Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						151. tbl. 65. árg.

SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978

Prentsmiðja Morgunblaósins.

Forseti skipar

Young að þegja

Bonn. 15. júlí — Reuter.

CARTER Bandaríkjaíorseti skip-

aði sendiherra Bandaríkjanna

hjá Sameinuðu þjóðtinum. Andr-

ew Young. að hafa hljótt um sig

eítir að sendiherrann gaf víð-

fræga yfirlýsingu sína um póli-

ti'ska fanga í Bandaríkjunum. að

sögn bandarískra embættis-

manna.

Forsetinn á að hafa sagt Young,

að athugasemd hans hefði verið

röng og klaufalega tímasett og

hefði unnið Bandaríkjunum ógagn.

Mun forsetinn einnig hafa skilað

því til Youngs, að þvílíkt mætti

ekki endurtaka sig. Talsmönnum

stjórnarinnar kom saman um að

tilmælin bæri ekki að skilja sem

svo að sendiherrann fengi héðan í

frá ekki að láta álit sitt í ljós, en

þess myndi vænst að hann hagaði

orðum sínum í samræmi við

opinbera stefnu stjórnarinnar.

Ennfremur kom fram að ekki

hefði verið rætt um hugsanlega

afsögn Youngs á fundi hans með

Vance í Genf, en það var banda-

ríski utanríkisráðherrann, sem

flutti honum skilaboð forsetans.

Nýtt gullæði

í Frakklandi

París 15. júlí — AP

ÞÓTT flestir snúi þeir aftur tóm-

hentir virðist það ekki aftra þcim.

Þúsundir fjálgra gulleitarmanna

hafa að undanförnu anað út um

sveitir Frakklands með reku og

haka í leit að föidum f jársjóðum. Að

sögn sérfræðinganna er um dálag-

legar fúlgur að ræða undir gras-

sverði og glitrandi stöðuvötnum

Frakklands.

Margir sjóðanna hafa legið

óhreyfðir í meira en 2000 ár, aðrir

eru nýrri af nálinni og aðeins

áratuga gamlir. Mest kvað vera um

gull og tímans tönn vinnur seint á

gulli.

Nú hafa ákafamenn skrifað bók til

aðstoðar gullgröfurunum, þar sem

getið er um 248 líklega staði. „Það er

sama tilfinningin sem knýr gullleit-

armanninn áfram og veiðimanninn,"

segir annar hö,fundur bókarinnar,

Henri Tell. „Fólk ætti að grafa eftir

öllum   landsins   fjársjóðum   í

Peres af ar

bjartsýnn

l.tmdon —  l'i. jíilí. AI'.

FYRRVERANDI varnarmálaráð

herra Israels og leiðtogi stjórnar-

andstöðu. Shimon Peres, hefur

sagt að íriðarhorfur í Mið-Aust-

urlöndum séu nú betri en nokkru

sinni fyrr. Peres lét þetta álit sitt

í ljós við fréttamenn í London. en

þar er fyrirhugað að ráðstefna

utanríkisráðherra Egyptalands,

Israels og Bandaríkjanna hef jist

á þriðjudag.

tómstundum... Er það ekki verald-

leg íklæðning ástarinnar að grafa

eitthvað upp sem legið hefur og beðið

um aldabil?" spyr hann.

Meðal staða, sem nefndir eru og

koma til greina er Calvi á Korsíku-

strönd, þar sem skúta hlaðin gulli

sökk árið 1869 og land í nágrenni

Chateuneuf-kirkju við Marseille.

Eldsumbrot

á Krakatá

Jakarta. 11. júlí — Reuter.

ELDFJALLIÐ á Krakatá. sem

olli mestri sprengingu er um

getur í mannkynssögunni og

drap 3G000 manns fyrir 95

árum. mun hafa látið á sér

bæra í dag og greindu vísinda-

menn og blaðamenn frá því að

fjallið hefði gosið á tíu múr

útna fresti.

Þýzkur framkvæmdastjóri

gistihúss á ströndinni nærri

bænum Labuhan sagði -frétta-

mönnum, að umbrotin hefðu

byrjað klukkan þrjú á miðviku-

dag og virtist sér sem stöðugt

liði skemmra milli hrinanna.

Krakatár-eyjarnar eru fjórar

talsins um 50 kílómetra vega-

lengd frá vesturodda Jövu.

Núverandi eldsumbrot munu

eiga sér stað á lítilli eldfjalla-

eyju með nafninu Anak Kraka-

tá og mun eyja þessi hafa risið

úr hafi um 44 árum eftir að

hamfarirnar urðu 1883. Er

eyjan um 120 metrar á hæð.

Framhald á bls. 46.

A myndinni sjáum við goshverinn Strokk íHaukadal ífullum skrúða. Það eru danskir

kórfélagar, sem komu í heimsókn til landsins fyrir skemmstu, sem mæna hér upp

á undrið.

Verður árangur af

Bonnfundinum í dag?

Frankflirt  —  15, júll'.

JIMMY Carter. Bandaríkjafor-

seti. olnbogaði sig gegnum fagn-

andi mannþrb'ng í Frankfurt í

dag og heilsaði fólki glaðhlakk-

andi líkt og hann ætti í kosninga-

baráttu. Einnig hélt hann stutta

ra'ðu þar sem hann lét í ljós þá

ósk að takast mætti að sameina

Þýzkaland á ný í samræmi við

Biður Garter um

vægari úrskurð?

Washinictiin. l.'i. júlí. Al'. Uiuti'r.

EIGINKONA sovéska andófs-

mannsins Anatoly Scharansky

kom til Bandarfkjanna í dag til

að reyna að hafa áhrif á viðbrögð

ráðamanna þar við þeirri ákvörð-

un Sovétríkjanna að dæma eigin-

mann hennar til 13 ára nauðung-

arvinnu og fangclsisvistar. Sam-

kva'mt aðstoðarmönnum Carters

forseta,  sem  nú  ferðast  um

Vestur-Þýzkaland. munu Banda-

ríkjamenn fara fram á það við

sovésk yfirvöld að þau kvcði upp

annan vægari dóm yfir Shchar-

ansky.

Frú Shcharansky kom fram í

sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum

skömmu eftir komu sína þangað

og ræddi hún þar við öldunga-

deildarþingmanninn Alan Cran-

ston, sem sagði við hana: „Þú ert

komin á stað þar sem fólk mun

ekki liggja á liði síriu." Frúin kom

frá París og hafði áður skorað á

stjórnir vestrænna ríkja að slíta

öllum menningarlegum og vísinda-

legum samskiptum við Sovétmenn.

I Washington veltu menn vöng-

um yfir því í gær hvort yfirvöld

þar myndu freista þess að i'á

Shcharansky og Ginzburg skipt

Framhald á bls. 38

vilja „hinnar stórkostlegu þýzku

þjóðar".

Helmut Schmidt kanzlari hefur

fylgt forsetanum. og eiginkonu

hans Rosalynn og dóttur á ferð

þeirra um VesturÞýzkaland. þar

sem forsetanum hefur hvarvetna

verið vel tekið. kanzlarinn sagði

í dag að heimsóknin staðfesti ..og

ætti að staðfcsta" hernaðarlegan

samstarfsvilja bandarísku og

vestur-þýzku þjóðarinnar. Kom

fram hjá honum að hann þættist

þess fullviss að sjöveldafundur-

inn um efnahagsmál. sem hefst í

Bonn í dag. sunnudag. ætti eftir

að verða árangursríkur í því að

stuðla að meira atvinnuöryggi og

hagsta'ðari efnahagsskilyrðum.

..Öryggi okkar hvflir á traustari

efnahagslegri undirstöðu." sagði

hann.

Carter fór einnig ásamt fjöl-

skyldu sinni til Berlínar á laugar-

dag þar sem hann fetáði í fótspor

forvera síns, John F. Kennedys.

Kennedy hafði fyrir 15 árum vakið

óskoraða hrifningu með ræðu í

Vestur-Berlín, þar sem hann

hrópaði „Ich bin ein Berliner" eða

„Eg er Berlínarbúi". Carter lauk

hins vegar ræðu sinni með orðun-

um „Was immer sei, Berlin bleibt

frei" eða „Hvað svo sem gerist

veröur Berlín ávallt frjáls". Yfir-

völd í Austur-Berlín auðsýndu

óánægju sína með för Carters til

Framhald á bls. 46.

Þorpi eytt

í Rhódesíu

Salisburv 15. júlí - AP

IIERNAÐÁRYFIRVÖLD f Rhódes-

íu skýrðu frá því í dag að

þjóðernissinnaðir blökkumenn

hefðu strádrepið nær alla íbúa

þorps eins í landinu. en tala dauðra.

sem gefin er upp. er 21.

Þetta er í þriðja sinn sem hern-

aðaryfirvöld saka uppreisnarmenn

um fjöldamorð saklausra borgara á

undanförnun þremur vikum. Sagði

talsmaður hersins, að í þetta sinn

hefði aðeins einn íbúi þorpsins lifað

af og væri hann nú á sjúkrahúsi

þungt haldinn. Þorpið, sem um er að

ræða er um 150 km norður af

Salisbury á slóðum Zwimba-ætt-

flokksins.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48