Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 11
Tónhvísl
eftir GUÐMUND
EMILSSON
við því búist að hluti laganna
verði fluttur á sérstökum tón-
leikum í sal Menntaskólans við
Hamrahlið er kórarnir snúa
aftur til Reykjavíkur. Egill
sagði að Kór Öldutúnsskólans í
Hafnarfirði hefði fengið rúmar
þrjár milljónir króna í styrk frá
Norræna Menningarmálasjóðn-
um til að standa straum af
Skálholtsmótinu. Eiinig naut
kórinn fyrirgreiðslu Mennta-
málaráðuneytisins í þessu sam-
bandi.
Um Skálholtsmótið sagði
Egill ennfremur, að það hafi
aðallega verið þrennt sem vakað
hafi fyrir sér með hugmyndinni
um það: I fyrsta lagi, að gefa
ungu söngfólki tækifæri til að
vinna saman að uppbyggilegum
verkefnum í fögru umhverfi, í
öðru lagi, að styrkja norræn
vinabönd og loks að gefa
íslenskum kórstjórum og áhuga-
mönnum um kórsöng tækifæri
til að fylgjast með kórstjórum,
sem hingað koma, við störf.
Taldi Egill þetta ekki síður
einstakt tækifæri en keppnina
sjálfa. í sambandi við Skálholts-
mótið mun Kennaraháskóli Is-
lands halda sérstakt námskeið
fyrir tónmenntakennara sem
lýkur með því að Skálholt
verður heimsótt og kórarnir og
starfsemi þeirra kynnt þátttak-
endum. Full ástæða er til að
hvetja tónmenntakennara til að
sýna þessu áhuga.
Um tónleika kóranna í
Reykjavík sagði Egill, að hann
byggist fastlega við að aðsókn
yrði mikil. Hann minnti á, að í
fyrra hefðu aðgöngumiðar að
Landsmóti Barnakóra í
Háskólabíói selst upp á auga-
bragði. Einnig að Hafnar-
fjarðarkirkja hafi verið þéttset-
in fyrir nokkrum dögum er kór
Öldutúnsskólans kom fram og
kynnti sum þeirra verkefna er
hann hyggst flytja á keppnis-
tónleikunum.
Egill sagðist vilja nota þetta
tækifæri til að koma á framfæri
persónulegum athugasemdum
um kórstarfsemi á íslandi og
hvernig staðið er að henni í
skólakerfinu. Hann sagði að í
lögum um grunnskóla væri ekki
kveðið á um starfrækslu kóra í
skólum landsins. Það væri al-
gjörlega undir viðkomandi tón-
menntakennara og skólastjóra
komið hvort kór væri starfrækt-
ur. Egill sagði jafnframt að þeir
sem hefðu kóra á sínum snærum
ynnu starf sitt oft utan venju-
legs skólatima og það kauplaust
á stundum. Hann sagði að þetta
mál hefði verið eitt af höfuð-
verkefnum Félags tónmennta-
kennara, en því miður ekki náð
fram að ganga til þessa. Mikið
hefur víst verið rexað í ráða-
mönnum til að styrkja stöðu
kórsöngs í skólakerfinu en með
litlum árangri. Egill vonaði að
kóramót þetta gæti orðið til þess
að ýta við mönnum. Hann sagði
það ósk sína, að kórarnir yrðu
viðurkenndir sem sjálfsagður og
æskilegur þáttur í skólastarfinu
og að vinna við kóra~ yrði
viðurkennd sem hluti af
kennsluskyldu kennara.
stigi, þar sem ættarhöfðinginn
ræður öllu og síðara dæmið er ekki
til.“
I 2. dálki (rétt neðan við miðju)
á að standa: „Á Skólavörðustígn-
um var raunar búinn til matseðill
þjóðarinnar á grundvelli smekks
og þarfa þeirra fáu, sem
matseðilinn bjuggu til.“
AU(;I,VSINGASIMINN ER:
22480
JWarotmhlfltiib
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978
11
Bj ör gunar sveitin
Tryggvi á Selfossi
fær gúmbát að gjöf
Bjiirgunarsveitin Tryggvi tekur við gjöfinni frá Kiwanisklúhhnum
Búrfelli á Selfossi.
