema þá til þess að stækka þá. Svo fyndist mér að við ættum á tíu árum að geta komið á fót tón- listarskóla er legði áherslu á alþýðuhljóðfæri, eins og t.d. harmónikkuna. Nú verður Kennaraháskóla íslands ef til vill veitt heimild til að mennta tónmenntakennara, eins og fram kemur í frumvarpi til laga um Kennaraháskóla íslands — þriðju grein. Verður K.H.I. fimmti tónlistarskóli Reykjavíkur í framtíðinni, og Háskóli íslands sá sjötti. eins og raddir hafa heyrst um nýlega? Stefán: Þessi heimild í lögum KHÍ, til að mennta tónmennta- kennara, held ég að geti við núverandi aðstæður ekki verið nýtt á annan hátt en þann, að KHÍ feli þeirri sérkennslustofnun sem fyrir hendi er, þ.e. Tónlistar- skólanum í Reykjavík, að ánnast hana. Ég held að KHÍ hafi ekki aðstöðu til að sérmennta tón- menntakennara. En setjum sem svo að rektor KHI vilji gerast frömuður á sviði tónmennta. Yrði því nokkuð til fyrirstöðu? Stefán: Mér finnst ólíklegt að til þess komi. Jón: Ég held að þessi heimild í lögunum sé sett til öryggis, ef vera kynni að til hennar þyrfti að grípa. En ég held að enginn láti sér detta í hug að til þess komi í náinni framtíð. Stefán: Hins vegar vantar mikið á að tónlist sé gert nógu hátt undir höfði í KHÍ almennt — en það er annað mál. Svo vil ég bæta því við varðandi hugsanlega tónlistar- deild við Háskóla Islands, að ég tel eðlilegra að hlúð sé að þeirri stofnun sem er og hefur verið að þróast upp í að verða tónlistarhá- skóli, frekar en dreífa þeim kennslukröftum, sem við höfum, enn víðar. Tónlistarskólinn verður tónlistarháskóli eftir fimmtán ár! Ertu með þessu að segja að búið sé að tvístra kröftum svo mikið að við megum ekki við meiru? Tónlistarskólastjórar í Reykjavík: frá vinstri Sigursveinn D. Kristinsson, Stefán Edelstein, Garðar Cortes og Jón Nordal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.