Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 152. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI

152. tbl. 65. árg.

ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978

Prentsmiðja Morgunblaðsins.


Fridar-

fundur í

gömlum

kastala

Maidstone Knnlandi 17. júlí. Reutcr.

Utanríkisráðherrar ísraels og

Egyptalands Moshe Dayan og

Ibrahim Kamel komu í dag til

London til nýrra friðarviðræðna

í rammgerðum miðaldakastala.

Cyrus Vance utanríkisráðherra

Bandaríkjanna kom einnig til að

taka þátt í viðræðunum sem

heíjast á morgun þótt búizt væri

við að ráðherrarnir ræddust við

óformlega í kvöld í Leeds-kastala

þar sem umræðurnar fara fram.

Kastalinn er 1.000 ára gamall

og var valinn fyrir fundarstað af

ótta við hugsanlega árás pal-

estínskra öfgamanna. Kastalinn

er úti í miðju vatni og skóglendi

skilur hann frá næsta þorpi.

Moshe Dayan utanríkisráðherra

ísraels og kona hans við komuna

til London í gær.

Þetta verður fyrsti fundur utan-

ríkisráðherra ísraels og Egypta-

lands síðan í janúar. „Það er von

okkar að nýr skriður komist á

friðartilraunirnar," sagði Vance

við komuna.

Framhald á bls. 29.

Flugbann á ríki sem

vernda flugræningja

Bonn. 17. júlí. Router.

SJÖ helztu iðnríki heims

tilkynntu í dag að þau hefðu

ákveðið að stöðva allar

flugferðir til landa sem

skjóta skjólshúsi yfir flug-

ræningja.

Samkvæmt opinberri yfir-

lýsingu sem Helmut Schmidt

kanzlari las á blaðamanna-

fundi ákváðu leiðtogar land-

anna jafnframt á fundi

sínum í Bonn að gera ráð-

stafanir til að binda enda á

flug frá slíkum ríkjum.

Þessar ráðstafanir verða

gerðar gegn ríkjum „sem

neita að framselja eða lög-

sækja  þá  sem  hafa  rænt

flugvél og. eða skila ekki

slíkum flugvélum" að því er

sagði í yfirlýsingunni.

Önnur ríki eru hvött til

þess að gera slíkt hið sama í

yfirlýsingunni. Embættis-

menn í Bonn segja að þetta

sé í fyrsta skipti sem svona

voldugur ríkjahópur hefur

tekið höndum sanan gegn

flugránum.

Akvörðunin byggði á til-

lögu sem forsætirsráðherra

Kanada, Pierre Trudeau, bar

fram á leiðtogafundinum í

gær.

Fjöldaflótti

úr f angelsi

Alcoentre, Portúgal, 17. júlí. AP.

UM 120 FANGAR. þar af ýmsir

sem  hafa  verið  dæmdir  fyrir

Iðnríkin sammála um

víðtækar ráðstafanir

alvarlega glæpi og eru álitnir

hættulegir flýðu frá Alco-

entre-fangelsi 80 km norður af

Lissabon í dag um göng sem þeir

grófu undir vegg að því er frá var

skýrt í dag.

Næstum því helmingur allra

fanga í fangelsinu tók þátt í

flóttanum scm minnir um margt

á sögur um flótta fanga í si'ðari

heimsstyrjöldinni. Embættis-

menn segja að fangarnir hafi

grafið 25 metra löng göng og

Framhald á bls. 29.

Bonn 17. júlí. Reuter.

Sjö heiztu iðnríki Vesturlanda urðu í dag ásátt um víðtækar

ráðstafanir um að auka hagvöxt, berjast gegn atvinnuleysi og

verðbólgu og spara orku og Carter forseti sagði að loknum tveggja

daga fundi æðstu leiðtoga landanna um efnahagsmáli „Árangurinn

fer fram úr okkar glæstustu vonum."

Helztu atriði samkomulagsins eru loforð Bandaríkjamanna um að

draga úr olíuinnflutningi. loforð Japana um að opna markaði sfna

fyrir erlendar vörur og sú ákvörðun Vestur-bjóðverja að auka

verulega eftirspurn innanlands.

Bæði Bandaríkjamenn og

Vestur-Þjóðverjar gengu miklu

lengra en embættismenn höfðu

spáð að þeir mundu gera jafnvel

aðeins örfáum klukkustundum

áður en fundinum lauk. Hin ríkin

sem tóku þátt í viðræðunum —

Bretland, Frakkland, ítalía og

Kanada — hétu því hvert um sig

að taka þátt í ráðstöfununum.

Þótt leiðtogafundurinn fjallaði

um efnahagsmál lýstu leiðtogarnir

einnig yfir loftflutningabanni á

ríki sem neita að framselja eða

lögsækja flugræningja (Sjá aðra

frétt).

Helmut  Schmidt  kanzlari  hét

Sovézkir

togarar

ásakaðir

Ósló. 17. júli. Iteuter.

NORSK yfirvöld sökuðu í dag

sovézka togara um brot á alþjóðleg-

um ákvæðum um möskvastærð á

Barentshafi.

Torben Foss forstöðumaður

norsku fiskimálastjórnarinnar sagði

að norsk varðskip hefðu staðið

sovézka togara að brotum á sam-

þykktum Norðaustur-Atlantshafs-

fiskveiðinefndarinnar sem Rússar

eru aðilar að um möskvastærð í

norsku fiskveiðilögsögunni.

Um 40 sovézkir togarar eru á

karfaveiðum í 200 mílna fiskveiðilög-

sögunni við Svalbarða að sögn Foss.

því að lokum á fundinum að gera

„verulegar ráðstafanir" sem

mundu taka til allt að eins af

hundraði innanlandsframleiðslu

til að auka eftirspurn og auka

hagvöxt þótt fyrri fréttir hermdu

að Vestur-Þjóðverjar mundu forð-

ast að tiltaka einhverja ákveðna

Framhald á bls. 29.

Fimm hinna sjö þjóöarieiðtoga sem sátu efnahagsráðstefnuna f Bonn. Giulio Andreotti forsætisráðherra

ítaiíu. Takeo Fukuda forsætisráðherra Japans, Jimmy Carter Bandarfkjaforseti, Helmut Schmidt kanzlari

Vestur-Þýzkalands og Valery Giscard d'Estaing forseti Frakklands.

Korchnoi hló er rangur

þjóðsöngur var leikinn

Baicuio. r'ilippseyjum 17. júlí. Reuter.

SKÁKMEISTARINN Viktor

Korchnoi skellihló í dag þegar

lúðrasveit               lék

„Internasjónalinn" í stað

sovézka þjóðsöngsins við setn-

ingu heimsmeistaraeinvfgisins

í skák í Baguio á Filipseyjum.

Mistökin urðu til þess að

Korchnoi missti af tækifæri til

þess að snupra Rússa. Hann

hafði ætlað að setjast niður

þegar sovézki þjóðsbngurinn

væri leikinn til heiðurs heims-

meistaranum Anatoly Karpov.

Rétt áður en þetta gerðist

datt Korchnoi í lukkupottinn.

Dregið var um hvor ætti að

byrja með hvítu mennina í

einvíginu og Korchnoi dró hvítt.

Hann mun því hefja einvígið á

morgun og það er talið hafa

mikla sálræna þýðingu fyrir

hann. Gert er ráð fyrir því að

Korchnoi ætli sér að verða í

sókn í einvíginu frá byrjun og að

hann reyni að tryggja sér sem

fyrst sex vinninga og þar með

verðlaunin sem eru 350.000

dollarar.

Framhald á bls 28.

Korchnoi situr hlæjandi hjá

ritara sínum Petru Leeuweik

þegar „internasjónalinn" er

Ícikinn við setningu heims-

meistaraeinvígisins í Baguio á

Filippseyjum í stað sovézka

þjóðsöngsins. Karpov heims-

meistari. dr. Euwe forseti

Alþjóðaskáksambandsins og

Ferdinand Marcos forseti Fil-

ippseyja standa meðan lagið er

leikið.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44