KIWANISKLÚBBURINN Búr
fell á Selfossi hefur gefið hjörg-
unarsveitinni Tryggva á Selfossi
gúmhát af Zodiae gerð.
Það var Andrés Sigmundsson
hakarameistari sem fyrir hönd
Kiwanismanna afhenti bátinn
föstudaginn 19. maí s.l. Viðstadd-
ir voru stjórnarmenn slysavarna-
deildarinnar Tryggva Gunnars-
sonar og björgunarsveitar deild-
arinnar. sem veittu bátnum við-
tiiku.
Báturinn er hinn besti gripur og
mjög nauðsynlegur að mati björg-
unarsveitarmanna, en þeir eru
kallaðir til hinna ólíkustu björg-
unarstarfa víðsvegar um sýsluna.
Auk þess er báturinn talinn henta
mjög vel til aðstoðar og björgunar-
starfa á Ölfusá, sem rennur í
gegnum Selfosskaupstað.
Við athöfnina kom fram að
slíkur bátur hefur verið á óskalis'ta
sem björgunartæki fyrir björgun-
arsveitina og cr hann því hin
rausnarlegasta gjöf, sem er með
þökkum þegin. Björgunarsveitar-
menn ætla nú að einbeita sér að
því að eignast vél í bátinn og
hyggjast þeir efna til happdrættis
í fjáröflunarskyni bæði vegna
vélarkaupanna og til styrktar
annarri starfsemi.
Samkvæmt upplýsingum Ólafs
íshólms Jónssonar, formanns
björgunarsveitarinnar, hefur
sveitin starfað í 11 ár og hefur á
því tímabili verið leitað til hennar
um aðstoð og leitir í 90 skipti.
Kiwanisklúbburinn Búrfell hef-
ur á starfstíma sínum aflað fjár til
margvíslegra mannúöar og líknar-
mála.
— Tómas
Borvél og fleygur, sérlega hentug
fyrir rafvirkja, pípulagningamenn og
byggingameistara. Tekur bora upp í
32 mm og hulsubora upp í 50 mm.
Slær 2400 högg/mín. og snýst
250 sn/mín.
Mótor 680 wött.
Fullkomin iðnaðarborvél með tveimur
föstum hraðastillingum, stiglausum
hraðabreyti (rofa, og afturábak og
áfram stillingu.
Patróna: 13 mm.
Hraöastillingar: 0-750 og
0-1500 sn/mín.
Mótor: 420 wött
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Eigum einnig fyrirliggjandi margar
fleiri gerðir og stærðir af Skil rafmagns-
handverkfærum, en hér eru sýndar,
ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta.
Komið og skoðið, hringið eða skrifiö
eftir nánari upplýsingum.
Þetta er hin heimsfræga Skil-sög,
hjólsög sem viðbrugðið hefur verið
fyrir gæði, um allan heim í áratugi.
Þvermál sagarblaðs: 7%".
Skurðardýpt: beint 59 mm, við 45°
48 mm. Hraði: 4,400 sn/mín.
Mótor: 1.380 wött.
Létt og lipur stingsög með stiglausri
hraöabreytingu í rofa.
Hraði: 0-3500 sn/mín.
Mótnr: 350 wött.
Mjög kraftmikill og nákvæmurfræsari.
Hraði: 23000 sn/mín.
öflug beltaslípivél með 4” beltisbreidd.
Hraði: 410 sn/mín.
Mótor: 940 wött.
Mótor: 750 wött.
Óviðjafnanlegur hefill með nákvæmri
dýptarstillingu. Breidd tannar:3”.
Dýptarstilling: 0-3.1 mm.
Hraði: 13.500 sn/min.
Mótor: 940 wött.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL
Einkaumboð á íslandi fyrir Skii rafmagnshandverkfæri.
Stórviöarsögin með bensínmótor.
Blaðlengd 410 mm og sjálfvirk keðju-
smurning.
Vinkilslípivél til iðnaðarnota.
Þvermál skífu 7”.
Hraði: 8000 sn/mín.
Mótor: 2000 wött.
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI